Þjóðviljinn - 25.06.1974, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 25.06.1974, Blaðsíða 3
Þriöjudagur 25. júni 1974. ÞJóÐVILJINN -r StÐA 3 Tveir menn drukknuðu er bát þeirra hvolfdi á Hítarvatni Það hörmulega slys varð vestur á Hítarvatni um Norðurlands- kjördœmi eystra Góð fundar- sókn hjá G-listanum Á laugardaginn hélt Alþýðu- bandalagið fund i Alþýöu- húsinu á Akureyri og komu um 90 manns á fundinn. Þykir þaö góö fundarsókn miöað viö veður, sem var mjög gott. Þetta var lika góð fundar- sókn miðað við fundarsókn h já Alþýðuflokknum og F- listanum, sem voru búnir að halda fundi fyrr i vikunni A fund kratanna komu i kringum 25 og á fund F-listans milli 50 og 60 manns. Auk efstu manna G-listans töluðu á fundinum Magnús Kjart- ansson og HelgiGuðmundsson. útifundur í góða veðrinu Á sunnudaginn var fundur i Hrisey, en vegna þess hve veðrið var afburða gott var hætt við að halda fund innivið og i þess stað haldinn úti- fundur, þar sem um 50 manns hlýddu á mál efstu manna G- listans. I gærkvöld var haldinn fundur á Dalvik, og i kvöld verður haldinn fundur á Ólafs- firði. sj síðustu helgi, aðtveir ungir menn drukknuðu er bát þeirra hvolfdi. Er þetta í þriðja sinn á tiltöíulega stuttum tíma, að menn drukkna eftir að bát hvolfir á vatni. Það var snemma á laugardags- morguninn að SVFt var tilkynnt um að fundist hefði bátur rekinn að landi við Hitarvatn og var hann á hvolfi i fjöruborðinu. bað var talstöðvarbifreið sem var með ferðahóp á vegum Guð- mundar Jónassonar sem tilkynnti þetta. SFVl brá þegar við og sendi TF- Gná uppeftir, og eins var björg- unarsveitin Brák i Borgarnesi kölluð upp að vatninu. Ljóst var að þarna hafði orðið slys, en ekki vitað hve margir menn höfðu verið á bátnum. Það kom svo fljótlega i ljós, að þarna höfðu tveir menn drukknað. Var þegar hafist handa um að slæða vatnið, og eins voru frosk- menn sendir uppeftir, ásamt fleiri slysavarnarsveitum. Leitað var allan laugardaginn og siðari hluta dagsins fannst annað likið og var það þegar flutt til Reykja- vikur. Um kvöldmatarleytið var skipt um froskmenn og um mið- nættið fannst svo lik hins manns- ins. Mennirnir sem þarna drukknuðu hétu Erling Alfreðs- son, til heimilis að Unnarsbraut á Seltjarnarnesi, og Björn Jónsson til heimilis að Flúðum i Arnes- sýslu. beir voru svilar og láta eftir sig 3 börn, Erling tvö og Björn eitt. beir voru 34 og 35 ára gamlir. Þeir Erling og Björn voru þarna á eigin báti, 14 feta plast- báti með utanborðsmótor. S.dór Móðurmorð geðbilaðs manns Dæmdur ósakhæfur Hinn 20. þ.m. var kveðinn upp I sakadómi Reykjavikur dómur i máli, sem höfðað var af ákæru- valdsins hálfu gegn Guðmundi Arnari Sigurjónssyni, Rauðarár- stig 40 hér I borg. Mál þetta var höfðaö með ákæruskjali saksókn- ara ríkisins, dagsettu 7. f.m. gegn ákærða fyrir að hafa oröið móður sinni Ólafiu Jónsdóttur að bana með hnif á heimili þeirra hinn 26. desember si. Akærði hafði verið sjúklingur á Bretar sprengdu LONDON 24/6 Wilson forsætis- ráðherra Bretlands hefur staðfest þá frétt Lundúnablaösins Daily Express að Bretar hefðu fengið að sprengja kjarnorkusprengju neðanjarðar I Nevada-eyðimörk- inni i Bandarikjunum. Wilson sagði, að ihaldsstjórn Heaths hefði lagt drög að þessari tilraun, en sin stjórn muni ekki efna til fleiri slikra. Frétt þessi mun að likindum skerpa andstæður innan Verka- mannaflokksins, en vinstri armur hans er mjög andvigur þeirri stefnu að byggja iandvarnir á kjarnavopnum. Kleppsspitalanum annab veifið um langt árabil, og var leitað á- lits spitalans um geðheilbrigði hans og sakhæfi. Samkvæmt vott- orði spitalans er ákærði geðveik- ur og ósakhæfur. Málið var lagt fyrir læknaráð Islands og stað- festi það niðurstöðu þessa. Ákærði hefur alla tið neitað að skýra frá málsatvikum, en hann var talinn sannur að sök um að hafa svipt móður sina lifi. Það var álit dómsins, að ákærði væri ósakhæfur og var honum þvi ekki gerð refsing i málinu, en dæmdur til að sæta öryggisgæslu ótima- bundið. Af hálfu ákæruvaldsins var þess krafist, að ákærði verði sviptur erfðarétti eftir móður sina. Dómurinn hafnaði þessari kröfu á þeirri forsendu, að ákærði hefði verið ófær um að stjórna gerðum sinum, er hann vann framangreindan verknað. Dóm þennan kváðu upp saka- dómararnir Gunnlaugur Briem sem dómsformaður, Jón A. Ólafs- son og Haraldur Henrysson. Sækjandi málsins var Hall- varður Einvarðsson, aðalfulltrúi saksóknara, og verjandi Egill Sigurgeirsson, hrl. Verða veiðivötnin og árnar aögengileg almenningi I framtiöinni, en ekki forréttindastaðir peningamanna? (Ljósm. Sdór). Vaxandi áhugi á því að halda veiðispekúlöntum frá vötnum og ám og gefa almenningi kost á veiði endurgjaldslaust eða fyrir sanngjarna þóknun hugsuðum okkur að leyfa mönnum að veiða þar fyrir mjög vægt gjald. Þar er sil- ungurinn einnig orðinn of smár vegna of litillar veiði. Við ætlum að leigja Reykja- dalsá fyrir rúmar 2000 krónur á dag Það var byrjað að veiða þar i gær (þ.e. fimmtudag) og veiddust strax 5 eða 6 laxar. — Ætlið þið að reyna að leigja fleiri ár? — Við gerum það eflaust. Við buðum hér i aðra á, en fengum ekki. — Hvað er Botnsvatn stórt? — Ég veit bað. ekki nákvæmlega, gæti imyndað Botnsvatn viðHúsa- vík opið Islending- um endurgjaldslaust t blaðinu hefur komið fram, I grein um Raufarhöfn, aö Raufarhafnarbúar hafa hafnað forsjá veiðispek- útlanta og auglýst að veiöi- vötn i hreppnum væru opin fyrir Rufarhafnarbúa og gesti þeirra. Siðan fréttum viö að sama væri uppi á ten- ingnum hjá þeim á Húsavik og i þvi tilefni höföum viö sam- band viö Helga Bjarnason á Húsavik. — Botnvatn, sem er hér rétt hjá Húsavik, hefur verið opið i tvö ár öllum landsmönnum og verður það áfram. Jón Krist- jánsson vatnaliffræðingur, var hér hjá okkur um daginn og hann sagði, að það væri allt of mikið af silungi i vatninu og við þyrftum þvi að grisja stofninn. Hann sagði að það væri þróunin allsstaðar þar sem hætt hefur verið netaveiði að silungurinn úrkynjast. Hann sagði að þetta gilti um vötnin hér i Þingeyjarsýslu og önnur fjallavötn. 60 manna veiðifélag Við stofnuðum hér i vetur stangveiðifélag fyrir almenning, og eru i þvi um 60 manns, margir þeirra sjó- menn og verkamenn. Við tókum á leigu Reykjadalsá og Vestmannsvatn, það er að segja fyrir tvær stengur og við mér að það sé um 100 Það er hugmyndin að þarna i kring verði framtiðarúti- vistarsvæði Húsvikinga. Þar er mikið berjalyng og þar var birkikjarr sem fé hefur útrýmt. En nú er verið að reyna að græða upp skóglendi á ný. Fóik fær að veiða i vatninu endurgjaldslaust. I vatninu er bleikja, og veiði var þar áður fyrr mjög góð. Nú mega menn semsagt veiða þar á stöng eða nota net, endur- gjaldslaust. sj Fulltrúar lista B, JogK gerðu með sér málefnasamning Vinstri menn stjórna á Húsavík Nýkjörin bæjarstjórn Húsavik- ur hélt sinn fyrsta fund föstudag- inn 7. júni. Aldursforseti Harald- ur Gislason setti hann og stjórn- aði kjöri forseta bæjarstjórnar. Forseti til eins árs var kjörinn Guömundur Bjarnason. Hann las siðan upp málefnasamning er fulltrúar B, J og K lista höfðu gert með sér um myndun meirihluta- samstarfs á kjörtimabilinu. Fyrsti varaforseti var kjörinn Hallmar Freyr Bjarnason, en annar varaforseti Jóhanna Aðal- steinsdóttir, en ritarar Egill 01- geirsson og Jón Armann Arnason öll til eins árs. Haukur Harðarson var endurkjörinn bæjarstjóri til loka kjörtimabilsins með 7 at- kvæðum. 1 bæjarráð hlutu eftirtaldir kosningu: Aðalmenn: Haraldur Gislason frá B-lista Arnljótur Sigurjónsson frá J- lista Kristján Asgeirsson frá K-lista. „ Varið land” ákœrir „Nýtt land” Abyrgðarmanni Nýs lands, Garöari Viborg, hefur veriö stefnt fyrir meiöyröi, sem og niu öðrum, en hann á aö mæta i bæjarþingi Reykjavikur kl. 10 árdegis i dag til aö hlýöa á mái sitt þingfest. Garðari er stefnt af tólf for- göngumönnum „varins lands” fyrir ummæli, sem birtust i 3. og 4. tölublaði vikublaðsins Nýtt Land þetta ár. Er þar m.a. um að ræða forsiðugrein i blaðinu, sem bar yfirskriftina „óþjóðholl starfsemi”, leið- ara sem kallaðist „Mengun hugarfarsins”, kafla úr ræðu eftir Ingu Birnu Jónsdóttur, sem birt var i blaðinu, o.fl. Er Garðari Viborg gert að greiða hverjum stefnenda kr. 50.000 i miskabætur, sam- kvæmt kröfum þeirra, sam- tals 600.000 kr. 25.000 kr. i kostnað vegna dómsbirtingar, en auk þess krefjast stefnend- ur þess, að hann sæti þyngstu refsingu sem lög mæla fyrir, fésektum og varðhaldi. ráa Varamenn: Guðmundur Bjarnason frá B- lista Hallmar Freyr Bjarnason frá J-lista Jóhanna Aðalsteinsdóttir frá K- lista. Auk þess var kosið i 25 nefndir og stjórnir auk fulltrúa á þing Fjórðungssambands Norðlend- inga Landsþing Sambands is- lenskra sveitarfélaga og aðalfund Brunabótafélags islands.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.