Þjóðviljinn - 04.07.1976, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 04.07.1976, Blaðsíða 8
X StDA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 4. júll 1976 Á útifundi hjá sósialistum: Soares er i ræöustól en Mitterand kom einnig til Rómar til aö styöja viö bakiö á De Martino (sem er hér til vinstri við ræðumann) — (Ijósm. áb). öreigalýðræöismenn formæltu hinni sögulegu málamiölun (ljósm. áb). Agnellifjölskyldan kemur á FIAT-skipinu til aö bjarga PRI, lýðveldis- flokkinum (úr Rinascitá). t fyrirsögnum blaöa um úrslit itöLsku kosninganna bar mest á þvl aö tveir væru taldir sigurveg- arar: kommúnistar, PCI og kristilegir demókratar, DC. Þeir heföu báöir bætt stöðusina frá þvi i borgar- og héraösstjórnar- kosningunum i fyrra. Aðrir flokkar og hugsanlegir banda- menn þeirra beggja heföu minnkað aö sama skapi — bæöi sósialistar og litlir miðflokkar. 1 þessari túlkun gleymist þaö, aö þegar á heildina er litið hefur italska þingiö færst verulega til vinstri frá þvl sem var eftir slö- ustu þingkosningar. Litið á töfluna sem greininni fylgir. Vinstri armurinn, PCI, PSI (sósialistar), DP (öreiga- lýöræöi) og Radikalir hafa samtals fengið 295 þingsæti, og bætt viö sig alls 55. Þvi sem sósialistar töpuöu hefur nýr flokkur, náskyldur þeim, radi- kalir, unniö. Ef við svo litum á hægri og miðjublökkina, þá hefúr hún 297 þingsæti i fulltrúadeild og hefur tapaö 33 (hér eru spyrtir saman lýðveldissinnar, PRI, sósialdemókratar, PSDI, kristi- legir, DC, og frjálslyndir PLI, en þjóðverjar I Suöur-Týrol PPST, látnir liggja á milli hluta). Svo koma nýfasistar, MSI,sem fengu 35 þingsæti og töpuöu 21. En af þvi, aö enginn treystist til aö stjórna með þeirra aöstoö jafnvel ekki að reikna meö atkvæðum þeirra i vissum málum, þá koma þeir útreikningum á stjórnar- möguleikum liliö viö. Blakkirnar tvær hafa hvorugar meirihluta i 630 manna þingdeild (hér er öld- ungadeildinni sleppt til ein- földunar). Það er þvi ljóst, aö engin stjórn veröur til á ttaliu nema aö sósialistar, PSI, komi þar viö sögu, en þeir hafa átt mikiö samstarf viö kommúnista i verklýðshreyfingunni og í borgarstjórnum.enviðkristilega i landstjórn. Við munum þvi sér- staklega vikja aö þeim flokki undir lokin, en byrja yfirferö um flokkakerfið lengst frá hægri. Nýfasistar. Nýfasistar eru sem sagt stikk- fri i ftalskri pólitik, a.m.k. opinberlega, þvi að þeir eru notaöir til ýmissa illra verka á bak viö tjöldin. m.a.af Nato. Einn af frambjóöendum þeirra, Miceli hershöföingi, fyrrum yfirmaöur leyniþjónustuhersins, hefur veriö fyrir rétti, sakaður um samsæri gegn rikinu; nú kemst hann vist á þing og fær þinghelgi. Flokkur þeirra, MSI, er sterkastur meðal kaupmanna, leifa landeignar- aðals og embættiskerfis Mussolinis i Róm. Flokkurinn tapaði miklu, enda biðlaöi helsti kosningastjóri kristilegra, Fanfani, óspart til hægri atkvæöa tilaðbjarga flokkisinum. Foringi nýfasista, Almirante, var einmitt sérlega gramur yfir þessu —væri krisblegum nær aö reyna aö stööva lekann frá sér til vinstri en aö biðla til sinna manna. Þóttist hann þó i blaði sinu, Secolo, eftir kosningar drjúgur yfir þvi, aö „MSI er óhjákvæmilegur til aö halda uppi andkommúniskum meirihluta á þingi”. Hinir „leiku” flokkar. Þá :r komiö aö þrem smáflokkum sitt hvorum megin viö DC. Frjálsly ndir, fóru herfilega útúrkosningum, misstu 15 þingmenn af 20, og sjálfsagt fór þaðallt til að bjarga kristilegum. Einn forystumanna þeirra kvartaöi reyndar um þaö I La Stampa.aö frjálslyndir væru svo frjálslyndir aö þeir kysu alig nema PLI. Lýrveldisflokkurinn, PRI, hélt hinsvegar veiii nokkurnveginn og má þakka það öflugum stuöningi ýmissa at- kvæöamanna meðal italskra iöju- hölda. Sósialdemókratar, PSDI, biðu mikiö afhroð. Þeir eru nú komnir DProl Voti % S. SJO FLOKKAR OG SVO SÓSlAL niöur I 3,4% atkvæða og misstu hálfan þingflokkinn. Þeir stóðu mjög illa að vigi karlagreyin, þvi kristilegum haföi með list og vél tekist að koma miklu af ábyrgð- inni á Lockheedmútuhneyksl- unum yfir á einn helsta foringja þeirra, Tanassi. Hinn aldni höföingi flokksins, Saragat, var svo sár yfir öllu saman, aö hann sagði sig úr stjórn hans. Ekki bætti það svo úr skák, aö sósial- demókratar höföu ekki upp á annaö betra að bjóöa i hneykslan- legri stöðu sinni en haröan and- kommúnisma, sem reynist ekki sérlega vinsæll á ítaliu eins og dæmin sanna. Kristilegir. Um þennan stærsta flokk ítaliu mætti aö sjálfsögðu skrifa mjög langt mál. Ekki veröur þaö ti- undað enn einu sinni hér, aö stjórnhans hafi veriö ,,bæöi spállt og óhæf” eins og rithöfundurinn Moravia komst að oröi I nýlegu viötali. En þaö skiptir mestu þegar flokkur þessi er skoöaöur, að hann er m jög samsettur. Hann á sér ramman ihaldsarm, frjáls- lyndan arm og nokkuö svo vinstri- sinnaöan — er þarma. átt viö þá sem standa aö hinum kaþólsku verklýðsfélögum. Þaö er á þessum margbreytileik i DC sem kommúnistar hafa ööru fremur byggt kénningu sina um „sögu- lega málamiölun” eöa a.m.k. bráöabirgöasamstarf helstu flokka um stjórn landsins. Nú er það svo, aö i kosninga- hriöinni réð hægri armur flokksins og þá Fanfani mestu. Ógnun kommúnismans var mjög haldið á lofti og þar með þvi að aldrei mætti treysta kommún- istum fyrir frelsinu. Ef að Berlinguer er alvara meö sinn „evrópukommúnisma” þá munu sovéskir samt fara fyrr eða slðar eins að viö hann og Dubcek. Auk þess var hamrað á þvi, að ltalia myndi einangrast i Nato og EBE ef aö kommúnistar fengju mikinn sigur. Það var neitaö aö ræöa til- gátu eins og þá, aö kannski fengi Efnahagsbandalagið meira fjár- málatraust á ítaliu, ef hinir stjórnsömu kommúnistar ættu aðild að stjórn. En þótt DC héldi velli á þingi, þá hefur flokkurinn ekki leyst nein vandamál. Hóparnir innan hans munu halda áfram aö deila um valkosti. Það vita allir að óhjá kvæmilegt er aö hafa samráð við kommúnista, a.m.k. um efna- hagsmál. En kristilegir geta ekki komiö sér saman um þaö inn- byröis hvernig beri að standa að sliku sambandi. Gerjunin innan flokksins mun þvi halda áfram — og það er þessvegna sem foringi kommúnista, Berlinguer, segir nú: Okkur liggur ekkert á, viö biöum eftir þvi, upp á hverju þiö stingið. Nýir smáflokkar til vinstri. Radikalir eru litill flokkur sem rétt slapp inn á þing meö fjóra fulltrúa. Þetta er dálitið skemmtilegt fyrirbæri og sér- kennilegt. Þetta er mann- réttindaflokkur, sprottinn upp úr hreyfingum sem veriö hafa i gangi á undanförnum árum. Rauösokkur eru þar fjölmennar og konur meira en helmingur frambjóöenda. Þaö er baristfyrir hjónaskilnaði, frjálsum fóstur- eyöingum, kynlifsfræöslu, rétt- indum hómósexúalista, rétti manna til að neita herþjónustu (flokkurinn er friöarsinna). Bar- áttuaöferöin er „andóf án of- beldis”. Þessir flokkur hélt lif- lega fundi á Piazza Navona með kærleiksblómum rauöum og hispurslausu tali foringjans Panella viö sitt liö. Flokkurinn tók einkum frá sósialistum (sem misstu einmitt fjóra þingmenn), en haföi sett sér að styrkja vinstrikantinn, eöa a.m.k. gera hann skemmtilegri. DP, öreigalýöræöi, fékk nær 560þús. atkvæða ogtiu þingmenn. DP er kosningabandalag þriggja hópa byltingasinna, PDUP (sem margir eru komnir úr kommún- istaflokkinum), Framvaröarsveit verkalýös, AO, sem er skyld maósitum og Baráttan heldur áfram (Lotta continua). Þessi fylking átti i þeim vandræöum, að PDUP vildi helst ekki vera i slag- togi með Lotta continua, en það eru menn sem mjög eru fúsir til að láta hendur skipta, hertaka hús eða fyrirtæki osfrv. PDUP aftur á móti, þeir hafa mjög hugann við það, að halda komm- únistum til vinstri — meðan ýmsir bandamenn þeirra telja vonlaust að hokra að þeim „endurskoðunarsinnum”. Þessi fylking slóst undir vigoröinu: Gegn kristilegum — og gegn hinni sögulegu málamiðlun! — og vildi helstkomasti þá aðstöðu, aö hafa þau 2-3% atkvæöa sem dyggðu til þess aö vinstriö samanlagt væri i meirihluta á þingi. Þá væri hægt aö bera upp kröfu um alþýðu- stjórn. Þessi fylking náöi minni árangri en búist haföi verið viö, eöa svo sagöi Lucio Magri frá PDUP I viðtali — framboð til vinstri viö kommúnista hefur stundum áöur safnað meira fylgi. Hann kenndi um sundurþykkju og óvissu i liöinu. Trotskistar vorusér á báti. Þeir ætluöu að kjósa kommúnista- flokkinn. (Posadas: „Þaö er sá flokkur sem er helstur fulltrúi verkalýsstéttarinnar”). Um hreinræktaða maóista veit ég ekki, en þeir eru lika til. Milli steins og sleggju. Og þá er komið aö þriöja stærsta flokki landsins, PSI, sósialistum, sem er i þeirri sér- kennilegu stöðu að vera hálf- partinn neyddur til að kveöa upp úr um þaö hverskonar sam- steypustjórn skuli sitja i landinu, eina flokkinum, sem hefur virkt sambandviðbáöa stóru flokkana. Fasistar eru óhreinu börnin á þingi: hér er áhlaupasveit þeirra aö verki i Milano.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.