Þjóðviljinn - 29.06.1976, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 29.06.1976, Blaðsíða 4
4 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriöjudagur 29. júnl 1976. DJOÐVIUINN MÁLGAGN SÓSÍALISMA, VERKALÝÐSHREYFINGAR OG ÞJÓÐFRELSIS. Otgefandi: Otgáfufélag Þjóöviljans. Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann Ritstjórar: Kjartan Ólafsson Svavar Gestsson Fréttastjóri: Einar Karl Haraldsson Umsjón meö sunnudagsblaöi: Arni Bergmann Ritstjórn, afgreiösla, auglýsingar: Skólavöröust. 19. Sfmi 17500 (5 linur) Prentun: Blaöaprent h.f. HVER EINASTI EINN Sumarferðir Alþýðubandalagsins eru jafnan mikill viðburður hvernig sem skoðað er. Sumarferð sl. sunnudag var ein sú besta sem farin hefur verið; þátt- takendur voru hátt i niuhundruð og létu allir vel af ferðinni. Sumarferðir Alþýðu- bandalagsins einkennast jafnan af góðum félagsanda, skemmtun og fróðleiksleit. í hverjum bil eru vanir leiðsögumenn sem kunna glögg skil á landi og staðháttum. Ekki sist er mikilvægt um sumarferðir þessar að þar er jafnan lögð áhersla á virðingu fyrir landinu, gæðum þess, fegurð og sögu. Og ánægjulegt hefur verið að fylgjast með lifandi þátttöku allra ferðalanganna _i þessári viðleitni. Sumarferð Álþýðubandalagsins 1976 hafði öll þessi góðu einkenni sumarferð- anna, en þær eru raunar einnig merki um pólitiskan styrk Alþýðubandalagsins. Sá fjöldi sem tekur þátt i sumarferðunum ber vott um traustan fjöldastuðning Alþýðu- bandalagsins á höfuðborgarsvæðinu. 1 sumarferðinni sl. sunnudag flutti Hákon Guðmundsson, formaður Landverndar, ræðu, sem öllum viðstöddum verður lengi i minni. Hún var kröftug og vel gerð áminning um varð- veislu landsins — fyrir ágangi mannanna, vélanna og erlendrar ásælni. Hákon Guðmundsson lauk ræðu sinni með þessum orðum — þau gerum við nú að okkar og tökum undir: ,,Við höfum þegar hafist handa um að klæða sandinn aftur i sina grænu skikkju. Og skógum landsins gefum við nýjar tegundir gagnviða og aukum þannig •skilning á gildi þeirra og verðmæti. Hið gamla kemur þar aftur i nýrri og betri mynd. Með sama hætti eigum við nú að geta snúið þjóðinni nýja hugarfarsþætti i stað þeirra, sem hafa slitnað eða trosnað i ölduróti siðustu áratuga. Á þeim vettvangi ættum við einnig að geta ofið gömlu góðu mynstrin með nýjum, sterkum og litrikum þráðum. Frelsi og sjálfstæði hverrar þjóðar er gert úr mörgum strengjum og það er undir styrkleika þeirra og samvindu komið hve fullveldi hennar stendur föstum fótum. Meginstyrkur þeirrar samvindu er, að þjóðin meti og virði land sitt með sérkennum þess, kostum og göllum. Við verðum að skilja og muna, að náttúra landsins og saga þess, tunga þjóðarinnar og menning hennar með sér- kennum sinum er vöggugjöf okkar — arfleifð, sem okkur ber að varðveita, láta hana aukast og eldast til bóta og skila henni áfram i hönd komandi kynslóðar. Og þetta er arfleifð, sem við verðum að sýna fullan trúnað i orði og athöfn. En til þessarar varðveislu þarf bæði vit, vilja og staðfestu. Sé islendingurinn þeim kostum búinn, getur hann kinnroðalaust og einarður tekið undir þessa skýlausu heitstrengingu Jóhannesar úr Kötlum: Vér stöndum, hver einasti einn, um ísland hinn skylduga vörð: Af hjarta við leggjum nú hönd á heilaga jörð og sverjum að sameinast best þess sál, þegar hættan er mest. Hver einasti einn.” —s. yiLBOÐ_ÓSKASTj Haröar deilur standa nú milli hernámssinna. Eigast þar viö þeir sem vilja hafa hernám og herstöövar fyrir sakir hugsjóna sinna og þeir sem telja aö nú sé fullsýnt aö bandarikjamenn séu með viöbúnaö sinn hérlendis fyrst og fremst fyrir sjálfa sig og til að verja sjálfa sig, og þvl beri að taka af þeim „aðstööu- gjald”. 1 þessum deilum má sjá hversu erfitt það er fyrir menn aö horfa uppá það þegar goö- sagnir, sem þeir hafa trúaö á, eru afhjúpaöar — svo sem gerst hefur I vetur — þegar það hefur komið rækilega I ljós, f fyrsta lagi aö bandarikjamenn ætluöu sér að ná hér fótfestu löngu áöur en Atlantshafsbandalagiö var stofnaö og i ööru lagi aö þeir ætluöu aö hafa sfn áfrif á þjóð- ina og innanrfkismál f samvinnu viö innlenda vini sina. Þaö er hernám hugarfarsins. Það hefur þeim tekist aö nokkru marki svo sem sjá má, þegar leigusjónarmiöiö hefur nú gosiö upp. 1 grein I Alþýöublaðinu segir m.a.: ..Höfundur þessara lfna er eindregiö þeirrar skoöunar, aö þaö geti skipt sköpum i þjóöar- sögunni, hvort tekst aö kveöa þennan hugsunarhátt niöur eöa 1 Framkvæmdastofnunin víkkar út verksvið sitt: Gaf M.A. hálfa milljón á 30 ára stúdentsafmæli forstjórans ViB skólaslit Menntaskólans á Akureyri fyrir skömmu til- kynnti Sverrir Hermannsson, aB Framkvæmdastofnun rtkisins hefBi ákveBiB aB gefa skólanum hálfa milljón króna til aB láta rita sögu hans. AB sjálfsögBu var þessi rausnarlega gjöf þegin meBþökkum, en nú eru einmitt 30 ár síBan Sverrir Hermanns- son, annar af forstjórum Fram- kvæ m dastofnunar, lauk stúdentsprófi frá M.A. 1 samtali viB AlþyBublaBiB sagBi Tryggvi Gislason skóla- meistari, aB nú yrBi hægt aB hefjast hand viB ritun á sögu menntaskólans. AriB 1980 eru liBin 100 ár frá stofnun MöBru- vallaskóla, sem var undanfari menntaskólans. Þegar skóla- húsiBá Mööruvöllum brann áriB 1902var skólinn fluttur tU Akur- eyrar og var nefndur gagn- fræBaskóli allt fram til ársins 1930. ÞaB eru þvl 50 ár liBin frá formlegri stofnun menntaskóla á Akureyri áriB 1980 fvo segja má a6 þaB ár verBi haldin tvö- föld hátiB. Er gert ráB fyrir aB þá komi út saga skólans. Tryggvi Gislason sagBi aB búiB væri aB ákveBa hver sæi um aB skrifa bókina en ekki væri hægt aó skyra frá þvi aB svo stöddu. A sinum tima reit SigurBur GuBmundsson sögu Möóruvallaskóla og Arni heitinn Kristjánsson menntaskóla- kennari skrifaBi byggingasögu menntaskólans þannig aB til er mikiB af heimildum. 1 fyrra kom út saga Mennta- skólans í Reykjavik og var hún gefin út meB styrk frá Fram- kvæmdastofnuninni. —SG Þeir sjálfstæöismenn sem baristhafa haröast gegn Framkvæmdastofnun voru sem kunnugt er beygöir I vetur.er rikisstjórnin lagöi fram kákfrumvarp um stofnunina. En nú hefur annar kommisarinn hnykkt á sigri sfnum I málinu meö þvf aö vlkka út verksviö Framkvæmda stofnunar, svo sem sjá má á meöfylgjandi úrklippu úr Alþýðublaöinu. ekki. Það er tilgangslaust með öllu að reyna aö klæöa bón- bjargarstefnu af þessu tæi f ein- hvern búning nauösynlegs varn- arviöbúnaöar. Bandariska varnarliöiö hefur ekki lagt fram neinar tillögur eöa óskir um aukinn varnarviöbúnaö f land- inu.enda er aöalstyrkur varn- arsamstarfsins viö Bandarfkin I þvi fólginn, aö sá sem réöist á landið væri jafnframt aö segja Bandarfkjunum sjálfum strfö á hendur.Sú staöreynd er áhrifa- rikasta öftrun gegn aöför aö landinu og þess vegna gerist ekki þörf á aö fjölga I varnarliö- inu eöa auka varnarviðbún- að.Ef ekki væri til aö dreifa sllkri samtenginu viö hernaöar- mátt Bandarlkjanna, væri sjálf- sagt ekki hægt að verja landiö innrás nema meö tugum ef ekki hundruöum þúsunda her- manna.En þess gerist sem fyrr segir engin þörf vegna sam- tengingarinnar viö bandarlskan hernaðarmátt.” En ef ekki er hægt aö verja landiö nema meö hundruöum þúsunda hermanna og gildi varnarliðsins er bara táknrænt, — er þá ekki nóg aö hafa svo sem eina fjölskyldu á vellinum? Eða bara fámennt en harö- snúiö liö Islenskra hug- sjóna(her)manna? Norrœnt samstarf Forsiöufrétt I Tlmanum á sunnudag er fagur vottur um norræna samstööu: Bjuggusteins og veizlugestir JH-Reykjavík — Þess voru dæmi, aö fólk brygöist raeB hátiBlegum hætti viB sjón- varpsdagskránni I fyrra- kvöld. Þá var sýndur annar þáttur viBtals viö Halldór Laxness og þar á eftir brúB- kaup Sviakonungs. — Jú, viB geröum þaö, sagði frúin hafnfirzka, þegar viö hringdum á hana. Maö- urinn minn fór I kjól oghvitt, rétteins oghann sjálfurværi einn brúökaupsgestanna, og ég i siöan kjól. En þiö megiö alls ekki nefna nöfnin okkar, þó aö ég segi eins og var, þegar þiö spyrjiö. Viö gerð- um okkur þetta til gamans — þaö stóð lika svo á, að ég var nýbúin aö kaupa blóm, svo aö þetta gat allt veriö hátiö- legt. Kampavlnsflösku átt'- um viö ekki. En ég Itreka þaö, aö nöfn okkar verða aö liggja íþagnargildi — ekki af þvi aö viö séum svo sérstak- lega spéhrædd, heldur væri þaö hvimleitt, ef allir f æru aö tala um þetta viö okkur. Þaö er þreytandi, svoleiöis. Viö höfum ekkert gaman af þvf aö vekja athygli umfram þaö, sem fylgir þvi aö vera til. — Nei, þaö var nú ekki ég, sem átti uppástunguna, heldur maöurinn minn. Jú, þetta frekar smágamansemi heima fyrir en einhver hug- myndaauögi. A ekki heim- ilislifiö að vera skemmti- legt? Þá veröiu- aö hafa ein- hverja viðleitni til þess aö

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.