Þjóðviljinn - 17.07.1975, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 17.07.1975, Blaðsíða 2
2 SIÐA — ÞJOÐVILJINN Fimmtudagur 17. júli 1975. Hve margir leigja með okurkjörum? Mér datt t hug út fra útvarpser- indi Siguðrar Gizurarsonar, sýslumanns og bæjarfógeta á Húsavik, hvort Húsnæðismála- stjðrn og aðrir gætu gefið upplýs- ingar um hve margir leigja út ibúðir með okurkjörum, og hve margar ibúðir? Þeir, sem þetta gera, eru margir menn, sem eru úti á landi i ýmsum störfum, og svo braskarar, sem kaupa ibúðir til þess að okra á þeim. Nauðsyn- legt væri að Húsnæðismálastjórn hefði hönd i bagga með sölu og leigu á öllum ibúðum i Reykjavik, til að koma i veg fyrir okur og brask. Útvarpshlustandi. Maggi fundinn! Við birtum hér i póstinum ný- lega bréf frá erlendri konu, sem spurðist fyrir um það, hvar Maggi væri, sem hún hafði hitt árið 1948. I byrjun vikunnar kom Maggi til Bæjarpóstsins með blaðið i hendinni og spurði um bréfið. Hann fékk heimilisfang konunnar og sagðist ætla að láta verða af þvi, að senda henni linu, eftir 17 ára bið. Sólstöðu- sálmur 1975 Lag: „Napóleon var en tapper kriger....” (ísl. lagboði: „Leikum bræð- ur....”) Faðir Geir og forsjá okkar fattur leiðir þrælahjörð. Óli þjáll i bandi brokkar býst við meiri þakkargjörð : : fyrir afrek það sem áður vann er út hann nefndi leiðtogann og bjó i haginn fyrir braskarann : : Krónan rýrnar. Kaninn fitnar. Kotungarnir lifa á graut. Braskarinn af sælu svitnar, sjaldan meiri dýrðar naut. : Hann eignast bráðum lög og láð, i leyni hefir tökum náð. Bak við tjöldin okkur bruggar ráð : Litla sneið af Landsjóðsköku loksins hlutu ég og þú. Sjálfir þeir i svefni og vöku sina betur fóðra kú. : : Þeir aðeins sjá þá öldnu leið að almenningur fórni sneið, og finna ekki að þetta er feigðarreið : Spörum betur, spörum fleira, spörum okkur rikisstjórn. Liklegt er að garpnum Geira gaman þætti að sýna fórn : Ráðuneytin ráða við að reyta af okkur stélfiðrið, og strá þvi yfir blessað ihaldið : S.E. Laus staða Staða læknis við heilsugæslustöð á Kirkju- bæjarklaustri er laus til umsóknar. Staðan veitist frá 1. október 1975. Umsóknir sendist heilbrigðis- og trygg- ingamálaráðuneytinu fyrir 15. ágúst 1975. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið 15. júli 1975. KROI M VE RÐ: Hámarks- verð KRON- VERÐ Kaffi 118.00 110.00 Strásykur 2kg. ? 396.00 Molasykur 1 kg. ? 235.00 Hveiti 5 los 241.00 218.00 Hveiti 10 Ibs 482.00 436.00 Vex þvottalögur 3,8 lítrar 511.00 460.00 KRON MATVÖRUBÚÐIR Fengu 28 stundir greiddar á sólarhring Vegna erfiðra að- stœðna uppi á heiði Fjórir fréttaritarar frá Egils- stöðum hafa birt sameiginlega fréttatilkynningar um ofanrit- að, sérstaklega varðandi vinnu- tima og matarkostnað. Af þessu tilefni þætti mér vænt um að neðangreindar nán- ari upplýsingar kæmu fram: 1. Vinnutimi við aöstöðusköpun rannsókna Bessastaðaárvirkj- unar Venjulegur vinnutimi er 8 klst. D + 2 klst. Y + 4 klst. N. Þegar verið var að koma upp iveruhúsnæði uppi á heiði i um 500 m hæð, var heiðin mjög blaut og öll aðstaða hin erfið- asta. Það tók starfsmenn stund- um allt að 7-8 klst. að komast á vinnustaðinn uppi á heiði, en að jafnaði munu hafa farið 6 klst. á dag i ferðalög. Vinnudagurinn nýttist þvi mjög illa. Ákvæði eru i kjarasamning- um um að ef vinnutimi fari fram yfir kl. 12 á miðnætti skuli allur næsti vinnudagur greiðast með næturvinnuálagi. Vegna hinnar erfiðu aðstöðu um flutninga að og frá vinnu- stað uppi á heiði, var ákveðið að starfsmenn dveldu þar eins lengi uppi á heiði, sem unnt væri. Þetta var erfitt fyrir menn, þvi uppi á heiðinni, þennan fyrsta tima, var húsnæði til skjóls og svefns mjög lélegt og hreinlætisaðstaða engin. Þess vegna varð að sam- komulagi að menn, sem að þessu unnu, fengju greitt 16 klst. dagvinnukaup, 4 klst. yfir- vinnukaup og 8 klst. nætur- vinnukaup, meðan á þessari erfiðu aðstöðu stæði, en það reyndist um 14 dagar, enda ynnu þeir svo lengi á sólarhring Rafmagnsveitu- stjóri lýsir kostnaðarþáttum við Bessastaðaár- og Lagarfoss- virkjanir sem unnt væri. Reynslan varð sú að þeir sváfu þarna oft aðeins 3-5 klst. á sólarhring. 2. Mötuneyti (aðallega Lagar- foss) A timabilinu 01. 06. 74 til 01. 05. 75 var kostnaður 7,3 Mkr., þ.e. til efnis i mat. Fæðisdagar á þessu timabili munu hafa verið 9858. Þetta þýðir að efni til matarins mun vera um 740.- kr. á mann á dag. Rétt er þó að reikna dæmið til fulls, þvi það er fleira en efnið i matinn, sem hér ætti að taka með. Suma útgjaldaliði má taka beint úr reikningum Rafmagns- veitnanna, en aðrir eru áætl- aðir. Heildarfæðiskostnaður við Lagarfossvirkjun reiknast þá þessi: Mkr. Efniimat 7,3 Laun 3,0 Launatengdurkostn. um 30% 0,9 Húsnæði: Stofnkostnaður skála alls um 15 Mkr., þar af vegna mötuneytis 1/3 hluti, eða 5 Mkr. Vextir og fyrning skála um 16% 0,8 Fyrning af endurnýjun áhalda um 0,2 Alls 12,2 Fæðisdagar ársins voru 9858 og verður þá fæðiskostnaður reiknaður i heild 12.200.00,-: 9858= 1.238.- kr. á mann á dag. Þessar tölur segja þó litið nema annað sé tekið til saman- burðar um fæðiskostnað vinnu- flokka úti á landi, fjarri heimil- um. Rafmagnsveiturnar hafa vinnuflokka við margskonar störf viðsvegar um landið. í mörgum tilvikum hafa þeir eig- in vinnubúðir, og þá jafnframt fæðisaðstöðu. í öðrum tilvikum, þegar um mjög fáa menn er að ræða, verður að kaupa þeim fæði á veitingastöðum, og enn er það að Rafmagnsveiturnar hafa verktaka, sem tekið hafa að sér verk að undangengnum útboð- um, og þessir verktakar taka þá starfsmenn Rafmangsveitn- anna i fæði, eftirlitsmenn og menn sem vinna að setningu vélbúnaðar við virkjanir o.fl. Rétt er að geta þess að áður- greindur fæðiskostnaður við Lagarfoss er fyrir morgunverð, hádegismat, eftirmiðdagskaffi, kvöldmat og kvöldkaffi. t fyrra tilvikinu, varðandi veitingahúsin, mun fæðiskostn- aður vera um 2.000,- til 2.500.- kr. á mann á dag. Hjá stórum verktaka, sem starfar fyrir Rafmagnsveiturn- ar eru reiknaðar 1.600 kr. á mann á dag. Eins og áður er greint frá telst þessi kostnaður við Lagarfoss hafa verið 1.238,- kr. á mann á dag. Landsmenn drukku vín fyrir miljarð á 3 mánuðum Á þriggja mánaða timabili, frá 1. aprfl til júniloka, keyptu islend- ingar áfengi i áfengisverslunum ÁTVR fyrir rúman miljarð, og er það um 300 miljón króna aukning miðað við sömu þrjá mánuði næstliðsins árs. Heildarsala á áfengi þessa þrjá mánuði var sem hér segir: Reykjavik kr. 807.156.290 Akureyri — 107.386.070 Isafirði — 31.988.100 Siglufirði — 15.563.940 Seyðisfirði — 28.625.630 Keflavik — 48.911.820 Vestmannaeyjum — 38.521.880 kr.1.078.153.730 Sömu mánuði 1974 var salan sem hér segir: Reykjavik Akureyri tsafirði Siglufirði Seyðisfirði Keflavik Vestmannaeyjum — 577.681.747 — 74.874.950 — 24.074.490 — 11.879.270 — 20.420.195 — 37.459.380 — 16.164.580 kr. 762.554.612 „Fúaveggir” — ný Ijóðabók „Fúaveggir” heitir ljóðabók sem nýlega kom út. Höfundur hennar er Sigurðar Arnason Frið- þjófsson, kornungur maður sem ekki hefur áður gefið út bók. Sig- urður sagði i stuttu viðtali við Þjóðviljann, að hann hefði nokkuð lengi haft handrit bókarinnar undir höndum og væru þessi ljóð innlend Siguröur Arnason Friðþjófsson. eins konar sýnishorn af þvi sem hann dundaði sér stundum við. Sigurður hefur i vetur stundað kennslustörf i heimavistarskóla úti á landi, en i vetur hyggst hann dvelja i Sviþjóð. .—GG Nato styrkir lœknanema Visindadeild Atlantshafs- bandalagsins hefur nýlega veitt hópi læknanema við Háskóla ts- lands, sem unnið hefur að ýmsum læknisfræðilegum könnunum, styrk til visindalegrar rannsókn- ar á heilsufari starfsfólks Kisil- iöjunnar við Mývatn, sem skipu- lögð hefur verið með tilsögn há- skólakennara og i samráði við heilbrigðisyfirvöld. Styrkurinn er að fjárhæð B. fr. 160.000,00 eða jafnvirði um 695 þúsund króna. Hér er um að ræða einn af svo- nefndum umhverfismálastyrkj- um bandalagsins, en þeir eru þáttur i starfsemi bandalagsins á sviði vandamála nútimaþjóðfé lags. Styrkjum var að þessu sinni út- hlutað til tiu umsækjenda i 9 að- ildarrikjum. Norrœnt þjóðdansamót Dagana 18. til 28. júli næst kom- andi verður samnorrænt þjóð- dansamót haldið i Reykjavik i fyrsta sinn. Hingað koma tæplega 300 manns frá Danmörku, Finn- landi, Noregi og Sviþjóð til þátt- töku i mótinu. Miðstöð mótsins verður i Menntaskólanum við Hamrahlið, en erlendu gestirnir gista i skól- um borgarinnar. Mikið verður um að vera þá daga, sem mótið stendur yfir, fyrirlestrahald, skrúðgöngur, ferðalög og að sjálf- sögðu verður dansað hvert einasta kvöld, sem mótið stendur. Þjóðdansafélag Rvikur og UMFl hafa staðið sameiginlega að undirbúningi móts þessa.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.