Þjóðviljinn - 13.08.1976, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 13.08.1976, Blaðsíða 8
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 13. ágúst 1976 Hagna Magnúsdóttir Herdls ólafsdóttir og Solveig Brynjólfsdóttir 27722 A fjóröu hæð Landsbankans i Austurstræti er simagæslu- herbergiö. Þar sitja þær daginn langan Ragna Magnúsdóttir og Guörún Björt Zophaniasdóttir og svara upphringingum, en annars vinna þrjár konur viö þennan starfa i aöalbankanum. Til þeirra liggja 40 simalinur, og stundum eru þær allar upp- teknar, en þaö er vist ekki nema stutta stund i senn, sem þannig stendur á. Simaboröið eða skiptiboröiö er ákaflega tæknilegt, amk. ef miöað er við fornaldarverkfæri þaö, sem Landssimanum hefur þólmast aö úthluta okkur hér á Þjóöviljanum og mynd birtist af annars staöar á siöunni. A skipti- boröi Landsbankans eru blikandi ljós og aragrúi hnappa og auk þess skermur sem sýnir númer það, sem simsvararnir velja innan bankans svo auðvelt er aö sjá hvort rétt númer hefur veriö valiö eöa ekki. Þaö eru margs konar erindi sem hringjandinn ber upp við simsvarann. Oft rekur sá er ‘ hringir raunir sinar fyrir þeim sem svarar og komið hefur fyrir aö simsvararnir hafi verið beönir um aö kaupa vixil. Guörún sagöi okkur, aö á dögunum heföi veriö hringt og spurt eftir einhverri Gurúnu, sem ætti Moskvits og ætlaði aö selja hann og ynni i Landsbankanum. Þvi miöur tókst ekki aö hjálpa þeim sem hringdi i þetta sinn,þvi yfir 30 Guörúnar vinna i bankan- um. Eagna Magnúsdóttir sagöist hafa unnið viö þetta starf alla sina ævi og hefði ekki i hyggju að skipta um starf, en Guörún Björt hefur unniö viö þetta siðan i vor. Báöum þykir þetta hiö prýði- legasta starf. 25000 1 stjórnarráði lýðveldisins Is- lands liggja 40 simalinur og eru tengdar i jafn tæknilega fullkom- iö skiptiborö og i Landsbankan- um. Oft höfum við hér dáðst að þvi fólki sem daginn langan situr og svarar mörg hundruð, jafnvel þúsundum simhringinga hvern dag, hlustar á mis- bliðlega frambornar óskir, en heldur ró sinni. Þvi var það á miðvikudaginn var að blaðamaður og ljósmyndari lögðu land undir fót með það fyrir augum að hitta að máli nokkra þeirra, sem þann starfa hafa að svara i sima og heyra hvernig þeim likaði starfinn. HANN ER A TALI - VILDUÐ ’ÉR BÍÐA? Jóhanna Ingvadóttir. Viö simsvörun i Stjórnarráöinu vinna fjórar konur. Þrjár hittum við fyrir, en sú fjóröa var i sumarfrii. Auk stóra skiptiborðs ins er annað minna, hvaöan liggja linur i ýmsar áttir til starfsmanna ráöuneytisins, en þó helst til ráöherra og annarra stór- menna, og mætti þvi kalla þaö ráöherraborö, en simsvararnir sóru þó fyrir aö þeir kölluðu þaö sllku nafni, enda ráöherrarnir allir hinir almennilegustu og al- þýðlegir, og sögöu sama hver þeirra væri og aö reyndar heföu ávallt veriö slikir menn I ráö- herrastóli. Þegar okkur bar aö garöi voru viö simsvörun þær Sólveig Brynjólfsdóttir, Herdis Ólafs- dóttir og Jóna Kristjánsdóttir. Sögöu þær, aö oft virtist starf þeirra likara almennu upplýsingastarfi fyrir borgina en simsvörun i ráöuneyti. Margir hringja i 25000 og spyrja hvaö sé nú til ráöa þegar þetta eöa hitt hefur átt sér staö eöa boriö aö höndum og siöan þurfi þær aö finna liklegan staö, þar sem vandamál simhringjandans yröu helst leyst. Þaö er ógnarlega mikiö notaöur simi hér á landi. Til marks um þaö sögöu þær okkur stöllurnar, aö skiptiboröiö sem i ráöuneytinu er, mundi nægja til þess aö full- nægja allri simanáttúru fólks i 7 þúsund manna þýskum bæ, og

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.