Þjóðviljinn - 24.04.1977, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 24.04.1977, Blaðsíða 11
Sunnudagur 24. apríl 1977 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 11 Og ástæöan fyrir herstööinni á íslandi er ekki nein mannvonska hjá bandarisku þjóöinni eöa hætta af rússum, heldur er hún örsmár liöur í heims- markaöskerfi bandarisku hergagnahringanna Árni Björnsson: Vanræktar sýningar Um þessar mundir eru liöin 28 ár siöan Islandi var troöiö inn I Atlantshafsbandalagiö. Tveim árum siöar náöu Bandarikin opinberlega þeirri herstöö, sem þeir höföu árangurslitið heimtað aö fá til 99 ára sex ár- um áöur, 1945. Og þá herstöö eru þeir nú bráöum búnir aö byggja i þriðjung þess tima. A þessum árum hefur margt orð falliö um bandariskan yfir- gang og heimsvaldastefnu, en sjaldnast i þvi samhengi eöa á þvi tungumáli, sem almennur hlustandi og lesandi skilur. A.m.k. virtust mér þetta lengi vel innantóm orö. Hverjar skyldu vera ástæð- urnar fyrir sifelldri ásókn Bandarikjanna i herstöövar um viöa veröld? Ekki er það hræðslan viö sovéska árás. Allt frá striöslok- um, þegar Bandarikin réöu ein yfir kjarnorkuvopnum, hafa þau haft hernaðarlega yfirburöi miöaö viö Sovétrikin. Rússar hafa aö visu kappkostaö aö halda þvi meö hrammi og klóm, sem þeir sölsuðu undir sig með samningum við vesturveldin i styrjaldarlok. En þaðan hafa þeir ekki hreyft sig spönn frá rassi. Þeir hafa jafnvel litið kommúniskar hreyfingar ná- lægt sér hornauga einsog i Grikklandi og Kina svo ekki sé minnst á, þegar slikt lætur á sér kræla innan sjálfs áhrifasvæðis- ins einsog i Tékkóslóvakiu. Enda eru engir ósviknir kommúnistar við völd i Sovét- rikjunum. Ekki er það heldur af þvi að bandariska þjóðin hafi einhvern brennandi hug á að ráða yfir öörum þjóðum. Oðru nær. Bandarikjamenn eru yfirleitt á- gætis fólk og sist valdagráðugri en aðrir. Ástæðurnar eru einkum þrjár. 1 fyrsta lagi eru þau risafyrir- tæki, sem framleiða hergögn, einhverjir voldugustu aðilar I bandarisku efnahagslifi og þar með stjórnmálalifi og hafa meiri áhrif á utanrikisstefnu stjórnarinnar I Washington en nokkrir aðrir. Þessi risafyrir- tæki verða að geta framleitt ný og ný hergögn án afláts til þess að haldast gangandi. Mark- aöurinn má aldrei verða full- mettur. Það mundi þýöa stöön- un og siöar hrun þessa óhemju- lega iðnaöar. Bandariska þjóðin (rikið) er látin kaupa vopnin dýrum dómum af hergagna- framleiöendum og drita þeim út um allar jaröir sem hernaðar- aðstoö — til verndar frelsi og lýöræöi. Menn segja stundum, aö Bandarikjamenn leggi varia i þennan gifurlega herkostnaö aö gamni sinu. Nei, ekki banda- riska þjóöin. En auöjöfrarnir, sem selja bandariska rikiskass- anum hergögnin, þeir hrósa happi. Til þess að réttlæta þessa sóun fjármuna, verður aö viöhalda stööugum striösótta. Um það sjá svonefndir hernaöarsér- fræöingar, sem m.a. mikla her- styrk og umsvif rússa fyrir fjöl- miölum. baö þarf aö hafa her- stöövarnar sem allraflestar, svo aö nógur sé markaöurinn. Þaö þarf sifellt aö fullkomna dráps- tækin, svo aö verksmiöjurnar blómstri og auki við sig, rétt einsog aörir „endurbæta” þvottavélar eöa sportbila. 1 örðu lagi á bandariskt herliö og hernaöaraðstoö hvarvetna að vera baktrygging fyrir þvi, að fámenn auöstétt haldi velli og sósialisk alþýöuöfl nái hvergi völdum. Þvi aö alþýöa manna sér engan hag i þvi að eyða fé sinu og vinnuafli til hernaöar- þarfa auk þess sem nærvera auðvaldshers er bein ógnun viö sjálfræöi alþýðunnar á hverjum stað. Of dýrt og liklega ókleift mundi þykja aö múta sérhverj- um alþýðumanni einsog fáum auömönnum til að hafa þá góöa. En afnám jafnvel hinnar smæstu herstöövar mundi þeg- ar minnka ögn markaðinn fyrir hergögn og þó einkum skapa hættulegt fordæmi að mati her- gagnajöfranna. Að þvi er varðar herstöövar erlendis er Bandarikjastjórn einkum fulltrúi fyrir risafyrir- tæki hergagnaiönaöarins. Til þess aö forðast beint ofbeldi i lengstu lög, nær hún samvinnu við auöstéttt hvers lands og leyfir henni aö mata krókinn á ýmiskonar viöskiptum og verk- töku fyrir herinn. Hér á landi eru það einkum tslenskir aðal- verktakar, Oliufélagiö og fleiri dótturfyrirtæki SIS, sem njóta góös af. En einmitt þessir fjár- sterku aöilar ráöa raunverulega mestu um stefnu núverandi rikisstjórnar, hvaö sem yfir- boröi þingræöisins liöur. Og þeir vilja skiljanlega fyrir engan mun láta herinn fara — þessa lika gjöfulu mjólkurkú. t þriðja lagi er bandarisku herliöi ætlaö aö standa vörö um þá fjárfestingu, sem önnur bandarisk auöfyrirtæki hafa lagt i viðsvegar um heim. Fyr- irtækin kæra sig eölilega ekki um aö veröa t.d. þjóönýtt einn góðan veöurdag einsog geröist i Chile á dögum Allendes. Þessi þáttur mun þó enn eiga tiltölu- lega litiö við á Islandi. Herstöð- in er hér meira uppá punt og sem bakhjarl fyrir islensku auö- stéttina. Til þess enn frekar að fyrir- byggja hættuna á þvi, að til valda komist stjórn, sem hafnar hermangi og þar með herstöðv- um, þá er i samvinnu við auö- stétt hvers lands höfð i frammi ismeygileg innræting og afsiö- un, ekki sist með þvi aö rýja fólk smám saman allri þjóö- ernisvitund og gera menningu herveldisins allsráðadi. Þetta er það, sem reynt hefur verið að fremja á tslandi sem annars staðar s.l. 30 ár. Og ástæðan fyrir herstöðinni á tslandi er ekki nein mann- vonska hjá bandarisku þjóðinni eða hætta af rússum, heldur er hún örsmár liður i heimsmark- aðskerfi bandarisku hergagna- hringanna og annarra auðfyrir- tækja. HAPPDRÆTTI VINNINGAR Sextán Áhríf sjúkdóma á mannkynssöguna Oft er til dæmis sagt sem svo, að Rómarveldi hafi beðið ósigur fyrir innrásarþjóðum vegna póli- tiskrar upplausnar. McNeill vill svo vera láta, að heil keðja far- sótta — mislinga, bólu, svarta dauða, hafi fækkað svo mjög ibúum hins forna heimsvéldis, að þegar komið var fram á þriðju öld hafi það ekki með neinu móti get- að hrundið innrásum. Hann held- ur þvi einnig fram, að sjúkdómar, fremur en trúarsetningar, hafi verið frumorsök hinnar ind- versku stéttagreiningar. Hinar ströngu reglur um erfðastéttir hafi orðið til þegar ariskir inn- rásarmenn hafi reynt að vernda sig fyrir þeim sjúkdómum sem landlægir voru meðal þeirra þjóða sem þeir höfðu lagt undir sig á Indlandsskaga. Bólan hjálpaði Cortes McNeill telur jafnvel að sýklar hafi dugað betur en púður og gull- þorsti þeim evrópumönnum sem lögðu undir sig Ameriku. Hann segir að astekar i Mexikó hafi verið að þvi komnir aö reka Cortes og hiö spænska lið hans af höndum sér, þegar bólusótt dró veruiega mátt úr þeim. Spánverj- ar sluppu við sýkingu, vegna þess að þeir höföu þá þegar komið sér upp vissu ónæmi, en pestin var svo hatrömm, að fimmtiu árum siðar voru indjánar i Mexikó tifalt færri en þeir höfu verið þegar Cortes bar þar að landi. Veirur og bakteriur hafa lengi fylgt manninum, en þær, sem sjúkdómum valda, hafa ekki get- að náð sér á strik i smáum og dreifðum byggöum — það var ekki fyrr en til höfðu oröiö borgir Egyptalands og Kina og Mesópótamiu, að veruleg gróörarstia skapaðist fyrir drep- sóttir. Skæðari en byssur. Bakteríur hafa reynst drjúgar til ferðalaga og eiga auðvelt með að laga sig aö ýmsum aðstæðum. Þær hafa fylgt öllum herjum, og hafa oftar en ekki reynst skæðari en sverð og byssur. Napóleon missti fleiri menn i taugaveiki en féllu fyrir vopnum andstæðinga hans. Tiu sinnum fleiri breskir hermenn létust úr sjúkdómum i Krimsíriðinu en íéllu fyrir rúss- neskum byssukúlum. Það var ekki fyrr en i striði japana og rússa 1904 að bólusetningarað- ferðum hafði fleygt svo fram, að fleiri hermenn féllu i orustum en á sjúkrabeði. McNeill dregur mjög viðtækar ályktanir af áhrifum sýkla. Hann telur t.d. að pestir hafi mjög seinkað framþróun upplýsingar og visinda. Hann segir sem svo, að meðan skyndilegur og óvæntur dauði vegna drepsótta var nær- tækur möguleiki, þá hlaut sá skilningur að eiga langt i land, að heimurinn sé voldugt kerfi, sem hægt er að skilja og segja fyrir um hvernig starfa muni. Framfarir i læknavisindum hafa mjög dregið úr áhrifamætti hættulegra sýkla. En veirur og bakteriur hafa reyndar sannað það margsinnis, að þær eru lif- seigari en maðurinn, og enn geta menn átt von á óvæntum uppá- komum i heimi hinna smæstu lif- vera. ís sem svarti dauöi hefur ráöiö af öld. uv/iui laiiyoici u11 Hjálpum gigtarsjúklingum Gefum Landspítalanum rannsóknartæki Gigtarfélag íslands vlsindi og samfélag Riki risa og falla, þjóðir eflast og hverfa. Til þessa liggja margar ástæður, en bandarískur vísindamað- ur, William McNeill, hefur skrifað bók um eina af þeim orsökum meiriháttar breytinga á taflborði sög- unnar sem hann telur að hingað til hafi verið van- metin. Bók hans heitir „Plague and Peoples" (Anchor Press) — eða „Plágur og þjóðir". Hún fjallar um áhrif farsótta á mann- kynssöguna.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.