Þjóðviljinn - 24.03.1974, Qupperneq 9

Þjóðviljinn - 24.03.1974, Qupperneq 9
væri lasin, hefði hún auðvitað ekki komið. — Kannski hefur henni orðið illt af gullhömrunum þfnum, sagði ég- — Ég læt ekki sitja við gull- hamrana eina, sagði Stocker ein- beittur. Hann var á svipinn eins og hann ætlaði sér að myrða hana. — Ég skal taka hana i gegn, svo að hún gleymi því ekki fyrst um sinn, og siðan upphóf hann ná kvæma lýsingu á þvi sem hann ætlaðist fyrir með kvenmanninn. Hann sinnti engu óskum minum um að komast burtu og halda áfram röltinu. Mér leið svo illa, að það lá við að mér létti þegar Randall gamli kom til okkar. — Ég er með nýtt vandamál handa þér, Shaw, sagði hann loð- mæltur. Hann var sennilega bú- inn að innbyrða fyrsta litrann af whiskýi. — Þekkingarvandamál. Eða minnisvandamál ef þú vilt það heldur. Stocker reyndi að ýta honum frá, hann var kominn að há- uunktinum i frásögn sinni. — En ég var svo feginn komu Randalls að ég spurði hann i skyndi: — Viltu að ég segi þér, hver einhver er? Randall kinkaði kolli þyngsla -lega. — Einmitt, einmitt, sagði hann. — Einmitt, og hann hélt áfram að kinka kolli. Hann virtist bæði búinn að gleyma hver það var sem hann vildi vita nafnið á og hvernig hann átti að fara að þvi að hætta að kinka kolli. Við stóðum eins og þrir stjörnu- glópar með glös i höndum. Stock- er upphóf á ný hvislandi röddu greinargerðina fyrir árásar- áætlunum sinum og Randall stóð og kinkaði kolli eins og gamall púlsjálkur á beit. Ég fór að svitna af taugaóstyrk. Þá heyrði ég rödd Myru við vinstra eyra mér. Hún 'ftafði nálgast okkur aftan frá. — Jói, sagði hún alvarlega og brá ekki fyrir sig samkvæmis- röddinni. — Hefurðu frétt nokkuð frá Róbert nýlega? —Hverjum, Róbert? Nei, ekki honum, svaraði ég rétt eins og ég gæti boðið upp á mikið úrval af fólki sem ég hafði frétt frá og það væri synd og skömm að hún skyldi spyrja um einhvern sem ég kunni ekki skil á i svipinn. — Nei, einmitt ekki frá Róbert.Ég vissi ekki af hverju i ósköpunum ég svaraði eins og ég væri ekki með réttu ráði. Jú, auðvitað vissi ég það. Þaðvar af einskærri ringlun. Ég leit á hana. Hún hlýtur að hafa haldið að ég væri orðinn kóf- drukkinn nú þegar. Ég var ennþá með suðu fyrir eyrunum eftir ástartæknifyrirlestur Stockers, ósjálfrátt leit ég girndaraugum á Myru. — Nei, guð minn góður, nei, Brúðkaup Þann 31. desember sl. voru gef- in saman f hjónaband af sfra Hauki Agústssyni i Vopnafjarðar- kirkju Jóhanna ólafsdóttir og Einar Már Sigurðsson. Heimili þeirra er að Háagerði 22. (Nýja myndastofan Skólavörðu- stig 12) stundi ég og strauk mér um ennið. — Jói, vertu nú alvarlegur, sagði Myra festulega. Hún gat ekki vitað að ég hafði aldre á æv- inni verið jafnalvarlegur. — Ég verð að flýta mér, þvi að Ned vill ekki að ég segi frá þvi, en mig langar til að vita hvað þér finnst um það. — Finnst um hvað? spurði ég hálflaumósa og reyndi að taka á mig rögg. Útundan mér sá ég hvar Stocker stefndi hraðbyri að bráð sinni sem var komin inn i salinn aftur. Og ég hafði stein- dleymt að spyrja upp i hvaða tölu hann var kominn! — Hver heldurðu að hafi teiknað þetta? spurði Myra allt i einu, dró kort uppúr tösku sinni og bar það upp af nefinu á mér. Ég leit á það. Það var venjulegt hvitt kort, eins og maður notar til að þakka fyrir gott boð i fermingarveislu eða silfurbrúð- kaup. Á þetta kort var þó ekkert skrifað. Þar var aðeins mjög svo lifleg blýantsteikning af manni sem er að veiða af brú. Hann hafði fengið geysilegan fisk á önglulinn, helmingi stærri en hann var sjálfur, og hann kemur þjótandi uppúr vatninu og glefsar I átt til hans, meðan maðurinn hörfar i skelfingu. Teikningin var gerð með fáum, einföldum drátt- um, en ævintýralega nákvæm og áhrifamikil. — Það hefur Róbert gert, sagði ég. Hún kinkaði kolli og stakk kort- inu aftur i töskuna. Augun i henni voru fjarska kringlótt. — Já, er það ekki einmitt hann sem hefur teiknað það? sagði hún. — Umslagið var póst- stimplað i London. Jói — heldurðu að þetta hafi einhverja þýðingu? Er hann að segja eitthvað sér- stakt með þessari teikningu? Hvern fjandann átti ég að segja? Auðvitað ætlaði hann að segja eitthvað. En hvernig átti ég að túlka það? — Tja, ef þú skilur ekki hvað hann er að fara, hvernig ætti ég þá að gera það? spurði ég. — Veistu nú hvað, Jói, sagði hún ismeygilega. Það var i fyrsta skipti sem mér fannst sem eitt- hvað gerist fyrir innan fallegt ytra borðið. — Stundum hefur mér dottið i hug, að þú sért sá maður sem skilur best mennina mina tvo. Enginn annar þekkir þá eins vel. — O, ég þekki þá ekki eins vel og þú, sagði ég hikandi, en auðvit- að hafði hún á réttu að standa. Hún stóð þarna og virtist svo ósköp hjálparþurfi, stóð og starði á mig og seið eftir þvi að ég segði eitthvað. Auðvitað kom enginn og truflaði okkur — einmitt nú þegar ég hefði fagnað þvi. Við stóðum Þann 25. janúar voru gefin saman i hjóanband af sira Þor- steini Stephensen I Dómkirkjunni Gerður Hjaltadóttir og Vilberg Sigtryggsson. Heimili þeirra er að Torfufelli 27 Rvik. (Nýja myndastofan Skólavörðu- stig 12) hvort andspænis öðru eins og einu lifverurnar á eyðieyju. Nú er allt i voða rétt einu sinni, hugsaði ég. Herrar minir og frúr, Jói sauður ætlar nú að framkvæma hina vin- sælu litillækkun á sjálfum sér. — Ef þú vilt heyra mitt álit, Myra, byrjaði ég þreytulega. — Þá er aðeins eitt sem þú getur gert. Það er að vera óvirk og láta Ned og Róbert um að greiða úr sinum eigin flækjum. Mér fannst ég allt i einu hafa sagt eitthvað skynsamlegt og hélt áfram i ákafa: — Þannig var þetta með þá löngu áður en þú komst til sög- unnar. Þú hefur dregist inn i bar- áttu milli þeirra, en þú ert ekki orsökin. Þú skalt engar áhyggjur hafa. Allir sem koma i nánd við Ned eða Róbert dragast inn i hið flókna samband milli þeirra — maður kemst ekki upp með moð- reyk. Og þessi teikning hans Ró- berts — hún er dálitið spark i sköflunginn á Ned. Ég get ekki al- mennilega sagt hvað hún táknar. Hvað táknar svo sem spark? Og ég veit ekki heldur i hvernig skapi Róbert hefur verið. Á vissan hátt hefur hann viljað særa Ned — hann er a.ð reyna að segja: Jæja þá, þú ert búinn að fá fisk á krók- inn, en nú sprilarðu sjálfur i net- inu. En hann hefur lika verið að reyna að gera gaman úr þvi, svo að þeir hefðu báðir eitthvað að hlæja að sameiginlega. Hann hef- ur ekki getað komið orðum að þessu og þess vegna teiknaði hann myndina. En hvorki þú né ég né nokkur annar þarf a$ hafa áhyggjur af þvi. — Hver er að tala um áhyggj- ur? spurði Ned. Hann hafði verið að svipast eftir Myru og heyrði siðustu orðin. — Já, þetta er Jóa likt. Hann ber alltaf áhyggjurnar með sér, blessaður aulinn. Hann hefur aldrei getað lært listina að slaka á. Hann tók um höndina á Myru og brosti vingjarnlega til min. — Vertu feginn, sagði ég og tók upp hlutverkið sem afbrýðisami keppinauturinn. — Ef ég væri ekki svona skikkanlegur, ættirðu á hættu að ég gerði kröfu til droit de seigneurie. Ég hélt hann myndi ekki skilja hvað ég átti við en það gerði hann bersýnilega, því að hann horfði spaklega á mig áður en hann sagði: — Komið þið nú að minnsta kosti inn að borða, og leiddi siðan Myru burt. Ég fékk sem sé ekki að vita, hvernig hún tók ráð- leggingu minni. Þegar við komum að borðinu, uppgötvaði ég, að ég hafði verið settur hættulega nærri Justin Cartridge. Til allrar hamingju sat ég ekki alveg upp við hann, þvi að ég hafði kvenmann sitt til hvorrar handar. önnur reyndist vera sú útvalda hans Stockers og meðan við vorum að setjast kom ég auga á hann neðar við borðið. Hann baðaði út öllum öngum til að fá mig til að hafa sætaskipti við sig og ég gaf merki um, að það hefði verið i lagi ef við hefðum haft betri tima, en nú væru allir komnir i sæti sin og það væri um seinan. Auðvitað er ekki hægt að flytja svo flókin boð með handa- hreyfingum einum saman, en hann skildi þó að ég vildi ekki skipta og settist með fýlusvip. Þegar ég hafði lokið þessum þráð lausu skoðanaskipti, tók ég eftir þvi að Cartridge góndi ákaflega á mig, hann hallaði sér meira að segja áfrram, svo að eiginkona fóðurvörusalan skyggði ekki á hann. Ég sendi honum sjúklegt bros, sem hann endurgalt ekki, en hann leit ekki undan heldur. Ég hélt hann hefði þekkt. mig sem manninn sem hafði verið i fang- elsi, en svo virtist ekki vera. Allt i einu datt mér i hug, að þetta væri i fyrsta skipti sem hann hefði komið i Bæinn-sem-ekki-má- nefna og hann væri einfaldlega að grandskoða hina innfæddu. Hann ætlaði auðsæilega að njóta sin i veislunum i London með frá- sögnum af leiðangri sinum inn i iðnaðarbæina i Mið-Englandi og Sunnudagur 24. marz 1974.ÞJÓÐVILJINN — StÐA 9 Suður Norður Vestur Austur 2 L. 2 H. 2 T. pass 2 S. pass 4 T. pass 4 H. pass 5 L. pass 6 L. pass pass pass Þetta spil var spilað milli BRIDGE lJtspilið rœður úrslitum Reynsla er fengin fyrir þvi, að úrslitin i þriðju hverri slemmu- sögn a.m.k. ráðist af þvi hvert út- spilið er. S. 2 H.K G 9 8 6 T. A 10 9 6 L.K 10 6 S. A7 5 S.10 9 6 3 I1.AD2 H. 10 7 5 4 3 T. KG 7 4 3 2 T.8 L. 7 L. 8 5 3 S. K D G 8 4 H.— T. D 5 L. A D G 9 4 2 Sagnir: Suður gefur. Hvorugir á hættunni. franskra meistara og ,,Blue Team”- sveitarinnar itölsku, og það var Garozzo sem sagði hálf- slemmuna i laufi. Það mun koma á daginn hvernig honum tókst að vinna þá sögn, enda þótt hann hafi e.t.v. verið heldur fifldjarfur. Vestur lét út hjartaásinn, og hvernig hélt nú meistarinn Garozzo á spilunum til þess að vinna hálfslemmu sina i laufi, hvernig sem andstæðingarnir reyna að verjast úr þessu? En þetta spil sannar áðurnefnda reglu,og hvaða útspil hefði orðið til þess að fella slemmusögnina? Svar: Garozzo trompaði hjartaásinn og lét strax út spaða- gosann, sem Vestur tók á ásinn og kom siðan út i tigli. Garozzo hætti ekki á að svina, heldur tók á ás blinds, lét næst út laufasexuna sem hann tók á niuna heima, trompaði lágspaða, tók á hjarta- kónginn til að losa sig við tigul- drottninguna, trompaði tigul, siðan enn einn spaða (til varnar þeirri hættu að spaðatian væri fimmta). Hann komst sjálfur inn með þvi að trompa aftur tigul, tók á trompin sem hann átti eftir og hirti alla slagina sem eftir voru. Við hitt borðið þar sem aðeins höfðu verið sögð fimm lauf, var útspilið tigull og sagnhafinn Tintner gat ekki fengið nema ellefu slagi — og reyndar nægði það honum til að vinna spilið. En tigulútspil var eina leiðin til að fella hálfslemmu i laufi. Útspil i spaða eða laufi leiðir hvort tveggja til þess að Suður getur komið Vestri i kastþröng milli hjarta og tiguls i lok spifsins: H.K T.Á 10 H.A T.K G--------------- T.D 5 L.D Þegar Suður lætur út laufa- drottningu sina, neyðist Vestur til þess að gefa Suðri siðasta slaginn á annaðhvort hjartakónginn eða tigultiuna. Varúðarreglur Webers Hver sá sem ekki'fer eftir þeim varúðarreglum i spilamennsku sem kenndar eru við höfund þeirra, doktor Weber, myndi fara flatt i þessari tilbúnu gjöf. S. A 9 8 3 2 H. A K G T. 4 3 2 L.A D S. G 10 7 6 5 H. D 7 6 T. 7 6 5 L.10 6 'S.KD H. 10 9 T. A K D G 10 9 L.K. 8 7 S. 4 H.8 5 4 3 2 T. 8 L.G 9 5 4 3 2 Vestur lætur út tigul og Austur spilar enn tigli i öðrum slag. Hvernig getur Suður farið að þvi að vinna fjögur hjörtu, hvernig svo sem vörninni er háttað? Athugasemd um sagnir: Ef Vestur gefur, hefðu sagnir til að ná lokasögninni fjögur hjörtu getað verið þessar: Vestur pass pass pass pass Norður 1 S. pass dobl 3 H. Austur dobl 2 T. pass pass Suður 2 L. pass 2 Ii. 4 H.... Doblun Norðurs i þriðju umferð hefði þann tilgang að sýna að hann hefði opnað á sterk spil og sagnirnar þrjú hjörtu og fjögur hjörtu verða að teljast rökréttar. SÓLÓ- eldavélar Framleiði SÓLÓ-eldavélar af mörgum stærðum og gerð-. um, — einkum hagkvæmar fyrir sveitabæi, sumarbústaðií og báta. — Varafilutaþjónusta — Viljum sérstaklega benda á nýja gerð einhólfa eidavéla fyrir smærri báta og litla sumarbústaði. ELDAVÉLAVERKSTÆÐI JÓHANNS FR. KRISTJÁNSSONAR H.F. KLEPPSVEGI 62. — SIMI 33069. AUGLÝSINGA SÍMINN ER 17500 Tl lODVIUINN

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.