Þjóðviljinn - 19.03.1974, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 19.03.1974, Blaðsíða 9
Þriðjudagur 19. marz 1974. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 9 Nánasarskapur og innrœting til veruleika- flótta i stað menningarlegs uppeldis til skilnings á hversdagsleikanum Ýmsum hnykkti við um daginn, þegar uppvíst varð hvernig háttað er vinnuað- stöðu þess fólks sem vinn- ur að gerð barnatímanna í sjónvarpi, „Stundarinnar okkar". i nýjasta hefti af Samvinnunni er fróðlegt efni sem fjallar nákvæm- lega um þennan mála- flokk, hvernig búið er að barnaefni í fjölmiðlum. Fyrir tæpu ári skipulagði Samvinnan hringborðsum- ræðu 11 manna, og birtir Þjóðviljinn nokkra kafla úr því, með úrfellingum. Sigurður A. Magnússon rit- stjóri f ylgir ef ninu úr hlaði með þessum orðum m.a.: „Vegna þess hve langt er um liðið, síðan umræðan átti sér stað, eru sumt af því sem þar er tæpt á, ekki eins tímabært og áður, þó vissulega sé þarflegt að rifja það upp. Þannig var til dæmis Olgu Guðrúnu Árnadóttur bolað burt úr barnatimum hljóðvarps á liðnu vori. Ráði því sem sett var á laggirnar til að vera til ráðuneytis um „Stundina okkar" í sjón- varpi hefur orðið harla lítið ágengt og horfur á að það leysist upp". í köflunum sem hér eru birtir koma auk Olgu fyrir þessir þátttakendur í um- ræðunum: Þorbjörn Broddason félagsfræðing- ur, stjórnandi. Hermann Ragnar Stefánsson dans- kennari, umsjónarmaður „Stundarinnar okkar". Sigrún Júlíusdóttir félags- fræðingur og Þórunn Sigurðardóttir blaðamaður og leikari, (en þær eru báðar til ráðuneytis um efni barnastundarinnar) og Vilborg Dagbjartsdóttir kennari og barnabókahöf- undur. Olga Guðrún Árnadúttir: Ýms- ir vilja halda þvi fram að ég hafi komið fram með einhverja pólitiska stefnu sem ekki er sam- þykkt i þessu þjóðfélagi, og það er litið á þetta sem minnihlutakjaft- æði. Ég hef verið að reyna að byggja þættina upp á nýjan hátt, leitast við að koma fram með nýj- ar hugmyndir, sem eru þó i raun og veru engan veginn nýjar, held- fyrir þau. Svo við fórum strax fram á að mega kveðja til ráða með okkur nokkra einstaklinga. mynda nokkurs konar ráð. Svip- aður háttur er hafður á i ná- grannalöndunum að minnsta kosti. Gegn rangri mótun barna. Sigrún Júlíusdóttir: Ég lit þannig á mitt hlutverk þar (þ.e. i sjónvarpinu) að mér beri að BÖRN FJÖLMIÐLAR” ur eru þær yfirleitt ekki ætlaðar börnum hér á landi. Ábyrgöarhluti að mata börnin Hermann Ragnar Stefánsson: Við Sigriður Guðmundsdóttir tók- um við þessu starfi (þ.e. umsjón barnastundarinnar i sjónvarpi) um áramótin 1972-73, hlupum i skarðið fyrir unga fólkið sem hafði starfað að þessu frá hausti en sá sér ekki fært að halda áfram. Ég er sammála þvi að þessar stundir fyrir börn eru al- ger olnbogabörn stofnunarinn- ar. Allt er gert til að spara. Það má ekki kaupa gott efni handa börnunum ef það kostar of mikið. Orlitil breyting hefur þó orðið á þessu. Við ákváðum strax að vera svolitið föst fyrir, og mér finnst heldur hafa sótt i betra horf. Það kom strax fram á fundum okkar Sigriðar með Jóni Þórarinssyni og öðrum i sjón- varpinu, að okkur fannst það ekki vera tveggja manna verk að sjá um slikan þátt. Við vildum alls ekki taka á okkur þá ábyrgð að mata börnin á einhverju efni, sem aðeins við segðum að væri i lagi sporna við þvi að sjónvarpið sé notað til að móta börn á rangan hátt, að minu mati. — Meðan við sniðgöngum eina pólitiska stefnu, þá beitum við annarri og ýtum undir hana, þvi getum við ekki neitað. Ég tel að við verðum að finna svolitið að þvi að fá fram önnur sjónarmið, og þá einmitt með þvi að taka meira fyrir þjóð- félagsleg efni, fara með kvik- myndavélina út i þjóðfélagið og sýna börnunum það frá eins mörgum hliðum og nokkur kostur er á, og þá má jafnvel hafa þau með i ráðum og láta þau sjálf spyrja og koma fram með sin sjónarmið, þannig að það séum ekki við sem stjórnum kvik- myndavélinni, heldur þau. Annars vegar þetta og hins vegar listsköpunarhæfileikar barna. Sá þáttur finnst okkur lika mikil- vægur og þyrfti að koma milu meira fram i sjónvarpinu. Ég lit á sjónvarpið sem tæki til að virkja börnin og vekja bæði til upplifunar og virkrar þátttöku. Smáritaviðhorf tröllriða öllu. Olga Guðrún Arnadóttir: Við megum ekki vera gagnrýnin. Við megum ekki taka til meöferðar tiltekin atriði, þvi til þess er ætl- ast að við flytjum allt okkar efni á einhverju rósamáli, að það sé sveipað ævintýrahjúpi. Ef eitt- hvað er sagt umbúðalaust, þá er það bara áróður. Hlutaðeigandi er áminntur og honum jafnvel hótað brottrekstri. Sigrún Júliusdóttir: Já, en við viljum benda á, að einmitt i slikri aðstöðu felst pólitiskur áróður. Vilborg Dagbjartsdóttir: Það er eitt sem mér finnst blandað dá- litið saman i umræðum um þessi mál, annars vegar flokkspólitik og hins vegar pólitik. Hér er rikj- andi ákaflega gamaldags hugsunarháttur gagnvart börn- um. Það á helst ekkert að gera fyrir börnin annað en það sem heitir á gamalli islensku ,,að hafa gott fyrir þeim”, og það er fyrst og fremst kristindómurinn sem hér tröllriður öllu, einhvers konar gömul smáritaviðhorf. Þetta á við á öllum sviðum. Eina barna- timaritið, sem kemur út hér réglulega, Æskanj er algerlega ofurseld þessum sjónarmiðum. Þar er ekkert annað en innræting á afgömlum siðgæðissjónarmið- um, og einkum og sérilagi má segja að þetta sé áberandi i sam- bandi við hefðbundin hlutverk kynjanna. Olga Guðrún Árnadóttir: Ég hef einatt lent i vandræðum við einstaka ráðamenn útvarpsins i sambandi við kristindóminn. Ég er mjög andvig þvi að lesa alls kyns kristilegar sögur eða yfir- leitt taka afstöðu með einum trúarflokki fremur en öðrum, og tel mig alls ekki færa um að vera með neina trúarbragðakennslu. Þaö sem barnatíma- ráöið dreymir um Þorbjörn liroddason: Við erum vist öll sammála um, að hingað til hafi efni i fjölmiðlum, og þá sér- staklega ljósvakafjölmiðlum, verið ákaflega fjarlægt raunveru- leikanum og hjálpi börnum ekki til að skilja þann hversdagslega veruleika sem þau lifa i, heldur ali þau þvert á móti upp i veru- leikaflótta. Nú berið þið mikla ábyrgð. Hvernig ætlið þið að bregðast við? Sigrún Júliusdóttir: Við getum strax nefnt tvö áþreifanleg dæmi. Annað erþað að fara með börn á vinnustaði og sýna þeim hvernig unnið er á hinum ýmsu vinnustöð- um á mismunandi stigum. Hins vegar að fara til dæmis i Mynd- lista- og handiðaskólann og láta þau taka þátt i teiknikennslu og jafnvel lesa sögur og fá börnin sem horfa á til að teikna og senda inn myndir. Þórunn Sigurðardóttir: Svo er sú hugmynd, stolin að visu, að taka fyrir þátt sem hefur verið geysivinsæll i Sviþjóð og vinna hann upp á islensku. 1 þættinum eru tveir hálfgerðir trúðar, sem ferðast um landið og taka fyrir vandamál á hinum ýmsu stöðum. Þar eru til dæmis tekin fyrir dreifbýlisvandamál, sem eru mjög svo timabær hér, og væri auðvelt að vinna slikt efni. Ilerinann Ragnar Stcfánsson: Þetta byggist náttúrlega á þvi, að við fáum nauðsynlega aðstöðu. Hingað til hefur ekki þekkst i sjónvarpinu, að umsjónarmenn hafi fengið að vinna að þáttunum yfir sumartimann, en við höfum óskað eftir þvi. Þórunn Sigurðardóttir: Ég held það sé lika afar mikilvægt að hverfa frá þeirri stefnu sem hefur verið rikjandi i sjónvarpi, hljóð- varpi og viðar að vinna ekki sér- staklega efnið fyrir þessa Framhald á 14. siðu. OG

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.