Þjóðviljinn - 17.04.1973, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 17.04.1973, Blaðsíða 5
Þriöjudagur 17. apríl 1973. 1>.IÓ1)VU..IINN — SiÐA 5 Þingmenn vilja íhugunartíma Ákvörðun um nýtingu landhelginnar frestað Frumvarp Fiskveiðilaganefndarinnar verður ekki afgreitt á þessu þingi. Ný lög væntanlega samþykkt i haust Frumvarp Fiskveiðilaga- nefndarinnar um veiðar með botnvörpu, flotvörpu og dragnót í fiskveiðiland- helginni var til annarrar umræðu á fundi neðri deildará laugardaginn var. Frumvarpið var lagt fram mánudaginn 9. apríl og hafa ýmsir þingmenn kvartað yfir þvi að fá ekki meiri tíma að gaumgæfa svo umfangsmikið mál. Þrátt fyrir lítinn tíma til athugunarhafa margirtal- ið sig geta bent á veiga- mikla galla á frumvarpinu. Lúðvik Jósepsson, sjávarút- vegsráðherra, sagði, að fjöl- margir þingmenn hefðu lagt til við sig að fresta afgreiðslu máls- ins. Ráðherra sagði, að mest riði á að ná viðtækri samstöðu um málið, og þvi sagðist hann hafa sannfærzt um, að rétt væri að fresta afgreiðslu þess til hausts- ins. Ekki voru allir þingmenn sammála um að fresta lagasetn- ingu um nýtingu landhelginnar og urðu þvi umræður allsnarpar. Að lokum var samþykkt að visa málinu til þriðju umræðu, en flestir telja, að það muni ekki koma aftur á dagskrá þessa þings. Lúðvik Jósepsson, sjávarút- vegsráðherra, benti á, að núg. lög um veiðar i landhelgi féllu úr gildi 1. júli næstkomandi, og yrði þvi að framlengja þau til ársloka, ef frumvarp Fiskveiðilaganefnd- arinnar hlyti ekki fullnaðaraf- greiðslu á þessu þingi. Mestu máli skipti að ná sem viðtækastri samstöðu i málinu, og þvi gæti- frestur til hausts hugsanlega verið til góðs. En málið yrði að taka upp strax á næsta þingi, þannig að ný lög væru tilbúin fyrir áramót. Benedikt Gröndal (A) lagðist gegn þvi að fresta afgreiðslu frumvarpsins. Taldi hann til þess tvær meginástæður. I fyrsta lagi iiði vart svo dagur, að fiskifræð- ingar færu ekki fram á auknar friðunaðaðgerðir, og i öðru lagi myndi dráttur á setningu nýrra friðunarlaga veikja málstað okk- ar i deilunni við Breta og Vestur- Þjóðverja. Þingmaðurinn taldi, að rikisstjórnin og þó alveg sér- staklega Lúðvik Jósepsson hefðu brugðizt. Frumvarp um veiðar i landhelgi hefði átt að vera tilbúið varpið, en hann tæki undir frest- un, vegna þess að margir þing- menn hefðu komið til hans og beð- ið um frest, og hann hefði sann- færzt um, að meirihluti þing- manna vildi athuga málið i ró og næði i sumar. það mætti verða til þess, að lausnin yrði haldbetri en ella. Jón Skaptason (F) var vantrú- aður á, að frestur tryggði sam- stöðu. Sagði hann, að reynsla sin i Fiskveiðilaganefndinni hinni fyrri hefði kennt sér, að liklega þingsjá þjóðviljans um leið og landhelgin var færð út. Lúðvik Jósepsson visaði til föðurhúsanna ýmsum fullyrðing- um Benedikts Gröndal. Ráðherra sagði, að Benedikt hefði ekki farið með rétt mál i útvarpsumræðun- um siðustu, er hann sagði, að ráð- herra hefði neitað að flytja um- rætt frumvarp. Lúðvik sagði, að hann hefði boðið nefndinni að flytja frumvarpið eða að hún flytti það sjálf. Nefndarmenn hefðu sjálfir valið siðari kostinn. Ráðherra taldi, að þeir þing- menn, sem ræddu um, að rikis- stjórnin hefði átt að semja frum- varp, hlytu að vera tómir i kollin- um. Alþingi hefði á sinum tima samþykkt að hafa þann háttinn á að skipa sérstaka þingnefnd til að semja frumvarpið. Það væri þvi eins og hver önnur firra að tala um, að rikisstjórnin eða einstakir ráðherrar hefðu brugðizt, vegna þess að þeir hefðu ekki gripið fram fyrir hendurnar á Alþingi. Eins væri þáð fráleitt að heita nú á þingmenn að láta ekki ráðherra beygja sig með þvi að gangast inn á að fresta afgreiðslu frumvarps- ins. Það væru einmitt kröfur þingmanna að fá meiri tima til ihugunar. Lúðvik sagði, að ekki stæði á sér að samþykkja frum- Ekki vildi ráðherra taka undir þau sjónarmið Benedikts Gröndals, að við stæðum höllum fæti i fiskveiðideilunni vegna rán- yrkju. Að visu væri unnt að nefna einstök dæmi, þar sem betur hefði mátt standa að málum, en ef á heildina væri litið og borið saman við nágrannalöndin, sæist, að hér væru i gildi miklu strangari regl- ur en annars staðar, jafnvel svo, að útlendingar ættu erfitt með að trúa þvi. Hér væru sett bönn og hömlur á veiðarfæri og veiði ákveðinna fisktegunda, miklu strangari en viðast annars stað- ar. Aðalatriðið væri, að viðtæk samstaða fengist um málið. Stundum hefðu verið settar regl- ur, sem heföu alls ekki staðizt i framkvæmd. Enginn hefði virt þær og brotin hefðu hrannazt upp. Fyrst þegar reynt var að ná við- tækari samstöðu náðist einhver árangur. Að lokum sagði ráðherra, að það væri mikill misskilningur, að frestur á afgreiðslu frumvarpsins létti einhverri byrði af sér. Frest- unin yki einmitt byrðarnar á sjávarútvegsráðuneytinu og ráð- herra. En ráðherra kvaðst gjarn- an vilja axla auknar byrðar, ef væri aldrei unnt að semja lög og reglur i svo viðamiklu máli, þannig að allir yrðu ánægðir. Ingvar Gislason (F) var hlynntur þvi að fresta málinu. Vildi hann, að fresturinn yrði nýttur til að leita umsagna þeirra aðila, er ekki hefðu áður um mál- ið fjallað. Sverrir Hermannsson (S) vildi eindregið fresta afgreiðslu frum- varpsins til hausts. Sagðist hann fyrst nú hafa fengið einhverja heildaryfirsýn yfir málið. Vildi hann meina, að Benedikt Gröndal slægi fyrir neðan beltisstað, er hann héldi þvi fram, að annarleg sjónarmið yllu óskunum um frest. Þingmenn vildu aðeins fá tima til að rannsaka málið. Gunnar Thoroddsen (S) sagðist vera hlyntur frestun. Hann taldi þó, að svo sem eins og ein vika væri nóg, en það strandaði á þeirri ,,þráhyggju rikisstjórnar- innar, að vilja slita þingi fyrir páska”. Olafur Jóhannesson, forsætis- ráðherra, sagði, að frumvarpið væri samið af fulltrúum allra þingflokka, þvi hefði mátt ætla, aö samkomulag hefði getað orðið um málið. Þvi færi þó fjarri. Þess vegna sagðist Ólafur hafa fallizt á, að óskynsamlegt væri að reyna að knýja málið fram á svo stutt- um tima. Viðræður Fiskveiði- laganefndarinnar og þingmanna hefðu aðeins snúizt um einstök kjördæmi, og það væri þvi eðli- legt, að þingmenn fengju að at- huga heildarmyndina nokkurn tima. Unnt væri að framlengja núgildandi lög og frestur á setn- ingu nýrra laga hefði ekki minnstu áhrif á úrslit deilunnar við Breta. Kom siðan til allmikilla orða- hnippinga milli forsætisráðherra og Gunnars Thoroddsen um annir siðustu þingdaga og hversu sum frumvörp væru seint á ferðinni. Taldi Ólafur, að ástandið i þeim efnum hefði oft verið miklu verra en nú, en Gunnar taldi, að aldrei hefði það verið jafn slæmt. Karvel Pálmason (SFVM) var andvigur þvi, að afgreiða ekki frumvarpið á þessu þingi. Taldi hann, að aldrei yrði frumvarpið þannig, að ekki yrðu þar ein- hverjir hnútar, sem þyrfti að höggva á með atkvæðagreiðslu á þingi. Þingmaðurinn taídi þó, að frestur breytti svo sem engu, en æskilegra hefði verið að sam- staða hefði fengizt nú. Stefán Valgeirsson (F) sagðist vera einn þeirra þingmanna, sem beðið hefðu sjávarútvegsráð- herra um frest. llann átaldi nefndina fyrir seinagang og taldi, að mikils ósamræmis gætti i frumvarpinu. Þingmaðurinn sagðist óttast, að nýju togararnir á Norðurlandi ættu ekki i mörg hús að venda, ef af samþykkt frumvarpsins yrði. Garðar Sigurðsson var sam- þykkur að fresta afgreiðslu máls- ins. Hann sagðist gjarnan vilja vita, að hvaða leyti nefndin hefði farið eftir ábendingum þeirra hagsmunahópa, er hún hefði haft samband við. Þingmaðurinn benti einnig á, að það væri hart, ef reka ætti islenzka togara úr land- helgi á meðan ðtlendir togarar fiskuðu þar oft algjörlega óáreitt- ir. Guðlaugur Gfslason (S), sem sæti átti i Fiskveiðilaganefndinni, sagði, að frumvarpið væri við það miðaö, að tslendingar væru ekki i samkeppni við útlendinga i land- helgi. Hann sagðist og vera sam- þykkur þvi, að frumvarpið væri seint á ferðinni. Vegna þessa hefði hann orðið við áskorunum þingflokksbræðra sinna að reyna ekki að knýja fram afgreiðslu á þessu þingi. Að lokinni umræðu var frum- varpinu visaö til þriðju umræðu, en eins og áður segir, er ekki búizt við, að það verði tekið aftur á dagskrá þessa þings. Heilsugæzlufrumvarpið Frumvarp rikisstjórnar- innar um heilbrigðisþjón- ustu var lagt fram i neðri deild fyrir nokkru og af- greitt þaöan með nokkrum breytingum. Á fundum efri Heimsreisur í hörmungartíð Dýrtiðin er ógurleg. Óða- verðbólga rikir. Kaupmáttur launa minnkar stöðugt. Verð- lag á landbúnaðarvöru er slikt, að ekki hefur áður þekkzt neitt svipað. Stórar barnafjölskyldur liða skort vegna ónógra fjárráða til að kaupa brýnustu lifsnauðsynj- ar. Samdráttur er fyrirsjáan- legur i atvinnulifinu. Efna- hagslegt hrun er skammt und- an. Þannig hljóðar boðskapur Morgunblaðsins, eftir upp- skrift Sjálfstæðisforystunnar, og þessum boðskap er þing- mönnum þess flokks og flokksfólkinu ætlað að koma á framfæri við fólkið i landinu. Þegarsvo er ástatt i landinu sem að ofan greinir, hvert skyldi þá vera starf Sjálf- stæðisflokksfélaganna, annað en útbreiða þennan hryllilega sannleika? Helzta félag sjálfstæðis- kvenna er félagið Hvöt. Þessa dagana er að berast til sjálf- stæðisfélagskvenna i Hvöt bréf, undirritað af formannin- um. Þar er hvorki minnzt á óðaverðbólgu, dýrtið, kaup- máttarrýrnun né neitt annað af hinum hryllilega sannleik hversdagslifsins. Þar er heldur ekki orðinu minnzt á hina hræðilegu ógnarstjórn kommúnista, sem þó ljóst og leynt leggur sig i framkróka við að koma þjóðarbúinu á vonarvöl, til þess að hægt sé að gera heimsbyltingardraum kommúnista að veruleika. Einnig sendi eitt flokksfélag karlkyns sjálfstæðisflokks- fylgjenda bréf til sinna félags- manna nýverið, og þar var heldur ekkert minnzt á þær hörmungar sem við blasa hvarvetna hér innanlands. Um hvað snýst þá flokks- starfið á þessum voveiflegu timum? Jú, karlskynsverur i Sjálf- stæðisflokknum skipuleggja ferð til Flórida i Bandarikjun- um. Kvenkynsverurnar 14 daga ferð til Kaupmannahafn- ar i Danaveldi. Nú skyldi einhver ætla að um skipulagðan landflótta undan hörmungunum hér heima væri að ræða. En svo er þó ekki. Báðar þessar ferðir eru skipulagðar heim aftur i allar hörmungarnar. Það skyldi nú ekki vera, að þessar heimsreisur ihaldsins i hörmungartiðinni bentu til einhvers annars en haldið hefur verið fram i þeim her- búðum? Eða er hugsanlegt að ábyrgðarleysi ihaldsmanna, karlkyns eða kvenkyns, sé slikt, að þeir fari að eyða gjaldeyri úr nærri tómum gjaldey rissjóðum lands- manna, til þess eins að skemmta sér i útlöndum þeg- ar ástandið hér innanlands er svona hryllilegt á öllum svið- um? Eöa er kannski einhver brotalöm i flokksapparatinu hjá Jóhanni blessuðum? —úþ deildará laugardaginn var frumvarpið tekið til ann- arrarog þriðju umræðu, og voru gerðar á því nokkrar breytingar þar. Þarf þvi að senda það á ný til neðri deildar. Efni frumvarpsins og umræður um það i neðri deild hafa verið kynnt allýtarlega hér i blaðinu. 1 frumvarpinu er boðuð gjörbylting á læknisþjónustu i Iandinu, eink- um þó I dreifbýlinu. Stofna skal heilsugæzlustöðvar, og er almennt álitið, að það geti orðið til að leysa læknaskortinn i dreif- býlinu, þvi að menn halda, að læknar vilji heldur setjast að, þar sem unnt er að starfa með öðrum læknum. I neðri deild voru samþykktar allveigam iklar breytingar á frumvarpinu. Var þar til dæmis samþykkt að fella niöur einn kafla frumvarpsins, en i honum var ákveðin deildaskipting i heil- brigðis- og tryggingamálaráðu- neytinu. Einnig var breytt þvi ákvæði frumvarpsins, að ráðu- neytisstjóri skyldi vera læknir. Fjölmargir þingmenn báru fram tillögur um breytta staðsetningu heilsugæzlustöðva, enda var þetta kjörið tækifæri til að sýna kjósendum heima i héraði nokkra umönnun. Allar slikar breytinga- tillögur voru felldar. Siðastliöinn laugardag var frumvarpið með áorönum breyt- ingum tekið til annarrrar og þriðju umræðu i efri deild. Helgi Seljan mælti fyrir nefnd- aráliti heilbrigðis- og trygginga- málanefndar. Lagði hann rika áherzlu á, að frumvarpið yrði samþykkt óbreytt. Ekki kvaðst hann fella sig við allar þær breyt- ingar.sem frumvarpið hefði tekið i neðri deild, en hann sagði, að hætta væri á, að frumvarpið dag- aði uppi, ef menn færu að hrófla eitthvað við þvi. Þá þyrfti að endursenda það til neðri deildar, og vegna timaskorts væri eins vist, að það fengi þar hægt andlát að þessu sinni. Þingmenn létu engan bilbug á sér finna og héldu fast við fjöl- margar breytingartillögur sinar. Fundi var frestað einum tvisvar sinnum og þess freistað að ná ein- hverju samkomulagi i göngum og hliðarherbergjum. En allt kom fyrir ekki. Menn voru stifir á sinni meiningu. Kom nú til atkvæða- greiðslu um frumvarpið og allar breytingartillögurnar. Gerðist nú það að nokkrar breytingartillögur voru samþykktar. Frumvarpinu var þvi visað aft- ur til neðri deildar. Ein breyt- ingartillagan, sem samþykkt var i efri deild hafði verið felld i neðri deild, svo að þingmenn i neðri deild eiga nokkuð óhægt um vik með að samþykkja frumvarpið óbreytt frá efri deild, ef svo færi, að reynt yrði að þrýsta þvi i gegn- um neðri deild i dag eða morgun.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.