Þjóðviljinn - 20.12.1972, Blaðsíða 20

Þjóðviljinn - 20.12.1972, Blaðsíða 20
DJOÐVIUINN MiAvikudagur 20. desember 1972 Almennar upplýsingar um læknaþjónustu borgarinnar' eru gefnar i simsvara' Læknafélags Reykjavíkur, simi 18888. Vesturbæjarapótek og Háaleitisapótek annast helgar, kvöld og nætur- þjónustu lyfjabúða þessa vikuna til 22. desember. Slysavarðstofa Borgarspitalans er ópin all- an sólarhringinn. Kvöld-, nætur- og helgidaga- vakt á heilsuvernarstöðinni. Sími 21230. / gœr voru 26 ár liðin frá upphafi Vietnam-striðsins Utanríkismál LOFTÁRÁSIR NIXONS FOR- DÆMDAR YÍÐA UM HEIM Bandariska herstjórnin setur fréttabann á loftárásirnar PARÍS, SAIGON, WASHINGTON 19/12 — Loftárásirnar á Norður- Vietnam eru hinar hörðustu sem gerðar hafa verið í öllu Vietnam-striðinu. Arásirn- ar á Hanoi og Haiphong minna á mestu loftárásir sem gerðar voru á þýzkar borgir i seinni heimsstyrj- öldinni. Þessi mikla aukn- ing hernaðaraðgerða af hálfu Bandarikjastjórnar sætir mikilli gagnrýni, og hefur hún komið fram hjá valdhöfum í Japan, Svi- þjóð og Indlandi og einnig hjá Kurt Waldheim, fram- kvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna. Bæði bandariskar flugvélar og skip utan frá Tonkin-flóa beindu skeytum sinum aö helztu borgum og þéttbýlissvæðum Noröur— Vietnam i alla nótt og i dag. I Hanoi fórust 30 óbreyttir borgar- ar og 50 særðust, en hundruð húsa eru jöfnuð við jörðu. Norður-Vietnamar segjast hafa skotið niður 6 bandariskar þotur, þar af 3 af gerðinni B-52, en þær eru risastórar, fljúga hraðar en hljóðið og ofar skýjum. Banda- rikjamenn segjast aöeins hafa misst 3 þotur yfir Norður-Viet- nam, þar af 2 B-52 vélar. Þeir viðurkenna þó, að B-52 vélar hafi veriðsendar til árása á höfuðborg Norður-Vietnam, en það er i fyrsta skipti sem það er gert. 6 bandariksir flugmenn, sem höfðu komizt lifs af er flugvélar þeirra voru skotnar niður, voru sýndir fréttamönnum i Hanoi i dag. Bandariska herstjórnin hefur hins vegar neitað að gera nokkrar athugasemdir við slikar fréttir og sett af sinni hálfu frétta- Fer þriðja hver rúbla til hersins? MOSKVU 18/12 — Æðsta ráðið sovézka þingar nú um fjárlög fyrir næsta ár. Samkvæmt frum- varpinu, sem væntanlega verður samþykkt óbreytt, verða rikisút- gjöld alls rúml. 180 miljarðar rúblna (eða yfir 20 biljónir króna), og er það met. Útgjöld til hermála eru óbreytt þriðja árið i röð, en vegna hækkunar heildar- útgjalda fer hlutdeild þeirra minnkandi. Hermálin taka nú bann á loftárásirnar. Bandarikjamenn hafa ekki varpað sprengjum á svæðið um- hverfis Hanoi siðan 11. október er þeir eyðilögðu hús franska sendi- ráðsins og drápu sendifulltrúann. 12 dögum seinna fyrirskipaði Nixon forseti aö hætt skyldi loft- árásum norðan 20. breiddar- baugs, en hann liggur 120 kiló- metrum fyrir sunnan Hanoi. Þá voru þeir Kissinger og Le Duc Thobúnir að ná samkomulagi um frið , sem Nixon síðan sveik eftir að búið var að endurkjósa hann forseta. Fréttum ber saman um, að Nixon forseti hafi persónulega skipað fyrir um að loftárásir skuli nú vera öflugri og viðtækari en nokkru sinni fyrr. McGovern segir að þessi tilraun til að vinna striðið með skyndiáhlaupi sé dæmd til að mistakast. Sovézki ambassadorinn i Paris hefur komizt svo að orði að Nixon kunni að hafa beitt blekkingum i viðtölum sinum við Sovétleiðtog- ana, meðan hann var i heimsókn sinni i Moskvu i vor, en þá hafi hann mjög ákveðið lýst friðar- vilja sinum i Vietnam. Kinverjar hafa látið i ljós að þeir muni hvergi hvika frá loforð- um sinum um að aðstoða Norður- Vietnama. og félags- legar umbœtur í fyrirrúmi 18/12 — Á mánudaginn mynd- aði Gough Whitlam formlega stjórn Verkamannaflokksins i Ástraliu . Sjálfur tók forsætisráð- herrann aö sér utanrikismálin, en skipting embætta milli hinna 27 ráðherra var slik, að auðséð var sú mikla áherzla sem lögð skal á félagslegar umbætur. Flestir ráð- herranna eru úr hófsamari hluta flokksins, en einnig eru i rikis- stjórninni fulltrúar róttæka armsins. CHIPPENDALE Eilífog viröuleg silfurhönnun. Látlaus glœsileiki CHIPPENDALE matsilfurs flytur hátiðleika gamla tímans inn á nútimaheimili. Pað var fyrir um það bil 2oo árum að Thomas Chippendale skapaði þessa klassisku línu ! dull ug g»tlfur i. Laugavegi 35 simi 20620 1972 og 11.0% 1971. Vestrænir her- málasérfræðingar telja að þetta sé i rauninni aðeins þriðjungur af þvi sem Sovétrikin verja i heild til hermála, þvi mikil útgjöld séu faliniöðrum köflum fjárlaga.svo sem undir rannsóknum, þunga- iðnaði og fræðslumálum. Samkvæmt fjárlögum verður á næsta ári varið 10% meira fé til landbúnaðarmála en áður, og stafar það af uppskerubrestinum sl. haust sem varð einn sá mesti i heila öld. Iðnaðarframleiðslan 1972 i Sovétrikjunum var um hálfu prósenti minni en gert hafði verið ráð fyrir i 5-ára áætluninni. Fjórar utanlandsferðir °g bifreið í vinning Dregið verður i Happdrætti Þjóðviljans á Þorláksmessu, eöa eftir 4 daga. Umboðsmenn HÞ úti á landi taka á móti skilum fram á siðasta dag, og einnig er tekið á móti skilum á skrifstofu Alþýðubandalagsins að Grcttisgötu 3 og á afgrciöslu Þjóðviljans, Skólavörðustig 19, fram til klukkan 6 i kvöld. Dragið ekki að gera skil fram á síðasta dag. Þeim mun fyrr sem skil berast, þeim mun fyrr er hægt að birta vinningsnúmerin.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.