Þjóðviljinn - 02.06.1973, Blaðsíða 19

Þjóðviljinn - 02.06.1973, Blaðsíða 19
Laugardagur 2. júni 1973. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 19 Sveinn Skorri Framhald af bls. 4. hvilik hræsni þaö er að tala um að ísland sé öryggi aö Atlantshafs- bandalaginu, að okkur sé öryggi að dvöl bandarisks hers á Is- landi? Nei. Atlantshafsbandalagiö er aðeins einn hlekkur af mörgum i valdakeðju bandariskrar heims- valdastefnu, og her þeirra er hér til að vernda bandariska hags- muni en ekki islenzka. Einir allra þjóða eru það bandamenn okkar i Atlantshafs- bandalaginu, sem á okkur ráöast meö herskipavaldi til aö vernda hagsmuni nokkurra vestur- evrópskra stórútgeröarmanna. Við eigum ekki heima i þessu hertryggingarfélagi vestræns auðvalds. Okkar eðlilegu banda- menn og undirokaöar þjóðir þriðja heimsins og þær hafa sýnt okkur stuðning. I heiminum nú ráða i stórum dráttum tvö meginsjónarmið i stjórnmálum. Annars vegar eru þeir, sem trúa þvi, að mannleg samábyrgö sé æðst boðorö i samskiptum ein- staklinga og þjóða. Hins vegar eru þeir, sem að- hyllast frumskógarlögmál óhefts auðvalds, þar sem sterkasta villi- dýrinu er heimilt að lifa á hinum veikari. Hinir fyrrnefndu trúa þvi, að unnt sé að hefja mannleg sam- skipti á stig siðmenningar, hinir siðarnefndu vilja viðhalda sið- leysi hins óhefta einkaframtaks. Það er vitaö, að um skeið hafa nokkrir hagsmunaárekstrar oröið milli Bandarikjanna og Efna- hagsbandalags Evrópu. Það er tilgangur fundar forsetanna á Klambratúni og jafnan þennan á- greining i þvi skyni einu að tryggja áfram yfirgang og völd vestur-evrópsks stórkapitals og hagsmuni bandariskra auðhringa og pólitisk áhrif Bandarikjanna. Reynslan hefur sýnt, að þessir aðiljar virða hvorki hag litilla þjóða né lif þeirra, þegar þeir telja pólitisk áhrif sin og fjár- magn i veði. Þess er vart að vænta, að þeir menn, sem svo mjög óttast um eigið skinn, að þeir voga sér ekki um þvert gólf án verndar vopn- aðra lifvarða, gefi sér tóm til að taka eftir þvi smávaxna lifi, sem gægist upp úr sverði Klambra- túns i grönnum stráum eða springur út i brumi þennan bjarta vordag, enda er sá þeirra, sem verndaðastur er, frægastur af þvi að hafa látið eyöa lifi jafnt barna sem blóma i heilum þjóðlöndum. 1 nafni þessa lifs og i nafni þeirrar samábyrgðar, sem rikir meðal allra manna, hvar i heim- inum sem þeir búa, og i nafni þeirrar virðingar, sem hverjum heilbrigðum manni er I brjóst lagin fyrir lifinu, ber okkur að krefjast þess að stöðvuð verði bandarisk hernaðarfhlutun i Suð- austur-Asiu, að hætt verði til- raunum með kjarnorkuvopn, að lögð veröi niður hernaðarbanda- lög, að bandariskur her verði brott af Islandi, að tslendingar segi sig úr Atlantshafsbandalag- inu, að stöðvað verði arðrán auð ugra þjóða meðal fátækra þjóða þriðja heimsins og þá um leið arðrán þjóða Efnahagsbandalags Evrópu á Islandsmiöum. Einhver kann að spyrja sem svo, hvaö stoði kröfur hóps manna á einu islenzku holti gagn- vart þeim herrum heimsins, sem ekki heyrðu kröfur heilla þjóða um lif og frið í landi sinu. En minnumst þá þess, að hvert og eitt okkar er partur af sam- vizku heimsins, og þótt tvisýnt kunni um áheyrslu veraldareyr- ans, höfum við þó frið gagnvart eigin samvizku, ef við krefjumst þess, sem við vitum, að er rétt. Ég er lika svo bjartsýnn að trúa þvi, að orö okkar verði um siðir heyrð, þvi að ég trúi þvi, að ofar öllu fjármagni og ofar öllu her- valdi risi um siöir lif mannsins i veikleik sinum og smæð. Það hefur raunar annar þeirra forseta, er hér þinga, fengið aö reyna, en hann freistaði þess allt fyrra kjörtimabil sitt að yfirbuga vopnlitla bændaþjóö með ægileg- ustu striðsvél allra alda. Um þann hildarleik hefur Stefán Hörður ort: Sfðdegi I Austurheimi. Blóm af holdi og blóði ganga þorpsstiginn. Loftveginn koma steikingasveinar. Þær greina ekki hljóðpfpuleik unnustans i skógarjaðrinum: Steikt brjóst. Brenndar geir- vörtur Sviðin skaut. Sviðin skaut. . . En nú er krossmarkað i Vesturheimi við upphaf fengitiðar. Úti kveikir ágúst bleika sigð. Sá forseti sem fyrir þessu steik- húsi stóð, hefði gott af að lesa is- lenzka bók þar sem segir, ,,að stáli trúi þeir menn einir er blaut hafi hjörtu.” Við, sem hér stöndum skulum láta þá kæmeistara heimsmál- anna, sem hingaö komu loftveg- inn, hverfa héðan aftur án þess, að nokkur úr okkar hópi skerði hár á höfði þeirra>og sýna þeim þannig, aö við erum friömenn. Þær hugmyndir auðvalds og heimsvaldastefnu, sem þeir eru fulltrúar fyrir bera hins vegar dauðann i sjálfum sér, og þegar þær hafa lotið bleikri sigð feigð- arinnar, mun hljóðpipuleikur mannlifsins hljóma um skóga á ný. Einvigi Framhald af 13. siðu. annar varð Vilmundur Vilhjálms- son á 57,8 sek. Vilmundur sigraði aftur á móti i 100 m hlaupi á 11,1 sek en þar varö annar Marinó Einarsson KR á 11,4 og 3ji varð Gunnar Einarsson úr FH á 11,6 sek. Stefán Hallgrímsson sigraði i 400.m hlaupi á 53,1 sek., Gunnar P. Jóakimsson varð annar á 56,1 sek. og Stefán Jóhannsson 3ji á 57,1 sek. Friðrik Þór var öruggur sigur- vegari I langstökki, stökk 6,90 m Vilmundur stökk 6, 82 m og Stefán Hallgrimsson 3ji með 6,57 m. Kúluvarpið missti aílan svip þarsem Hreinn Halldórsson hætti keppni vegna meiðsla en Páll Dagbjartsson sigraði, kastaði 13,90 m Halldór Guðbjörnsson hljóp 1500m á 4:06,6min., Agústhljóp á 4:07,2 min. og Einar óskarsson varð 3ji á 4:19,9 min. Erlendur kastaði eins og áður segir 59,20 m I kringlukastinu. Páll Dagbjartsson varð annar með 48,42 m og Guðni Halldórsson varð annar með 48,42 m og Guðni Halldórsson 3ji með 43,24 m. I hástökki karla var keppni afar hörð. Þar fór svo að Karl West sigraði, stökk 1.93 m. Elias Sveinsson varð annar með 1. 93 m en Árni Þorsteinsson 3ji með 1.90 m. Lára Sveinsdóttir var öruggur sigurvegari i hástökki, stökk 1.60 m. Kristin Björnsdóttir varð önnur með l,55m og Anna Laxdal 3ja með 1,45 m. Armans-sveitin sigraði i 4x100 m boðhlaupi kvenna á 52,4 sek., sveit IR varð önnur á 53,7 sek. KR-sveitin hljóp á 47,2 sek. i 4x100 m boðhlaupi karla. Pompidou Framhald af bls. 20. sem vakti mikla óánægju Banda- rikjamanna). Pompidou: En nú segir fólk, að ég sé alltaf að veröa minni og minni Gaullisti. Nixon: Þvi tók ég nú ekki eftir. Og mætti vel skilja þetta sem svo, að Pompidou hefði haldið nokkuð svo fast i sitt franska hey- garðshorn. En annars lét Pompidou svo um mælt, að hann hefði ekki talað við Nixon sem talsmaður Evrópu, enda væri hann það ekki. En hann hefði mælt allt það sem hann sagði ,,með evrópsku hugarfari”. Ekki kom erlendum frétta- mönnum sem þjálfun hafa i að fylgjast með „toppmannafund- um” saman um það hver gæti verið árangur fundarins. Máske var mestar upplýsingar um það að finna i rajðu sem Henry Kissinger hélt á blaðamanna- fundi sinum i gærdag og rakinn er á öðrum stað i blaðinu. Mönnum bar saman um að litið heföi miðað i samkomulagsátt um ágrein- ingsefni Bandarikjanna á sviði viðskipta- og gjaldeyrismála. Fyrst og fremst hefðu menn kom- ið sér saman um vissa starfsáætl- un fyrir embættismannaviðræður og aðra málsathugun og um að láta allt lita sem bezt út til að bjarga svokölluðu ,,ári Evrópu” — en á þvi átti að reyna að treysta fúnandi stoðir Nató og reyna að sætta andstæða viðskiptahags- muni Bandarikjanna annars veg- ar og Efnahagsbandalagsins hins vegar. —áb Varðskipið Framhald af bls. 1. ekki einu sinni kominn að land- helgisbrjótunum né neitt farinn að sýna klippurnar þegar ásigl- ingarhófust. Varðskipiö fór i einu og öllu eftir siglingareglum, en þær voru þverbrotnar af Bretum — á þeirra heittelskaða „úthafi.” óþolandi sjóræningjaað- gerðir á meðan NATO þvælir kröfu okkar — segir forsætisráðherra tslenzka rlkisstjórnin hefur mótmælt árásunum á Arvakur mjög harðlega við fulltrúa Breta- stjórnar. ólafur Jóhannesson for- sætisráðherra kallaði þær sjó- ræningjaaðgeröir i gærkvöldi og sagöi að þær yrðu aö skrifast á reikning brezka flotans. Sagði hann óþolandi að slikt gæti gerzt hér á mjðunum, en NATO-ráöið þviæidi málið án aðgerða. Einar Agústsson utanrikisráð- herra gekk á fund John McKenzie sendiherra Breta i Reykjavik i gærmorgun og mótmælti ásigl- ingartilraununum mjög harðlega. Kvaðst hann lita þetta mjög al- varlegum augum. 1 kvöldfréttum útvarpsins i gær svaraði Ölafur Jóhannesson for- sætisráðherra nokkrum spurn- ingum fréttamanns um málið. ólafur sagði m.a.: „Þessi árás á óvopnað björgunar- og vitaskip er sviviröileg. En allt gerðist það undirumsjá herskips, þess vegna verður þetta að skrifast á reikn- ing brezka flotans. Ég tel að þetta séu hreinar sjóræningjaaðgeröir 1 og lýsi taugatruflun eða veiklun hjá þeim mönnum sem fyrir þeim standa. Ég get ekki sagt um frekari við- brögð stjórnarinnar á þessu stigi, en hitt er ljóst aö þaö er óþolandi aö svona atburðir gerist og NATO-ráðið þvæli hjá sér til lengdar án að gerða, aö þvi er séð verður, kröfu Islands, um það aö herskipin séu kölluð til baka. Þess vegna verður ekki hjá þvi komizt að ýta á málið hjá NATO.” Fóru í gær Framhald af bls. 1. Varð að lokum ofán á, að hleypt var að bandarisku ljósmyndurun- um og þeim frá Mogganum — og hafa verðirnir sennilega metið, að hinir myndu hvort sem er ekki veiða eitt né neitt. Miðað við það sem á gekk þegar Nixon kvaddi virtist athöfnin þeg- ar Pompidou fór látlaus og þekki- leg, sizt þar sem þar komu hvorki við sögu öryggisveröir né lög- regluþjónar. Höfðu þeir sem vildu greiöan aðgang aö honum, fylgd- arliöi hans og kveðjusveit is- lenzkra embættismanna, sem aft- ur varð til þess, aö allt pressuliðið sýndi fyllstu kurteisi og enginn reyndi að troða á öðrum. Pompidou sýndist þreytulegur við brottförina, enda sjúkur mað- ur. Hann hnaut 1 stiganum upp i þotuna, en sneri sér við á pallin- um, brosti og veifaði til við- staddra. Þar með lauk þriggja daga dvöl fulltrúa tveggja mestu stjórnmála- og efnahagsvelda Vesturálfu, EBE og Bandarikj- anna, og litur ekki út fyrir að miö- að hafi i þá átt i þessum viðræð- um fremur en öörum að brúa si- vaxandi bilið milli þeirra. —vh Sunnudagsgöngur 3/6. Kl. 9,30 Skjaldbreiður. Verð 500,00 Kl. 13 Lyklafell — Mi- dalsheiði. Verð 300,00 Ferðafélag Islands. Kvenfélag óháðasafnaðarins. Munið kvöldferðalagið 4. júni (mánudag) Farið veröur frá Sölvhólsgötu við Arnarhól kl. 8 stundvis- lega. Kaffiveitingar á- eftir. Allt safnaðarfólk velkomið. 2! ^ÍSINNUI LENGRI LÝSIN n neOex 2500 klukkustunda lýsing við eðlilegar aðstæður (Einu venjulegu perurnar framleiddar fyrir svo langan lýsingartima) NORSK ÚRVALS HÖNNUN Heildsala Smásala Einar Farestveit & Co Hf Bergstaðastr. 10A Sími 1698fe Útför eiginmanns mins JÖKULS PÉTURSSONAR málarameistara Fagrabæ 11 Reykjavik, er lézt 27. mai s.l., verður gerð frfrá Dómkirkjunni mánu- daginn 4. júni kl. 13.30. Blóni eru vinsamlegast afþökkuö, en þeim sem vildu minnast hins látna er bent á liknarstofnanir. Svava ólafsdótlir

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.