Þjóðviljinn - 01.12.1974, Blaðsíða 17

Þjóðviljinn - 01.12.1974, Blaðsíða 17
Sunnudagur X. desember 1974. ÞJÓÐVILJINN — StÐA 17 Katrín Guðjónsdóttir velur gítargrip við vinsæl lög TÖKUM LAGIÐ! Gitargripin i dag eru við það opinberlega á baráttuhátlð Lofsöng, eitt af lögunum á nýju stúdenta 1. desember, svo vel er plötunni þeirra Böðvars Guð- við hæfi að það komi i blaðinu i mundssonar og Kristins Sig- dag. Fyrir þá, sem ekki kunna mundssonar, Þjóðhátiðarljóðum lagið nú þegar, birtum við lika 1974. Ljóð og lag er eftir Böðvar, nóturnar. og hann mun fyrst hafa sungið —— r -r- nr -r i t r -r -> grrcrr: rrrt w iæ\v t i* i í » i i i v í wi i ■ P.. UJ A 1- LOFSÖNGUR C F Á Islandi þurfa menn aldrei að kviða G7 C þvi illræmda hungri sem rikir svo viða F þvi amriski herinn svo réttsýnn og rogginn * G7 C hanri réttir oss vafalaust eitthvað i gogginn, G7 C — ó, — hó, það segir Mogginn. Hinn amriski striðsguð sem stendur á verði hann stuggar burt föntum með logandi sverði, i Kóreu forðum tið kom hann á friði og komma i Vietnam snýr hann úr liði, — ó — hó, allur á iði. Ég man eftir þorpinu My-Lai þar austur þvi margt fannst þar óstand og vesin og flaustur og kommarnir blessaða bændurna meiddu en börnin og kýrnar til slátrunar leiddu, — ó — hó, búsmalann deyddu. En amriski herinn sem öllu vill bjarga þar austur i My-Lai drap kommana marga, nú refsar hann Calley i réttlætisskyni, já, réttláta eigum við frændur og vini, — ó, — hó, amriska syni. Er Rússinn af illmennsku réðist á Tékkó og ráðamenn fengu af angist og skrekk nóg þá bjargaðist islenskur alþýðukrakki þvi amriski herinn var stöðugt á vakki, — ó, — hó, þó að ég þakki. Úr Norðursjó rússneski flotinn, sjá fjandi, með fjölskrúðugt njósnalið stefnir að landi, samt bjargast hinn islenski alþýðumaður þvi amriski herinn mun vernda hann glaður, — ó, — hó, hann sé blessaður. Er rússneskir dónar með rassaköst skeiða og ræna og drepa og nauðga og meiða þá bjargast hin islenska alþýðupika þvi amriski herinn mun vernda hana lika, — ó, — hó, aldrei að vikja. F-hljómur. ' 0-hljómur. G7í-hlóómur. cbc © ■ 4 ( b c V © Þá er hann byrjaður aftur þessi yndislegi glingursirkus sem við setjum árlega á svið til þess að létta okkur skammdeg- israunirnar. Kaupmangararn- ir, sem reka þennan sirkus, leggja sig alla fram til að kæta okkur, ekki sist blessuð börnin, magna ljósagang og loddara- brögð, og ljúka upp fyrir okkur brjóstsykursveröld ævintýrsins. Börnin standa andspænis öllu þessu stjörf og slefandi og óvið- ráðanleg af kæti. Þessi ljóssins kauphátið hefur að sjálfsögðu brugðið neon-birtu sinni yfir þjóðlifið allt, kot og höll, eftir efnum og ástæðum, bæði menninguna og venjulegt mannlif. Allar bókmenntir landsmanna eru til að mynda markaðsvara á þessari hátið, og ber raunar ekkert á þeim annan tima ársins. Hvers konar göfug- mennska og góðgerðarstarf- semi blómstrar i skjóli hátiðar- innar. Þannig er mikill hluti bókaútgáfunnar hrein og klár góðgerðarstarfsemi við fátæka höfunda. Þessi ljósahátið hefur lika breitt sina mildu ásjónu á harð- neskjulegt og ófrekst andlit þjóðsögunnar. Jólasveinarnir eru ekki lengur þessi óféti, sem höfð voru til þess að hræða börn, heldur sætir eins og sykurmol- ar, göfuglyndir og gæðalegir. Þeir koma ofan úr skýjunum klyfjaðir gotti og gersemum, en ekki rænandi og ruplandi eins og áður fyrr. Grýla er orðin vænsta kerling, gæti sem best leikið i sápuaug- lýsingu, og þau Leppalúði bæði, enda eru þau höfð til þess að laða börnin að jólamarkaðinum, en ekki til þess að fæla þau og hræða. Allir eru búnir að gleyma ljótu grýlu, þvi ferlega flagði með halana átján og ótal hlykki á nefi, og bóndi hennar Leppalúði er nú bara orðinn súkkulaðikarl. Ekki er óyndi aukið i börnum með Allraaflagðaþulu og slikum kersknikveðskap, heldur lætur ljúflega i eyrum nútimans swinging bells og honeymoon — ljúflingsljóð. Það er ekki lengur til siðs aö halda óþekktarormum i skefj- um með þvi að hóta grýlu, bola Jón Hjartarson Ljóssins kauphátíð og öllu illu. Uppeidisfræðin er fyrir löngu búin að leggja vönd- inn á hilluna. Það eru notaðar miklu viðkunnanlegri aðferðir, bliðuhót og brjóstsykur. Og fyr- ir jólin æsist heldur leikurinn. Tilhlökkunin verður æ griðar- legri eftir þvi sem liður á jóla- föstuna, jólaalmanök með myndum, önnur með gotti, skórinn úti I glugga fyllist af gotti, á hverri nóttu, æ meira eftir þvi sem nær dregur jólum. Svo fara gjafirnar að streyma að, og þegar sjálf hátiðin gengur i garð er spenningurinn orðinn svo mikill að taugarnar þola ekki meira. Nú verður uppeldisfræðin að finna ráð til þess að koma i veg fyrir almennt taugaáfall ung- barna á aðfangadagskvöld. Sumir uppeldisfrömuðir eru meira að segja farnir að draga fram vöndinn aftur. Eitthvað verður að gera. Þetta er þó há- tið barnanna, og þau verða að gera svo vel að skemmta sér — með illu eða góðu. Ekki svo að skilja að eldri kynslóöin reyni ekki llka að gera sér dagamun og auka neysluna af veikum mætti. Að minnsta kosti er engin hætta á að offitusamfélagið okkar leggi af á næstunni. Frystikistur eru óðum að fyllast, og fyrir dyrum stendur samfellt ofát i þrettán daga og þrettán nætur. Þetta eru nú einu sinni venjur, sem fólk er búið að meðtaka, hefð, sem erfitt er að brjóta. Það þarf heldur ekki slungna hagfræði til þess að gera sér grein fyrir þvi að viðskiptalifið i landinu myndi bókstaflega vesl- ast upp ef það hefði ekki jólin. Verslunin græðir i desember allt það sem hún tapar alla aðra mánuði ársins og gott betur. Ollum fræðimönnum ber saman um að það leysi engan vanda þótt við drægjum úr neyslunni og færum að megra okkur. Það yrði bara til þess að setja viðskiptalifið á hausinn. Og slíkt yrði aftur á móti til þess að auka enn á hungrið i heimin- um. Hungrið i heiminum er okkur auðvitað áhyggjuefni samt sem áður. Samband ungra sjálf- stæðismanna hefur til dæmis tekið það vandamál til vinsam- legrar umræou. Eins og allir vita er þetta mikla vandamál á mjög viðkvæmu umræðustigi og gæti haft ófyrirsjáanlegar af- leiðingar ef flanað yrði að þvi að finna ótimabæra lausn á þvi. Það verður ekki séö i fljótu bragði hver fitnar mest af ofát- inu, sem okkur er áskapað, eða af hverju sú offita stafar. Púk- inn er fyrir löngu kominn ofan af fjósbitanum. Hann hefur komið sér i mun notalegri að- stöðu og hreiðrað um sig sam- kvæmt kröfum timans. Nú situr hann i palisander og ibenholti, en ekki á skitugum fjósrafti. Hann nærist ekki lengur á ve- sælli fjósakonulygi, heldur sannleikshagræðingu aurasam- félagsins og frjálsri samkeppni. Til þess að gefa þessari mark- aðshátið hugljúfan blæ minn- umst við svo fæðingu frelsarans mitt i sirkuslátunum, förum i kirkju og hlustum á eitthvað fal- legt. Einhver er jú að mögla, að þetta sé eiginlega ekki sam- kvæmtritúalinu og kannski ekki alveg I anda kristninnar. En guðfræðin hefur lika breyst. Það er ekki eins strangt tekið áþvi á okkar timum eins og þegar Móse var uppi, þótt fólk hoppi dálitiö i kringum gullkálf. Þvert á móti tekur kirkjan sjálf við eyrnagulli fólksins til þess að hún geti byggt hallir sinar. Og blessuð börnin búast auð- vitáð við þvi á aðfangadags- kvöld, að afmælisbarnið, Jesús Kristur, birtist þeim eins og einn af jólasveinunum með út- réttar hendur fullar af gotti.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.