Þjóðviljinn - 18.05.1974, Page 17

Þjóðviljinn - 18.05.1974, Page 17
Laugardagur 18. mai 1974. ÞJQÐVILJINN--StÐA 17 Lýðræði Framhald af bls. 20. nokkru sambamli viö flokksstofn- endur syðra og segjast þegar liafa hclgað sér nafnið. Að þvi er einn stofnenda nyrðra, Tryggvi Helgason flug- maður, sagði Þjóðviljanum i gær, stefnir Lýðræðisflokkurinn i Norðurlandskjördæmi eystra að framboði þar i komandi þing- kosningum. Tiu manna hópur stóð að stofnuninni, en aðrir geta orðið stofnfélagar til 17. júni, er haldinn verður framhaldsaðal- fundur. Hafa timenningarnir kos- ið 3ja manna bráðabirgðastjórn, sem i eru auk Tryggva, þeir Har- aldur Ásgeirsson prentari og Matthias Gestsson myndatöku- maður. Tryggvi Helgason sagði flokk- inn ætla að beita sér fyrir „alhliða framförum og uppbyggingu i landinu”, en fyrst og fremst kosta kapps um að „vernda fullveldi og sjálfstæði þjóðarinnar, ekki hvað sist efnahagslega”. Það ætla þeir greinilega að gera i sama skiln- ingi á orðinu lýðræði og sjálfstæði og Mogginn þ.e. m.a. með þvi að beita sér fyrir að „Island verði á- fram i varnarsamtökum vest- rænna þjóða” og allteins að her- inn verði hér áfram, sagði Tryggvi, en vildi þó ekki kveða á- kveðnar á um það. Önnur stefnumál verða skatta- mál, atvinnumál og stóraukin nýting innlendra orkugjafa auk breytingar á stjórnarskránni þannig, að forseti verði þjóðkjör- inn og hafi framkvæmdavald. Hann skipi siðan ráðherra, sem verði ábyrgir gagnvart forseta, en forseti ábyrgur gagnvart al- þingi og hæstarétti. Þingmenn vill Lýðræðisflokkurinn að verði kosnir i einmenningskjördæmum eða persónubundnum kosningum ogsvovillhann setja lög um þjóð- aratkvæðagreiðslur. Tryggvi kvaðst vita, að ein- hverjar álika hreyfingar væru i bigerð sunnanlands, en engar samræmdar aðgerðir hefðu verið ræddar. Og hann afneitaði alveg þeim mönnum, sem Þjóðviljinn hafði heyrt bendlaða við stofnun „Lýðræðisflokks” hér syðra, þeir ættu ekkert sameiginlegt með sér og sinum. — Við höfum þegar helgað okkur nafnið, sagði hann, og teljum okkur þarmeð eiga það. Um flokkinn sunnanlands hefur Þjóðviljinn fregnað, að hann ætli að bjóða fram a.m.k. i Reykjavik og á Reykjanesi. Hefur heyrst, að efsti maður á lista þessa nýja flokks i Reykjavik verði Jör- mundur Ingi, kaupmaður, en i Reykjaneskjördæmi Björn Baldursson fyrrv. fram- kvæmdastj. Neytendasamtak- anna. Forustumenn þessa verðandi flokks leggja áherslu á að þeir hafni algerlega hinni pólitisku skiptingu i hægri og vinstri, sem þeir telja tilbúning gömlu flokk- anna. Segjast þeir vilja móta alis- lenska stjórnmálastefnu, sem byggist á þvi að vald og ábyrgð verði i auknum mæli flutt til hins almenna borgara. Flokkurinn hyggst stuðla að einföldun alls rikisbáknsins og leggja niður allskonar embætti, nefndir og stofnanir á vegum rikisins, sem flokkurinn telur ónauðsynlegar. Varðandi menntamál hyggst flokkurinn stefna að þvi að allir fái að þreyta inntökupróf i hvaða skóla sem er, án tillits til fyrri menntunar. Verklegt og bóklegt nám verði metið að jöfnu, en dregið verði úr námslánum og námsmenn borgi af lánum sinum eins og annað fólk. Söluskattur af matvöru verði felldur niður. Atvinnurekstur telur flokkurinn að eigi að vera jöfnum höndum með samvinnusniði og i höndum einkaaðila, en komið verði i veg fyrir að einstaklingar geti rekið fyrirtæki án eigin fjármagns. —vh og dþ. Sumaráœtlun FI: Flogið milli Akur■ eyrar og ísafjarð• ar tvisvar í viku 33 ferðir á viku milli Reykjavíkur og Akureyrar og 24 ferðir á viku milli Vestmannaeyja og Reykjavíkur Helstu nýmæli sumaráætlunar Fl, sem gekk i gildi 1. mai sl„ eru þau, að teknar vcrða upp áætlun- arferðir milli Akureyrar og ísa- fjarðar tvisvar i viku. F'rá Reykjavik til Akureyrar verða 33 ferðir i viku. Þar af fimm ferðir mánudaga, miðviku- daga, föstudaga, laugardaga og sunnudaga, en fjórar ferðir þriðjudaga og fimmtudaga. Til Vestmannaeyja eru áætlaðar 24 ferðir i viku, þar af fjórar ferðir föstudaga, laugardaga og sunnu- daga og þrjár ferðir aðra daga. Til Egilsstaða verða 15 ferðir i viku, þrjár á föstudögum og tvær aðra daga. Til Isafjarðar eru áætlaðar 12 ferðir i viku. Þar af þrjár á föstudögum, tvær ferðir mánudaga, fimmtudaga og sunnudaga og ein ferð aðra daga. Til Hornafjarðar verða niu ferðir i viku, tvær á þriðjudögum og sunnudögum, en ein ferð aðra daga. Til Húsavikur verða ferðir mánudaga, miðvikudaga, föstu- daga og laugardaga. Til Raufar- hafnar og Þórshafnar verður flogið á þriðjudögum, fimmtu- dögum og laugardögum. Til Patreksfjarðar á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum. Til Norðfjarðar á mánudögum og föstudögum. Til Sauðárkróks á mánudögum, miðvikudögum, föstudögum og laugardögum. Til Þingeyrar á þriðjudögum, fimmtudögum og laugardögum. Til Fagurhólsmýrar á þriðjudög- um og laugardögum. I öllum flug- ferðum til Raufarhafnar og Þórs- hafnar verður komið við á Akur- eyri i báðum leiðum. Milli Akur- eyrar og Egilsstaða verður flogið á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum, fram og aftur. Flugleiðin Akureyri-tsafjörður- Akureyri verður farin á mánu- dögum og föstudögum. 600 þús. kr. úr líknar- sjóði Bárðar og eiginkonu að veita lán til liknarstarfsemi, eftir þvi sem fjárhagsleg geta sjóðsins leyfir. Sala á minnispeningunum hef- ur gengið vel til þessa, nú þegar eru allir gullpeningarnir upp- seldir og silfurpeningarnir eru senn á þrotum. Hins vegar er enn talsvert magn óselt af eirpening- um. Minnispeningar Bárðar Jó- hannessonar eru seldir i skart- gripaversluninni Email i Hafnar- stræti 7 og eins og áður segir, rennur allur ágóði i liknarsjóð- inn. Eins og áður hefur verið skýrt frá, eru fyrstu minnispeningarn- ir, sem gefnir hafa verið út i til- efniaf þjóðhátið 1974, að öllu leyti unnir hér á landi. Hönnuður, stál- grafari og útgefandi er Bárður Jóhannesson, en pressun pening- anna fór fram i gull- og silfur- smiðjunni Ernu h/f. Upplag minnispeninganna, sem allir eru númeraðir, er 100 gull- peningar, 400 silfurpeningar og 1000 eirpeningar. Þann 28. febr. s.l. var sláttur peninganna lokið og sama dag voru mót þeirra eyðilögð i viðurvist Notarius Puclicus. Þegar i upphafi var ákveðið, að allur ágóði af sölu þessara minn- ispeninga yrði lagður i sjóð, sem varið yrði til liknarmála. Skipulagsskrá fyrir liknarsjóð Bárðar Jóhannessonar og konu hans 1974 hefur verið samþykkt og er markmið sjóðsins að styðja liknarstarfsemi með styrkjum og lánum vegna tækjakaupa sér- náms eða á annan hátt til einstak- linga, félagssamtaka svo og sjúkra- og lfknarstofnana. Þann 7. mai s.l. fór fyrsta út- hlutun úr sjóðnum fram. Voru þá veittar samtals 600 þúsund krón- ur til eftirtaldra aðila, allt styrk- ir: Krabbameinsfélag Islands krónur 100 þúsund til tækjakaupa eða á annan hátt til eflingar leit- arstöðva út um land. Minningarsjóður Hauks Hauks- sonar blaðamanns krónur 100 þúsund i sjóð til að kaupa hjarta- bíl. Félag heila- og mænusiggs- sjúklinga krónur 100 þúsund til endurhæfingar sjúklinga með heila- og mænusigg. Félagið Heyrnarhjálp samtals ■krónur 200 þúsund til tækjakaupa og tii að styrkja ungan kennara til sérnáms i heyrnar- og talmeina- fræði i Danmörku næsta haust. Félag islenskra sjúkraþjálfara krónur 100 þúsund til ráðstöfunar i námsstyrki, tækjakaup eða á annan hátt til eflinga sjúkraþjálf- unar hér á landi. Samkvæmt skipulagsskrá likn- arsjóðsins er auk styrkja, heimilt Öllum sem sýndu okkur vinarhug við andlát JÓNU BENÓNÍSDÓTTUR sendum við kveðju okkar og þakklæti. Guðrún Benónisdóttir, Anna Benónisdóttir, Guðmundur Bcnónisson, Anna Friöbjarnardóttir og aðstandendur. FELAGSLIF Aöalfundur félagasamtakanna Verndar verður haldinn að Hallveigar- stöðum mánudaginn 20. mai kl. 20.30. Venjuleg aðalfundar- störf. Stjórnin. Félagsstarf eldri borgara Mánudaginn 20. mai hefst leð- urmunagerð að Norðurbrún 1. Leiðbeinendur Gestur Þor- grimsson og Ragnheiður Gestsdóttir. 2,9 milj. krónur til styrktar holdsveikum Almennri fjársöfnun til styrkt- ar holdsveikum, sem hófst i janú- ar, lauk i aprilmánuði sl. Alls söfnuðust tæplega 2,9 milj. kr. Fjárhæðin skiptist þannig, að um 2,3 miij. króna er varið til sjúkrastöðvar i mið-Afrikuland- inu Congo-Brazzaville. Verður stöðin „Camp Des Sommeilleux” endurnýjuð og lækningatæki, meðöl og fleira keypt til hennar, ásamt tveimur sjúkrabifreiðum. Stöðin er rikiseign en endurnýj- unin verður undir stjórn franskr- ar hjálparstofnunar Raoul Follereau. Stöðin tekur á móti sjúklingum, sem eru illa farnir af veikinni, til læknisaðgerða. Rúmlega 600.000 krónum er varið á vegum International Lep- rosy Mission til nýrrar lækna- og hjúkrunarstöðvar i mið-Afriku- landinu Zaire (áður Belgisku 1 dag kl. 2.00 fer fram hin ár- lega firmakeppni FAKS að Víði- völlum. Firmakeppnin i ár verður með nokkuð nýstárlegum hætti, t.d. keppa unglingar 15 ára og yngri, sérstaklega til verðlauna. Er ekki að efa að sú tilhögun verði mjög til þess fallin að auka áhuga ungs fólks til að sýna hesta sina. Eldri og yngri Fáksfélögum skal bent á að enn er tækifæri til að láta skrá sig til þátttöku i keppninni og skulu keppendur mæta kl. 2—2.30 við vallarhlið. Kongó), en stofnunin hefur starf- að i yfir 100 ár og standa að henni flest kirkjufélög heimsins. Kostnaður við söfnunina nam tæplega 65.000 krónum. Skiptist hann þapnig, að auglýsingar i út- varpi og sjónvarpi kostuðu um 48.000 krónur og bankakostnaður nam 17.000 krónum vegna yfir- færslna. Franska sendiráðið i Reykjavik var aðili að söfnuninni og hefur milligöngu við Raoul Follereau- stofnunina. Eru færðar hugheilar þakkir til gefenda og annarra, er stuðluðu að góðum árangri. (Frá Rauða krossinum) Athugasemd um DAS- grein Vegna greinar i Þjdðviljanum 16/5, sem undirrituð er af stjórn Sjómannadagsráðs og DAS, boða ég svargrein innan tiðar og lofa þvi, að málefni skuli þar ekki drukkna i ruglingslegu málæðis- flóði, sem þvi er stjórnendur DAS hafa nú lagt á lesendur Þjóðvilj- ans. Reykjavik 16. mai. Gunnar Finnbogason Mælingamaður HAFNAMÁLASTOFNUN RÍKISINS óskar eftir að ráða vanan mann til hafna- mælinga. Upplýsingar i sima 27733. Frá Gagnfræðaskólum Reykjavikur Dagana 4. og 5. júni nk„ kl. 14—18, verður tekið á móti um- sóknum um 3. og 4. bekk gagnfræðaskólanna i Reykjavik fyrir næsta skólaár. Um bóknámsdeildir 3. bekkjarskulu nemendur sækja sem hér segir: Þeir, sem ijúka unglingaprófi frá Austurbæjarskóla og Hliðaskóla, sæki um i Gagnfræðaskóla Austurbæjar. Þeir, sem ljúka unglingaprófi frá Hagaskóla, Réttarholts- skóla, Vogaskóla og Laugalækjarskóla, sæki um, hver i sinum skóla. Þeir, sem ljúka unglingaprófi frá Alftamýrarskóla, Arbæjarskóla og Hvassaleitisskóla, sæki um i Ármúla- skóla. Þeir, sem ljúka unglingaprófi frá Breiðholtsskóla, Fella- skóla og Langholtsskóla, komi hver i sinn skóla til þess að ganga frá umsóknum. Um verknámsdeildir 3. bekkjarskal sækja i Ármúlaskóla, nema sjóvinnudeild i Gagnfræðaskóla Austurbæjar. Um 4. bekk sæki nemendur, hver i sinum skóla. Umsækjendur hafi með sér prófskirteini. Kennsla hefst i gagnfræðaskólum Reykjavikur 10. sept- ember. Fræðslustjórinn i Reykjavik Verslum með: Matvörur, nýlenduvörur ‘ dömu- og herrafatnað, skófatnað, búsáhöld og fl. Rekum: Slóturhús og einnig hina vinsælu veitingastofu „Tehúsið” Yerslun Sigurðar Ágústssonar h.f. Aðalgötu 1 Stykkishólini

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.