Þjóðviljinn - 25.03.1977, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 25.03.1977, Blaðsíða 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 25. mars 1977 Málgagn sósíalisma, verkalýöshreyfingar og þjóðfrelsis. Otgefandi: Útgáfufétag Þjóöviljans. Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann Ritstjórar:Kjartan ólafsson Svavar Gestsson Fréttastjóri: Einar Karl Haraldsson. Umsjón meö sunnudagsblaöi: Árni Bergmann. Ctbreiöslustjóri: Finnur Torfi Hjörleifsson. Auglýsingastjóri: Úlfar Þormóösson Ritstjórn, afgreiösla,- auglýsingar: 'Sföumúla 6. Simi 81333 Prentun: Blaöaprent hf. Svona miklu lengur en áður að vinna fyrir sömu vörum Launakjör vinnandi fólks ákvarðast af þvi hversu lengi menn eru að vinna fyrir sinum nauðsynjavörum. Það stoðar litt, að fá fleiri krónur borg- aðar út, ef minna fæst fyrir vikukaupið en áður meðan krónurnar voru færri. Þetta þekkja allir. Það er þvi ekki krónufjöldinn, sem segir til um kjörin heldur hitt, hversu lengi menn eru að vinna fyrir sinum nauðsynjum. Hvað þarf launamaðurinn að leggja fram margar vinnustundir til að geta keypt þetta eða hitt vörumagn? Þjóðviljinn hefur að undanförnu birt býsna athyglisverðar upplýsingar um þróunina i þessum efnum undanfarin þrjú ár. Við völdum af handahófi 40 tegundir vöru eða þjónustu, sem allur almenningur þarf að nota. Við leituðum upplýsinga hjá Hagstofu tslands um hvað hver tegund vöru eða þjónustu kostaði i febrúar og i mai 1974, og hvað sömu vörur kosta nú á fyrsta fjórð- ungi ársins 1977. Við bárum þróun verðlagsins saman við þróun kaupsins hjá Dagsbrúnarverka- mönnum, sem vinna samkvæmt 6. taxta Dagsbrúnar. Við birtum dæmi um eina vörutegund á dag, byrjuðum 22. jan. s.l. og fertugasta og siðasta dæmið birtum við nú i vikunni þann 22. mars. Niðurstaðan sem nú liggur fyrir af þess- ari könnun er ákaflega athyglisverð. Það var alveg sama hver af þessum 40 tegund- um vöru og þjónustu var tekin til athugun- ar, — i hverju einasta tilviki tók það lengri tima nú en fyrir þremur árum að vinna fyrir sama vörumagni, og yfirleitt mun lengri tima. Sé miðað við febrúarmánuð 1974 og at- hugað, hversu mjög kjörin hafi versnað siðan þá, kemur þetta i ljós: Sé verkamaðurinn að vinna fyrir bió- miðum eða sveskjum þá hefur vinnutim- inn lengst um 5-10%. Sé verkamaðurinn að vinna fyrir rauð- sprettu, blönduðu grænmeti, tóbaki i nef- ið, þvottadufti, vatni frá Hitaveitu Reykjavikur eða rúgbrauði þá hefur vinnutiminn lengst um 10-20%. Sé verkamaðurinn að vinna fyrir súr- mjólk, maltöli, vinarpylsum, rjóma, ýsu, smjöri, nýmjólk, kindalæri, súpukjöti, niðursoðnum perum, appelsini, kinda- kótelettum, fargjaldi með sérleyfisbifreið, mjólkurosti, camelsigarettum, bensini eða þorskflökum þá hefur vinnutiminn lengst um 20-30%. Sé verkamaðurinn að vinna fyrir kinda- kjötshakki, ýsuflökum, karlmannanærföt- um, fiskhakki, eða vinnubuxum, þá hefur vinnutiminn lengst um 30-40%. Sé verkamaðurinn að vinna fyrir kaffi, salti út á grautinn, hraðsuðukatli, stigvél- um á böm eða saltfiski þá hefur vinnutim- inn lengst um 40-50%. Sé verkamaðurinn að vinna fyrir kinda- bjúgum eða rafmagni til heimilisnota þá hefur vinnutiminn lengst um 50-60%. Og sé verkamaðurinn að vinna fyrir haframjöli, strætisvagnafargjöldum eða baðmullarhandklæði þá hefur vinnutim- inn lengst um 73-111%. Þarna hafa menn kjaraskerðinguna i hnotskurn, og það lætur greinilega nærri, að nú i mars 1977 þurfi menn að vinna fjóra tima i stað þriggja i febrúar 1974 til að geta keypt sama magn af nauðsynjum fyrir launin. í þessu sambandi skiptir krónutalan engu máli, það er sjálfur vinnutíminn, sem sker úr um kjörin, og það er mæling vinnutimans, sem sýnir ofangreinda nið- urstöðu. Hér er ekkert um að villast. Eigi verka- maðurinn að ná þeim kjörum, sem hann bjó við i febrúar 1974, þannig að hann sé jafn lengi og þá að vinna fyrir sinum nauð- synjum, þá þarf kaupið að hækka um nær 30% án nokkurra frekari verðlagshækk- ana. Alveg sérstaklega viljum við vekja á þvi athygli að hér er verið að bera saman kaupmátt nú, og kaupmátt i febrúar 1974, — það er fyrir kjarasamningana, sem gerðir voru um mánaðamótin febrú- ar/mars 1974. Til þess hins vegar að ná kaupmættin- um, sem um var samið i lok febrúar 1974 þyrftu launin að hækka enn meira. Ætlar verkafólk á íslandi að þola þetta rán? Kusu menn Framsóknarflokkinn og Sjálfstæðisflokkinn til að tryggja akkúrat þessa útkomu? k. Ungkratar með hýrri há Ýmislegt sem heyrist frá Alþý&uflokksmönnum er viö- felldnara en sósialistar eiga aö venjast frá þeim herbúöum. Og eins og veröa vill er þaö ungliöa- deildin sem gengur nokkrum skrefum framar en hinir eldri I einhverskonar vilja til róttækni. Til dæmis aö taka mætti visa til SUJ siöu I Alþýöublaöinu á föstu- daginn var. Ýmislegt i henni geturhljómaö spaugilega, eins og þegar ungkratar ,,uppgötva”allt I einu verulega stéttaskiptingu á Islandi og eru hróöugir yfir, eins og vonlegt er. Þarna er og mjög hvatt til samstarfs verklýösflokk- anna og er augljóst aö bandalag vinstri sinna i Frakklandi er skoöaö sem æskileg fyrirmynd. A siöunni eru t.d. eftirfarandi athugasemdir um afstööu Al- þýöuflokks og ungkrata til utan- rikismála, en sá málaflokkur er tekinn sem dæmi um aö ungkröt- um hafi tekist aö snúa „flokkslin- unni” þannig aö hún falli þeim betur, þótt sinnaskiptin séu aö visu ekki talin nógu gagnger hjá þeim eldri: ,, Þannig má nefna málaflokk eins og utanrikismál. Þar hefur flokkslinan jafnan veriö keimlik linu Sjálfstæöisflokksins, eöa Bandarikjasinnuö I meira lagi. Herinn ætti aö ilendast á landinu og Island um kyrrt 1 NATO. Ekkert megi setja út úr sér á alþjóöavettvangi, sem stritt geti gegn hagsmunum vinanna í vestri. Ungir jafnaöarmenn hafa um áraraöir veriö þessari ósjáli- 4 STJðRNMÁL Frá SUJ Samband ungra jafnaðarmanna UrasjónT Tryggvi Jónsson. Bjarni P. Magnósson. Cuómiindur Arni Slefánsson, Oðinn Jonsson STEFNUMIÐ Samherjar en þó ágreiningur Stefánssyni, I grein sem hann skrifar I VIsi nú i gær, en þar er hann mjög óhress yfir þeirri ósvifni Morgunblaösins aö þaö vænir sjálfan Benedikt Gröndal um kommatilhneigingar. Þessu fylgja svo nokkrar hugleiöingar um aö ýmislegt hafi breyst I flokkunum siöan þeir sátu saman I ástum samlyndra hjóna i Viö- reisnarstjórn, ekki sist i Sjálf- stæöisflokkinum. Finnur Torfi segir: Eftir synda- fallið l innur Torfi ^ BM _Si<‘fáiisson skril'ar J ' Malgagn ríkisvaldsins og Benedikt Gröndal stæöu utanrikisstefnu flokksins mótfallnir. Þeir vilja losna viö bandariska varnarliöiö á Miönes- heiöi, og þaö tafarlaust. Þá skal tsland úr Atlantshafsbandalag- inu.” Vondir við Benedikt En SUJ-arar segja og, sem von- legt er, aö einnig frá þeirra sjónarmiöi sé margt „sem má betur fara i Alþýöuflokkinum”. Þaö er einatt ekki alltof ljóst, hvort tal um vinstristefnu og samvinnu verklýösflokka er af einlægum áhuga fram boriö eöa hvort forystan sér sig tilneydda til aö láta undan straumum „aö neöan” I þessa átt — bæöi hér heima og erlendis. Þessi tvistig- andi kemur fram meö spaugileg- um hætti hjá einum af yngri kynslóö krata, Finni Torfa „Þar halda nú aörir og ööru- visi menn um stjórnvölinn en var á viöreisnarárunurn. A þeim tima var greiöur samgangur milli Alþýöuflokks og Sjálfstæöis- flokks. Ritstjórar Morgunblaös- ins höföu þá oft rika tilfinningu fyrir þvi hvernig menn hugsuöu I Alþýöuflokknum og gátu meö lagni haft ýmis áhrif á geröir manna þar.” Þaö sérstæöa viö klausu sem þessa er, aö ekki veröur i henni greind nein gagnrýni á þaö ástand, aö Sjálfstæöismenn og Morgunblaösritstjórar hafi „rika tilfinningu” fyrir þvi sem gerist hjá krötum, aö þeir hafi meö lagni” átt auövelt meö aö hafa á- hrif á flokk þeirra. Þvert á móti er tónn þessara hugleiöinga eink- ar angurvær, þaö er 1 þeim sterk- ur saknaöarblær, þaö er eitthvert hörmulegt syndafall sem gerst hefur: Moggaritstjórar skilja okkurekkilengur.þeir eru vondir viö hann Benedikt og flokk hans („nií er kominn nýr tónn og miklu hryssingslegri” segir Finnur Torfi). Þaö hafa þvi miöur veriö al- geng tiöindi I sögu sósialdemó- krata á íslandi, aö þeir hafa mjög kiknaö i hnjáliöunum i hvert sinn sem hinn öflugi hægriflokkur hef- ur hvesst á þá sin alvarlegu augu. Bjór og alvara Sjálfsagt eru allir búnir aö fá leiö á bjórmálum. En hér skal minnt á, aö Vilmundur Gylfason geröi þaö nýlega aö tillögu sinni I föstudagsgrein, aö látin væri fram fara þjóöaratkvæöagreiösla einmitt um bjórfrumvarpiö. Og viö sjáum, aö þaö er lagt til aö efnt veröi til þjóöaratkvæöa- greiöslu um þaö hvort hætt skuli prestkosningum eöa ekki. Viö skulum ekki ræöa þessar hugmyndir nánar I bili. Hitt er svo sýnu alvarlegra, aö eins og Vilmundur bendir á, þá viröast menn furöu sammála um aö áfengislöggjöf sé hátindur þess sem um megi fjalla i þjóöarat- kvæöagreiöslu. Út af þeim hlut- um er jafnan skapaöur firnalegur gauragangur hvenær sem upp koma, meöan öllum kröfum um aö þjóöin sé spurö um mál sem varöa sjálfstæöi hennar, hlut- skipti i striöi og friöi og mengun hefur alltaf veriö visaö á bug. Bjórmál eru ekki ómerk, en taugastrekkingurinn út af þeim minnir helst á söguna gömlu af bófanum, sem segir þér sniöugar sögur, meöan hann leiöir sig inn i hliöarsund til aö ræna þig. AB.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.