Þjóðviljinn - 02.11.1974, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 02.11.1974, Blaðsíða 3
Laugardagur 2. ndvember 1974. ÞJóÐVILJINN — StDA 3 HÚSNÆÐISMÁL V erkamannabústaðir: 500 íbúðir A .þessu ári eru 474 ibúöir i lega 500 ibúðum verkamannabú- byggingu i verkamannabústöðum staöa. Húsnæðismálastofnunin I 17 byggðarlögum. Þetta kemur lánar 80% f jármagnsins til smiöa fram i fréttabréfi Húsnæðismála- verkamannabústaða úr Bygg- stofnunar rikisins. 30 ibúðum ingarsjóðum rikisins og verka- varð lokið fyrir sl. áramót og hafa manna. þá alls byrjað framkvæmdir i lið- Húsnæðismála stjórn lánar Þeir sem sóttu um byggingar- lán fyrir 1. febrúar s.l. og skiluðu fokheldisvottorðum fyrir 15. mai i vor, fá byggingarlán hjá Hús- næðismálastjórn núna, og koma lánin til greiðslu eftir 1. nóvem- ber. Lánveitingin mun ná til 253 ibúða og nemur samtals 114 miljónum króna. Húsnæðismálastjórn mun einnig lána þeim ibúðabyggjend- um sem skiluðu fokheldisvottorö- um fyrir 15. ágúst i sumar. Þessi lánveiting nær til 240 ibúða og nemur samtals 120 miljónum króna. Þeir sem fengu fyrrihluta lána greiddan út i febrúar s.l. fengu seinnihlutann greiddan út eftir 1. október ihaust, og nemur upphæð þeirra lána 104 miljónum króna, sem renna til 266 ibúða. _gg Sigurjón Pétursson, borgarráðsm: Eðvarö Sigurðsson, formaður Verkamannafélagsins Dagsbrúnar, fluttl ræðu i Verkalýösmálaráð- stefnu AB i gær. Verkalýðsmálaráðstefna AB: Hófst í gœr Verkalýðsmálaráðstefna Alþýðubandalagsins var sett af Sigurði Magnússyni rafvélavirkja á Hótel Loftleiðum kl. 16 I gær. Ráðstefnan er fjölsótt og sækja hana m.a. full- trúar úr fjarlægum byggðarlögum. Fundar- stjórar eru þeir Sigurður Brynjólfsson og Hilm- ar Ingólfsson en ritarar Þorsteinn óskarsson og Guðmunda Helgadóttir. Þau mál sem aðallega verða til umræðu á ráð- stefnunni eru: kjaramálin og hinsvegar Alþýðu- bandalagið og verkalýðshreyfingin. Málshefjendur á ráðstefnunni i gær voru Eðvarð Sigúrösson, formaður Dagsbrúnar og Haraldur Steinþórsson varaformaður BSRB. Að loknum framsöguræðum hófust almennar um- ræður. í dag, laugardag, verður ráðstefnunni fram haldið og hefst fundur kl. 14.00 og mun þá Bene- dikt Daviðsson verða málshefjandi um málefnið Alþýðubandalagið og verkalýðshreyfingin. „Víðs fjarri að þörfinni sé fullnœgt” Borgin úthlutar 42 leiguíbúðum Félagsmálastofnun Reykjavik- urborgar ætlar nú að fara að út- hiuta 42 leigulbúðum, sem allar eru fjögurra herbergja. tbúðirnar eru að Jórufelli 2—12 I Breiöholti III Umsækjendur þurfa að upp- fylla hin venjulegu skilyrði til þess að geta hlotið ibúðir þessar, búsetu i borginni amk. 5 ár, og eigi ekki ibúöir fyrir, nema ibúö- ir, sem dæmdar hafa verið óhæf- ar til iveru, og verði rifnar er úr þeim er flutt. Þá þarf fjölskylda að vera að minnsta kosti sexmanna, eða ein- stakt foreldri með 4 börn. Þjóðviljinn innti Sigurjón Pét- ursson, borgarráðsmann, eftir þvi i gær, hvort þessi úthlutun mundi fullnægja þörfinni fyrir slikt húsnæði. — Þvi fer viðsfjarri, sagði Sig- urjón. — Þessi íbúðafjöldi nægir ekki einu sinni til þess að sinna þeim, sem jafnan eru á biölista hjá Félagsmálastofnunni. —úþ Hornafjörður Afli reknetabátanna yfir 2 þúsund tunnur — og ekkert lát virðist vera á sildveiðinni — Afli reknetabátanna hefur verið mjög jaf n í allt haust og er enn, hann nem- ur þetta um 200 tunnur að jafnaði á þessa 4 báta sem gert hafa út á reknet héðan í haust, svona 30 til 90 tunnur á bát á dag þegar gefur, sagði Aðalsteinn Aðalsteinsson fulltrúi hjá Kaupfélaginu á Höfn f Hornafirði er við ræddum við hann í gær. Sagði Aðalsteinn að lang mestur hluti aflans hefði verið saltaður eða fast að 2000 tunnum en svona um 400 tunnur hefðu verið frystar til beitu. Það væri þó ekki nóg og er fyrirhugað að frysta meira á næstunni. Skortur á vinnuafli hefur nokkuð háð vinnslu aflans i landi. Sjómenn fá um 30 kr. fyrir kg. af sildinni og gera þvi 50 tunnur svipað og 5-6 tonn af fiski á linu og þvi er liklegt að bátarnir stundi reknetaveiðina meðan nokkur sild veiðist þótt aflinn sé ekki meiri en þetta, sagði Aðalsteinn. Nokkrir bátar hafa róið með linu frá Hornafirði i haust og afl- að sæmilega. Þeir hafa verið með þetta 4 til 8 tonn i róðri og þykja 6- 8tonnsæmilegurafli. S.dór ' Þór Vigfússon Tala í útvarps- umræðum A þriðjudagskvöld verður útvarpaö umræðum frá al- þingi svo sem venja er viö upphaf þings. Þingflokkur Al- þýðubandalagsins ákvað I gær, að af hans hálfu töluöu I umræðununi þeir Lúðvlk Jósepsson, og Þór Vigfússon. Lúðvik Jósepsson Samkomulag í Glæsi- bæjardeilu i gær mun hafa náðst vopnahlé I viðskiptastyrjöld Silla og Valda- fyrirtækisins annarsvegar en SS hinsvegar i hinni margfrægu Glæsibæjardeilu. Hjá Sláturfé- laginu var okkur tjáð aö allar lik- ur bentu til þess aö svo yröi en frekari fréttir af styrjöldinni var ekki að fá. Kappræða um kanas j óny arp Borgarafundur veröur i dag i Skiphól i Hafnarfirði um her- mannasjónvarpiö. Forsvarsmaður þeirra undir- skriftasafnara, sein undanfarnar vikur hafa i sifellu auglýst undir- skriftaherferð sina i útvarpi. Hreggviöur Jónsson, mun tala af hálfu þeirra sem hermannasjón- varp vilja. Sigurður Lindal, prófessor tal- ar af hálfu þeirra sem ekki vilja hermannasjónvarp. Fundurinn hcfst klukkan 14 i dag. —GG

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.