Þjóðviljinn - 16.06.1974, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 16.06.1974, Blaðsíða 7
Sunnudagur 16. júnl 1974 ÞJÓÐVILJINN — SIDA 7 Jón Þorsteinn Gunnarsson Kór Menntaskólans viö Tjörnina: Þór Vigfússon fararstjóri lengst til hægri og kórstjórinn Snorri Sigfús viö hlið hans. Ættum að efla til muna samskipti við Fœreyjar Hér fer á eftir viðtal við tvo nýstúdenta úr Mennta- skólanum við Tjörnina, sem eru nýkomnir úr tón- leikaferð um Færeyjar með skólakórnum. Farar- stjóri í ferðinni var Þór Vigfússon, menntaskóla- kennari, en piltarnir tveir eru Snorri Sigfús Birgis- son, stjórnandi kórsins, og Jón Þorsteinn Gunnarsson, sem er gjaldkeri hans. Kór Menntaskólans við Tjörnina brá sér i tónleikaferö til Færeyja aö loknum prófum i vor. Kórinn var stofnaöur fyrir tveimur árum. I kórnum eru fjörutiu manns úr öllum bekkjum skólans, en af þeim luku tiu stúdentsprófi i vor. Kórstjóri er Snorri Sigfús Birgisson, en hann og gjaldkeri kórsins, Jón Þorsteinn Gunnarsson, komu viö á ritstjórnarskrifstofu Þjóövilj- ans, til aö segja okkur frá ferö- inni. Viö byrjuöum á þvi aö spyrja Jón hvernig kórinn heföi fjármagnaö feröina: Jón: -Við seldum jólakort i vetur til styrktar kórnum og héldum lika hlutaveltu i sama skyni, niðri i skóla. Nú, svo fengum við lika styrk til ferðar- innar frá riki og bæ. Við ætluðum að syngja ókeypis fyrir Færeyinga, en það var ekki við það komandi, að við fengjum það. Snorri: — 1 Sandavogi, fyrsta staðnum sem við komum fram, sagði Sigurður Pétursson skólastjóri á staðnum okkur, að við skyldum selja inn á 10 krónur (færeyskar) fyrir fullorðna, en fimm krónur fyrir börn. Okkur fannst þetta vera allt of dýrt og skutum á fund til að ræða þessi mál. Við ákváðum siðan að selja inn á sex krónur fyrir fullorðna, en þrjár krónur fyrir börn. Jón: Sigurður Pétursson kom siðan til min eftir sönginn og sagði að þetta væru allt of litlir peningar fyrir svona góðan söng. Færeyingar eru svona gerðir, þeir vilja fá að borga vel fyrir það sem þeim finnst vel gert. Eftir það tókum við tiu krónur fyrir fullorðna og fimm fyrir börn, til að móðga ekki Færeyinga með of lágum aðgangseyri. — Hvar komuö þiö fram i Færeyjum? — Við komum fram á fimm stöðum i allt. I Sandavogi (sögu- staður Barböru eftir Jacobsen), Þórshöfn, Fuglafirði, öyrabakka á Straumey og i Klakksvik. Snorri: -Við fengum mjög góðar viðtökur á öllum þessum stöðum. 1 Þórshöfn tók á móti okkur Eyðun Sörensen, tónlistar- kennari við menntaskólann i Þórshöfn, og allt skipulag á ferðinni var mjög til fyrir- myndar. Ekkert klikkaði. Ég tók sérstaklega til þess, hvað það er mikill áhugi á íslandi i Fær- éyjum. Þarna er mikið skrifað um islensk málefni i blöðunum, og kosningarnar hér um daginn voru á forsiðum blaðanna þar. Þetta er afbragðsgott fólk, Fær- eyingar, og mér finnst að við ís- lendingar, mættum efla sam- .skiptin við þá að stórum mun. Jón: -Færeyingar viröast alveg vera lausir við þessa pjátur- mennsku, sem viö þekkjum allt of vel hér heima. Þeir byggja t.d. hús sin með allt öðrum hætti en Islendingar. Þau eru byggð úr timbri i gömlum stil, en ekki klædd með bárujarni. Geysifalleg hús það. t Sandavogi er til dæmis mjög elskulegt sveitaþorp með svona fallegum húsum af gamla laginu. Snorri: Það var stór kostur fyrir okkur, að við gátum alls staðar gert okkur skiljanleg á islensku, ef við töluðum hana nógu hægt. — Hvaö sunguö þiö i feröinni? Snorri: Við sungum þetta svo- kallaða menntaskólaprógram, hálfsannars tima prógram með blönduðum lögum, bæði islenskum og erlendum stuttum lögum. Auk kórsins kom fram Kvæðamannafélag Menntaskól- ans við Tjörnina og flutti islenskan tvisöng, eingöngu upp úr bók séra Bjarna, Islenskur tvi- sögnur. Meðlimir kvæðamanna- félgasins eru tveir. Auk min er Ólafur Bjarni Guðmundsson i þvi. Þegar fararstjórinn kynnti okkur á færeysku sagði hann: -í teirri organisasjón eru tvær lumur. — Hver var fararstjóri? Snorri: —Þýskukennari okkar, Þór Vigfússon. Það var okkur ómetanlegur styrkur að hhafa hann með i ferðinni. Hann er afar traustur maður, þrællógiskur og alveg bráðskemmtilegur. Hann brá aldrei sinu stóiska jafnaðar- geöi. Eitt sinn þegar við vorum nærri búin aö missa af ferju, sagði hann einfaldlega: — Nú, við höfum góðan tima fyrir næstu ferju...., en það var von á henni eftir fjóra tima. — Þú talaöir um aö Þór heföi kynnt sönginn. Kynnti hann á Færeysku? Snorri: -A fyrstu tveimur stöð- unum kynnti hann á dönsku, en það mæltist heldur illa fyrir, urðum við varir við, meðal sumra Færeyinga. A þriðja staðnum kynnti hann á islensku, en þegar menn voru spurðir að þvi hvort þeir skyldu, var bent á einstaka menn i salnum og sagt: Hann skilur. A tveimur siðustu stöð- unum kynnti Þór þvi á færeysku og fékk menn sér til aðstoðar við að semja kynninguna, en hann gerði það með þeim ágætum,að hann talaði alveg eins og inn- fæddur. 1 Fuglafirði talaði hann meira að segja staðarmállýsku. — Þið hafiö væntanlega skoöaö ykkur talsvert um I feröinni? Jón: -Við fórum i gönguferðir Framhald á 21. siðu. Cr fjallgöngu. Fararstjórinn Þór Vigfússon og þrjár kórstúlkur. Snorri Sigfús Birgisson, stjórnandi skólakórs Menntaskólans

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.