Þjóðviljinn - 01.02.1975, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 01.02.1975, Blaðsíða 9
8 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur L febrúar 1975. Laugardagur 1. febrúar 1975. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 9 Verðbólgan undanfarin 3 ár í ýmsum löndum 1972 1973 1974 60 55 50 45 40 35 rH m öS CNI co HAGMÁL HEIMSINS Ekkert er nú meira rætt I erlendum fréttaritum en sá efna- hagsvandi sem flest lönd hins iön- vædda kapftalfska heims eiga nú sameiginlegan þótt f breytilcgum myndum sé, en þar ber hæst veröbólgu, minnkandi hagvöxt, atvinnuleysi og greiöslu- erfiöleika. Nokkur endurómur hefur komiö af þessu í fslenskum fjöl- miölum en tæplega þó i hlutfalli viö þaö mikla rúm sem slfkt efni skipar hjá grannþjóöunum — nema þá helst I Þjóöviljanum. tsiendingar geta þó ekki veriö þekktir fyrir aö sýna þessum málum tómlæti þvf aö alkunna er aö sjúkdómar hins kapitalfska hagkerfis berast landa á milli og veröur yfirleitt fátt um varnir. Efnahagskreppur auövaldsins viröast hingaö til ekki hafa staönæmst viö landamæri neinna rikja nema þeirra einna sem hafa leitast viö aö skipuleggja búskap sinn á sósfaliskan veg. Heimskreppa eöa ekki heims- kreppa? — úr þvl ipáli verður ekki skoriö hér. Hitt er augljóst og er nægilegt viöfangsefni aö efnahagsvandi auövaldslandanna er óvenjumikill og hann er áhyggjuefni jafnt alþýöu manna sem stjórnvalda. Vandinn er mismunandi eftir löndum þó sameiginleg einkenni séu ærin og misjafnlega er um hann fjallaö af þeim sem kunnugleika hafa. Þjóöviljinn mun á næstunni sem oft áður flytja margvfslegt þýtt og endursagt efni sem á aö vera upplýsandi um hagmál heimsins eöa ásigkomulag efna- hagsmála i ýmsum löndum. Reynt veröur aö afla fanga sem vföast og munu þvi koma fram ýmis sjónarmið um efnahags- pólitfk sem Þjóöviljinn er ekki þar meö aö gera aö sfnum. Ekki er þess aö vænta aö öllum lýsingum beri saman, enda þekkjum viö þaö vel héöan aö heiman hvaö hægt er aö lýsa sömu efnahagsfyrirbærunum á mismunandi hátt. Lesendur skulu ekki einu sinni búast viö þvi aö öllum tölum beri saman. Ein heimildin segir aö atvinnu- leysingjar I Bandarfkjunum séu 6 miljónir, önnur segir 6 1/2 miijón, þessi segir aö verðbólgan I Bret- landi hafi verið 17% á sl. ári, hin segir 19% o.s.frv. Hér kemur hvort tveggja til, aö viö getum ekki alltaf tekið viökomandi upplýsingar úr nýjustu blöðunum, þannig aö tölurnar eru etv. smávegis á eftir timanum, og hittað stæröir efnahagsmála geta veriö mældar á mismunandi veg og báöar útgáfur veriö réttar ef tvennar eru. Þaö erlenda rit sem viö grfpum niöur I aö þessu sinni er franska stórblaðið le Monde. Blaöiö styöur ekki vinstri hreyfingar hcldur er þaö borgaralegt en þó óháö flokkspólitfk. Þaö þykir vandaö aö heimildum og er viöur- kennt aö þaö leitist viö aö fara sem réttast með staöreyndir. Grein sú, sem hér er endursögö litillega stytt birtist skömmu fyrir áramót. Skriffinnar le Monde fara ekki dult meö þá skoðun sfna að þeir telja aösteöj- andi efnahagsvanda kreppu af illkynjuðu tagi. Og þeir eru fjarri þvf aö vera bjartsýnir á framtfö kapitalismans, þess hagkerfis sem þeir eru ófeimnir viö aö nefna réttu nafni. hj LE MONDE, PARÍS: JÁ, þetta ER KREPPAN! V-Þýskal. Bandar. Frakkl. Bretland Japan Ítalía ísland :o E c ra Q Þetta súlurit yfir verölagshækk- anir kom meö greininni I le Monde. Tölum og súlum fyrir lsland hefur veriö bætt viö. ATVINNULEYSIÐ í EVRÓPU Atvinnuleysi I löndum Efnahagsbandalagsins, % af vinnuafli. Rauöu súlurnar eiga viö haustiö 1973, ljósu súlurnar haustiö 1974. Alls staöar hefur atvinnuleysi aukist verulega nema i Lúxemborg þar sem það er óverulegt bæöi árin. Samkvæmt nýjustu heimiidum er atvinnuleysið I Danmörku nú orðið 10%. Til samanburöar má geta þess að 7,1% vinnuaflsins f Bandarlkjunum er án atvinnu um þessar mundir. Ariö 1973 hófst I sæluvimu efna- hagslegrar útþenslu en það endaði I öngþveiti sem leiddi af almennri dýrtið og sérstöku undantekningarástandi i oliu- málum — ástandi sem nú er orðið varanlegt þótt á annan hátt sé en var i fyrstu. A árinu 1974 gekk timabil „núll-vaxtar” I garð — hagvöxturinn stendur á núlli en það ásigkomulag höfðu háskólamenn ýmsir áður talað um af nokkurri tilhlökkun. Stöðvun hagvaxtarins fylgdi atvinnuleysi, gjaldþrot, skortur af ýmsu tagi, — hungrið i ver- öldinni stórjókst. Verðbólga hélt innreið sina, svo hastarleg að enginn heföi getað gert sér þvilikt i hugarlund aðeins tveim árum fyrr, — hún var 2-föld, 3-föld á við það sem menn höfðu vanist. Ótrúlegt öngþveiti rikti i greiðslu- málum landa á milli, kom þar til stórhækkað oliuverð, flóð oliu- dollara og vöntun á alþjóöa skipu- lagi peningakerfisins. Æ fleiri finna nú fyrir kreppunni á sinu eigin skinni. Aðeins fá lönd hafa sloppið við fellibylinn til þessa, sósialfsku löndin og Frakkland (til hausts 1974, vel að merkja, siðan þýtur hvirfilvindurinn einnig á okkar grundum). Þjóðarframleiðsla bandarikjamanna hefur dregist saman um 2% og japanski hag- vöxturinn er ekki nema svipur hjá sjón: keisaradæmi hinnar risandi sólar dró úr umsvifum sinum um 3%. Bilaiðnaður hefur að vonum orðið fyrst fyrir barðinu á 4- földun oliuverðsins: uppsagnir á 500 þúsund manns i Banda- rikjunum, samdráttur um 15 þúsund manns i frönskum bila- iðnaði — þar af 3 þúsund upp- sagnir, neyðarástand rikir hjá bilaframleiðandanum Leyland i Bretlandi og Citroén-Saviem i Frakklandi. (Þegarrætt er um uppsagnir og fækkun i mannahaldi ber að hafa það i huga að stórfyrirtæki geta ýmsum aðferðum beitt tii að minnka við sig. Hægt er að gripa til beinna uppsagna og það er afar fljótvirk aðferð. Einnig er hægt að haga málum svo að ekki sé endurráðið i stað þeirra sem hverfa úr starfi. En eins og kunnugt er tiðkast það aö all- verulegur hluti verksmiðjuverka- lýðsins sé á hreyfingu milli vinnu- staða. Af greininni kemur fram að franskir bilaframleiöendur hafa sparað að endurráða i stað 12 þúsund fyrrverandi starfs- manna og beinlinis rekið 3 þúsund i viðbót, en bandariskir framleið- endur hafi sagt hálfri miljón upp starfi. Vafalaust hefur einnig þar veriðsparað að endurráða i skörð þeirra sem sjálfviljugir hætta. E.t.v. er þar um að ræða 1-2 miljónir starfsmanna, um það geta heimildir okkar ekki. — ÞJV). Byggingarstarfsemi er fórnar- lamb lánsfjárhafta og hafa 100 þúsund manns misst atvinnuna af þeim sökum i Vestur-Þýskalandi. 1 þeirri grein hafa gjaldþrot margfaldast i Bandarikjunum, svo og hér i Frakklandi. Flugfélög eru óvenju opinská um fjármál sin og þar æpa reikn- ingarnir á hjálp. Og ekki er hagurinn betri þó litið sé til svo óskyldra iðngreina sem vefjariðnaðar og rafeinda- iðnaðar. Skyndilega eru atvinnuleys- ingjar taldir i miljónatali: meira en 6 i Bandarikjunum, bráðum 1 i Vestur-Þýskalandi, 700 þúsund manns leita atvinnu hjá oss frökkum. Efnahagssamvinnu og þróunarstofnunin (OECD, 25 aðildarlönd I Vestur-Evrópu, Norður-Ameriku, Astraliu svo og Japan, eða i stuttu máli hin iðn- væddu lönd jarðar sem ekki teljast sósialisk — ÞJV) telur aö atvinnuleysingjarnir verði alls 4 miljónum fleiri að ári liðnu, svo að ekki sé talað um þá miljóna- tugi verkamanna sem verða að sætta sig við skertan vinnutima. Almennar verðhækkanir hafa aldrei fyrr komist á þvílfkt stig sem nú. Verðbólgan er 14% til jafnaðar (átt mun vera viö OECD-lönd — ÞJV) en munurinn er geipilegur milli einstakra landa: 26% i Japan, 25% á ttaliu, 15% i Frakklandi, 12% i Bandarikjunum, aðeins 7% i Vestur-Þýskalandi. Oliu- hækkunin skýrir ekki nema um einn 5ta hluta þessarar dýrtiðar. Að 4 5tu hlutum stafar verðbólgan af þvi að önnur hráefni verða dýrari, af kauphækkunum (verkalýðurinn leitast viö að varðveita kaupgetu sina), af peningalegu skipulagsleysi og af aukinni gróöamyndun. I stuttu máli er um að ræða að hinir ýmsu þjóðfélagshópar berjast um til þess að leggja kostnaðinn af jafn- vægisleysinu milli framboðs og eftirspurnar á náunga sinn. Rikisstjórnir hinna ýmsu landa hafa beitt mjög misjöfnum aðferðum á vandann. Sumar hafa látið reka á reiðanum: banda- rikjastjórn lætur nú þegna sina borga hinn þunga brúsa taumhaldsleysis. Aðrar hafa gert gagnáhlaup: vestur-þýsku stjórn- inni varð best ágengt gegn verð- bólgunni 1973, og hún varö einnig fyrst til að snúa við blaðinu vegna yfirvofandi samdráttar i efna- hagslifinu. Siðan i september i haust hefur i Vestur-Þýskalandi verið losað um lánsfjárhöft, slakað á fjárlögum með opinberri fjárfestingu og halla i rekstri sveitarfélaga, veitt aöstoð af opinberri hálfu við atvinnuskap- andi verkefni. Flestar aðrar rikisstjórnir hafa farið einhvers konar millileið: Italia, Bretland, Japan. t Frakklandi var farið seint af stað: veitt hefur verið aðstoð við bilaiðnaö og byggingariðnað, brátt kemur röðin án efa aö vefjariðnaði og rafeindaiðnaði. Árangurinn er enn sem komið er ekki sérlega hughreystandi: þess verður tæplega vart að dregið hafi úr dýrtiðinni en atvinnuleysi eykst hröðum skrefum. Augsýnilega hefur auðvaldsheimurinn ekki enn fundið hina réttu siglingaleið. Hið gamla járnharða lögmál um hæfilegt atvinnuleysi til að ráða niðurlögum verðbólgunnar virðist enn ætla að verða siðasta úrræðið fyrir hinn vestræna heim, hvað sem liður fyrri gagnrýni á þetta lögmál fyrir andfélagslega harðýðgi þessog meint haldleysi. Kreppan er mitt á meðal vor, sú versta og langvinnasta sem auðvaldsheimurinn hefur mátt þola eftir styrjöldina miklu. Spurningin er: i hverju ástandi verður auðvaldiö þegar það kemst úr þessari kreppu? Veröur það sterkara ellegar veikara en áður? Enginn veit svarið þar eð meðöl gærdagsins eiga nú ekki við og forsagnaraðferðir fyrri tima duga ekki lengur. Ræður kerfið við hinn geigvænlega sjúkdóm „stöðnunarbólgu” - (stagflation, þ.e. stagnation = stöðnunog inflation = verðbólga) sem nú hrjáir það? Myndast móteitur i kerfinu eða verður það lagt að velli á sigandi seigdrep- andi hátt? Varla er unnt að komast að annarri niöurstöðu en þeirri að kerfið muni koma út úr þessari raun meö minna sjálfs- traust en það hafði fyrir og veik- byggðara en það var áöur, enda másegjaað heimurinn sé orðinn fulliír vafa um getu sina til að ráða við sjálfskapaðan vanda. Milj. marka 1400 1200 1000 800 600 400 200 |bri JTTÓHAGN —\f IAÐUR| / " | NETTÓHAGNAÐUR | ^ I GREIÐSLUAFGANGUR | 1468 428 1963/64 1966/67 1969/70 1972/73 RAUNGILDI LAUNA 1960-74 Verkafólk I Vestur-Þýskaland: hefur leitast við að halda sinni hlutdeild i vaxandi þjóðartekj- um á árum hagvaxtarins. Lfnurit þetta birtist nýlega i vestur-þýska fréttaritinu Spieg- el f grein sem spáöi mjög hrak- lega fyrir framtfð markaðs- skipulagsins. Það skipulag má vist ekki við þvi aö verkafólk auki sinn hlut verulega — eins og gerst hefur I Vestur-Þýska- landi. SIEMENS GRÆÐIR Vestur-þýski auðhringurinn Siemens hefur sterka einokun- araðstöðu á sviði raftækjafram- leiðslu og rafeindatækni. og hann hefur sannarlega ekki dregist aftur úr i kapphlaupinu um gróðann. Það sýnir myndritiö vel sem tekið er úr fréttaritinu Spiegel. Siemens er einn sá voldugasti af fjölþjóða- hringum Evrópu, hann hefur yf- ir 300 þúsund starfsmenn og 40% af veltu hans er utan heima- landsins.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.