Þjóðviljinn - 03.10.1976, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 03.10.1976, Blaðsíða 13
12 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 3. október 1976 Sunnudagur 3. október 1976 ÞJÓÐVILJINN — SIDA 13 AAeðan enn var veidd síld á Islandi gerðist margt ævintýrið, jafnt í mannlífi sem fjármálalífi okkar ís- lendinga. Síldveiðar og síldarvinnsla hefur alla tíð haft yfir sér einhvern sér- stakan ævintýra Ijóma í vitund þjóðarinnar og manni býður í grun að menn hafi í skjóli þessa litla fiskjar getað gert margt, sem mönnum undir öðrum kringumstæðum hefði ekki liðist. Allir kannast við söguna af (s- landsbersa, sem Halldór Laxness skrifaði, hann lifði og starfaði í Djúpuvík og vann þar sín misjöfnu verk. Og það er einmitt Djúpavík í Reykjarfirði á Ströndum, sem við ætlum að ræða hér um. í eina tíð var Djúpavík ,,síldar- borg". Þar var söltuð síld og þar var síld brædd og þar bjuggu hundruð manna. Þeir sem leggja leið sína til Djúpuvíkur í dag geta séð leifar þessa alls. Auð og tóm, niðurgrotnandi ibúðarhús, leifar af stórri sfldar- verksmiðju, sem stendur þarna eins og minnisvarði um ævintýra- fjármálapólitik, spýtnarusl, sem einu sinni var löndunarbryggja eða bryggjur, sildarsöltunarplan og annað athafnasvæði fyrir sild- arvinnslu. Leifar af stórum lönd- unarkrana, sem sjálfsagt hefur verið einn sá fullkomnasti á sinni tiö og svo til að skreya allt saman liggur skrokkurinn af þvi fræga farþegaskipi Suöurlandinu uppi fjöru við hlið verksmiðjuhússins. Auðvitað lánaði rikissjóður spekúlöntunum fyrir þessu öllu saman á sinni tið, en svo hvarf sildin af þvi svæöi sem hentar þessum stað og þá var hlaupiö brott og allt skilið eftir til þess eins að grotna niður. „Hvað mun- ar oss bændur um 50 fjár”. Djúpavik er i landareign jarð- arinnar Kjós i Reykjarfirði. Fyrir 1920 var þarna aðeins venjuleg falleg vik með góöri höfn frá nátt- úrunnar hendi. En um 1920 komu sildarspekúlantar auga á Djúpu- vik, sem heppilega sildarsöltun- arstöð og þá byrjaði ævintýriö. En það stóð stutt, sfldarsöltun lagðist af á Djúpuvik eftir fáein ár og kyrrð og ró færðist yfir þennan afskekkta stað á ný. En áriö 1934 ákváðu forráðamenn út- gerðarfyrirtækisins Alliance h.f. og Einar Þorgilsson i Hafnarfiröi að hefja Djúpuvik aftur til vegs. Þessir aðilar mynduðu hlutafé- lagið H/F Djúpavik, hvorki meira né minna, og var verkefni þessa nýstofnaða félags að verka sild á allan þann máta sem islendingar kunnu, en það var á þeim árum söltun og bræðsla. Hafist var handa um að byggja sildarverksmiðju og hún var ekki i kotungsstil. Sama var að segja með bryggjur og löndunarkrana, allt var stórt og fullkomið eins og best gerðist á þessum árum. En til að vinna við þetta allt saman þurfti fólk og yfir það varö að .byggja. Frá fyrri sildarárum staðarins voru til nokkur hús, en þar sem hátt var stefnt hjá stór- MYNDIR OG TEXTI S.DÓR. Minnisvaröi um mikib athafnalíf fyrr á árum. Svona lltur athafnasvæöiö frá sildarárunum dt. Verksmiöjuhúsiö t.v. íbúöarhús beint framundan. huga mönnum voru þau húsa- kynni alls ekki nægjanleg og þá var bara að bæta við og það var gert. Siðan hófst vinnslan og um leið mikill uppgangstimi þessarar litlu vikur norður við Dumbshaf. Fyrst komu tugir, siöan hundr- uð manna til Djúpuvikur til að fá vinnu og þar var verk að vinna fyrir hverja heila hönd. Þarna var kvennaskáli og karlaskáli og þarna voru ibúðarhús fyrir þá sem voru á staðnum allt árið. Og mannlifið blómstraði. Meira að segja munaði litlu að fólkiö á Djúpuvik næði að bylta þvi mikla goði strandamanna Hermanni Jónassyni. Það gerðist með þeim hætti að ihaldið undi illa veldi Hermanns á Ströndum og gerði hrið, harðari en nokkru sinni fyrr að Hermanni, meira að segja Olafur Thors var mættur til leiks, þegar halda skyldi mikinn fram- boðsfund á Hólmavik. En Her- mann átti svo mikið fylgi að ekki var talið vogandi að ráöast gegn honum án liðsstyrks og hvar var hann að fá á Ströndum? Jú, auð- vitað i Djúpuvik. Fólkið þar haföi ekki haft tima til að heillast af Hermanni eins og aörir stranda- menn. Togari frá Alliance h.f. var fenginn noröur og hann tók alla rólfæra menn á Djúpuvik og flutti til Hólmavikur, þar sem djúpvik- urmenn skyldu hrópa húrra fyrir Ölafi Thors og öðrum ihalds- mönnum, þegar orðagliman við Hermann hæfist. En húsið á Hólmavik var ekki stórt og hús- gögn þess af vanefnum gerö. Þeg- ar svo húsið var orðið yfir fullt og hver bekkur setinn fleirum en hann bar, hvað við brestur mikill. Ólafur Thors var þá i ræðustól og gripur augnablikiðogsegir: „Þar brast sýslan undan Hermanni” og þá áttu djúpvikingar auðvitað að Þar sem allt iöaöi af lífi fyrir 30 árum er nú aö mestu auðn og tóm, en eftir standa niðurgrotn- andi mannvirki og íbúðar- hús, sem minna á draugaborg klappa, en Hermann var fljótur til svars og mælir af bragði: „Nei, þetta var traustabrestur” og um leið gall við fagnaöarópið frá djúpvikingum, aðeins of seint, það kom eins og húrra fyrir Her- manni og þar með snérist fundur- inn i höndum ihaldsmanna og Hermann bar sigur af hólmi eins og alltaf á Ströndum. En sildin, þessi fallegi litli fisk- ur, sem er kenjóttari en nokkur kona, hafði ekki meira dálæti á Djúpuvik, en öörum þeim stööum sem hún hefur haft velþóknun á smá tima og lyft til rikidæmis. Hún sem sagt hvarf af þeim mið- um sem næst voru Djúpuvik og færði sig á þau mið sem hentuðu siglfirðingum, eyfiröingum og jafnvel þingeyingum best. Og þá lækkaði smám saman risið á Djúpuvik. Eitthvað var þó unnið við sfld þar fram yfir 1950, en það var ekki nema skugginn af þvi sem áður var meðan hægt var að smala þar fólki til að gera atlögu gegn Hermanni. Og fólkið fór burtu hægt og hægt og þar kom að aftur var orðin auðn og tóm i Djúpuvik. Eftir stóð stór og glæsi- leg verksmiðja, hvert ibúðarhús- ið öðru glæsilegra, söltunarplön og bryggjur. Og allt var þetta lagt upp fyrir veður og tima að vinna á. Og veður og timi spyrja ekki um verðmæti, allt verður að láta undan þessum öflum og svo sann- arlega hefur allt sem skilið var eftir á Djúpuvik orðið þessum öfl- um að bráð. í dag búa fáeinar manneskjur á Djúpuvik og dunda sér viö fisk- veiðar á smábátum svo og ein- hverja rækjuvinnslu og una glað- ar við sitt. En allt þar um kring um niðurgrotnandi mannvirki, sem minna á gamla veldistima þessa afskekkta þorps i Reykja- firði á Ströndum. —S.dór. Löndunarkraninn var mikið mannvirki, nú lltur hann og löndunarbryggjan svona út. (Ljósm. S.dór). DJÚPAVÍK

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.