Þjóðviljinn - 16.07.1972, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 16.07.1972, Blaðsíða 9
8. SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 16. júlí 1972 ship flugvél Flugfélags íslands til Vagar-flugvallar i Færeyjum. Flugferðin til Vagar-flugvailar tók rétt rúmar tvær stundir. A þeirri leið gerðist ekkert mark- vert og er þvi ekkert um hana að segja. Burtför frá Reykjavikurflug- velli var samkvæmt áætlun klukkan 5 siðdegis. Farþegarnir áttu að vera komnir á flugvöllinn klukkan 4,30 eða hálftima fyrir brottför. Rétt um kiukkan 3.30 var far- þegum, þeim sem til náðist til- kynnt simleiðis, að brottför flug- vélarinnar yrði frestað til klukk- an 7. Attu farþegar þá að vera komnir klukkan 6.30. Frestun brottfarar var sögð vera af tæknilegum ástæðum án frekari skýringa. Þó að tilkynn- ing um frestum burtfarar af Reykjavikurflugvelli hafi ef til vill komið nægjanlega fljótt til farþega frá Islandi, þannig að það ylli þeim litlum eða engum vand ræðum, þá verður það sama ekki sagt um þá sem koma til tslands frá Vagar-flugvelli i Færeyjum. Þeir koma flestir frá Þórshöfn og það tekur þá um tvo klukkutima að fara þá leið. Þótt aðstaða til stuttrar dvalar á veitingahúsinu á Vagar-flug- velli sé góð, þá er þar engin að- staða til langrar dvalar. Klaksvikingar þeir sem komu til móts við okkur á Vagar-flug- velli fengu að kenna á biðinni. Ferðin frá Klaksvik til Vagar- flugvallar tekur um fjórar klukkustundir, þeir voru þvi lagð- ir af stað fyrir hálfri stundu þegar tilkynning barst til okkar ts- lendinganna um frestun brottfar- ar. Það er mjög sennilegt að þessi sið-tilkynnta seinkun burtfarar flugvélarinnar af Reykjavikur- flugvelli hafi kostað Bridge-Felag Klaksvikur mörg hundruð krónur færeyskar (danskar) (þúsundir islenzkra króna). Á þeirra vegum biðu okkar bilar i þrem stöðum og tvær ferjur auk strandferðaskips. Ef til vill væri ekki ástæða til að minnast hér á þessa töf sem varð á brottför flugvélarinnar frá Reykjavik, ef sama sagan hefði ekki endurtekið sig næsta fimmtudag á eftir, þann 8. júni. Þegar bridge-félagar frá Kópa- vogi fóru frá Þórshöfn klukkan 5 þann dag, var þeim sagt frá flug- vellinum á Vagar, að Fokker Friendship flugvélin frá Reykja- vik mundi verða á Vagar á tilsett- um tima, klukkan rúmlega 7. Við komum til Vagar klukkan tæplega 7, þá var okkur sagt að FÆREYJARABB ÞORVALDUR STEINASON TÓK SAMAN Ég mun i þessu blaði og nokkrum blöðum á næstunni segja litillega frá för til Færeyja sem farin var á þessu vori. Verð- ur ekki um samfellda ferðasögu að ræða, aðeins smá punkta á stangli. f byrjun frásagnar þykir mér hlýða að gera grein fyrir fáeinum atriðum. öll staðanöfn i Fær- eyjum eru rituð á færeysku rit- máli. Ég mun siðar i þessum punktum endursegja kafla úr tveim merkum bæklingum sem mér bárust i hendur i ferð minni. Þegar vinabæjasamskiptin voru i uppsiglingu meðal Norður- landaþjóðanna, var nánast sem hérnaðarástand rikti i Kópavogi á Islandi og i Klaksvik i Færeyjum. Klaksvikingar voru i harðri deilu við „stór-dönsk” stjórn völd, sem vildu svipta þá vin sælum lækni, sem innbyggjar vildu hafa áfram. Kópavogsbúar voru einnig um sömu murtdir i þörðum deilum við „stór-islenzk” stjórnvöld./kópavogsbúar viídu sjálfir ráða sinum innri málum, en lentu þá i andstööu við þá hina „stóru” sem sögðu: Hjá okkur er valdið. Bæði Kópavogsbúar og Klaks- vikingar töpuðu sinum styrjöld- um sem von var, þar sem við stórveldi var að eiga. Það var á þeim árum er ófrið- urinn geisaði sem harðast, að Helgi Sæmundsson birti sinn landsfræga botn, er hljóðar svo: „Klaksvik yrði Kópavogi / kærleiksrikur vinabær.” F'yrstu samskipti millum vina- bæjanna Klaksvikur og Kópavogs voru þau> að árið 1968 bauð Bridge-félag Kópavogs, Klaks- vikar-Bridge-Felag heim til spilamennsku og annarra kynna. Klaksvikingar þágu boðið, og að þvi heimboði buðu þeir Bridge- félagi Kópavogs heim til Klaks- vikur árið 1969. Árið 1970 voru engin heimboð milli félag anna, en 1971 komu Klaksvik- ingar i heimsókn til Kópavogs. 1 vor var komið að Kópavogsbúum að fara til Klaksvikur. Þótt hér sé aðeins rætt um heimsóknir bridge-félaganna i Klaksvik og Kópavogi, þá hafa þó orðið nokkur meiri samskipti á millum vinabæjanna, og vonandi verður svo i rikara mæli á komandi tim- um. Hinn 1. júni siðastliðinn lagði 29 manna hópur á vegum Bridge- félags Kópavogs af stað i Klaks- vikurför. Farið var með Fokker Friend- vélinni mundi seinka litillega. Klukkan varð 8, þá kom frétt um það, að nú væri vélin lögð af stað frá Islandi þrem klukkustundum eftir áætlaðan brottfarartima frá Reykjavik. Astæðan til seink- unar var einnig i þetta sinn sögð vera af tæknilegum ástæðum. Það orðspor hefur komizt á, með réttu eða röngu, að litt sé að treysta áætluðum brottfarartima islenzku flugvélanna. En nóg um það að sinni; áfram með ferða- söguna. Að lokinni tollskoðun á Vagar- flugvelli, sem gekk mjög fljótt yfir, bridge-spilararnir þurftu að- eins að svara tveim spurningum játandi: Islendingur? eða Bridge- spilari? Þá var þeim opin leið út af tollstöðinni, til móts við Klaks- vikinga sem höfðu beðið þeirra frá klukkan 7 um kvöldið til kl. nærfellt 10 með bila til að flytja spilarana fyrsta áfangann, til Eyrargjóv á Vagar. Þangað er um það bil 15 minútna akstur. Vegurinn sem tengir jarðgöngin.tvö. Fremst til vinstri eru göngin til Nordepil, en þau eru 2 km á lengd. Til hægri sést op jarðgangnanna frá Ánum viö Klaksvfk. — Biilinn á myndinni kemur frá Arnafirði. 1 Eyrargjóv var stigið úr biln- um og farið með ferju til Vest- manna á Streymoy. 1 Vestmanna var aftur setzt i bila sem fluttu okkur til Hvalvik á Streymoy, það var um þaö bil einnar klukku- stundar akstur. Enn var farið i ferju sem flutti okkur til Selatrað á Eysturoy. Og enn var setzt i bila sem fluttu okkur til Fuglafjörður, þangað var nokkuð á annarrar klukkustundar akstur. 1 Fugla- fjörð beið okkar strandferðabátur sem flutti okkur á leiðarenda til Klaksvikur, þá var klukkan rúm lega 3 um nóttina. A bryggjunni i Klaksvik biðu þeir af gestgjöfum okkar sem Sunnudagur 16. júli 1972 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 9. Það má með sanni tala um hrikalega fegurð á færeysku sundunum. ekki höfðu komið til móts við okk- ur i Vagar. Nú dreifðist hópur bridge- spilaranna um sinn. Þeir skiptust niður á heimili, einn, tveir eða þrir á hvert; viðast voru tveir á sama heimili. Höfundi þessara punkta og Þor- leifi Jónssyni var búin dvöl á heimili frú Petrinu og Róberts Jóansens bæjarritara i Klaksvik Frú Petrina er einn harðasti spil- ari Klaksvikar-Bridge-Felag, en maður hennar Robert Jóansen spilar ekki bridge, hann segir sitt „Hobb” vera sagn og fornfræði. Róbert Jóansen hefur samið og gefið út 8 sagnfræðibækur auk margra ritgerða i blöðum og timaritum sagnfræðilegs eðlis. Hann hefur átt bréfaskipti við islenzka sagn- og fornfræðinga, á islenzkri tungu, en talar ekki islenzku. A heimili gestgjafa okkar beið veizlumatur á borðum sem við gerðum góð skil, og þótt herberg- in biðu okkar tilbúin til svefns var ekki gengið til náða fyrr en klukk- an að ganga sex. Samræður okkar Þorleifs við þau hjónin, gestgjafana, gengu að vonum vel þótt við töluðum islenzku en þau færeysku. Veizla i Nordepil. Að aflokinni Viðoyarför var okkur boðið til veizlu i Nordepil. Þegar gengið var i veitingasalinn þar stóð Petersen veitingamaður þar i dyrum með vinflösku i ann- ari hendi en staup i hinni. Ekki var veitandinn ánægður ef hann þurfti að sleppa inn Islendingi þurrbrjósta. Þegar allir höfðu gengið frá yfirhöfnum sinum og voru komnir i sæti kom annar veitari með vin og staup. Vart var þeirri umferö með flöskuna lokið þegar á borð var borin kjúklingasteik með öllu tilheyrandi, þar með öl sterkt eöa veikt að ósk hvers og eins neyt- enda. Ekki var setið lengi undir borðum, þvi sökum stuttrar dval- ar á Viðareiði var afráðið að spila i Klaksvikar-Klub um kvöldið. Um leið og gengið var úr veit- ingasal var enn minnst við inni- hald flöskunnar góðu, þetta var raunar þriðja eða fjórða flaskan. Þessu og þvilikar voru viðtökur Færeyinganna hvar sem við kom- um. Enginn hörgull virtist á vin- föngum i Færeyjum þó engin vin- sala sé i landinu. Afengiskaup Færeyinga eru bundin vissum skilyrðum, þeim að þeir borgi skatta. „Þeir sem ekki nenna að vinna, þeir eiga engan mat að fá”, var sagt á tslandi áöur fyrri (og er ef til vill sagt enn). En Danir segja við Færeyinga: „Þeir sem ekki borga skatta, þeir skulu ekki drekka áfengi”. Sinn er siður i landi hvoru. Þegar Færeyingar hafa staðið skil á skattgreiðslum sinum, mega þeir fá póstsendan ákveð- inn skammt af áfengi ársfjórð- ungslega. Bjór og öl af þeim styrkleika, að veikt telst (Það mundi þó kallaður sterkur bjór á Islandi) er seldur hverjum sem hafa vill i veitingahúsum og mat- vöruverziunum, enda brugga þeir sjálfir slikan bjór. En takmarkanir eru á innflutn- ingi og sölu á sterkum bjór. Hann fæst aöeins frá Danmörku, Carls berg og Tuborg. Einhverjar undanþágur fá félagasamtök fyr- ir áfengiskaupum, þó þau greiði ekki skatta. Þegar brottfararskál hafði ver- ið drukkin i Nordepil, var sezt i bilana og haldið til spilamennsku i Klakksvikar-Klub. Spilaður var tvimenningur, blandað lið, það er Færeyingur og Islendingur mynduðu par. Spilamennsku var lokið um miðnætti og munu yfirleitt flestir Islendingar hafa gengið snemma til náða þetta kvöld. Kl. 7 á þriðjudagskvöld hófst tvimennings-keppni á millum Bridge-félags Kópavogs og Bridge-félags Klaksvikar. Keppt var i tveim riðlum. Verölaun voru veitt efsta pari i hverjum riðli. Verðlaun hlutu i A. riðli Kári Jónasson og Armann Lárusson en i B. riðli Tryggvi Gislason og Gunnar Sigurbjörnsson. Keppni lauk upp úr miðnætti, en verðlaun voru afhent i kveöjuhófi kvöldið eftir. A miðvikudaginn var veður milt, þó nokkur stormur væri af suðri. Þetta var siöasti dagurinn okkar i Klaksvik. Ég hafði enn sem komið var ekki lagt leið mina i verzlanir i Færeyjum, og þó erindi mitt þangað væri alls ekki búðarrand, fannst mér tilhlýðilegt að lita eitthvaö i kring um mig i verzlun- um, eða þó ekki væri nema að lita i búðarglugga. Um enga stórverzlun varö þó að ræða hjá mér i Klaksvik; eftir þvi sem mér virtist af kaupum og at- hugun á verðmiöum i búöar- gluggum er verö á vefnaðarvöru og fatnaði mjög ámóta þar og hér á landi. Sumt heldur dýrara en annað ódýrara. Til dæmis keypti ég hvitan vasaklút i einni Kjölbro verzluninni i Klaksvik, þar kost- aði hann jafngildi 30 islenzkra króna; nokkrum dögum siðar keypti ég samskonar vasaklút hjá Guðsteini á Laugavegi 34 fyrir 28 krónur. Þar virðist vera um alveg sambærilega vöru að ræða, að minnsta kosti verða þeir ekki þekktir sundur eftir einn þvott. Að þvi er mér virtist þá eru flestar matvörur ódyrari i Klaks- vik en á Islandi. Þó eru tröllasög- ur þær sem til tslands hafa borizt af hinu lága verði á islenzku dilkakjöti i Færeyjum nokkuð langt frá veruleika. Sannleikur- inn mun vera sá, að þó verð á is- lenzku dilkakjöti i Færeyjum sé nokkru lægra en á Islandi þá er munurinn litill ef um sambærilegt kjöt er að ræða. Auglýsingar i blöðum og útstill- ingum i búöargluggum um is- lenzkt saltkjöt á 9 krónur pr. kg. er mjög villandi. Þar er um að ræða bringur og slður, það er alveg vöðvalaust kjöt, eintóm feiti. Þetta kjöt er i sér verð- flokki, og viröist ganga treglega út. A Islandi mundi slikt kjöt vera óseljanlegt með öllu, svona eitt sér. Vinnulaun i Færeyjum eru all- miklu hærri en á Islandi. Þvi er örugglega mun meiri kaupmáttur iauna i Færeyjum en hér. Yfirleitt virtist manni rikja bjartsýni og velmegun hjá Fær- eyingum; þar varð maöur ekki var við þann bölmóð sem stjórn- arandstaðan islenzka breiðir yfir landsbyggðir.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.