Þjóðviljinn - 22.04.1975, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 22.04.1975, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 22. april 1975. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 3 Leikari hverfur af sviðinu Fréttastofan Reuter lýsti afsögn Thieus í frétt þeirri sem hér fer á eftir orðrétt: Saigon 21/4 reuter— Nguyen Van Thieu beygði af i sjónvarpsþætti sem tekinn var upp i forseta- höllinni. Þátturinn magnaðist stöðugt þar til hann náði hápunkti i afsögn hans og lauk siðan með vandræðalegri afsökunarbeiðni. Forsetinn sem klæddur var skyrtu opinni i hálsinn virtist taugaóstyrkur og kyngdi ótt og titt er hann hóf ávarp sitt frammi fyrir ráðuneyti sinu. Siðan varð hann öruggari, pataði óspart með höndunum og brosti jafnvel. Hann brýndi smátt og smátt röddina þar til hún varð styrkust er hann lýsti undanhaldi hersins frá stórum hlutum landsins. En hann varð einnig bitur á svip er hann lýsti þvi hvernig hann hafi verið svikinn af bandariskum bakhjörlum sinum. Siðan gerði hann hlé á máli sinu. Hann leit á minnisblöðin, andaði djúpt að sér og lýsti þvi yfir lágum rómi að hann væri á förum. Rödd hans bilaði i fyrsta sinn. Nguyen Van Thieu Nguyen Van Thieu fráfarandi forseti Saigonstjórnarinnar hefur verið við völd lengur en nokkur annar forseti allar götur frá þvi átök hófust i landinu fyrir rúmum þremur áratugum. Hann er fæddur 1923, sonur fisksala i Phan Rang, strand- borginni sem frelsuð var fyrir örfáum dögum. Hann gekk á kaþólskan menntaskóla i Hue en eftir það fór hann i herskóla landsins sem var eitt af útibúum franska nýlenduhersins. Á ör- lagastund hefur honum þótt hann eiga frökkum sitthvað upp að unna þvi þegar Vietminh hreyfingin undir forystu Ho Chi Minh tók upp baráttu gegn í'ranska nýlenduveldinu skipaði hann sér i raðir franskra her- manna sem börðust gegn hreyf- ingunni. Barðist hann með franska hernum allan siðari hluta fimmta áratugsins. Eftir skiptingu landsins var Thieu skipaður herforingi i suð- urhlutanum og fór nú veldissól hans að stiga innan Saigonhers- ins. Um tima var hann skóla- stjóri herakademiunnar en á ár- unum 1960-4 leiddi hann stór- skotaliðsherfylki i bardögunum gegn þjóðfrelsishernum. Eftir fall Diems varð Thieu að- stoðarforsætisráðherra og fór einnig með varnarmál þar til einn helsti keppinautur hans, Ky hershöfðingi, tók völdin eftir valdarán árið 1965. Ky hrökkl- aðist frá völdum árið 1967 og þá tók Thieu við embætti forseta sem hann hefur gegnt þar til i gær. Vegna sinnar vafasömu for- tiðar og enn vafasamari emb- ættisfærslu varð Thieu að tákni þess spilltasta og rotnasta i fari leppalýðsins sem nefnist Sai- gonstjórnin. Hann barðist hat- ramlega gegn gerð Parisar- samkomulagsins og átti drýgst- an þátt i að það tafðist svo sem raun varð. Enda lét hann eftirá sem það væri ekki til og virti það algerlega að vettugi. Vegna ófyrirleitinnar stefnu sinnar aflaði hann sér ófárra ó- vina allt upp i efstu stjórn hers- ins. Margoft reyndu óánægðir herforingjar að steypa honum en alltaf slapp hann. Stjórnar- stefna hans innanlands ein- kenndist af æ hörkulegri kúgun sem andstæðingar hans voru beittir og eymdin á yfirráða- svæðum Saigonstjórnarinnar leiddi til þess i fyrrahaust að hið svonefnda ,,þriðja afl” þoldi ekki lengur við og hóf viðtækar mótmælaaðgerðir. En Thieu lafði við völd fyrir tilstilli hers- ins og bandariskrar aðstoðar. Undanfarið hafa Þjóðfrelsis- fylkingin og stuðningsmenn hennar um allan heim hamrað á þvi að Thieu sé stærsta hindrun- in i vegi þess að friður komist á i Suður-Vietnam og framkvæmd Parisarsáttmálans hefjist. Það verður þvi að teljast meirihátt- ar sigur að hann skuli nú loksins hrekjast frá völdum. En hverjir taka við af honum er ekki vitað þegar þessar linur eru ritaðar. Varla getur það þó orðið verra. —ÞH—byggt á NTB Hóf feril sinn í franska hernum í baráttu gegn eigin landsmönnum Verkfallið á Selfossi: Takið aftur uppsögnina almenningur á Selfossi sniðgengur verslanir K.A segja flugvirkjar Ljóst er að Kaupfélag Arnes- inga á Selfossi er nú að komast i alvarleg vandræði, vegna stifni sinnar i Kolbeins-málinu, svo- kailaða. Nú hefur vinna legið niðri á járnsmiðaverkstæði Kaupfélags- ins, bilaverkstæði og dekkjavið- gerðum, og hlýtur að vera mikil þörf á að fá gert við citt og annað varðandi bilaútgerð kaupfélags- ins. Þjóðviljinn kannaði i gær, hvort K.Á. hefði leitað eftir að fá gert við á verkstæðum á Suðurlandi og Tónkórinn á Fljótsdalshéraði heldur samsöng i Egilsstaða- kirkju miðvikudaginn 23. april, siðasta vetrardag, klukkan 21. Kórinn syngur islensk og erlend lög, þ.á.m. lög eftir höfunda af Fljótsdalshéraði, nokkra valsa og syrpu af lögum eftir Sigfús Hall- dórsson, sem útsett eru af i Reykjavik, og er greinilegt að bifvélavirkjar og járniðnaðar- menn sýna samstöðu með félög- um sinum, taka ekki við verkefn- um frá K.Á. Fimm bilar K.Á. eru lokaðir inni á bifreiðaverkstæði þess á Selfossi, og reynt var að fá gert við einn bil á verkstæði Sam- bandsins i Reykjavik, en starfs- menn þar neituðu að vinna við bila frá K.A. Almenningur styöur verkfallsmenn Ljóst er að almenningur styður Magnúsi Ingimarssyni. Stjórn- andi er Magnús Magnússon og undirleik annast Sigurbjörg Helgadóttir, Magnús Einarsson og Ragnar Pálsson. Formaður Tónkórsins er Ástráður Magnússon. Daginn eftir, þ,e, sumardaginn fyrsta, 25. april verða vortón- leikar Fljótsdalshéraðs einnig i verkfallsmenn, og án efa á þver- móðska kaupfélagsstjórnarinnar eftiraðkosta fyrirtækið miljónir i krónum talið. Þjóðviljinn hefur frétt, að siðan verkfallið hófst, hafi stórkostlega dregið úr viðskiptum fólks við hinar almennu verslanir kaupfé- lagsins, og að jafnvel liði nú heilu dagarnir án þess að nokkur maö- ur liti inn i kaupfélagsbúðirnar á Selfossi i viðskiptaerindum. Dagsbrún gefur 100.000 Egilsstaðakirkju og hefjast klukkan 14. Þar munu nemendur skólans leika ýmiskonar tónlist. 1 vetur var kennt á þremur stöðum, Egilsstöðum, Hlöðum og Eiðum og stunduðu 72 nemendur nám i skólanum. Skólastjóri er Magnús Magnússon og með honum kenndu þrir stundakennarar. verkfallsmönnum fjárhagslegan stuðning. Nú siðast hefur verka- mannafélagsið Dagsbrún i Reykjavik gefið 100.000 krónur i Selfoss-söfnunina, starfsmenn bilaverkstæðis Heklu i Reykjavik hafa gefið myndarlega fjárhæð og Flugvirkjafélag tslands hefur gefið 25.000 kr. og hefur einnig sent Þjóðviljanum eftirfarandi orðsendingu: „Aðalfundur Flugvirkjafélags Islands, haidinn 12. april 1975 samþykkti eftirfarandi: Flugvirkjafélag tslands harm- ar að stjórn Kaupfélags Árnes- inga hefur gripið til þeirrar mjög vafasömu aðferðar að segja upp einum af elstu starfsmönnum fyrirtækisins til þess að jafna á- greiningsmál. Slikt ætti að til- heyra liðinni tið. Góð afkoma fyrirtækis er mikið undir þvi komin að góður andi og gagnkvæmur skilningur riki milli fyrirtækis og starfsliðs. Með þetta i huga skorar F.V.F.I á stjórn Kaupfélagsins að leysa þetta vandræðamál á þann ein- falda hátt, að taka aftur uppsögn starfsmannsins. Fundurinn samþykkti að veita kr. 25.000,- til styrktar verkfalls- mönnum i réttlætisbaráttu þeirra”. Enn er ekki útlit fyrir skjóta iausn á þessu máli, og er ekki annað sýnt en stjórn kaupfélags- ins ætli sér að taka þvi með ró að fá almenningsálitið svo rækilega á móti sér og tapa þannig stór- > kostlegum fjármunum svo ekki sé minnst á þá vafasömu auglýsingu sem fyrirtækið færir nú sam- vinnuhreyfingunni. Verkfallsmenn sátu á laugar- daginn fund með stjórnarfor- manni kaupfélagsins, Þórarni Sigurjónssyni alþingismanni. Þjóðviljinn hafði samband við Snorra Sigfinnsson, trúnaðar- mann bifvélavirkja hjá K.Á. og kvað hann engan árangur hafa orðið af þeim fundi. —G.G. Hvað um hugsjónina? Eftirfarandi ályktun var sam- þykkt á aðalfundi „Samfélags- ins”, félags Þjóðfélagsfræðinema viöHáskóla tslands þann 17. april 1975: „Aðalfundur Samfélagsins lýsir yfir fullum stuðningi við verkfallsmenn á Selfossi. Til að sýna stuðning sinn sendir félagið verkfallsmönnum 10.000 króna baráttustyrk. Jafnframt fordæmir fundurinn háttarlag kaupfélagsstjórnarK.Á. i máli þessu, og telur, að þarna sjáist svart á hvitu. að hugsjónir samvinnuhreyfingarinnar eru týndar og tröllum gefnar.” F.h. „Samfélagsins", Auður Styrkársdóttir forniaður Sigurskák Friðriks gegn Tal 1 11. umferð á skákmótinu i Las Palmas á Kanariueyjum sigraði Friðrik ólafsson sovéska stórmeistarann M. Tal fyrrverandi heimsmeistara i mjög skemmtilegri skák, sem hér birtist. Hvítt: M. Tal Svart: Friðrik Ólafsson. Pirc vörn Friðrik óiafsson 1. e4 d6 2. d4 g6 3. Bc4 Rf6 4. De2 Rc6 5. Rf3 Bg4 6. c3 e5 7. Bb5 exd 8. cxd Rd7 9. Be3 Bg7 10. BxRc6 11. Rbd20-0 bxB 12. Hcl c5 13. cxc Bxb2 14. Hc2 Bg7 15. 0-0 He8 16. Hdl Rxc5 17. BxR dxB 18. Hxc5 Dd6 19. Hdcl Bh6 20. Hxc7 Had8 21. Hlc2 BxRd2 22. DxB Df4 23. He7 Hf8 24. Da5 Hdl + 25. Rel Dg5 gefið Stöðugt fjölgar þeim sem veita Samsöngur í Egilsstaðakirkju

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.