Þjóðviljinn - 12.05.1973, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 12.05.1973, Blaðsíða 9
8 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 12. mai 1973 Laugardagur 12. mal 1973 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 9 Erlendur Patursson. Erlendur Patursson um færeysk stjórnmál heima fyrir og á aðliggjandi höfnum Einn af þeim ágætu mönnum sem sótti ísland heim á færeysku vikunni um mánaðamótin síðustu var Erlendur Patursson lögþingsmaður í Færeyj- um, einn af forystumönn- um færeyskrar verkalýðs- og þjóðfrelsisbaráttu. Eins og mönnum er í fersku minni var hann einn af ræðumönnum á útifundi verkalýðsfélaganna á Lækjartorgi 1. maí og flutti þá islenzku alþýðufólki hvatningarorð í sambandi við landhelgismálið. Erlendur Patursson flutti tvo fyrirlestra i Norræna húsinu, annan um sam- vinnu í Norður-Atlanzhafi, hinn um þróun færeyskra stjórnmála undanfarin ár. Erlendur var svo vinsam- legur að Ijá Þjóðviljanum handrit að þessum fyrir- lestrum og birtast þeir nú hér í styttri gerð og að nokkru í endursögn. Lúðvík Jósepsson sjávar- útvegsráðherra varstaddur á f yrirlestrinum um sjávarútvegssamvinnu og var hann einn af þeim sem tóku til máls um efnið. Tók hann undir það með Erlendi, að nauðsynlegt væri að efla slíka samvinnu og hennar væri framtíðin, en sameiginleg stefna um útfærsl u f iskveiði- lögsögunnar hjá þeim þjóð- um sem vildu standa að slíkri samvinnu væri fyrsta atriði og frumskilyrði. Ráðgert er að byggt verði1 norrænt hús í Þórshöfn í Færeyjum og yrði það að nokkru sambærilegt Norræna húsinu í Reykja- vík, en ef til vill með enn þá fjölþættari starfsemi. ( lok fyrirlestrar síns um færeysk stjórnmál lét Erlendur Patursson í Ijós þá ósk, að hús þetta verði byggt sem fyrst og eitt af fyrstu verkum þess verði að efna til íslenzkrar viku í Færeyjum. Færeyingar eiga líka sinn ,Gamla sáttmála Landhelgismáliö í brennidepli t upphafi fyrirlestrar sins ræddi Erlendur Patursson nokkuö um þá samvinnu milli tslendinga og Færeyinga sem átt hefur sér stað i reynd á undanförnum árum og áratugum.- Drap hann á sjósókn Færeyinga hér við land sem hófst fyrir réttum hundrað árum og þá þannig að Færeyingar lönduðu fiski i islenzkum höfnum. Sagði hann að i Færeyjum gengi enn sú manna og Grænlendinga i fisk- veiði- og fisksölumálum — á rek- spöl undanfarin 15 ár. Sumarið 1958 birtist viðtal i islenzku dag- blaði við færeyskan verkalýðs- leiðtoga þar sem sú skoðun var látin i ljósi, að sjálfsagt væri að athuga möguleika á islenzk- færeyskri samstöðu i landhelgis- málum og yfirleitt samvinnu i sjávarútvegsmálum og þess getið stjórnmálanna Verðumsterkari við vinnumsaman mm m / / „þjóðsaga” að Færeyingar hafi kennt tslendingum að fiska, hvað sem kynni að vera til i þvi! Arabátar, trillur, skútur og sild veiðiskip komu hér við sögu, seinna einnig togarar. A seinni striðsárunum tóku Færeyingar að leita hingað i at- vinnuskyni og eftir nokkurt hlé hófst það aftur upp úr 1950. Þá var mikið atvinnuleysi i Færeyj- um, en aftur hörgull á mannskap til sjóróöra og fiskvinnslu á tslandi. Erlendur benti á, að þessi dæmi um islenzk-færeyska sam- vinnu sköpuðust af sjálfu sér og af þörf beggja aöila, en án afskipta ,,að ofan”. Af tilraunum til skipulagðrar samvinnu er einnig nokkur saga. Sterk öfl i Færeyjum hafa á undanförnum árum viljað vera samferða tslendingum i útfærslu fiskveiðilögsögunnar og þótt þau hafi stundum haft meirihluta i lögþinginu hefur orðið minna úr framkvæmdum en skyldi. Arið 1961 var gerður samningur milli landanna um takmarkaðar hand- færaveiöar Færeyinga innan 12 milna lögsögunnar við tsland, og i vetur var gerður samningur um veiðiréttindi Færeyinga innan 50 milna lögsögunnar. Þar guldu Færeyingar þess að hafa ekki fært út samhliða tslendingum — sagði Erlendur um samninginn: ,,þótt hann að mörgu leyti sé mjög góður, er hann ekki full- nægjandi fyrir okkur”. Erlendur Patursson sagðist hafa verið að reyna að koma þessu máli — samvinnu Færeyinga, Islendinga, Norð- að Norðmenn og Grænlendingar kæmu einnig til greina i slikt samstarf. — Viðtal þetta við Erlend Patursson birtist i Þjóð- viljanum 28. júni 1958 undir fyrir- sögninni: Þú semur ekki við ræningja um lif þitt — brýn nauð- syn að tslendingar og Færeyingar taki upp nána samvinnu i land- helgismálum og sjávarútvegs- málum. Siðar á árinu 1958 var i færeysku blaði viðtal við islenzkan ráðherra þar sem tekið var i sama streng. Færeyska fiskimannafélagið hefur oft hreyft þessari hugmynd og lagt fram tillögur um það efni, t.d. 1961 og 1969. A árinu 1964 var hugmyndin óformlega borin undir islenzku rikisstjórnina. t vetur leið var viðtal i islenzka útvarpinu við Lúövik Jósepsson sjávarútvegsráðherra, norska fiskimálastjórann og færeyskan lögþingsmann um samvinnu landanna þriggja á sviöi fiskveiða og fisksölu og þörf á henni. Voru svör allra þriggja m jög jákvæð og ákveðin. Var fyrst og fremst nefnd baráttan gegn rányrkju og mengun sjávar. Var og á það bent að sjálfsagt væri að hafa Græn- lendinga með i ráðum, enda er annar af grænlenzku þjóðþings mönnunum, Moses Olsen, áhuga- samur um þessi mál. Erlendur benti á það, að unga fólkið úr þessum fjórum löndum hefur nýlega haldið ráðstefnu i Osló og gert ályktanir um sam- vinnu þeirra. Ráðgert er að halda nýja ráðstefnu um þetta i Klakks- vik i Færeyjum nú i sumar, og taldi Erlendur mjög æskilegt að tslendingar tækju þátt i henni. Þá vék Erlendur Patursson að sundurliðuðum tillögum um sjávarútvegssamvinnuna. Fiskveiöilögsaga Við verðum að koma okkur saman um útfærslu fisk- veiðilögsögunnar i öllum þessum fjórum löndum, njóta ávaxtanna i sameiningu, styðja hver annan gagnvart andstæðingum okkar og á alþjóðavettvangi. Um það má auðvitaö deila, hve langt viö eigum aö færa út. Fisk- veiðilögsagan getur að sjálfsögðu verið mismunandi i þessum fjór- um löndum, en ég tel að 50 milur strax sé algert lágmark. Hér á tslandi er sem stendur 50 milna landhelgi, i Noregi og á Græn- landi eru raddir uppi um 50 milur og i Færeyjum tillaga um 70 mil- ur strax. Þetta eru lágmarks- kröfur sem stendur, en þar fyrir þarf þetta ekki að vera neitt há- mark i framtiðinni. Fiskvemd Þegar við höfum öðlazt einka- rétt að þessum náttúruauðæfum, verðum við að gera okkur grein fyrir þeim skyldum, sem þessum réttindum fylgja. Þessi auðæfi eru hlutar af matvælabúri heims- ins og á þessi auðæfi má ekki ganga með r.ányrkju eða eyða með mengun. Það kæmi ekki aðeins okkur, heldur og öðrum lika i koll.Við verðum i senn að vernda þetta matvælabúr og að hagnýta það á skynsamlegan hátt. Sama gildir um fiskveiðar utan landhelgi. Þessar fjórar þjóðir verða að hafa samstöðu um verndun gegn hverskonar rán- yrkju og hverskonar mengun. Gagnkvæmur réttur Þá kem ég að þvi atriði, sem kannski erfiðast verður að ná samkomulagi um, en það er, að fiskimenn i þessum fjórum lönd- um fái gagnkvæman rétt til veiða hver i annars landhelgi. Með réttu munu menn geta bent á, að fyrst i stað a.m.k. munu sumar af þessum þjóðum hafa meiri hagnað heldur en aðrar af þessum gagnkvæmu réttindum, en með timanum getur þetta hæg- lega breytzt, og ég efast ekki um að að öllu samanlögðu muni þetta koma öllum þessum fjórum þjóð- um i hag. En ef ekki yrði strax samkomu- lag um algjör gagnkvæm réttindi, þá mætti fyrst i stað takmarka þau, m.a. með tilliti til veiöi- svæöa, veiðitima, veiðiaðferöa, aflamagns, fjölda skipa og þess- háttar. 1 beinu framhaldi af og i sam- bandi við þessi gagnkvæmu fisk- veiðiréttindi koma þá gagnkvæm réttindi til fisklöndunar og yfir- leitt gagnkvæm athafnaréttindi i höfnum hver annars, svo sem að- gang að viðgerð, þjónustu og þessháttar. Gagnkvæm réttindi fiskimanna — bæði yfirmanna og annarra — til þess að láta ráða sig á fiskiskip og — báta i hinum löndunum — og njóti þeir þá sama réttar og gangi undir sömu skyldur og fiskimenn viðkomandi lands. Þá ættu fiskimenn i þessum fjórum löndum að hafa gagn- kvæm réttindi til að sækja fiski- og sjómannaskóla hver hjá öðr- um, og tekið yrði upp samstarf um fiskirannsóknarmál og um fræðslumál á sviði fiskveiða og fiskvinnslu. 1. mai I Færeyjum var efnt til útifundar þar sem mótmælt var kröftuglega EBE-stefnu landsstjórnarinnar. Meðfylgjandi myndir eru frá mótmælagöngunni og útifundinum. Aðalkröfur dagsins voru: „Stöðvið strax viðræður um aðild Færeyja að EBE” — „Tryggjum fyrst yfirráð yfir landgrunninu — siðan viðræður” — „Styðjið norrænt samstarf um útfærslu landhelginnar" — „Stöðvið fólksflóttann úr iandinu” — „Nató frá Færeyjum — Færeyjar úr Nato”. önnur samvinna Samvinnan verður takmörkuð við þessi fjögur lönd, og gagnvart öðrum löndum komi þá þessi fjögur lönd fram sem ein heild svo langt sem samvinnan nær. Af þessu leiðir, m.a., að einhverjar ivilnanir, sem gefnar verði öðrum löndum en þessum, verði ekki látnar í té, nema samþykki allra fjögra landa komi til. Samvinna um skipulagningu á smiði fiskiskipa, innréttingu þeirra og útbúnaði, skifzt verði á reynslu og skoðunum varðandi veiöiaöferðir og veiðarfæri, gagn- kvæmar upplýsingar látnar i té um fyrirkomulag og rekstur út- gerðar — og fiskvinnslustöðva og um kjör og afkomu fiski- manna. Fisksala Grænlendinga, tslendinga og Færeyinga byggir að lang mestu leyti og Norð- manna að miklu leyti á erlendum mörkuðum. A sumum þessara markaða erum við fjogur löndin samanlagt langstærsti inn- flytjandinn og á einstökum þeirra erum við svo til einir um hituna. A þessar staðreyndir benti m.a. færeyskur fiskisölumaður á sjávarútvegsmálaráðstefnunni i Þórshöfn siðastliðið haust. Ráðstefna æðstu manna Lokaorð Erlendar Paturssonar um sjávarútvegssamvinnuna voru þessi: Öll byrjun er erfiö, segir mál- tækið, og mun það lika sannast hér. Fyrsta spori þessa átt er að menn ræði þessi mál hver i sinu lagi og siðan innbyrðis. Upp- ástunga min er þá sú, að rikis- stjórnir og landsstjórnir þessara fjögurra landa hafi meö sér ráö- stefnu þarsem verða lögð pólitisk drög að slikri samvinnu. Þegar þessu er loki.ð, má bera þessi drög undir fulltrúa útgeröarmanna, fiskimanna fiskifræðinga, fiskframleiðenda og fiskútflytjenda, sem svo geri nákvæmari tillögur um þau atriði, sem pólitiskt samkomulag hefur náðst um. Það er mögulegt, að fyrst i stað verði ekki samkomulag nema um litinn hluta þeirra atriða, sem ég hef nefnt. Þetta á þó ekki að verða þvi til fyrirstöðu að byrjað verði. Ef þessi samvinna á annað borð er byrjuð, er ég sannfærður um að hún muni eflast meö timanum. Færeyingar fengu eins konar heimastjórn en urðu áfram hluti Danmerkur með stjórnskipunar- lögum 1948. Danir hunzuðu niður- stöðu þjóðaratkvæðagreiðslu i Færeyjum þar sem alger skilnað- ur hlaut meirihluta atkvæða, en hún fór fram 14. september 1946. (Eins og mönnum er kunnugt heitir málgagn Þjóðveldismanna, flokks Erlendar Paturssonar, einmitt „14. september”). Telja margir Færeyingar aö þarna hafi Danir framið réttarbrot á fær- eysku þjóðinni, og niðurstaða þjóðaratkvæðagreiöslunnar sé eins konar ný færeyskur „Gamli sáttmáli” — nokkuð til aö standa á i áframhaldandi sjálfstæðisbar- áttu. Sjálfstæðisbaráttan er i fullum gangi i Færeyjum, en skoðanir Færeyinga sjálfra virðast skiptar i málinu. En á það er að lita að pólitisk frelsishreyfing hófst ekki fyrr en um siðustu aldamót i Fær- eyjum og 70 ár eru ekki langur timi i sögu þjóðar. Taldi Erlendur Patursson að ekki bæri að efast um það, að hinu langþráða tak- marki — fullu pólitisku frelsi — verður náð, fyrr eða siðar. Hjá þvi verður ekki komizt. A fundi Norðurlandaráðs 1971 bar annar færeysku fulltrúanna fram tillögu á þá leið að Noröur- landarikin rækju að sér að stuðla að þvi að Færeyingar öðluðust fullt pólitiskt frelsi. Tillagan fékk að visu aðeins 3 atkvæði (islenzkt og sænskt auk þess færeyska), en hún vakti athygli á málinu á öll- um Norðurlöndum og danski for- sætisráðherrann lýsti þvi yfir að hugsanlegar óskir Færeyinga um aukiö frelsi yrðu teknar til athug- unar. En tillaga sem laut að þessu var hins vegar felld i færeyska lögþinginu vorið 1971 með 14 at- kvæðum gegn 12 og var þvi úr sögunni i bili. En það eru önnur mál en sjálft sjálfstæðismáliö sem eru á döf- inni i stjórnmálum Færeyinga um þessar mundir, og eru mörg þeirra beint eða óbeint tengd sjálfstæðisbaráttunni. Landhelgismálið Færeyingar höfðu haft 16 sjó- milna iandhelgi fram yfir miðja 19. öld, og þá var hún færð i 4 og siðan i 3 sjómilur. Var 3ja sjó- milna landhelgin staðfest i dansk- enska samningnum 1901, þeim sama og gilti fyrir tsland. Rányrkja brezkra togara við Færeyjar hófst árið 1898. Þegar á þvi ári og aftur 1918 kröfðust Fær- eyingar 40 milna landhelgi, en það kom fyrir ekki. Eitt var þó gott i dansk-enska samningnum, það að hann var uppsegjanlegur (athugasemd Þjv .: en Bretar halda þvi fram að „viðreisnarstjórnin” islenzka hafi gert óuppsegjanlegan samn- ing við sig 1961 — og áviti menn svo Dani fyrir skammsýni!). Æ fleiri Færeyingar vildu notfæra sér það eftir að islenzku land- grunnslögin höfðu verið sett 1948 og eftir að dómur var fallinn i ágreiningi Breta og Norðmanna árið 1951. Fyrst i stað varö þó samkomulagspólitik ofan á, nýr samningur við Breta gekk i gildi 1955 og annar 1959. Var þá land- helgin færð út á takmörkuðum svæðum. En árið 1961 skeður það, að lög- þingiö ákveður að hætta allri samkomulagspólitik og sam- þykkir að láta segja upp öllum samningum við Breta. Loksins 12. marz 1964 tók svo 12 milna land- helgin gildi. Meö þessari afgreiðslu lög- þingsins árið 1961 var mörkuð ný og heillavænlegri stefna i land- helgismálinu. Lögþingið sagði skilið við samkomulagsleiðina og tók ákvörðun um einhliða út- færslu. Þessi ákvörðun var reyndar i fullu samræmi við lög- þingssamþykkt frá árinu 1958, þar sem þvi er slegið föstu að landgrunn Færeyja sé „færeysk eign”, eins og það var orðað — að efni til alveg samskonar sam- þykkt sem gerð var með islenzku landgrunnslögunum 1948. Færeyingar voru nú alveg laus- ir við alla samninga við Breta. Þeir höfðu ekki einu sinni islenzk- an 1961-samning. Þegar á árinu 1965 kom i lög- þinginu tillaga um frekari út- færzlu landhelginnar, en sú til- laga var ekki rædd. A undanförnum árum hafði færeyska fiskimannafélagið tekið virkan þátt i landhelgisbarátt- unni og á árinu 1969 hreyföi félag- ið þessu máli á ný. Að þvi kom, að i lögþinginu var borin fram til- laga um tvöföldun fiskveiðilög- sögunnar, eða út i 24 sjómilur. Þetta var vorið 1970. Ot úr þessu kom það, að lögþingiö samþykkti einróma að fela landsstjórninni að semja við dönsku rikisstjórn- ina um að friða allt færeyska landgrunniö gegn erlendum fisk- veiðum. Þegar ár var liðiö og ekkert haföi borið tii tíðinda um þessa friðun, var enn á ný borin fram tillaga um 24ra milna landhelgi og þvi nú bætt við, að sérstök fisk- veiðitakmörk yrðu sett á Fær- eyja banka — en þau mið liggja rétt fyrir sunnan eyjarnar — og ættu þau takmörk að miðast við 400 metra dýpi. En þessi tillaga fékk aðeins 6 atkvæði og féll. Þetta skeði vorið 1971. Þegar útfærslumenn höfðu athugað öll þessi mál nánar, komust þeir að þeirri niðurstööu, að 24ra milna landhelgi væri ekki nægjanleg, og á ólafsvökuþinginu sama ár var nú borin fram tillaga um 70 milna landhelgi, en með sömu takmörkum á Færeyja banka og áður er. getið um. Heldur ekki þessi tillaga náöi fram aö ganga. Hún hlaut aðeins 6 atkvæði. -í; Enn á ný var sama tillaga borin fram á Ólafsvökuþinginu 1972, en þvi bætt við, að málsflytjendur væru reiðubúnir að ræða önnur takmörk en 70 milurnar, ef sam- komulag næöist um það. A það var lögð áherzla, að til- lagan yrði rædd og útfærslan samþykkt áður en viðræðurnar við islenzku rikisstjórnina um færeysk fiskveiðiréttindi innan nýju 50 milna landhelginnar ættu að hefjast. En þvi var hafnað. Tillagan var söltuð i þingnefnd þangað til nú i vor. Hafði út- færslumönnum vaxið ásmegin að þvi leyti, að til viðbótar við þá 6 þingmennsem reyndust fylgjandi 70 milunum voru aðrir sex sem kröfðust tafarlausrar útfærslu i 50 milur. Kosningamál Fyrirsjáanlegt er að land- helgismálið ásamt efnahags- bandalagsmálinu veröi aðalbar- áttumálið i næstu lögþingskosn- ingum, sem veröa haustiö 1974. En hinir sem eru á móti segjast lika vilja útfærslu, bara ekki ein- hliða, heldur með einhverju sam- komulagi, og að þvi er skilst — helzt með samkomulagi við Breta. 1 vor skeði svo það, að lands- stjórnin ákvað að hefja viðræöur við Breta, ekki um útfærslu fisk- veiðilögsögunnar, heldur um frið- un vissra svæða utan núverandi 12 milna landhelgi. Eins og fram mun hafa komið i fréttum vöktu þessi tiðindi mikla ólgu i Færeyj- um. Þrir þingflokkar með sam- tals 12 þingmönnum mótmæltu eindregið og harðlega þessari ákvörðun, töldu slikt gert i heim- ildarleysi og jafnvel vera brot á fyrr geröum samþykktum lög- þingsins. Þá var og haldinn mjög fjölmennur útifundur i miðri Þórshöfn, þar sem þessum fyrir- huguðu viðræðum var mótmælt, og jafnvel i Kaupmannahöfn efndu ungir Færeyingar til mót- mæla þegar færeyski lögmaður- inn skömmu siðar var þar á ferð. Útfærslumenn telja þessa leið ekki aðeins óheppilega, heldur lika mjög svo hættulega og telja að hún muni tefja fyrir raunveru- legri útfærslu. A það hefur og ver- ið bent, aö samkomulagsleiðin hafi aldrei komið að gagni, en þvert á móti verið Færeyingum mjög svo skaðleg. Þá hafa menn ennfremur bent á, að þetta athæfi geti komið Is- lendingum mjög i koll. Eftir þetta geta Bretar sagt viö.Ólaf, Einar og Lúðvik ykkar: þarna sjáið þið, Færeyingar eru góðu börnin, sem hegða sér vel, takið þá sem fyrir- mynd og hegðið ykkur eins vel. Ég tala nú ekki um, ef eitthvert samkomulag næðist. 1 öllum til- fellum má sjá fram á það, að Bretar notfæri sér þetta i þorska- striðinu við Islendinga. En Islendingar eru nánustu frændur Færeyinga og vinarþjóð — og á tslandi hafa Færeyingar beinna hagsmuna að gæta. Þar að auki gæti þetta haft þýð- ingu i efnahagsbandalagsmálinu, þvi með samkomulagi við Breta i þessu veigamikla máli yrði Framhald á bls. 15.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.