Þjóðviljinn - 11.01.1974, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 11.01.1974, Blaðsíða 2
2 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur II. janúar 1974 RABBAÐ VIÐ JÓHANN M. BJÖRNSSON, MYNDSKERA, SJÖTUGAN Jóhann vift vinnu sína á gullsmiöaverkstæöi Hreins sonar sins vikur, byrjaði ég að vinna hjá Rikharði Jónssyni og var hjá hon- um ein fimmtán ár, en siðan hef ég unnið sjálfstætt. — Hver eru mestu og erfiðustu verkin sem þú hefur unnið? — Liklega hefur verið einna mesta vinnan i ræðustól, sem gef- inn var til Skúlagarös i Keldu- hverfi, það var lika mikil vinna við préúii.unarstóla sem ég gerði fyrir Svalbarðskirkju, Reykja- hlíðarkirkju og Dalvikurkirkju. t>á hef ég gert skirnarfonta fyrir margar kirkjur. Núna er orðin talsverð mikil eftirspurn eftir smærri hlatum, og ég hef t.d. skoriö talsvert mikið úr hvaltönn- um, það er ágætt og skemmtilegt efni, en seinlegt að vinna úr þvi. — En nú hefur þú málað og teiknað' varstu raunverulega með myndskurð i huga þegar þú fórst i Handiðaskólann? — Mig langaöi fyrst og fremst að læra teikningu. Arið 1927 var ég einn vetur i teikniskóla hjá Rikharði, og Asgrimur Jónsson kenndi mér meðferð lita þann vetur. Mér fannst námið viö llandiðaskólann fjölbreytt og skemmtilegt og hafði gaman af bæöi teikningunni og handavinn- unni. Smiðirnir fóru í Handíðaskólann fyrst enga vinnu var að hafa Sjötugur er i dag Jóhann M. Björnsson, myndskeri. Viö heimsóttum hann i gær aö heimili hans Grundar- stíg 12 til að rabba stutta stund. Jóhann færðist Ijúf- mannlega undan, en allt kom fyrir ekki. — Þú ert Húsvikingur, Jóhann, hverjir voru foreldrar þinir? — Björn Björnsson, trésmiður og Guðný Jónasdóttir. Við vorum þrjú systkinin: ég, Haraldur, sem er málari á Húsavik, og systir sem dó ung. Bg er elstur. — Hvernig var á Húsavik þeg- ar þú komst til vits og ára? — Það var sjósókn og furöu mikill landbúnaður. Það kepptust allir við að eiga kú og kindur til að hafa eitthvaö fyrir stafni um vet- urinn, þvi að þá var ekkert að gera. — Lærðirðu smiðar hjá pabba þinum? — Ég byrjaði að dunda hjá honum, en vann þó aðallega við húsamálun, þar sem hann var húsamálari lika. Þeir gerðú allt þessir gömlu. Ég var i barnaskóla i þrjá vetur, byrjaði 10 ára þar. Svo var ég i unglingaskóla hjá Benedikt Björnssyni á Húsavik. Svo vann ég bara það sem til féll, þangað til að ég fór til Stefáns Guðjohnsens, verlunarmanns, og vann hjá honum i tiu ár. Þá veikt- íst ég af berklum, lenti suður á Vífilsstaði og var frá starfi i ein fjögur ár. Þá fór ég i Handiða- skólann og var þar þrjá vetur. — Var Handiðaskólinn þá ekki nýbyrjaður? — Þetta var fyrsti veturinn sem hann starfaði. Ég var þá 35 ára. — Varstu ekki elstur nem- enda? — Liklega, en það voru fleiri á likum aldri, t.d. Jón Pálsson, sem er þekktur fyrir tómstundaþætti sina. Ennfremur man ég eftir Marteini Sivertsen og Jóni Jó- hannessyni, báðum frá Siglufirði, Hallgeir Eliassyni, sem nú er lát- inn og Jóhannesi Jakobssyni frá Reykjarfirði á Ströndum. Þetta voru allt fullorðnir menn og lærð- ir smiðir. A þessum tima var enga atvinnu að fá og þess vegna komum við i skólann til frekara náms. — Þótti ekki djarft af þér að setjast á skólabekk þetta fullorð- inn? — Ég gat ekki unnið nema tak- markað. Þar að auki hafði ég svo mikinn áhuga á svona löguðu, og hafði alltaf haft. Þetta var ágætt. Svo kenndi ég i Handiðaskólanum i einn vetur, en fór þá aftur norð- ur á Húsavik og var tiu ár teikni- kennari við barnaskólann og gagnfræðaskólann. Svo lenti ég suður 1953, og hef verið hér siðan. — Hvenær byrjar þú á mynd- skurði? — Strax strákur. A minum yngri árum var ég alltaf við þetta og svo siðar i fristundum minum. Ég sendi muni suður á basara, þá varalltaf tekin svona handavinna hjá Thorvaldsensbasarnum og Nýja basarnum sem kallaður var — þetta voru askar, kassar og hillur. — Hafðirðu löngun þá til að ná lengra i myndskurði? —- Það var ekkert um það að tala, ég gat það ekki þá, orðinn giftur með heimili. A þeim árum var svo litið að gera á þessu sviði, og ekki árennilegt fyrir nokkurn að leggja myndskurð fyrir sig. Nú hefur ræst úr þessu. Ég byrjaöi á þessu fyrir alvöru hjá Agústi Sigurmundssyni, vann hjá honum siðasta árið sem ég var i Handiðaskólan- um. Siðan hef ég verið við þetta að mestu, nema hvað ég fór lengi vel noröur á Húsavik á sumrin, en þar eigum við hús, og málaði með bróður minum. Arið 1953, þegar ég fluttist til Reykja- — Hefurðu haidið sýningar á myndum þinum? — Já, tvísvar sinnum. Ég sýndi á Húsavik, liklega 1927 eða 1928, i barnaskólanum þar. — Höfðu margir sýnt á Húsa- vik þá? — Nei. Ég held að það hafi vara verið Olafur Túbals á undan mér — hann hélt fyrstu málverkasýn- inguna sem ég sá. — Hvernig tóku Húsvikingar þessu? — Það gekk bara vel, ég seldi nokkrar myndir, og það var ekki mikið um sölu á myndum þá. Þetta voru vatnslita- og oliu- myndir, þó meir af oliumyndum. Siðar snerist það við, enda þægi- legra að gripa i vatnslitina, ef maður hefur litinn tima. Svo hélt ég sýningu á Siglufirði árið 1939 eða '40. Ég hef svo selt myndir hingaö og þangað. — Þarna ertu með mynd frá Húsavik frá eldri tima? — Já, þetta er hluti af Húsavik uppúr 1920. 1 forgrunni er uppi- stöðulón sem gert var fyrir gömlu rafmagnsstöðina. Húsið næst heitir Arholt, og þar er Sigtrygg- ur Klemensson, fyrrum Seðla- bankastjóri fæddur, en nú á heima þarna Jónas sonur Egils Jónassonar, þess kunna manns. Lengra sér á tvilyft hús, sem einnig stendur enn og heitir Vega- mót. Það þótti mikið hús á sinni tið. Jóhann kvæntist árið 1928 Magneu Jóelsdóttur.og hann seg- ir: — Það er ekki hægt að nefna mig öðruvisi en hennar sé getiö. Við eigum.tvö börn, Hrein gull- smið og Hafdisi, sem er gift i Keflavik. Við ólum upp dótturson okkar, Jóhann Gislason, sem nú er við nám i háskólanum. Þetta hefur allt gengið vel. Jóhann og Magnea ætla að hverfa að heiman i dag, og þykir það hálft i hvoru súrt i broti, en á- stæöur leyfa ekki annað. Þetta er ræðustóllinn I Skúlagarði. Aðalútskurðurinn er af Dettifossi, en á stólinn er greypt visa eftir Þórarin Sveinsson, föður Sveins list- málara : Þinar ljósu lindir sendu / Ijóðaþróttinn okkar sál / þinir fossar fyrst oss kenndu / feðra vorra göfugt mál. (Ljósm. Björn Björnsson). Vatnslitamyndin frá Ilúsavík sem fjallað er um I viðtalinu. Þaö væri hægt aö birta margar myndir af gullfallegum gripum eftir Jó- hann, en samt er ekki hægt að standast þá freistingu aö birta mynd af þessu gamla húsi, sem Jóhann liefur nýlokið við að skera út. Þetta er íikan af bænum Vindheimum i Tálknafiröi, sem reistur var árið 1904. Þarna áttu heima ólafur Kolbeinsson og Jóna Sigurbjörg Gisladóttir og eignuöust þau lllbörn, sem ólust upp i þessu litla húsi. I dag eru fjórtán þeirra á lifi.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.