Þjóðviljinn - 07.11.1975, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 07.11.1975, Blaðsíða 10
10 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 7. nóvember 1975. Um sveitavegi Framhald af bls. 9. hátt. öll þróun til baka i þessa átt er bændastéttinni eystra mjög ó- hagstæð og sérstaklega ýmsum bændum i þeim sveitum, sem hættast standa. Strandar á samgönguþættinum Samdráttur i mörgum sveitum i mjólkurframleiðslu nú á siðustu árum stafar einfaldlega af þvi að tilraunir i þá átt að auka þessa búgrein á undanförnum árum hafa að allt of miklu leyti strand- að á samgönguþættinum og orðið til þess, að aftur hefur verið horf- ið að sauðfjárrækt i þeim sveit- um, sem þó ættu að hafa öll skil- yrði betri til mjólkurframleiðslu. Helgi vitnaði siðan I heimildir ogsamþykktir heimamanna, sem allar hniga i sömu átt, þ.e. að samgönguerfiðleikar séu undirrót þess, hve illa gengur að auka mjólkurframleiðsluna og sums staðar dregst hún jafnvel saman: Sá aðili sem gleggstar upplýs- ingar getur veitt varðandi þennan þátt og eðlilega hlutdeild mjólk- urframleiðslu i búskapnum á Austurlandi, er Búnaðarsamband Austurlands og ráðunautar þess og vitað er, að þeir hafa uppi á- kveðnar tillögur og hugmyndir til úrbóta, sem taka verður mið af við úttektina. Þar hafa menn haft miklar áhyggjur af þvi, að þessi þáttur, þ.e.a.s. mjólkurfram- leiðslan, fer minnkandi samfara aukinni þörf fyrir mjólkurafurðir i vaxandi þéttbýlisstöðum svæð- isins og ekki siður með tilliti til þess, að Kaupfélag Héraðsbúa er nú að reisa nýtiskubyggingu við mjólkurbú sitt, sem kallar a.m .k. á verulega aukningu, ef sú fram- kvæmd á að nýtast sem best. Hér fara þvi fyllilega saman hags- munir bænda, þéttbýlisbúa og þess fyrirtækis, sem er aðalmið- stöð verslunar ogumsvifa á þessu svæði. Menn hafa af þvi vaxandi áhyggjur, ef m jólkurframleiðslan fer að dragast enn frekar saman á þessu svæði eins og þó allar horfur eru á. Vissulega eru margar ástæður sem hér liggja að baki, en þó munu samgöngurnar og óvissan gagnvart vetrarerfiðleikunum vera mjög áberandi þáttur. Vilja fá jafnari rétt Cttektin sem slik þarf að hafa aðgerðir að höfuðmarkmiði og að þvi lýtur siðari hluti tillögunnar. Ég þykist þess fullviss, að niður- stöður hennar leiði til þess, að ó- tvirætt verði að aðhafast eitt- hvað. Svo samdóma er álit allra þeirra, sem hér eiga að einhvern hlut og þá kemur auðvitað að hinu sigilda vandamáli, hvar á að taka fjármagnið. Ég skal ekki hér og nú fara enn einu sinni að tala um hraðbraut- irnar og siaukna vigt þeirra i fjármagni Vegasjóðs, en aðeins i fullri alvöru benda á, að ekki þyrfti nú að fresta mörgum km af hraðbrautarframkvæmdum til að gera stórvirki gagnvart þessum vegum eystra miðað við ástandið I dag. Og ég er meira að segja á þvi, að ef arðsemissjónarmið- ið kæmi inn i myndina út frá rétt- um forsendum, þá gæti það sýnt sig, að arðsemi úrbóta á lélegum sveitavegum eystra slagaði tölu- vert upp i þá útbásúnuðu arð- semi, sem hraðbrautirnar okkar eiga að skila okkur, og þá má einnig vera, að sú fjárfesting kæmi til góða fyrir verðugri aðila en margar aðrar, sem sjálfsagð- ar þykja. íbúarnir vilja a.m.k. fá jafnari rétt til að geta stundað betur þá atvinnugrein sem er öllum þar eystra nauðsyn að megi reka á sem bestan og heilbrigðastan hátt til heilla fyrir fjórðunginn. Fjármál Framhald af bls. 9. tryggja lýðræði og þingræði, og kvaðst hún helst ætla að fyrir- mynda væri að leita i Þýskalandi. Biði hún nú eftir nánari upplýsing um þaðan. Ekki fannst henni rétt að styðja þingsályktunartillögu Ragnars Arnalds, en hún væri ekki heldur ánægð með frumvarp Eykons. Stjórnmálaflokkarnir allir yrðu að taka þátt i þvi að móta heildarlöggjöf um flokkana. Albert styrkti Sighvat Sighvatur Björgvinsson talaði nokkuð um blaðastyrki. 1 kjölfar Sighvats sté Albert Guðmundsson I pontuna, all-r ábúðarmikill. Fluttihann þingi og þjóð þau tiðindi að hann væri nú sjálfur enn þeirra manna sem Al- þýðuflokkurinn hefði leitað til með ósk um fjárframlög, og hefði hann veitt honum úrlausn. En þótt hann segði nú frá þessu opin- berlega vildi hann ekki láta setja sig á lista yfir stuðningsmenn Al- þýðuflokksins. En hjartnæmt! Þá vék hann að ummælum Ragnars Arnalds um að Ar- mannsfell væri varla aflögufært, jafn litið og það telur fram af skattskyldum tekjum. Sagði hann að það hefði aldrei komið skýrt fram hvort miljónin kom frá fyrirtækinu sjálfu eða frá eigend- um þess. Sjálfan brysti sig minni til að segja nokkuð um það. En hitt væri vist að Armannssynir hefðu komið til sin og sagt sér að faðir þeirra heitinn hefði alltaf verið mikill stuðnings- og styrkt- armaður Sjálfstæðisflokksins. Vildu þeir nú styrkja flokkinn myndarlega svo sem eins og i minningu föðurins. Væri hann þeim innilega þakklátur fyrir M. 11M HV/CICI I. JLV%JIU góð matarkaup: 1 lítvi kostar kr. 185.- Það erugóð matarkaup í Emmess is. í hverri 60g sneið eru eftirtalin næringarefni: VítamínAi.e. 220 VítamínDi.e. 6 Vítamín B1 ug. 27 Prótm g 2,7 VítaminB2ug. 120 Hitaeiningar 102 þessa sonarlegu ræktarsemi, hvort sem gefandinn var nú fyrir- tækið eða þeir persónulega. Þá kom fram hjá Alberti að- hann teldi að saksóknari ætti nú að snúa sér að þvi að rannsaka at- ferli þeirra manna sem hefðu borið sakir á sig og athuga hvort þeir væru ekki réttdæmdir róg- berar Karlmennska? ólafur Ragnar Grimsson hrós- aði Alberti fyrir þá karlmennsku að koma þarna upp og flytja þing- heimi umbúðalausan boðskap sinn og færði þetta umræðuna á hærra stig. Yfirlýsing hans um fjárstuðning við Alþýðuflokkinn væri mikils virði, og þótt tillögu- gerð Ragnars Arnalds yrði ekki til annars en að fá fram þessa vitneskju, væri ekki hægt að segja tillöguna árangurslausa. Nægði að sannað var um framlög Ólafur fjallaði siðan I viðara samhengi um hin varasömu tengsl fjármála og stjórnmála. Minnti hann á það, hvernig slik mál ásamt öðrum urðu Nixon bandariskjaforseta að falli. Þar var sannað að fyrirtæki höfðu gefið i flokkssjóð án þess að fylli- lega hefði verið upplýst hvaða stjórnmálaaðgerðir sigldu i' kjöl- far slíkra gjafa. En þaö að fé hafði verið gefið var talin næg sönnun um atferli sem braut i bága við siðareglur bandarikja- þings. Þar af leiðandi var þetta atferli fordæmt og þeir menn lutu lágt sem að þvi stóðu. Þessar hliðstæður og andstæður væri rétt að draga fram i sambandi við at- burði i kringum Albert Guð- mundsson og Armannsfell. Umræðan stóð fram undir kvöldmat og töluðu ýmsir þeirra aftur sem nú hafa verið nefndir. Eyjólfur Konráð var orðinn svo heitur undir það siðasta að hann virtist ekki hafa fulla sjálfstjórn og er engum til góðs að hafa fleiri orð um það. Kirby Framhald af bls. 8. þurfa ekki að kviða framtiðinni ef rétt verður á málunum hald- ið, og þar uppfrá er 16 ára gam- all piltur, sem ég tel eitt allra mesta knattspyrnumannsefni sem cg hef séð á ferli minum sem knattspyrnumaður. Ef hann leggur hart að sér við æf- ingar á næstu árum, verður hann einn af þeim stóru i knatt- spyrnunni. Hann heitir Pétur Pétursson þessi piltur, og taktu min orð fyrir þvi. — Þrátt fyrir það sem ég sagði i upphafi um breytinguna sem felst i þvi að flytja til smá- bæjar, þá hefur mér liðið vel hér á landi, ég hef eignast hér góða vini, og það er gott að vera á ís- landi, sagði Kirby að lokum. —S.dór Körfubolti Framhald af bls. 8. mennirnir, sem hingað eru komnir, auki eitthvað á lifið i kringum þessa iþróttagrein. Leikir um helgina Ekki er óliklegt að leikurinn i Njarðvikum á morgun klukkan 14.00 verði leikur helgarinnar. Þar mætast lið 1R og UMFN. Á morgun er einnig 1. deildarleikur á Seltjarnarnesi, þar leika KR og Snæfell klukkan 14.00. A sunnu degi mætast síðan Fram og Snæfell á Seltjarnarnesi klukkan 18.00. —gsp Alþýðubandalagið NORÐURLAND EYSTRA.... Almennur fundur Akureyri Alþýðubandalagið á Akureyri boðar til almenns stjórnmálafundar i Varðborg kl. 2 á laugardag. Stefán Jónsson, Soffia Guðmundsdóttir og Helgi Guðmundsson tala. Fjölmennið! Almennur fundur Húsavík Alþýðubandalagið á Húsavik boðar almennan stjórnmálafund i Fé- lagsheimilinu á sunnudag kl. 2. Ræðumenn eru Stefán Jónsson, Óttar Einarsson og Helgi Guðmundsson. Fjölmennið á fundinn. Árshátið i Borgarnesi Arshátið Alþýðubandalagsins I Borgarnesi verður haldin laugardaginn 8. nóvember næstkomandi i Hótel Borgarnesi. Húsið verður opnað kl. 19, en kl. 20 setur Eyjólfur Magnússon hátiðina og borðhald hefst. Undir borðum verða flutt ávörp og skemmtiatriði. Þessir flytja: Eirikur Guð- mundsson, Guðmundur Þorsteinsson, Theódór Þórðarson, Jensina Waage o.fl. — Alþingismennirnir Jónas Arnason og Helgi Seljan verða meðal gesta og munu flytja skemmtiefni. Guðjón Pálsson leikur á pianó meðan á borðhaldi stendur. —Að loknu borðhaldi verður stiginn dans til klukkan 2 eftir miðnætti að minnsta kosti. Skemmtinefndin Laus staða Starf yfirleikmyndateiknara Þjóðleik- hússins er laust til umsóknar frá 1. janúar 1976. Laun samkv. 23. launaflokki rikis- starfsmanna. Umsóknir með upplýsing- um um menntun og fyrri störf sendist skrifstofu Þjóðleikhússins. Umsóknarfrestur er til 5. desember. 1 flokkur: . 9 ö 1,000 000 |cr 9 - 500.000 — 9 - 200.000 ~~ 3Ú0 - 50.000 - 2.790 f. 10.000 - a.280 - 5.000 — 9.000.000 kr 4.500.000 — l.BOO.QQQ ™ 18.000.000 — 27.900.000 ~~ 41 400.000 — 102.600.000 Aukavirmingcn'; 18 ó 50.000 kr. vinmngar 103.500.000

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.