Þjóðviljinn - 21.09.1976, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 21.09.1976, Blaðsíða 10
10 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN' Þriöjudagur 21. september 1976 Elías sigraði í tugþrautinni r en var nokkuð langt frá Islands meti — ÍR sigraði i bikarkeppninni í fjölþrautum Elías Sveinsson úr KR sigraði í tugþrautar- keppninni í bikarkeppni FRÍ í fjölþrautum. Elías hlaut 7374 stig, sem er hans besti árangur, en nokkuð langt frá Islandsmetinu. Það var dálítið einkenni- legt hve misjafnlega Elíasi gekk í þrautinni. ( sumum greinum náði hann sínum besta árangri á árinu, eins og í hástökki, 1,98 m. og í stangarstökkinu, 4.22 m. En í öðrum greinum gekk honum illa. Hefði hann verið við sitt besta í öllum greinum, hefði hann sett glæsilegt (slandsmet. 1 2. sæti varö Friörik Þór Óskarséon, sem hlaut 5993 stig, sem er hans besti árangur, og í 3. sæti varð Asgeir Þór IR með 5542 stig, og árangur þeirra Friðriks og Asgeirs færði IR sigur i bikar- keppninni, samtals 11.535 stig. Stefán Hallgrimsson KR hætti keppni eftir fyrstu greinina, og þvi varð KR af sigri i tug- þrautinni, en af þvi að þetta var siðasta frjálsiþróttarmót sumars ins má geta þess, að Stefán Hall- frimsson hefur aldrei á sumrinu omist i gegnum tugþrautar- keppni. —S.dór. Elias Sveinsson náöi sinum besta tugþrautarárangri á sumrinu. Björgvin Björgvinsson átti ágætan leik meö Vikingum og er hér á leiöinni inn I vitateig Vaismanna. Handknattleikur: Óvænt úrslit í fyrstu umferð Rvíkurmótsins Valur tapaði fyrir Armanni9 og Fram jafntefli gegn KR Reynslan hefur sýnt að sjaldan er mikið að marka fyrstu leikina i handknattleiknum á haustin, en eigi að siður koma úrslit i nokkrum leikjum Reykjavikur- Víkingi og náði aðeins mótsins i handknattleik i fyrstu umferð mjög á óvart. Þau úrslit sem mest koma á óvart er tap Vals fyrir Vikingi og þó alveg sérstaklega Ár- manni, en Valur varð sem kunnugt er i 2. sæti bæði i deild og bikar i fyrra. Þá máttu framar- ar þakka fyrir að ná jafntefli gegn KR, en menn hafa búist við miklu af Fram-liðinu i vetur. Annars urðu Urslit leikja um helgina þessi: Vikingur — Valur 24:23 IR — Armann 25:14 (13:4) KR — Fram 15:15 (7:7) Þróttur — Fylkir 21:13 (12:6) Valur — Armannl5:16 Vikingur — Leiknir 23:19 IR-ingar koma á ðvart með stór- góðum leik gegn Armanni og 11 marka sigri. Þessi tvö lið skiptu um sæti i deilunum i fyrra, Ar- mann fór niður i 2. deild en IR uppi 1. deild. Þróttur og Vikingur unnu auðvelda sigra yfir Fylki og Leikni. En eins og áður segir, er of snemmt að draga ályktanir um styrkleika liðanna af þessum fyrstu leikjum. Menn hafa oft . brennt sig á sliku.og verðum við að biða lengur og sjá til, þvi að veikari liðin byrja oft betur en þau sterkari sem siga á hægt og bitandi, og ótrúlegt er að jafn sterk lið og Valur og Fram hafi sýnt það besta sem þau búa yfir I þessum fyrstu leikjum sinum. —S.dór Tottenham mistókst að herinn” 65. árið í röð sigra „Rauða og Liverpool hefur þar með tekið góða forystu í 1, deildinni Liverpool tók um helgina for- ystu i 1. deildarkeppninni ensku með þvi að sigra Tottenham 2-0 á heimaveili. Tottenham átti I vök að verjast alian timann og þeim mistókst 65. áriö i röð að bera siguroröaf „Rauða hernum” svo- kailaöa. Liðið hefur ekki sigrað Liverpool i deildakeppninni i allan þennan tima.og um heigina byrjaði leikurinn á þvi aö Totten- ham misnotaöi vitaspyrnu sem hugsanlega heföi getað gert út um leikinn. N-irski landsliðsmarkvörðurinn Pat Jennings lék þarna sinn 450. leik á tólf ára ferli sinum og varð hann tvivegis að sækja knöttinn í markið eftir gullfalleg mörk þeirra David Johnson og Steve Heigway strax i fyrri hálfleik. Liverpool, sem áður hafði haft forystuna á markahlutfallinu ein- göngu tók þar með eins stigs for- skot i 1. deildinni og byrjar þvi vörn meistaratitilsins vel. Middlesbrough, sem hafði deilt efsta sætinu með Liverpool, fann sig aldrei i leiknum gegn Manchester Utd. og tapaði 0-2 eftir mikla hrakninga. öllu betur gekk hjá Manchester City, sem ekki hafði sigrað i deildakeppninni á útivelli siðan i Framhald á bls. 14. Stones sigraði pólverjann af öryggií Bandariski heimsmethafinn i hástökki, Dwight Stones, hefndi ófaranna á Olympíu- leikunum er hann tapaði fyrir pólverjanum Jacek Wszo nokkuð óvænt. Um helgina mættust þeir kappar á miklu frjálsiþróttamóti i Paris og sigraði Stones þá með þriggja sentimetra forskoti á hinn nitján ára gamla pólverja sem ekki gekk heill til skógar að þessu sinni. Stones stökk þó ekki nema 2.26 metra, en hann reyndi þvi París næst við nýtt heimsmet, er hann lét hækka beint upp f 2.33 metra, sem er einum senti- metra betra en heimsmet hans. Stones gerði tvær til- raunir en var langt frá þvi aö ná árangri. John Walker frá Nýja- Sjáiandi sigraði af öryggi I bæði 1500 og 3000 metra hlaup- unum, og fékk hann timana 3.55.1 mln. og 7.52.4 min. 1 kringlukasti sigraöi Mac Wilkins frá Bandaríkjunum að venju, og kastaði hann 68.28 metra.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.