Þjóðviljinn - 12.11.1974, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 12.11.1974, Blaðsíða 1
UOÐVIUINN Þriðiudagur 12. nóvember 1974—39. árg. 225 tbl. Umræðan um kvikmyndina „Fiskur undir steini” heldur áfram. i dag svarar Gunnar Gunnarsson blm. Þjóðviljans, Ólafi Hauki Simonarsyni i grein sem nefnist: „Að finna grindvlking”. sjá a stou Ólafur H'aukur Simonarson Gunnar Gunnarsson Hœttuástand í álverinu Þegar beygt er af Reykjanesbraut inn á at- hafnasvæði álverksmiðjunnar blasir við skelja- sandslag, sem breitt hefur verið yfir mengunar- syndir álversins. Þjóðviljinn rekur i dag ýmislegt sem fram kom um kerbrotamengun frá álverinu i Straumsvik i sjónvarpsþættinum Kastljósi fyrir helgi, og svarar ummælum Ragnars Halldórs- sonar, forstjóra ISAL, sem hann viðhafði i þætt- inum. SJÁ 5. stou Bráðabirgðalögin: Um 2000 miljónir króna teknar af óskiptum afla Með þessu er gengið freklega á launakjör sjómanna, sagði Lúðvík Jósepsson á alþingi í gœr Bráðabirgðalögin, sem rikisstjórnin setti í septem- bermánuði um ráðstafanir í sjávarútvegi komu til 1. umræðu í neðri deild al- þingis í gær. Sjávarútvegs- ráðherra mælti fyrir frumvarpinu, en næstur talaði Lúðvík Jósepsson. Lúðvik mótmælti harðlega þeim ummælum Matthiasar Bjarnasonar, að ekki hafi verð raskað hlutaskiptakjörum sjó- manna með þessum bráðabirgða- lögum og benti á að með lögunum væri ákveðið að taka um 2000 miljón króna aflaverðmæti af ó- skiptum afla og verja i þágu út- gerðarinnar. Með þessu væru sjó- menn beinlinis látnir greiða 800-900 miljónir króna til útgerð- arinnar miðað við þau hluta- skiptakjör, sem þeir höfðu samið um. Taldi Lúðvik, að ráðlegast væri fyrir Matthias Bjarnason, sjávarútvegsráðherra að taka tií baka þau ummæli að hér væri ekki hróflað við hlutaskiptum, þvi hann gerði sig aðeins hlægilegan með þvi að halda fram slikri firru. Lúðvik lagði áherslu á, að ef styðja þyrfti við bakið á útgerð- inni þá ætti þjóðin i heild að axla þá byrði, en fráleitt væri að ætla að leysa slik mál einhliða með þvi að lækka kaup sjómannanna, eins og bráðabirgðalögin gerðu ráð fyrir. Lúðvík lýsti andstöðu Al- þýðubandalagsins við flest ákvæði laganna, en stuðn- ingi við það ákvæði þeirra. Nánar er sagt frá ræðu Lúðvíks á 4. síðu Hugsjónir um frelsi9 jöfnuð og virkt lýðrœði Rætt við Hjörleif Guttormsson, framsögumann fyrir stefnuskró ó væntanlegum landsfundi Alþýðubandalagsins. — Sjó 9 síðu Fiskiðjan opnar aftur Heilbrigðisyfirvöld gerðu ráðamönnum Fiskiðjunnar í Keflavík að koma upp strompi fyrir 1. sept. 1975 Fiskiðjan s.f. I Keflavik hefur nú fengið að taka til starfa á nýj- an leik. Fiskiðjunni var I haust lokað með fógetavaldi að ósk heil- brigðisráðuneytisins, þar eð for- ráðamenn verksmiðjunnar höfðu i engu sinnt óskum rikisins um að setja upp háan stromp við verk- smiðjuna. Þrem verksmiðjum á Suð- vesturlandi var gert að reisa reykháf fyrir ákveðinn tima. Lýsi og mjöl i Hafnarfirði og fiski- mjölsbræðslan á Akranesi hafa gert kaupsamning við erlendan aðila, og væntanlega koma þessar tvær bræðslur upp 70 metra háum plaststrompi innan tiðar, en for- ráðamenn Fiskiðiunnar i Kefla- vik gerðu ekkert i málinu fyrr en fyrirtækinu hafði verið lokað. Nú hefur heilbrigöisráðuneytið leyft opnun verksmiðjunnar og gert Fiskiðjunni að koma upp strompi fyrir 1. september 1975. Einnig er forráðamönnum fyrir- tækisins gert að láta malbika svæði við verksmiðjuna og lag- færa skolpleiðslur fyrir 1. júli 1975. Grunur hefur leikiö á að sá reykháfur sem nú er á verksmiðj- unni i Keflavik sé óþéttur, haldi ekki þeim gufum sem frá verk- smiðjunni stiga, og hefur Fiskiðj- unni verið gert að þétta þann gamla reykháf fyrir áramót. —GG sem gerir ráð fyrir heimild til að stærri hluti en áður af tekjum vegna hækkandi útflutningsverðs renni í Verðjöf nunarsjóð, og þannig verði hægt að greiða meira úr Verðjöfn- unarsjóði, þegar um verð- fall er að ræða. Akkorð á heilsu manna Hér hefur undanfarna daga verið norsk sendinefnd að kynna sér aöbúnaö við fisk- vinnslu, en norömenn velta þvi nú mjög fyrir sér hver sé ástæðan til þess, að norskt verkafólk i fiskvinnslu nær ekki sama meðal-starfsaldri og fólk i öðrunt starfsgreinum. Telja norðmennirnir að akk- orð eigi sinn hiut i þessu. Talið er sannað, að óheft akkorð, hafi mjög óheppileg áhrif á likamlega og andlega heilsu manna. i fylgd með norðmönnunum var Armundur Backmann, lögfræðingur, og sagði hann, að norðmennirnir teldu sig hafa lært ýmislegt af þessari ferð sinni hingað. Fóru þeir m.a. norður til Akureyrar og Dalvikur, svo og upp á Akra- nes. —úþ

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.