Þjóðviljinn - 08.04.1976, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 08.04.1976, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 8. apríl 1976. ÞJÓDVILJINN — StÐA 7 Rœða Hans G. Andersens á hafréttarráðstefnunni i gœr: Minning Harða Guðmundsdóttir F 14. janúar 1912 - D 13. mars 1976 Hinn 13. mars s.l. lést Harða Guðmundsdóttir, Lindargötu 20, Siglufirði, á Sjúkrahúsi Siglu- fjarðar. Otför hennar fór fram frá Siglufjarðarkirkju þ. 20. mars s.l. Harða var fædd á Þönglabakka i borgeirsfirði 14. jan. 1912. For- eldrar hennar voru Guðmundur Jörundsson skipstjóri frá Hrisey og kona hans, Sigriður Sigurðar- dóttir frá Skarðdal i Siglufirði. Guðmundur drukknaði, þegar Harða var i frumbernsku. Seinni maður Sigriðar var Sigurhjörtur Bergsson, greindur og gegn maður, sem margir rosknir sigl- firðingar muna vel, en hann starfaði lengi sem vélgæslu- maður við gömlu rafstöðina. bau bjuggu áfram á Þönglabakka nokkur ár, en fluttust siðan að Staðarhóli i Siglufirði. Eftir fárra ára búskap þar fluttu þau yfir fjörðinn i kaupstaðinn, en þaðan eftir stutta dvöl til Hriseyjar. Þar bjuggu þau einnig stutt og fluttust aftur til Siglufjarðar. Átti Harða hér heima upp frá þvi. Arið 1930 réðist hún til starfa á simstöðinni i Siglufirði og vann þar til 1947. Hún giftist árið 1941 Braga Magnússyni, nú gjaldkera hjá bæjarfógetaembættinu i Siglufirði. Þau eignuðust fjögur börn. Tvö þeirra létust i fæðingu, en upp komust tvær dætur, Sigriður fædd 3. mars 1943, gift Reyni Sigurðssyni húsasmiða- meistara i Reykjavik, og bórdis Vala, fædd 27. júli 1947, gift Kristjáni Benediktssyni flug- manni i Reykjavik. Sigriður og Reynir eiga tvo syni, og Þórdis og Kristján einn. Harða komst til þroska á þeim árum, þegar sviptingarnar i verkalýðshreyf- ingunni voru mestar. Móðir hennar og Þóroddur bróðir hennar, sem var elstur systkin- anna, voru i forystuliði hinna rót- tækustu og harðskeyttustu, rót- tækir námsmenn, menntamenn og upprennandi stjórnmálamenn, sem sóttu hingað sumarvinnu, voru heimagangar hjá fjölskyldu hennar og heimilið sjálft raunar miðstöð sósialisma og verkalýðs hreyfingar i bænum. Sá mál- staður varð strax i æsku mál staður Hörðu, og frá honum hvik- aði hún aldrei. Hún var ein þeirra, sem hlutu dóm fyrir fram- göngu sina i Dettifossslagnum fræga 1934, og taldi sér að þvi heiður. Um skeið var hún umboðsmaður Verkalýðsblaðsins á Siglufirði. Harða veiktist af breklum og átti upp frá því við heilsuleysi að striða og þurfti að ganga undir margvislegar lækningaaðgerðir, m.a. tvisvar undir ,,höggningu”, sem olli þvi, að hún varð þvi sem næst ófær til allrar áreynslu og vinnu. Siðustu tvo áratugina munu hafa verið áhöld um, hvort hún dvaldist meira á heimili sinu eða á berklahælum og sjúkra- húsum. Það voru þung örlög fyrir konu, sém unni heimili sinu og var að upplagi mannblendin, glaðvær og félagslynd, að vera þannig svipt starfskröftum og úti- lokuð að mestu frá eðlilegu lifi og starfi. brátt fyrir þetta hélt hún alltaf meðfæddri reisn og hátt- prýði i fasi og framkomu. Hún var smekkvis i klæðaburði, kunni vel að haga máli sinu, sómdi sér vel hvar sem hún kom fram, og lét aldrei hugfallast. Með fráfalli Hörðu er horfinn af vettvangi bæjarlifsins i Siglufirði siðasti einstaklingurinn úr stórri fjölskyldu dugmikils fólks, sem um hálfrar aldar skeið átti drjúgan þátt i að móta og skapa sögu bæjarins. Þessu blaði og aðstandendum þess er ekki sist mikil eftirsjá að liðsemd þessa fólks. Ég leyfi mér fyrir hönd sigl- firskra sósialista að votta vanda mönnum Hörðu heitinnar samúð okkar, ásamt virðingu og þökk. Eiginmanni hennar, sem alltaf studdi hana og annaðist af dæma- fárri ræktarsemi og umhyggju, svo og börnum þeirra og barna- börnum. sendi ég og fjölskylda min persónulegar samúðar- kveðjur. Benedikt Sigurðssor Ákvörðunarréttur strandríkis verður að vera enflanlegur Við almennu umræðuna á Hafréttarráðstefnunni i New York flutti Hans G. Andersen, sendiherra, ræðu fyrir islands liönd i gær og ræddi aðaliega um skilgreiningu islendinga á hug- takinu efnahagslögsaga. i ræð- unni rökstuddi sendiherrann þá skoðun að ákvarðanir strand- rikis um auðlindir yrðu að vera endanlcgar, en mættu ekki vera háðar gerðardómsákvæðum. i ræðunni segir m.a.: „Eitt höfuðatriðið i sambandi við spurninguna um lausn deilu- mála er að leggja áherslu á nauðsyn þess að komið sé i veg fyrir að deilur risi, það er nauð- syn þess að efnisreglur sáttmál- ans séu svo skýrar og ljósar að engar deilur eða eins fáar deilur og mögulegt er risi Ég vil fjalla nokkuð um það atriði vegna þess að sendinefnd Islands telur það hafa höfuðþýðingu. Svo sem við höfum við fjöl- mörg tækifæri lagt áherslu á, verður ávallt að hafa i huga að unnið er að heildarlausn, þar sem hin einstöku höfuðatriði verða að vera i nákvæmu jafn- vægi. Að okkar áliti hljóta hinar fimm meginstoðir væntanlegs sáttmála að vera, i fyrsta lagi allt að 12 milna landhelgi, i öðru lagi óhindruð umferð um sund, i þriðja lagi afmörkun land- grunnsins, i fjórða lagi allt að 200 milna efnahagslögsaga og i fimmta lagi sérstakar reglur varðandi hið alþjóðlega hafs- botnssvæði. Vegna timaskorts mun ég nú aðeins vikja að hug- takinu efnahagslögsaga i þessu sambandi. Sendinefnd Islands telur að efnahagslögsöguhugtakið feli i «ér raunhæfa efnahagslega lög- sögu yfir auðlindum þar sem strandrikið hefur fullveldisrétt yfir auðlindum á svæðinu. bæði ólifrænum og lifrænum. Að þvi er varðar lifrænar auðlindir, mun það sem umfram er („sur- plus”), það er sá hluti leyfilegs aflahámarks, sem strandrikið sjálft getur ekki hagnýtt, verða Framhald á bls. 14. ORLOFSFERÐLR I.AI IN M-IGA SIJMAKin 1970 Brottfarardagar: Áfangastaðir: Apríl Maí Júní Júlí Ágúst Sept Okt. JÚGÓSLAVÍA: Portoroz (3 vikna ferðir) 2. 23. 14. 4. 25. 15. MALLORCA 14. 25. 14. 4. 9. 18. 30. 9. 21. 30. 11. 13. 1.3. 5. 17. 8. IBIZA 28. 11. 2. 23. OSLO 21. 28 4. 11. 18. 26. 2. 11. 17. 26.30. 9. 13. 20. 30. 5. 10. 17. STOKKHÓLMUR (Helsinki) 21. 28 4. 11. 18. 2. 26. 30. 9. 13. 20. 30. 5. 10. 17. KAUPMANNAHÖFN 18. 23 25. 30 1. 5. 8. 12. 15.19. 22. 26. 29. 3. 6. 10. 13. 17.20. 28. 31. 3. 7. 11. 14. 17.21. 25.28. 31. 5. 12. 19. LONDON 10. 17. 24. 1. 8 15. 22 29. 5. 12. 19. 26. 3. 10. 18. 25. 8. 15. 21. 28. 11. 18. 25. Vegna mikillar eftirspurnar er ráðlegast að panta í tíma. Ferð- in 2/6 til Júgóslavíu er þegar uppseld. Alþýðuorlofsafsláttur er veittur til félagsmanna ASÍ og INSÍ. Feröaskrifstofan Landsýn h.f. býður nú fjölbreytt val orlofsferða erlendis á hagstæðasta verði sem völ er á. Eftirsóttustu ferðamannastaðir Evrópu: PORTOROZ — MALLORCA — IBIZA Við vekjum sérstaka athygli á sérlega hagstæðum ferð- um til Júgóslaviu. Þangað skipuleggur Landsýn — fyrst íslenzkra ferðaskrifstofa — hópferðir í beinu flugi. Fyrsta flokks hótel, einkabaðströnd, sundlaug, óvenju tær sjór, margs konar aðstaða til úti- og innileikja, f jöl- þættir möguleikar til skoðunarferða m.a. til Feneyja og Austurríkis, auk fjölmargra innlendra staða. Ferðir til allra höfuðborga Norðurlanda vikulega á ó- venjulega hagstæðu verði: Osló, Stokkhólmur, Helsinki og Kaupmannahöfn. LANDSVN ALÞYDUORLOf FERDASKRIFSTOFA SKÓLAVÖRDUSTÍG 16 SÍMI 28899

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.