Þjóðviljinn - 22.09.1973, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 22.09.1973, Blaðsíða 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 22. september 1973 UOÐVIUINN MALGAGN SÓSÍALISMA VERKALYÐSHREYFINGAR ÖG ÞJÓÐFRELSIS. Otgefandi: (Jtgáfufélag Þjóöviljans. Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann Ritstjórar: Kjartan ólafsson Svavar Gestsson (áb) Auglýsingastjóri: Heimir Ingimarsson Fréttastióri: Evsteinn Þorvaldsson Kitstjórn, afgreiösla, auglýsingar: Skólav.st. 19. Simi 17500 (5 linur) Áskriftarverö kr. 360.00 á mánuöi Lausasöluverö kr. 22.00 Prentun: Blaöaprent h.f. ALA JAFNT OG ÞÉTT Á INNBYRÐIS TORTRYGGNI „Kommúnistar heimta eftirlitsmann með Einari til SÞ”. ,,Hingað til hefur Einari Ágústssyni verið treyst fyrir þvi verkefni einum að sækja þing Sameinuðu þjóðanna, en til- laga Magnúsar Kjartanssonar og Lúðviks Jósepssonar bendir til þess að þeir vilji fyrir alla muni koma i veg fyrir, að utan- rikisráðherra ræði einslega við erlenda ráðamenn um landhelgismálið og varnar- málin”. Þessar tvær tilvitnanir eru úr Morgun- blaðinu í fyrradag. í gær er enn hnykkt á : „Svo er nefnilega komið að kommúnistar leggja á það mikia áherslu, að utanrikis- ráðherra fái hvergi tækifæri til þess að tala einslega við erlenda ráðamenn”. Eða: ,,En hefur Einar Ágústsson mann- dóm í sér til að berja i borðið og standa gegn kröfum kommúnista um, að sérstak- ir eftirlitsmenn verði settir honum til höf- uðs i þessum viðræðum? Þvi miður hefur frammistaða utanrikisráðherra verið svo aumleg að undanförnu, að litil von er til þess, að hann sé maður til að standa gegn ásælni kommúnista”. Slikar tilvitnanir má finna i Morgun- blaðinu á hverjum einasta degi frá þvi að núverandi rikisstjórn var mynduð. Aldrei er hreyft málefnalegri gagnrýni á rikis- stjórnina. Stjórnarandstaða Moggaklik- unnar þorir ekki að vera á móti þeim mál- um, sem rikisstjórnin flytur — en i stað þess er reynt að klóra i bakkann með hvers konar vifilengjum og útúrsnúningi. Ráðherrar eru krossyfirheyrðir og ef einn hallar orði öðru visi en hinn er það óðara lagt út sem klofningur i rikisstjórninni og allar 32 siður Morgunblaðsins siðan undir- lagðar þar sem staðhæft er að tilvera rikisstjórnarinnar hangi á bláþræði vegna ósamkomulags. Ástæðurnar fyrir þessari slöppu sýndar- stjórnarandstöðu Sjálfstæðisflokksins: Hin fyrsta er sú, að forysta flokksins hefur orðið fyrir vonbrigðum með rikis- stjórnina vegna þess að ráðherrar hennar láta sifelld auðmýkingarskrif hennar ekki á sig fá, heldur halda ótrauðir áfram framkvæmd þeirra stefnumála sem rikis- stjórnin hefur sett sér. önnur ástæðan er sú, að forusta Sjálf- stæðisflokksins vill reyna að klóra yfir innri klofning og málefnafátækt Sjálf- stæðisflokksins sjálfs, sem hefur aldrei fyrr né siðar verið aumari en einmitt nú. Þrátt fyrir stjórnarandstöðu i nærri hálft þriðja ár er fylgi Sjálfstæðisflokksins áreiðanlega enn minna i dag en i siðustu alþingiskosningum. Þriðja ástæðan er sú, að forustuklika Sjálfstæðisflokksins vildi geta stjórnað ráðherrum þessarar rikisstjórnar eins og þvi miður tókst við ráðherra Alþýðu- flokksins i fyrri vinstri stjórn. Þessi til- raun Sjálfstæðisflokksins hefur nú mistek- ist, þvi i núverandi rikisstjórn er enginn Guðmundur í. Guðmundsson, sem vann kerfisbundið að þvi að eyðileggja vinstri- stjórnina og var raunar kominn upp i flat- sæng með ihaldinu löngu áður en viðreisn- arstjórnin var mynduð og áður en vinstri- stjórnin lét af störfum. Fjórðu ástæðuna má nefna: Sjálfstæðis- flokksforustan vill gjarna ganga i augu of- stækisfyllstu stuðningsmanna sinna með sundrungaráróðri um rikisstjórnina, og gildir þá einu þó að ekkert sé hæft i áróðr- inum. Á landsfundi Sjálfstæðisflokksins sl. vor var til dæmis kosinn i miðstjórn með fleiri atkvæðum en nokkur annar Jón nokkur Magnússon. Þetta atkvæðamagn hlaut Jón þessi að verðleikum. Hann mót- aði nefnilega þá áróðursstefnu sem Sjálf- stæðisflokkurinn hefur fylgt i stjórnarand- stöðu. í plaggi, sem Jón samdi á þingi Sambands ungra sjálfstæðismanna haust- ið 1971, benti hann á þetta úrræði til þess að bjarga flokknum úr ógöngum: „Ala jafnt og þétt á innbyrðis tortryggni vinstri stjórnarflokka og stuðningsmanna þeirra”. Samkvæmt þessari stjórnmálayfirlýs- ingu hefur Sjálfstæðisflokkurinn siðan starfað og tilvitnanirnar hér að ofan eru raunar ótviræð heimild. Hins vegar er vert að benda Sjálfstæðisflokknum og Moggaklikunni á, að þessi vinnubrögð eru henni sist til sóma — fylgið hrynur af flokknum, og forustumenn stjórnarflokk- anna munu hér eftir sem hingað til fram- fylgja Stefnumálum stjórnarflokkanna, hvað sem rógi og niði ihaldsins liður. Moggaklikan verður að gera sér það ljóst að hún hefur engan ráðherra i rikisstjórn Islands lengur — og mun — vonandi — ekki hafa. Félagsmálaráðherra á húsnœðisráðstefnu norðanlands: r Aætlanagerð í húsn æðismálum Sveitarfélög og verkamannabústaðir hafi forgang hjá Byggingasjóði og stjórnvöldum Ráöstefna um húsnæöis- mál á Noröurlandi, sem hald- in var á vegum Fjóröungs- sambands Norðlendinga og i samráöi viö Húsnæðismálastofn- un ríkisins og Rannsóknarstofnun byggingariönaöarins, fór fram i Vikurröst á Dalvik þann 17. þessa mánaðar og hófst kl. 10,30. Til ráðstefnunnar var boöið sveitarstjórnarmönnum, bygg- ingarfulltrúum og öörum tækni- starfsmönnum sveitarfélaga, svo og byggingamönnum og verktök- um. Bjarni Einarsson formaður Fjórðungssambands Norðlend- inga setti ráðstefnuna og skipaði fundarstjóra Hilmar Danielsson, sveitarstjóra á Dalvik og Valde- mar Bragason skrifstofustjóra ritara. Var siöan gengið til dragskrár og flutti Björn Jónsson félagsmálaráðherra fyrst ávarp. Félagsmálaráöherra taldi það skoöun sina, að húsnæðismál landsbyggðarinnar væri nærtæk- asta og árangursrikasta leiðin til að skapa jafnvægi i byggðum landsins. Fyrst eftir að ráðherra heföi tekið við störfum var þvi mjög haldið á lofti i fjölmiðlum að algjört öngþveiti rikti i lánamál- um Húsnæðismálastjórn rikisins og mikiö fé skorti til að hægt væri að lána út á fbúðir, sem gerðar höfðu verið fokheldar frá siðustu áramótum. Þetta hefði verið of- mælt og nú hefði tekist að útvega nægilegt fjármagn til að lána þeim húsbyggjendum, er hafa gert fokhelt þetta ár. Aö lokum sagöi ráöherra: Nauösynlegt er aö unnið veröi skipulegar en gert hefur veriö aö lausn húsnæöismálanna, m.a. meö áætlanagerö, sem samræmd sé atvinnu- og byggöaáætlunum og almennri stefnu I efnahags- málum. Aö komandi Alþingi sjái Byggingasjóði rikisins fyrir auknum tekjum. Koma þarf á nánu samstarfi lifeyrissjóöanna og hins almenna húsnæöismála- kerfis i sambandi viö fjármögnun byggingastarfsemi I landinu. Brýn þörf sé á gagngerum tækni- legum breytingum i byggingaiön- aöinum. Vmsar endurbætur veröi geröar á húsnæöislöggjöfinni, sem m.a. beinist aö þvi aö opin- berri aöstoö veröi i rikara mæli en nú er beint til félagslegra byggingaframkvæmda. Fram- kvæmd á lögum um leiguibúðir á vegum sveitarfélaga, viö hliö bygginga verkamannabústaða veröi látnar njóta afgjörs for- gangs af hálfu Byggingarsjóðs og stjórnvalda. Siguröur E. Guðmundsson, framkvæmdastjóri Húsnæðis- málastofnunar rikisins flutti er- indi um húsnæðismálin og hús- næðismálastofnun. Gerði hann grein fyrir starfsemi Húsnæðis- málastofnunar og hvernig lána- starfsemi væri háttað og hvaða aðilar gætu notið lánafyrir- greiðslu. Þá gerði Sigurður grein fyrir tekjuöflun Húsnæðismála- stofnunarinnar. Gert er ráð fyrir, að heildartekjur Byggingarsjóðs rikisins verði um 1212 milj. kr. á þessu ári. Þótt þetta sé rifleg upp- hæð, hefur henni allri verið ráð- stafað i ýmsar skuldbindingar. Sigurður E. Guömundsson taldi, að sú staðreynd, að lands- byggðir byggi við skarðan hlut i húsnæðismálum, ætti meðal ann- ars orsakir sinar til: 1. Röskunar á jafnvægi ibúðar- bygginga á landinu vegna á- kvörðunar stjórnvalda að láta byggja 1250 ibúðir fyrir lág- launafólk i Breiöholti. 2. Landsbyggðin hefur farið mik- ið á mis við fjármögnun á veg- um lifeyrissjóöakerfisins. 3. Vegna hagkvæmni, sem skap- ast hefur af stærri verkeindum é höfuðborgarsvæðinu, hef oft reynst auöveldara fyrir efnalitið fólk að eignast ibúð þar en úti á landsbyggðinni. 4. Ekki hefur verið nægilega rik- ur skilningur af hálfu sveitar- stjórna um aö marka langtima stefnu i húsnæðismálum og jafnvel að taka frumkvæði i uppbyggingu ibúðarhúsnæðis. 5. Peningastofnanir viða úti á landi eru of veigalitlar til að geta stutt fjárfrekar bygg- ingarframkvæmdir. 6. Skortur er á nægilega sterkum. byggingafyrirtækjum viða um land, er gætu byggt og selt ibúðir með hagstæðum kjörum. 7. Flutningskostnaður á bygg- ingarefni er viða baggi á ibúðarbyggingum utan Reykjavikursvæðisins. 8. Norðanlands er byggingatimi mun styttri og erfiðari en sunnanlands. Þá kom fram hjá fram- kvæmdastjóra Húsnæðismála- stofnunar að byggingarlán úr byggingarsjóði rikisins frá 1955 til 1972 til Norðurlands alls hafi numið 500.084.000.- króna og verið veitt til smiði 1861 ibúðar. Þar af hafi Noröurland vestra fengið 94,3 milj. kr. tilsmiöi á 378 ibúðum, en Norðurland eystra hafi fengið 405,8 milj. kr. til smiði á 1473 ibúöum. Af heildarfjármagni, sem veitt hefur verið úr Bygg- ingasjóði hefur Norðurland allt fengið 10,17% til bygginga 10,44% af heildaribúðafjölda. Aftur á móti hefur Reykjavik fengið 51,65% fjármagnsins til bygging- ar á 45,95% af heildaribúðafjöld- anum. Dr. Óttar P. Halldórsson, fram- kvæmdastjóri Rannsóknarstofn- unar byggingariðnaðarins flutti erindi um starfsemi Rannsóknar- stofnunar byggingariðnaðarins. Taldi hann rannsóknir i bygg- ingariðnaðinum mikilvægan þátt i byggingarmálum og hvers kon- ar mannvirkjagerð. Gerði hann m.a. grein fyrir breytingum á byggingarkostnaði á undanförn- um árum, svo og tæknilegri þjón- ustu við sveitarfélög úti á landi. Óttar gat einnig um dtgáfustarf- semi stofnunarinnar á ýmsum upplýsingablöðum fyrir bygg- ingariðnaðinn auk sérfræðirita, sem hann taldi vera aðgengilega by ggingamönnum. Davið Arnljótsson, verkfræö- ingur Dalvik, kynnti húsnæðis- málakönninina, sem gerö var á vegum Fjórðungssambands Norðlendinga, og kom þar m.a. fram, að 28,0% norölenskra ibúðarhúsa hafa verið byggð fyrir 1930. A timabilinu 1930—1949 hafa verið byggð 32,2% ibúðarhúsa á Norðurlandi og 1950—1969 voru byggð 39,8%. A Norðurlandi hafa verið teknar i notkun 1536 ibúðir á árunum 1963—1972 og ibúöir i smiður á Norðurlandi 1973 eru 590. Af þeim byggja Akureyring- ar mest eða 357 ibúðir. Að loknum framsöguerindum hófust almennar umræður og fyrirspurnir til framsögumanna. Mikil og almenn þátttaka var i umræöunum, og lauk ráöstefn- unni ekki fyrr en kl. 19. Hjá fundarmönnum kom fram sú eindregna skoðun aö taka þyrfti húsnæðismálin fastari tök- um þar til lausn fyndist á hús- næðisvanda landsbyggðarinnar. Ráðstefnuna sóttu á milli 80 og 90 manns viðsvegar af Norður- landi. Einstæðir byggja SKRIFSTOFA Félags ein- stæðra foreldra að Traðarkots- sundi 6 er að færa út kviarnar. Verður opið á mánudögum kl. 3-7 og þriðjudaga, miðvikudaga og föstudaga frá kl. 1-5. Tvær einstæðar félagskonur vinna á skrifstofunni, þær Jódis Jónsdótt- ir varaform. FEF, og Margrét örnólfsdóttir. FEF er að senda út kynningarbækling og óútfyllta giróseðla vegna væntanlegrar húsbyggingar sinnar, sem i undirbúningi er. Valin hafa verið af handahófi nokkur hverfi i bæn- um og ibúum þar sendur bækling- ur og seðill. Öllum alþingismönn- um hefur og verið send sams kon- ar beiðni.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.