Þjóðviljinn - 20.03.1977, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 20.03.1977, Blaðsíða 5
Sunnudagur 20. mars 1977 ÞJÓDVILJINN — SIÐA — 5 Viðtal við Silju Aðalsteinsdóttur 1 ritröðinni Studia íslandica er komin út bók eftir Silju Aðalsteinsdóttur sem heitir Þjóðfélagsgerð ís- lenskra barnabóka. Hún er að uppruna kandidats- ritgerð i islenskum bókmenntum og byggir á könn- un á um 160 barnabókum, sem út komu á árunum 1960-1970. Eit sem þetta er ánægjulegur vottur um hugarfarsbreytingu hjá þeim sem leggja stund á bókmenntir: viðfangsefni eru miklu oftar en áður valinnálægt okkar samtíma, og einnig eru skoðaðir hlutir sem þóttu vart ómaks verðir: bamabækur voru til skamms tima ein slik hornreka, enda þótt fátt skipti kannski meira máli i bókmenntalifi þjóð- ar en að barnabækur séu skrifaðar af hæfu fólki, sem bæði hefur góðan skilning á þeim tima sem við lifum og vandamálum sem helst steðja að lesend- um, börnum og unglingum. Silja AOalsteinsdóttir ásamt börnum sinum: þaö heföi veriö skemmtiiegast aö byggja á reynslu barnanna sjálfra. Flóttinn frá veruleikanum 1 íslenskum bamabókmenntum f spjalli viö Silju meö uppflett- ingum i hennar greinargóöu rit- gerB sjálfa, kemur þaB fyrst af öllu fram, aö henni finnst islensk barnabókagerö i heild mjög göll- uö. Frásagnartæknin sjálf er oft mjög frumstæö — einatt er sagan syrpur atvika um eina aBalper- sónu og eru atvikin sjálf oft ein- hverskonar fastagestir sem þramma sig á milli bóka hvaö eftir annaö. Eöa þá aö notuö er reyfaraformúla, innflutt og mjög hrá (börn eltast viö glæpamenn). Persónulýsingar eru alla jafna mjög einfaldar — börnin i bókun- um eru falleg, góð og gáfuö, og fullorönir litlu siöri. Hinu illa er komiö fyrir I nokkrum alspilltum bófum — eöa þá timbundnum prakkaraskap. Eftir þvi er veru- leikamyndin oftast mjög einföld- uö og fegruö — persónuleg og fé- lagsleg vandamál annaöhvort varla til nema svo sem I baksýn, eöa þá aö þaö reynist mjög auö- velt aö leysa þau (gerfilausnir). Sögusviöiö er i mjög verulegum hluta bókanna liöin tíö I dreifbýli, en forðastermargt þaö sem mæt- ir þéttbýlisbörnum okkar tima. Afstaöa hlutverka kynjanna og sambúö er mjög Ihaldssöm. En frá öllu þessu eru samt sem áöur mjög merkar undantekningar þar sem fara bækur höfunda, sem I senn kunna miklu betur til verka en obbi þeirra sem skrifa fyrir þennan aldursflokk — og um leiö eru ekki smeykir viö aö draga fram raunveruleg vandamál I raunsæislegu samhengi. 1 þvl sambandi veröur Silju tiöræddast um Stefán Jónsson, Ragnheiöi Jónsdóttur og nokkra höfunda abra. Þetta kemur semsagt I ljós þeg- ar dregin er saman heildarmynd af aöalpersónum barnabóka, um- hverfi þeirra, þjóöfélagsstööu þeirra, skóladvöl, framtlöar- draumum, afstööu til fulloröinna, til hlutverka kynja, ptarfa, til strlös, atvinnuleysis, ofbeldis, annarra þjóða, yfirvalda og þar fram eftir götum. Illur grunur staðfestur — Ég haföi þaö á tilfinningunni frá yngri árum, segir Silja, aö ég fyndi ekki I bókum, sem ætlaðar voru mínum aldursflokkum, þaö sem ég helst vildi fræöast um. Þaö var aö sjálfsögöu hægt aö leita I fulloröinsbækur, en ég man aö mér þótti þab hart, hve marg- ar og stórar eyöur voru i þeim bókum sem ætlaöar voru mér og minum líkum. Ég byrjaöi sem- sagt á þvl aö rifja upp eigin reynslu. Og þaö heföi reyndar verið skemmtilegast að gera þessa úttekt á islenskum barna- bókum út frá reynslu barna, byggja á ítarlegum viötölum viö sjálfa leséndur barnabóka. En þaö heföi reynst mér of yfirgrips- mikiö. Þá var hin leiöin tekin — aö athuga hvort þessi „tilfinning” mln kæmi heim og saman viö heildarmynd þá, sem islenskar barnabækur gera — eöa hvort ég haföi blátt áfram lesið rangar bækur og ekki nógu margar. Niöurstaban var svo sú, aö at- hugun min stabfesti mjög ræki- lega hina almennu hugmynd sem éghaföifengið. Aöslepptum þeim fáu höfundum sem upp úr standa er ástandið heldur verra en maö- ur heföi haldiö. Utan við hættusvið Eins og viö höfum veriö aö tala um: Vandamálin i þessum bókum eru oftast smá og afgreidd yfir- boröslega, þau spretta ekki af innri átökum sé heldur eru sögu- efnin tilviljun eöa slys og allt reynist á endanum heldur auö- leyst, enginn þarf aö leggja sig fram, takast á viö meiriháttar Vanda. Ég segi undir lokin: „Höf- undar bókanna foröast flestir raunveruleikann, hlaupa frá nú- tímanum, neita aö skilja hann og fyrirgefa honum og börnum hans, og geta þvl hvorugu lýst á sann- ferðugan hátt. Þeir hafa fordóma gagnvart sinum tima og sérkenn- um hans” Þetta kemur fram m.a. I þvl sem við áöan minntumst á — hve mjög höfundar sækja aftur i liö- inn tíma. Einnig I mjög þröngri afstööu til þess vanda, sem við getum oröaö á þá leið „það má ekki hafa neitt ljótt' fyrir börn- um”. Samkvæmt þessu eru t.d. ástir unglinga eitthvaö ljótt og þar meö feimnismál — en hins- vegar ekki hirkaleg slagsmál við glæpamenn. Af tvennu illu — ef svo mætti segja — ,velja höfund- arnir spennu glæpasögunnar heldur en spennu tilfinninganna — hvort sem um er aö ræöa fyrstu ástir, sambúö viö foreldra eöa sambýliö I skólanum. Þeir hlutir eru ekki haföir meö yfirleitt, nema mjög yfirboröslega. Fæstir höfunda — sem eru alls 55 og hafa um 80% þeirra verið viöriönir kennslu — þora aö fást viö tilfinn- ingar sem fara yfir visst hitastig. Hver vill skrifa? Eins og oft er tekiö fram, þá getur veriö hæpið að setja fram kröfur til einstakra höfunda, um aö þeir fáist viö þetta tiltekna mál eöa hitt. En þegar maöur hefur skoðað allt þetta magn bóka, sem Að hverju leita þau? spannar heilan áratug, þá finnst mér sá i fullum rétti, sem gagn- rýnir þaö, aö ekki er nema aö litlu leyti horfst I augu við þau vanda- mál sem börn og unglingar eru alltaf aö hnjóta um. Til dæmis held ég, aö ýmislegt þarflegt um kynferðismál kæmist betur til skila .i vel geröum unglingasögum heldur en i skólafræöslu um kyn- ferðismál. Kannski ætti aö reyna aö fá unglinga til aö skrifa sjálfa — ég veit skemmtileg dæmi um að það hafi vel tekist, t.d. á Eng- landi. Eitt ráö væri beinlinis aö freista kunnáttumanna úr hópi rithöf- unda til aö skrifa fyrir þessa aldursflokka. Stefán Jónsson hélt þvi fram meö góöum rökum, aö það væri erfiöara aö skrifa fyrir börn en fulloröna. En hér viröist svo hafa farið i reynd, aö áhuga- menn hafi verið áræönari viö aö leggja út i aö skrifa fyrir börn en fulloröna — kannski I trausti þess, aö kröfurnar til slikra bóka væru vægari en þær sem eru gerðar til annarra bóka. Eitt af þvi, sem kom mér á óvart, var einmitt þaö, aö þaö var svo mikill og greini- legur munur á betri barnabókum og hinum sviplausu, lélegu. Skörp skil á milli þeirra sem skrifa fyrir börn af þvl aö þeir geta þaö, og hinna sem telja að þeir veröi aö hafa eitthvaö gott fyrir börnum — eöa þá spinna reyfara af van- efnum. Millibækurnar voru furöulega fáar. — Ég sé, aö þú hefur, eins og gert er viöa annarsstaöar, skoöaö misræmi á stéttaskiptingu I bókunum og i samfélaginu. Reyn- ist ekki erfitt aö vinna úr sllkri flokkun? — Jú, þarna veröur margt á reiki um þaö, hvernig á ab meta tekjur, menntun, eðli starfs osfrv. til stéttarskiptingar og sjálfsagt ýmislegt vafasamt, sem ég geri I þeim efnum. En ég vildi fyrst og Framhald á bls. 22 (Mmx HEFURDC SMAKKAÐ ÞAD JNÝJASTA FRA FRON?

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.