Þjóðviljinn - 06.02.1974, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 06.02.1974, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 6. febrúar 1974. ÞJÓÐVILJINN — StÐA 3 „Páfinn veislu góða gerði gildum móti...” Nýtt leikrit eftir Odd Björnsson i l>jóðleikhúsinu Sunnudaginn 10. febr. nk. frumsýnir Þjóðleikhúsið nýtt leikrit eftir Odd Björnsson, og verða þá sex sýningar i gangi samtimis á fjölum hússins. Þetta nýja leikrit Odds heitir Dansleikur. Leikstjóri er Sveinn Einarsson, leikmyndir og bún- ingateikningar eru gerðar af Ivar Török, tónlistin er eftir Atla Jleimi Sveinsson, og dans- ana í leiknum hefur æft og sam- ið Alan Carter, ballettmeistari Þjóðleikhússins. Leikurinn fjallar um Borgia- fjölskylduna, sem uppi var á ttaliu á renissans-timanum og er eitthvert frægasta fólk þessa timabils. Þetta er þó ekki sögu- legt leikrit i venjulegum skiln- ingi orbsins, þótt að visu komi fyrir i verkinu helstu atburðirn- ir i lifi fjölskyldu þessarar. Abalhlutverkið, Alexander páfa sjötta, fer Róbert Arnfinnsson meb, synir páfa, Sesar og Jó- hann, eru leiknir af Guðmundi Magnússyni og Sigmundi Erni Arngrimssyni, Lúkresia páfa- dóttir er leikin af Helgu Jóns- dóttur, Salóme huggun Alex- anders, leikur Sigriður Þor- valdsdóttir, beljufurstann Attendolo af Fernara Bessi Bjarnason, furstana Mirandolo og Delesta Árni Tryggvason og Klemenz Jónsson. Ungfrú Di Pasario er leikin af Bryndisi Pétursdóttur, Guðbjörg Þor- bjarnardóttir leikur hefðarfrú, Jón Gunnarsson söngvara, Randver Þorláksson skáld og Þórhallur Sigurðsson og Margrét Brandsdóttir trúða. Auk þeirra fara margir auka- leikarar með þýðingarmikil hlutverk. Oddur Björnsson er sem kunnugt er einn af okkar þekkt- ustu leikritahöfundum. Hann stundaði nám i leikhúsfræðum við háskólann i Vin, og átta leik- rit eftir hann munu hafa verið sýnd á leiksviði, þar af fjögur á vegum Grimu, Framhaldssaga, Parti, Kóngólóin og Amalia. Þjóðleikhúsið hefur sýnt þrjú leikrit eftir Odd, Hornakóralinn, Jóðlif og Tiu tilbrigði. Útvarpið hefurflutt fimm leikriteftir Odd og i sjónvarpi hafa verið flutt þrjú leikrit hans, Amalia, Jóðlif og Postulin, en það siðastnefnda var einnig flutt i sjónvarpi á Noröurlöndum. Leikfélag Reykjavikur hefur flutt eitt leikrit eftir Odd, en það er barnaleikurinn Snjókarlinn okkar. — Tvö af leikritum Odds komu fyrir nokkru út á ensku i bókaflokknum „Modern Nordic Plays”. Oddur Björnsson komst svo ab orði i viðtali vib blaðamenn að hann hefði valið þetta við- fangsefni sökum þess, að sér virtust furðumikil likindi með Frá vinstri: lvar Török, Sveinn Einarsson, Oddur Björnsson, Atli Heimir Sveinsson og Alan Carter. okkar timum og hinu dýna- miska ástandi italska renis- sanstimans, þegar hann var i uppgangi. Og þar að auki væri Borgia-fjölskyldan sem slik mjög áhugaverð. „Það mætti lika segja að meginviðfangsefni leiksins væri græðgi, pólitisk græðgi, peningagræðgi, græðgi i að fullnægja eigin hvötum”, sagði Oddur. Um tónlistina sagði Atli Heimir að hún færi svo nálægt tónlist renissansins, að hún gæti að niu tiundu hlut- um verið frá þeim tima. Lika hefur verið reynt að hafa dans- ana sem likasta þvi, sem var á renissans- eða endurreisnar- timanum, en dansarnir gegna mjög miklu hlutverki i leiknum , sem gerist raunar allur á einni nóttu á einu heljarmiklu dansi- balli, sem Alexander páfi slær upp i einhverri höll sinni, þá væntanlega Vatikaninu. Eitt af einkennum Borgia- fólksins var hve gersamlega laust það var við hverskonar smámunasemi i sambandi við kynferbis- og feimnismál, og veislur þess voru hvað frægast- ar fyrir vissar frumlegar uppá- komur af þvi tagi. Aðspurður hvort einhvers sliks mætti vænta i Dansleik, svaraði leik- stjórinn, Sveinn Einarsson: „Segja má að leikurinn sé mór- ölsk dæmisaga, og það væri hann varla ef of mikil tæpitunga væri viðhöfð”. Dansleikur verður aðeins sýndur sjö-átta sinnum að þessu sinni, þar eð Róbert Arnfinns- son fer i mars til Þýskalands, en hann er ráðinn I aðalhlutverkið i Fiðlaranum á þakinu i Lúbeck. Aðsókn hefur verið mjög góð að sýningum Þjóðleikhússins það sem af er leikárinu. til dæmis hafa ellefu sýningar verið viku- lega tvær undanfarnar vikur. sem er algert met. Enn ein ný frétt frá Þjóðleik- húsinu er að i Kristalssalnum hafa nú verið opnaðir tveir nýir barir, sinn i hvoru horni. Verða þeir opnir I hléiinu milli sýninga og ef til vill einnig stundum eftir sýningar. Er þetta gert sökum þess, að nú er leikhúskjallarinn upptekinn sum kvöld vegna sýn- inga og æfinga. dþ Guðjón B. Ólafsson, framkvæmdastjóri: Rangt að fjölga út f ly t j endum sjávarafurða SH stofnar fyrirtæki i Japan — Nýr aðili i loðnuútflutningi — Við höldum þvi fram, að það sc okkar sölumálum til góðs, að fjölga þeim aðilum sem standa að loönuútflutningi eins og nú hcfur vcrið gcrt, sagði Guðjón B. Ólafs- son framkvæmdastjóri sjávaraf- urðadeildar StS, er við inntum hann eftir þvi hvernig StS gengi loðnusalan eftir að samstarfinu við SH lauk. Eins og menn eflaust vita, hafa SfS og Sölumiðstöð hraðfrysti- húsanna starfað saman að sölu á frystri loðnu til Japan allt frá þvi að tslendingar byrjuðu að selja þangað frysta loðnu. Nú hefur það hinsvegar gerst, að SH hefur stofnað nýtt fyrirtæki með jap- anska fyrirtækinu sem áður keypti loðnu af SH og SIS. Þar of- an ábætist, að Bjarni Magnússon áður starfsmaður SfS, hefur feng- ið leyfi til loðnuútflutnings og hef- ur náð til sin 4 frystihúsum sem áður skiptu við StS. Þannig að nú eru söluaðilar allt i einu orðnir 3 i stað eins áður. Guðjón B. Ólafsson sagði, að þeim hjá SIS hefði gengið mjög vel að selja sina loðnu nú. Búið er að gera sölusamninga við 4 fyrir- tæki i Japan á allri þeirri loðnu, sem við getum framleitt, sagði Guðjón en það verða væntanlega um 8 þúsund tonn. — Hver er ástæðan fyrir þvi að fjögur frystihús fara frá ykkur til nýs aðila, sem er að byrja á þessu sviði? — Ja, þeir sögðu okkur að þeir hefðu fengið ákveðna fjárhags- fyrirgreiðslu, sem þeir ekki fengju hjá okkur, og við þessu var ekkert að gera. Hitt er annað mál, að öll þessi frystihús eru heldur litil, svo þetta hefur ekki svo mikið að segja, en eins og ég sagði áðan, þá höfum við alltaf talið og teljum enn rangt að f jölga þeim aðilum sem standa að þess- um útflutningi og við álitum að það eigi eftir að sýna sig að við höfum rétt fyrir okkur i þessu máli, sagði Guðjón að lokum. Þá höfðum við samband við Eyjólf I. Eyjólfsson hjá SH og spurðum hann hvort SH teldi sér betur borgið eftir samvinnuslitin 1/2 miljón til Siglufjarðar I gær var dregið I 2. flokki hjá SiBS, og kom hæsti vinningur- inn, 500 þúsund krónur, á niiða nr. 51618 og var sá seldur á Siglufirði. 200 þús. kr. vinning- ur kom á miða nr. 340!) (Aðal- umboðið Suðurgötu 10) og 100 þúsundá 44803 (Suðurgala 10) Guðjón B. Olafsson við SIS og hversvegna þau hefðu átt sér stað. — Ætli við segjum ekki að skoðanaágreiningur hafi valdið þvi, að við vinnum nú sitt i hvoru lagi. Annars vil ég ekkert um þetta mál fjalla á þessu stigi málsins. — Er það rétt, að þetta nýja fyrirtæki SH i Japan kaupi loðnu af Rússum? — Ég vil ekkert vera að blanda mér i þetta tal sem verið er að dreifa út um þetta. — Er þetta þá kannski rangt? — Eins og ég segi, ég blanda mér ekki i þetta tal. Ef maður ætti að blanda sér i allt þetta tal, þá kostar það heila opnu. Það þýðir ekkert að vera að gripa svona eitt og eitt atriði af þessu. Þetta kemur smám saman i ljós, skulum við segja. — S.dór Leiðrétting i frétt um endurhæfingarráð i sunnudagsblaði Þjóðviljans var rangt farið með nafn félaga fatl- aðra á Akureyri og það sagt heita Björg. Ilið rétta er að félagið heit- ir Sjálfsbjörg — félag fatlaðra á Akureyri. Það sent hefur ruglað blaðamann er að félagið rekur fyrirtæki sent nefnist Flastiðjan Björg. Eru hlutaðeigandi beðnir velvirðingar á þessu. Kvöldskemmtun með stúdentum 1 mörg undanfarin ár hefur Hafnarháskóli opnað dyr skólans fyrir stúdentum i norrænum fræðum við háskóla viðsvegar i Bandarikjunum og boðið þeim að sækja alhliða námskeið i þessum greinum á danskri grund. Kennslan fer að mestu leyti fram i háskólanum, en auk þess búa stúdentarnir um hrið á dönskum heimilum viðsvegar um landið. Námskeiðin eru skipulögð af al- þjóðanefnd stúdenta i Danmörku. Ðanmarks Internationale Studenterkomite, og standa þau yfir i tæpt ár. Fyrir átta árum var Islandi ooðin þátttaka i þessu norræna kynningarnámskeiði og hafa bandarisku stúdentarnir siðan haft viðdvöl hér i einn og,hin sið- ari ár, tvo daga á leið sinni austur yfir haf til Kaupmannahafnar. Kynnisför þeirra hér hefur verið þannig háttað, að Háskóli Islands og Kennaraháskólinn hafa boðið stúdentunum að sækja skólana heim og hlýða á fyrirlestra um Is- land og skiptast siðan á skoðun- um við nemendur skólanna. Að auki eru skipulagðar fyrir þá kynnisferðir um Reykjavik og ná- grenni og I Hveragerði. I ár verða bandarisku stúdent- arnir allt að 200 og skiptast þeir i tvo hópa. Sá fyrri kom hingað að morgni þriðjudags 5. febrúar og frá USA sótti Háskóla tslands heim. Hinn siðari er væntanlegur hingað til lands föstudagsmorgun hinn 8. þ.m. og sér Kennaraháskóli Is- lands um Islandskynningu fyrir þá. Báðir hópar bandarisku stúd- entanna búa að Hótel Loftleiðum, og verða þar kvöldskemmtanir, sem þeir standa að ásamt nem- endum áðurnefndra skóla. Kvöld- skemmtanirnar eru opnar öllum islenskum námsmönnum, og verður hin fyrri haldin i Vikinga- sal Hótels Loftleiða i kvöld 6. febrúar og hefst kl. 20.00, en hin siðari fer fram i Blómasal hótels- ins laugardaginn 9. febrúar og hefst á sama tima. Fyrirliði bandarisku stúdent- anna er Dr. Knud Helm-Erichsen. forstjóri alþjóðanefndar stúdenta i Danmörku. Mannfórn Jóbannesarborg — Nokkur hundruð manns munu týna lifi við gullnám i Suður-Afriku á þessu ári, segir i Reuterfrétt Á undanfarinni hálfri öld hafa 27 þúsund manns týnt lifi við gull- nám. Og árið 1972, sem er það sið- asta sem skýrslur ná til, létu 485 þeldökkir menn lifið i námunum og 26 hvitir — eða 1,23 af þúsundi allra starfsmanna. Ekkert samband milli ísl. og norska stofnsins Fréttir frá Noregi hcrma, að loðnuveiði þar við land liafi alger- lega brugðist það sem af er þess- ari vertið, aðeins komin á land 12 þúsund tonn. 1 þessum fréttum sagði að bæði væri loðnumagnið ininna en undanfarin ár og það sem er til staðar svo drcift, að ill- mögulegt væri að veiða loðnuna. Við snérum okkur til Jóns Jóns- sonar fiskifræðings og spurðum liann livort samband væri á milli islenska og norska loðnustofns- ins. Jón kvað það almennt skoöun sérfræðinga að svo væri ekki. Að visu hefðu loðnumerkingar ekki mikið verið stundaðar, en samt hefði ekkert komið fram sem benti til þess að um sama stofn væri að ræða. Sú loðna, sem gengur til Noregs kemur úr Beringshafi, en álit manna er að islenski loðnustofn- inn haldi sig norður af tslandi, þar til gangan hefst umhverfis landið i byrjun hvers árs.-S.dór

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.