Þjóðviljinn - 12.09.1975, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 12.09.1975, Blaðsíða 2
2 SÍÐA — ÞJÖÐVILJINN Föstudagur 12. september 1975. Athugasemd við yfirsjónir sjónvarps og stjórnvalda Dalvík 28.9. ’75. Nú á tímum er mikið gumað af ritfrelsi, málfrelsi og skoðana- frelsi hér á landi, enda eru þetta sjálfsögð lýðréttindi. 1 stjórnarskrá íslands er þegn- um landsins heimiluð þessi rétt- indi. Menn skyldu ætla að rikið og stofnanir þess framfylgdu ákvæð- um stjórnarskrárinnar i hvi- vetna. En þvi miður er svo ekki eins og dæmin sanna. Hér skal rakið eitt dæmi varðandi þetta. tslenska sjónvarpið lét fyrir alllöngu gera þátt, sem bar yfir- skriftina ,,Það eru komnir gest- ir”. Þar ræddi Ömar Valdemars- son við þrjá valinkunna menn, þá Böðvar Guðmundsson, örn Bjarnason og Megas. Einnig léku þessir menn nokkur frumsamin lög og fluttu texta. Alþjóð veit, að mörg lög og margir textar, er þessir ágætu menn hafa samið og flutt eru helguð baráttunni fyrir brottför hersins. Svo einkennilega vill til, að þessi sjónvarpsþáttur hefur ekki fengist sýndur. Ástæðan er vafalaust sú, að þessir menn eru ágætir vinstri menn og hernáms- andstæðingar. Eðlilegt hefði ver- ið, að menntamálaráðherra, sem er æðsti yfirmaður islenska sjón- varpsins, hefði séð svo um, að þátturinn hefði verið sýndur, en þetta létráðherra hjá liða að gera og óvirti þar með islensku stjórn- arskrána. Mönnum gæti flogið i hug, að með þessum vinnubrögðum væri verið að útiloka þá menn frá þvi að koma fram i sjónvarpi, sem vilja landi sinu og þjóð vel, og það hafa þeir Böðvar, örn og Megas sýnt að þeir gera með þvi að leggja sinn skerf að mörkum til að losa islensku þjóðina við her- inn og þá smán, sem honum fylg- ir. Gaman væri að viðkomandi ráðherra og framkvæmdastjóri islenska sjónvarpsins svöruðu nokkrum spurningum varðandi þetta mál. 1. Sp. Er islenska sjónvarpið að leika sér með þá fjármuni, sem þvi eru úthlutaðir? 2. sp. Eiga sjónvarpsnotendur ekki að fá að sjá þennan þátt, og ef svo er þá hvers vegna? 3. sp. Er þetta það skoðana- og tjáningafrelsi, sem hér á að rikja ? Með vinsemd, G. Þorvaldsson. Duglegur skattstjóri Skattstjórar leggja sig misjafn- lega fram i sinum óvinsælu störf- um. Við fréttum það vestan úr ólafsvik, að þar væru sumir þeirrar skoðunar, að i þvi byggð- arlagi væri nú þrautseigasti skattstjóri norðan Alpafjalla. Hvernig sem þvi kann að vera varið, þá kemur sagan hér, höfð eftir Kjartani Þorsteinssy ni i Ólafsvik: Það var árið 1967 að við tókum okkur til einir 18 menn i Ólafsvik og mynduðum með okkur lausleg samtök um innkaup á heildsölu- verði. Við keyptum ýmiss konar sekkjavöru beint af heildsölum og skiptum henni niður i heimahúsi. Viðskiptin fóru þannig fram, að við höfðum samband við heild- sala. Fengum upplýsingar um verð, sendum síðan greiðsluna út i hönd og söluskattinn. Siðan fengum við vöruna senda heim. Þannig gekk þetta fyrir sig i tvö ár og samtals versluðum við fyrir um 300 þúsund krónur. Þetta var ekki formlegt félag,.heldur laus- leg samtök sem höfðu ekkert nafn, utan hvað við kölluðum þetta fyrirbæri okkar á milli „pönturtárfélagið”. •; . •.-..r"- - ;!:f Pipulagnir ,1 Nýlagnir, breytingar, | hitaveitutengingar. ] f1 . ''i Simi 36929 (milli kl. j 12 og 1 og eftir 7 á kvöldin). SENDlBÍLASrÖÐlN Hf Svo gerðist það fyrir fimm ár- um, að ég fæ senda rukkun frá skattstjóranum hérna, honum Jóni Eirikssyni sem áður var i Vestmannaeyjum. Hann krafði okkur um tekju- skatt, tryggingagjöld vegna starfsmannahalds og fasteigna- skatt vegna húseignar félagsins sem hann sagði vera og bað um aðstöðugjald lika. Fasteigna- gjaldið var miðað við húseign sem var metin á eina miljón. Að- stöðugjaldið var áætlað 75 þúsund krónur. Ég varð ansi hissa. Ég tók mig svo til og skrifaði skattstjóranum bréf, þar sem ég útskýrði þessi samtök okkar, sem hétu ekkert. Ekkert svar kom við þvi bréfi. Vegna þess að ég rétt kannast við skattstjórann, hringdi ég i hann og útskýrði málið munnlega. Hann bað mig þá skrifa bréf aftur og málið væri úr sögunni. Við seinna bréfinu kom svar. Hann lækkaði aðstöðugjaldið niður i 35 þúsund, en annað stóð óbreytt. Ég hélt auðvitað að maðurinn væri að grinast. Ég talaði við hann og hann sagðist þá hafa haldið að „pönt- unarfélagið” væri samtök flestra eða allra i ólafsvik og héti „Pönt- unarfélag verkamanna”. Svo gerðist það fyrir þremur árum, að skattstjórinn felur sýsluskrifstofunni hérna að inn- heimta þessi gjöld hjá „Pönt- unarfélagi verkamanna” sem ekki er til. Sýsluskrifstofan sendi mér reikning. Ég fór og talaði við þá. Þeir skildu málið, hlógu og gleymdu þvi. Þá liðu tvö ár og i sumar gerðist það'svo, að bless- aður skattstjórinn sendir mér enn reikning fyrir „útistandandi” sköttum og gjöldum „Pöntunar- félags verkamanna” — gegnum sýsluskrifstofuna. Ég aftur þang- að og mennirnir þar fórnuðu bara höndum : Drottinn minn byrjar nú sami hringurinn! Og við i Ólafs- vik höfum ekki keypt sekkjavöru siðan 1969 og biðum spennt eftir framhaldinu. sjónvarp nœstu viku Sunnudagur 18.00 Höfuðpaurinn. Banda- risk teiknimynd. Þýðandi Stefán Jökulsson. 18.25 Tónlistarhátið ungs fólk. Bresk myndum hljómleika- ferð, sem hópur ungs fólks frá ellefu löndum fór um Skotland og England. Ferðalagingu lauk með hljómleikum i Albert Hall i Lundúnum. Þar lék fiðlu- snillingurinn Kyung Wa Chung frá Kóreu með hljómsveitinni, en stjórn- andi var Leopold Stókovski. Þýðandi og þulur Ingi Karl Jóhannesson. 18.55 Kaplaskjól. Bresk fram- haldsmynd. Gjafahrossið. Þýðandi Jóhanna Jóhanns- dóttir. 19.20 Hlé. 20.00 Fréttir og veður 20.25 Dagskrá og auglýsingar 20.30 The New Settlers. Siðastliðið vor var breska söngsveitin The New Settlers á hljómleikaferða- lagi hér á landi, og kom þá meðal annars við i sjón- varpssal, þar sem þessi við eina fjölina felldur i ástamálum og hefur m.a. eignast dóttur með giftri konu. Nýr einkaritari ræðst í þjónustu Simpkins. Það er Andrea Warner ung og ógift. Skömmu siðar kemst hún i kynni við pilt, Philip Hart að nafni. Hann er kvæntur og tveggja barna faðir, en svo fer þó, að kynni þeirra verða nánari en þau höfðu ætlað i fyrstu. Simpkins hyggur á gerð erf ðaskrár, en þar er honum nokkur vandi á höndum, þvi hann þarf að taka tillit til dóttur sinnar, sem nú er orðin fullvaxta stúlka. 21.30 tþróttir. Myndir og fréttir frá i'þróttaviðburðum helgarinnar. Umsjónarmaður Omar Ragnarsson. 22.00 Frá Nóaflóði til nútimans. Breskur fræðslu- myndaflokkur um menningarsögu Litlu-Asiu og menningaráhrif, sem þaðan hafa borist á liðnum öldum. 3. þáttur. Frá Róm til Miklagarðs. Þýðandi og þulur Gylfi Pálsson. 22.30 Dagskrárlok. Steinunn Bjarnadóttir leik- og söngkona kemur fram i sjónvarps- þætti annan laugardag, þann 20. september, og syngur gamlar og nýjar gamanvisur. upptaka var gerð. Stjóm upptöku Egill Eðvarðsson. 20.50 Smásalinn. Breskt sjónvarpsleikrit, byggt á sögu eftir A. E. Coppard. Aðalhlutverk Keith Coppard. Þýðandi Jón Thor Haraldsson. Harvey er farandsali, sem ferðast um sveitir og selur bændum og búaliði ýmiss konar nauðsynjar. A bæ einum kemst hann i kynni við Mary og móðurhennar, sem er roskin og heilsuveil. Móðirin biður Harvey að kvænast stúlkunni, sem innan skamms á að erfa jörðina, og er þar að auki álitleg i besta lagi. Honum list vel á þessa hugmynd, en vill þó ekki rasa um ráð fram. 21.40 Hinn hinsti leyndar- dómur. Bandarisk fræðslu- mynd um rannsóknir á vit- undog lifskrafti. 1 myndinni er meðal annars fjallað um sjálfsvitund jurta og örvera, huglækningar og beitingu hugarorkunnar. Þýðandi og þulur Geir Vilhjálmsson. 22.20 íþróttir. Umsjónar- maður Omar Ragnarsson. 22.50 Að kvöldi dags. Séra Guðmundur Þorsteinsson flytur hugvekju. 23.00 Dagskrárlok. Mánudagur 20.00 Fréttir og veður. 20.30 Dagskrá og auglýsingar. 20.35 Allra veðra von. Bresk framhaldsmynd, byggð á sögu eftir Stan Barsow. 2. þáttur. Að höndla hamingjuna. Aðalhlutverk Alan Badel, Diana Coupland og Francis White. Þýðandi Óskar Ingimarsson. Efni 1 þáttar: Tom Simpkins tekur við vcrksmiðju föður sins að honum látnum. Tom er ekkill og býr með systur sinni. Hann hefur ekki verið þriðjudagur 20.00 Fréttir og veður. 20.30 Dagskrá og auglýsingar 20.35 Lifandi myndir. Þýskur fræðslumyndaflokkur. 7 þáttur. Þýðandi Auður Gestdóttir. Þulur Ólafur Guðmundsson. 21.50 Svona er ástin. Banda- risk gamanmyndasyrpa. Þýðandi Jón O. Edwald. 21.40 Einsöngur i sjónvarps- sal.Ungur, breskur bariton- söngvari, Simon Vaughan, syngur vinsæl lög m.a. eftir ftalska og bandariska höfunda, við undirleik Jónasar Ingimundarsonar, pianóleikara. Stjórn upptöku Andrés Indriðason. 21.55 Orloff-hesturinn. Finnsk fræðslumynd um sögu Or- loff hestakynsins, sem rússneskur hershöfðingi ræktaði fyrir löngu út af arabískum gæðingi og hefur nú dreifst viða um heim og notið mikillar hylli hesta- manna. 22.25 Dagskrárlok. Miðvikudagur 20.00 Fréttir og veður. 20.30 Dagskrá og auglýsingar 20.35 Alls konar hljómlist. Þáttur með blönduðu tónlistarefni. Meðal þátt- takenda eru söngkonurnar Monika Zetterlund og Sylvia Lindenstrand, selló- leikarinn Frans Helmersen og hörpuleikarinn Sergio Queras. Þýðandi Jóhanna Jóhannsdóttir. (Nordvision- Sænska sjónvarpið) 21.15 Saman við stöndum. Bresk framhaldsmynd. 6. þáttur. Sögulok. Þýðandi Dóra Ilafsteinsdóttir. Efni 5. þáttar: Sylvia fær þvi framgengt, að kven- réttindasamtökin opna skrifstofu i East End og veitir hún henni sjálf for- stöðu. Landsbury, þing- maður Verkamanna- flokksins, segir sig úr flokki sinum og berst harðlega gegn þvi að Frjálslyndum sé veittur nokkur stuðning- ur, fyrr en sáttafrumvarpið hafi verið samþykkt. Hann býður sig fram utanflokka i East End, en fellur. Konurnar halda áfram baráttu sinni, og loks er i þinginu samþykkt frumvarp um, að þeim kon- um sé sleppt úr fangelsi um tima, sem fara i hungur- verkfall, og þannig látnar afplána dóma sina I áföng- um. í mótmælaskyni ákveður ein úr hópi kvennanna fórna lífi sinu fyrir málstaðinn. Hún fleygir sér fyrir hest á veðhlaupabraut og slasast til ólifis. 22.30 Dagskrárlok. Föstudagur 20.00 Fréttir og veður. 20.30 Dagskrá og auglýsingar. 20.35 Sólin er Guð. Bresk heimildamynd um list- 5 málarann William Turner, ævi hans og listsköpun. Tumer fæddist i Lundúnum árið 1775 og gerðist snemma afkastasamur málari. Hann öðlaðist frægð og hylli og varð auðugur maður, en það nægði honum ekki, þegar til lengdar lét. Hann dró sig i hlé og reyndi eftir þvi sem við varð komið, að kaupa aftur öll málverk, sem hann hafði selt. Þýðandi og þulur Óskar Ingimarsson. 21.35 „Krakkar léku saman” Endurtekinn skemmtiþátt- ur i umsjá Rió tríósins. Halldór Fannar, Helgi Pétursson, og Ólafur Þórðarson syngja gaman- visur og þjóðlög. Þeim til aðstoðar eru Margrét Steinarsdóttir, Sigurður Rúnar Jónsson og fleiri. Fyrst á dagskrá 9. október 1967. 22.00 Skálkarnir. Breskur sakamálamyndaflokkur. Ránið. Þýðandi Kristmani Eiðsson. 22.50 Dagskrárlok. Laugardagur 18.00 tþróttir. Umsjónar- maður Ómar Ragnarsson. Hlé. 20.00 Fréttir og veður 20.25 Dagskrá og auglýsingar. 20.30 Læknir i vanda. Breskur gamanmyndaflokkur. Brúðkaupsferðin. Þýðandi Stefán Jökulsson 20.55 Steinunn Bjarnadóttir. Leik- og söngkonan Stein- unn Bjarnadóttir syngur gamlar og nýjar gaman- visur i sjónvarpssal. Undir- leikari Arni tsleifsson. Stjórn upptöku Tage Ammendrup. 21.15 Lestin. (The Train) Bandarisk biómynd frá árinu 1965. Aðalhlutverk Burt Lancaster, Paul Scofield og Jeanne Moreau. Þýðandi Jón O. Edwald. Myndin gerist i Frakklandi árið ’44. Landið er hersetið af Þjóðverjum, og þeir ætla sér að flytja ipikið af verðmætum listaverkum úr listasafni i Paris til Þýska- lands. Franskir föðurlands vinir vilja koma i veg fyrir þessa flutninga og reyna með ýmsum ráðum að tefja lestina, sem flytur hinn dýr- mæta farm. 23.20 Dagskrárlok. (-GGskráði) |

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.