Þjóðviljinn - 20.04.1977, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 20.04.1977, Blaðsíða 10
10 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 20. apríl 1977 Spasskí stendur með pálmann í höndunum! Hort skorti nákvæmni til að vinna úr góðri stöðu hvítliða, og þarf mikið til að hann náði vinningi úr biðstöðunni „Hort virðist vera bú- inn að gleyma því að peðin geta ekki gengið afturábak" hrópaði einn fastagestanna á Loft- leiðahóteli yfir sig í gær- kvöldi laust fyrir klukkan tíu. Á örskammri stundu gerði Hort sig þá sekan um ónákvæmni, sem kostaði hann allt frum- kvæði í lokaskák einvígis- ins gegn Spaskí, og staðan breyttist jafn- skjótt sovétmanninum í vil. Fram að því hafði Spasskí verið i varnar- leik, Hort hafði rýmri stöðu eftir uppskiptaaf- brigði af spánska leiknum og menn biðu þess spenntir, að sjá hvernig honum tækist að vinna úr stöðunni. En það er enginn leikur að hnekkja forskoti sem Boris Spasski hefur náð. Hann er þekktur fyrir það að lúra lengi á vinningaforystu og i gærkvöldi sýndi hann ljóslega að hann kann lexiuna sina vel. Spasski lét Hort um allar tilraunir en varðist af þvi meiri fimi og á stundum virtist tékkinn nánast Hið „lang- þráða” lokahóf í kvöld 1 kvöld heldur menntamála- ráðherra kvöldverðarboö fyrir þá Spasski og Hort, fylgdar- menn þeirra, starfsmenn áskor- endaeinvigisins og fleiri þá, sem mikið hafa komið við sögu á Hótel Loftleiðum siðustu vik- urnar. Verður boðið i ráð- herrabústaðnum og hefst klukk- an sjö. Þar verður verðlaunum úthlutað. Að kvöldverði loknum býður Skáksamband íslands siðan til lokahófs á Hótel Borg. Verður það öllum opið sem áhuga hafa á að mæta... gegn þóknun. Með- al dagskráratriða i lokahófinu má nefna einsöng Smyslovs, sem nokkrum sinnum áður hef- ur sungiö fyrir islendinga við frábærar undirtektir, enda er maðurinn með afbragðsgóöa og meira að segja menntaða söng- rödd. Auk Smyslovs er von á fleiri skemmtikröftum. ómar Ragnarsson flytur gamanþátt og Kristinn Hallsson ætlar að syngja i kappi við sovétmann- inn, en hljómsveit Hauks Morthens leikur fyrir dansi til klukkan tvö eftir miðnætti. 1 fréttatilkynningu frá Skák- sambandinu um lokahófiö segir einnig að e.t.v. muni fleiri koma fram og siðan kemur hin dular- fulla setning: „Spasski og Hort skákað!”, en meining- arnar um merkingu þeirra orða fást ekki upplýstar. Aðgöngumiðar og borða pantanir á skrifstofu Hótel Borgar frá klukkan fjögur eða við innganginn. Fagnaðurinn hefst klukkan niu. engu geta leikið án þess að eyöi- leggja þá góðu stöðu sem hann hafði byggt upp. Allmargir áhorfendur voru á Loftleiðahóteli i gærkvöldi til þess aö fylgjast með lokaviður- eigninni. Menn bjuggust við hvassri taflmennsku Horts, sem hafði ailt að vinna, og að loknum byrjunarleikjunum leit ekki út fyrir að áhorfendur yröu sviknir. Og það voru þeir raunar ekki. Hitt er þó ljóst að margur stórmeistarinn hefði fylgt yfir- burðum sinum betur eftir en Hort gerði i gærkvöldi. Hann skorti þor til að láta kné fylgja kviði en margir voru á þeirri skoðun að hann hefði átt að geta „rúllað” Spassi upp með þvi aö vinna fullkomlega úr stöðuyfir- burðum sinum. En raunin varð önnur. Biðskákin er jafnteflisleg eða betri fyrir SpasSki, en hún verður tefld áfram klukkan tvö i dag á Loftleiðahóteli. I gær gekk viðureignin þannig fyrir sig: Hvitt: Vlastimil Hort Svart: Boris Spassky Spænskur leikur 1. e4-e5 2. Rf3-Rc6 3. Bb5-a6 4. Bxc6 (Uppskiptaafbrigðið svokall- aða. A þvi vann Hort einmitt 10. skákina). 4. — dxc6 5. 0-0 (Endurbót Fischers sem dust- aði rykið af þessu ævagamla eftirlætisvopni Laskers fyrrver- andi heimsmeistara.) 5. - Bg4 (t einni af einvigisskákum Fischers og Spasskys lék Spassky hér 5. — f6, sem er öllu traustara framhald. Framhald- ið varð: 6. d4 Bg4 7. dxe5 Dxdl 8. Hxdl fxe5 9. Hd3 Bd6 og svartur heldur sinu.) 6. h3-h5!? 7. d3 (Að þiggja manninn væri hvit- um tæpast hollt, svartur fengi hættulega sóknarmöguleika eft- ir h-linunni.) 7. — I)f6 9. Rc4-Bxf3 8. Rbd2-Re7 (Svartur átti tæpast annarra kosta völ, þvi hvitur hótaði 10. hxg4 hxg4 11. Bg5 o.s.frv.) 10. Dxf3-Dxf3 13. Khl-Bf6 11. gxf3-Rg6 14. a4-0-0-0 12. Be3-Be7 15. a5 (Þessi staða er hvitum greini- lega i hag. I peðastöðu hans leinist dulinn kraftur, peða- framrás d3 — d4, f3 — f4 eða jafnvel h3 — h4 vofi yfir i vissúm stöðutilbrigðum. Svartur verður þvi að sýna fyllstu aðgát og það skortir ekki hjá Spassky að þessu sinni.) 15. — Rh4 17. Hadl-Rf4 16. Rd2-Rg6 (Mikilvæg ákvörðun. Spassky telur sig hafa góða möguleika gegn peðamiðborði þvi sem Hort gæti myndað sér með framrásinni d3 — d4.) 29. — Bf8 32. Ha5-Hc6 30. Ha2-Be7 33. Kdl? 31. Hfal-Ha8 (Hér gafst Hort ráðrúm til að leika 33. d4 sem augljóslega eykur stöðuyfirburöi hans. Spassky er fljótur að setja undir þennan leka meö næsta leik sinum.) 33. — Bf6! 34. Kc2-c4 (Spurning er hvort ekki hefði verið betra að leika 35. Rd4 með 'það fyrir augum að hasla sér völl á f5 reitnum. Uppskipti á biskup og riddara eru augljós- lega hvitum i hag.) 35. — cxd:+ 37. e5 36. Itxd3-Be7 (Hort forsmáir hér siðasta möguleika sinn til að haldá skákinni gangandi, nefnilega með 37. h4! sem kemur róti á peöastöðuna kóngsmegin. 37. Re5 gekk hinsvegar ekki vegna 37. — He6 og ef 38. Rxf7 Kb7 með hótuninni 39. — Hf8 o.s.frv. 37. — h4 (Kemur i eitt skipti fyrir öll i veg fyrir framrásina h3-h4) 38. b4?!-Kb7 41. Kb2-He6 39. H5a3-Had8 42. Haal 40. Hdl-Hc8 35. Rcl (Hér fór skákin i bið. Jafntefli eru liklegustu úrslitin, og i rauninni stendur Spassky sist lakar að vigi. Boris Spasski sér fram á vinning I einviginu, eftir að Hort mistókst I gærkvöldi aö fylgja eftir stöðuyfirburðum sinum. 18. Bxf4-exf4 20. Kg2-Hh6! 19. Rc4-g5 (Hér leynist óvæntur möguleiki, framrásin b7 — b5!) 21. Hfcl-c5 24. Kfl-b5 22. C3-Bg7 25. axb6-cxb6 23. Hgl-Hg6 26. Ke2-b5 (Hér var e.t.v. nákvæmara aö leika fyrst 26. — Kc7, sem gerði hvitum erfiðara fyrir að finna haldgóða áætlun.) 27. Ra5-Kc7 29. Hal! 28. Rb3-Kb6 (Mun sterkara en 29, d4 cxd4 30. cxd4 a5 með hættulegum færum á svart.) Smyslov: lafntefli Alster: Möguleiki! Aðstoðarmenn þeirra Spasski og Horts voru i gær- kvöldi ekki á eitt sáttir um hvað leyndist i biðstöðunni. Smyslov sagði að staðan væri öruggt jafntefli, enda er óliklegt að hann setji markiö hærra. Jafntefli dugar Spas- skí til sigurs. Alster sagði að staöan væri vissulega afar tvisýn, en Hort ætti þó ákveðna vinningsmöguleika. Ekki hölluðust þó margir á sveif með Alster að þessu sinni, en hans beið i gærkvöldi erfið vökunótt yfir biðskákinni. En spurning er hvort i gærkvöldi hafi skákkapp- arnir risiö i siðasta sinn frá taflborðinu á Hótel Loft- leiðum. Ekki er óliklegt að Hort láti sér nægja jafn- telfisboð simleiðis ef hann finnur enga möguleika i stöðunni. Spasski leggur trúlega ekki út 1 að tefla áfram til þess að sannreyna vinnings- möguleikana. Yrði þó óneitanlega skemmtilegra fyrir hann að fá einn vinning til viðbótar... og þá i fyrsta sinn án þess að fella and- stæðinginn á tima. —gsp 11 Framkvæmd næsta ein- vígis verður auðveldari segir Einar S. Einarsson og telur ekki fráleitt að aftur verði boðið til íslands á þessu ári — Þetta hefur á marg- an hátt veriö afar lær- dómsrikt og ánægjulegt fyrir okkur sem að þessu móti höfum staðiö, sagði Einar S. Einarsson for- seti Skáksambandsins í gærkvöldi. — Ég tel alls ekki fráleitt að við bjóð- um til annars einvígis hér á islandi, en auðvitað kemur það í hlut næstu Skáksambandsstjórnar að taka ákvörðun um slíkt. Einarsagðiað þrátt fyrir hinn mikia kostnaöarauka sem orðið hefði vegna þess hve einvigið dróst á langinn, og ekki siður vegna flutningana upp i Hamra- hliðarskóla og til baka aftur, benti allt til þess aö einvigis- haldið myndi standa undir sér. Við lögðum mikið kapp á tekju- öflun með auglýsingasöfnun og styrkveitingum, en treystum þvi minna á aðgangseyrinn. Raunin varð þó sú, að vegna þess hve skákirnar urðu margar fór innkoma vegna áhorfenda nokkuð fram úr áætlun og nem- ur samtals um 3.5 miljónum króna. Áætlaður kostnaður er hins vegar sjö milljónir og er uppihald keppenda og salar- leiga langstærstu liðirnir. En við gerum alls ekki ráð fyrir þvi að þurfa að ganga á styrki rikis eða borgar, enda voru ákveðnir annmarkar á þeirri fyrir- greiðslu. — Hvernig þá? — Fyrst og fremst þeir, að ef til þeirra þarf að gripa er ljóst að skáksambandið getur ekki fengið einn einasta eyri fyrir sinn snúð og sina miklu vinnu. Opinberu styrkirnir áttu ein- göngu aö koma til ef halli yrði á einviginu og við lögðum þvi á- herslu á að láta þetta mótshald bera sig og jafnvel rúmlega það til þess að tekjurnar yrðu ein- hverjar. Einar sagði að mikið álag hefði verið á starfsmönnum mótsins, sem unnu sitt starf af eljusemi i sjálfboðavinnu'. Og það brást enginn á verðinum þrátt fyrir allar þær tafir sem á urðu, og er vist að hróður Is- lands sem skákkeppnisstaðs hefur fyrir vikið aukist enn frekar. Einar sagðist ekki búast við þvi að verðlaunaféð þyrfti að hækka mikið ef af fleiri einvigj- um verður á íslandi á þessu ári. Þeir Spasski og Hort munu deila með sér 2.5 miljónum islenskra króna I hlutfallinu 5/8 og 3/8 og eru þeir peningar reiknaðir inn i heildarkostnaðinn upp á um sjö miljónir. Nú eru fjórirmenn eftir i bar- áttunni um áskorendaréttinn. Eru það þeir Kortsnoj og Polugajevski sem mætast og siðan sigurvegarinn frá Islandi á móti Portisch. Þessir bardag- ar verða væntanlega háðir i júnimánuði eða júli, en úrslita- einvigið um áskorendaréttinn er áætlaður timi i október og nóvember. Og á þann skákvið- burð renna islendingar e.t.v. hýru auga.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.