Þjóðviljinn - 24.08.1973, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 24.08.1973, Blaðsíða 10
10 SIÐA — ÞJOÐVILJINN Föstudagur 24. ágúst 1973. FÖSTUDAGUR 24. ágúst © JENNY BERTHELIUS: BIT- BEIN Fórnin. Hvað hafði Elisabet verið að segja? Eitthvað um hnif og nafn sem Odile mundi ekki hvert var; dóttir einhvers og fórnaraltari. Stundum var ekki auðvelt að átta sig á Elisabetu. Með semingi lagði Odile teikninguna á skrifborðiö, ofaná hinar. Leit á hana aftur til að sannfæra sjálfa sig: Þetta er ekkert hættulegt. Ekki annað en mynd — Elisabet er flink að teikna. Hárið, svipað' hennar eigin hári, var slegið kringum grannleitt stúlkuandlitið, augun gagntekin skelfingu, há kinn- beinin, blik i tennur fyrir innan hálfopnar varir. Og hrópiö, sem heyrðist ekki, en var þarna samt. Það var hrópið, þetta þögla óp sem var svo greinilega með i teikningunni, sem kom loks Odile til að snúa sér undan og hlaupa Brúðkaup Uppstigningardag 31. mai voru gefin saman af séra Jóni Auðuns ungfrú Brynja Sigurðardóttir og hr. Nói Benediktsson. Heimili þeirra verður að Bjarnarstig 9, Rvk. Ljósmyndastofa ÞóRIS Laugardaginn 2. júni voru gefin saman I Árbæjarkirkju af séra Halldóri Gröndal ungfrú Helga Gunnarsdóttir og hr. Jón Ingi Baldursson. Heimili þeirra verður að Hlunnavogi 10,Rvk. Ljósmyndastofa ÞÓRIS leiðarsinnar, út úr herberginu, út úr húsinu, út úr garðinum. Sólin hellti miskunnarlausu ljósi sinu yfir hana þarna úti, hvitri birtu frá úrillri aprilsól sem hefndi sin á öllu og öllum. Odile sneri sér við eins og hún væri hundelt, sá eöa þóttist sjá hreyfingu i einu af gluggum hússins, og i fullkomlega óraun- hæfri skelfingu hljóp hún i áttina að húsi Stefáns og Júliu. Húsið stóð á litlum höfða á hluta af þvi sem eitt sinn hafði verið rif astór lóð foreldra Klas- Unos o^, Herberts. Þegar búinu var skipt, var lóðinni deilt niður, einn hlutinn var seldur Stefáni og hinu var skipt milli bræðranna. Klas-Uno lét reisa nýtt einbýlis- hús á sinum hluta, en Herbert, sem var enn hagsýnni en bróðir- inn, flutti inn I gamla fimmtán herbergja húsið, sem var fallegt en gamaldags. Litið og hrörlegt lystihús sem eitt sinn haföi verið ekilsbústaður, féll i hlut Herberts, en gullfiskatjörnin varð eign Klas-Unos. Þessi tilhögun hent- aði öllum sem i hlut áttu, nema fyrri konu Herberts, sem kunni aldrei við sig I húsinu. Odile var ekki spurð. Hún hafði ekki heldur neitt sérstakt álit á húsinu, gekk bara um stóru stof- urnar eins og gestur og haföi ráðskonu sem sá um alla hluti og eftirlét Odile ekkert að gera. Börn Herberts komu aldrei i heimsókn. Þau litu á Odile sem ræningja, þótt Herbert hefði verið skilinn við móður þeirra löngu áö- ur en hann hitti Odile. Hús Stefáns og Júliu var ekki sérlega merkilegt, það var miklu minna en reisuleg nágrannahús- in, en það var notalegt. A efri hæðinni voru þrjú litil herbergi og tvö herbergi og eldhús á neðri hæð. John-Henry fékk herbergið næst Stefáni. Það var ekki sér- lega hentug tilhögun, en það var bezta lausnin. Þegar Stefán var heima voru dyrnar hjá John- Henry oftast lokaðar. En á hinn bóginn: Stefán var ekki sérlega mikið heima. Sambandið á milli Stefáns og John-Henrys fór siversnandi, dag frá degi, það lá i loftinu eins og vaxandi gremja. Það var ekki hægt að benda á neitt, styðja fingri á og segja: þetta er rangt, þessu verðum við að breyta. Júlia gerði auðvitað sitt til að miðla málum, reyndi að tala um þetta við Stefán, en hann mátti ekki vera að þvi. Hún reyndi að tala við John-Henry en hann lokaði að sér og þagði. Það var þögn þess sem veit sig óvelkominn, óæski- legan, öfugsnúinn á allan hátt. Það hafði byrjað með þvi að Júliu leystist höfn.og eftir það gat hún ekki eignazt fleiri börn. Hún vildi taka barn og Stefán féllst á það með semingi. Þegar hún sótti um það, kynntist hún skilyrðun- um, erfiðleikunum, biðtimanum. En þaö var ekki slikt barn, sem Júlia vildi fá, ekkert blómlegt ungbarn með litla feita putta og tannlaust bros. Hún hafði hrist höfuðið og sagt: Hafið þið ekki önnur börn? Og henni voru sýndar afgangs- birgðirnar, hálfvöxnu börnin, börn með tómleg augu og tómar hendur, börn sem enginn vildi elska, vegna þess að þau voru ekki nógu litil og bústin og blóm- leg. Hópur af útskúfuðum von- lausum börnum sem vissu allt um eigin hag. Júlia hafði viljað taka þau öll, en Stefán hafði verið skynsamur og hagsýnn eins og ævilega. Hann hafði sagt: — Þú verður engin fyrirmynd- armóðir. Eittnægir. Helzt stelpa. Og þau höfðu fengið John- Henry, þótt hann væri ekki stelpa, þvi að eftir að Júlia hafði séð hann, hafði hún verið óbifanleg. Hann og engan annan vildi hún fá. Dökkeygöur, innilokaður og til- finningafrosinn hafði hann staðiö fyrir framan þau og starað niður i teppið. Brýnnar voru hnyklaðar, hnefarnir krepptir, grannur drengskroppurinn stóð þarna i eins konar varnarstöðu. Tólf ára og i striði við allan heiminn. Hann hafði flækzt milli ýmissa fóstur- heimila en hvergi fundið fótfestu. Hann var einn af þeim „erfiðu”. En Júlia hafði ekki verið i nein- um vafa. Hún hafði stigið fram, lagt arminn um herðar hans, sagt: — Komdu nú með okkur heim, John-Henry. Siðan voru tvö ár liðin, en sam- bandið milli Stefáns og drengsins hafði ekki batnað. A hverju kvöldi sat Júlia á rúmstokknum hjá John-Henry, hlustaði á plöturnar hans og talaöi við hann, reyndi með varúð að losa um hnútana I sálarlifi hans. Henni tókst það að nokkru, en við hvert óheppilegt orð eða raddblæ lokaðist hann eins og kræklingsskel; gat þagað dögum saman. Hann reykti i laumi, blsaði smápeningum og laug. Hann las aldrei lexiur, en var samt með háar einkunnir i næstum öllum fögum. Hann fylltist stundum ofsafenginni þörf fyrir bliöu. Odile mætti John-Henryvið hlið- ið og hann kinkaði kolli og sagði ,,hæ” eins og vanalega. Andlit hans var þungbúið og lokað, augun eins og dökkar rákir, munnurinn samanbitinn. Hann leit út eins og strákur sem á i erfiðleikum, og Odile minntist þess að hún hafði i rauninni aldrei séö hann brosa.og hún velti fyrir sér, hvernig Júlia gæti þolað hann, hvers vegna hún skilaði honum ekki aftur. Fremur ekkert barn en svona strák eins og John- Henry. Hún barði létt að dyrum með dyrahamrinum sem var i lögun eins og hönd og Stefán og Júlia höfðu komið með heim frá Portúgal. Og dyrnar opnuðust samstundis, rétt eins og von hefði veriðá Odile, og þarna stóð Júlia, hlýleg og brosandi alveg eins og hún átti að vera i sterku sólskin- inu sem myndaði birtuferhyrning á tiglagólfinu i anddyrinu. — Ert það þú, sagði hún. — Komdu inn fyrir. Odile fann hvernig hin óvænta skelfing fór að hjaðna. Hún hall- aði sér upp að dyrastafnum og sagði með rödd sem hún reyndi að gera rólega og eðlilega: — Ég kom af þvi að mig lang- aði til að tala við þig. — Þú hittir vel á, ég var að hella á könnuna. Júlia teymdi Odile inn i hlýtt og bjart eldhúsið, sem ilmaði af hreinlætisefnum og nýlöguðu kaffi og ketti, þvi að John-Henry hafði komið heim með kettling, og Júlia hafði ekki haft brjóst i sér til að taka hann af honum, enda þótt Stefán hefði andstyggð á köttum. Júlia sagði: — Seztu niður, ég skal ná i ann- an bolla. — Júlia... — Seztu. Hittirðu John-Henry? — Já, Hann sýndist áhyggju- fuliur. — Hann býr yfir einhverju, sagði Júlía alvarleg. Hún tók fram bolla og hellti kaffi i hann. — Ég veit ekki hvað það er, hélt hún áfram, — en eitthvað er það. Og verst af öllu er að ég held að það sé alvarlegt. Ég á við al- varlegra en það að stela eggjum eða reykja i laumi eða stelast til að aka á vélhjóli. — Af hverju heldurðu það? — Ég er farin að átta mig á ein- kennunum. Hann er fámáll og ön- ugur, svarar varla þegar á hann er yrt, er aðeins heima viö mál- tiðir, læsir sig inni á herbergi slnu þær fáu stundir sem hann er heima og er þess I milli að heiman timunum saman án þess að geta gert grein fyrir þvi hvar hann hefur verið. Ég held hann skrópi lika úr skólanum. — Ætli hann sé ekki á þeim aldrinum, sagði Odile. — Júlia, mig langar til... Litla gula hœnan sagði: —Fegurð heimsins. Hin hrekklausa alþýða er auðvelt fórnarlamb. Hún er eins og bankastjórinn saklausi.... Doktor Jón Gislason, skólastjóri Verzlunarskóla íslands, i Morgunblaðinu 22. ágúst. 7.00 Morgunútvarp Veðurfregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og forustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.45. Morgunleikfimi kl. 7.50. Morgunstund barn- anna kl. 8.45: Þorlákur Jónsson heldur áfram að lesa söguna „Börnin i Hólmagötu” eftir Asu Löckling (5). Tilkynningar kl. 9.30. Létt lög á milli liða. Morgunpopp kl. 10.25: Donovan flytur. Fréttir kl. 11.00. Morguntónleikar: Maria Callas, Ferruccio TagJiarvini, Piero Cappu- cilli, Bernard Ladysz, kór og Filharmóniusveit Lundúna flytja atriði úr óperunni „Lucia di Lammermoor” eftir Donizetti. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. Tónleikar. 13.30 Með slnu lagi Svavar Gests kynnir lög af hljóm- plötum. 14.30 Siðdegissagan: „Oþekkt nafn” eftir Finn Söeborg Þýðandinn, Halldór Stefánsson, les (9). 15.00 Miðdegistónleikar: Janet Baker syngur lög eftir Schubert. Gerald Moore leikur á pianó. Alfred Brendel leikur Pianósónötu nr. 23 I f-moll op. 57 „Appassionata eftir Beet- hoven. 15.45 Lesin dagskrá næstu viku. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Popphornið 17.05 Tónleikar. Tilkynning- ar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.20 Fréttaspegill 19.40 Spurt og svarað Guðrún Guðlaugsdóttir leitar svara við spurningum hlustenda. 20.00 Sinfóniskir tónleikar a) „Iberia”, hljómsveitar- svita eftir Claude Debussy. Tékkneska filharmóniu- sveitin leikur: Jean Fouret stj. b) Pianókonsert nr. 1 i b- moll op. 23 eftir Pjotr Tsjaikovský. Shura Cherkassy og Filharmóniu- sveitin i Berlin leika: Leopold Ludwig stjórnar. Guðmundur Gilsson kynnir. 21.00 Frá heimskreppu til heimsstyrjaldar Vilmundur Gylfason ræðir við Brynjólf Bjarnason um áratuginn 1930—40. 21.30 Útvarpssagan: „Vcrndarenglarnir” eftir Jóhannes úr KötlumGuðrún Guðlaugsdóttir les (15). 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Eyja- pistill 22.35 Draumvisur Sveinn Arnason og Sveinn Magnússon sjá um þáttinn. 23.35 Fréttir I stuttu máli. Dagskrárlok. o *=> 20.00 Fréttir, 20.25 Veður og auglýsingar, 20.30 Fóstbræður. Brezkur gamanmyndaflokkur með Tony Curtis og Roger Moore I aðalhlutverkum. Tilrauna- dýrið. Þýðandi Öskar Ingi- marsson. 21.20 Að utan. Erlendar fréttamyndir. Umsjónar- maður Sonja Diego. 22.00 Leikhúslif i Paris. Sænsk yfirlitsmynd um helztu viðburði I leikhúsum Parisar að undanförnu. í myndinni, sem gerð var snemma i vor, er litið inn i ýmis leikhús, sýndir þættir úr leikritum og óperum og rætt við leikhúsfólk um það, sem er á döfinni. Þýðandi Dóra Hafsteinsdóttir. (Nordvision — Sænska sjón- varpið) 23.00 Dagskrárlok. Yanur bifreiðastjóri óskast til að annast útkeyrslu á blaðinu að hálfu ásamt ýmsum öðrum verkefnum. Upplýsingar gefur framkvæmdastjóri blaðsins i sima 17500. Þjóðviljinn. PIPULAGNIR Nýlagnir-breytingar H.J. simi 36929. Blaðburðarfólk! Þjóðviljann vantar fólk til að annast dreifingu og innheimtu fyrir blaðið viðs- vegar um borgina. Fólk á ýmsum aldri kemur til greina, en ekki sizt er óskað eftir rosknu fólki eða húsmæðrum. Vert er að vekja athygli á, að blaðburður er sérlega heppilegt morguntrimm fyrir skrifstofufólk og aðra kyrrsetumenn. Upplýsingar i simum 17500 og 17512.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.