Þjóðviljinn - 19.07.1977, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 19.07.1977, Blaðsíða 12
12 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Sólarferö til Mallorca fyrir eldri borgara Félagsstarf eldri borgara efnir til 26 daga orlofsdvalar á Mallorca i október n.k. i samvinnu við Ferðaskrifstofuna tJrval. Farið verður héðan þann 30. september. Allar nánari upplýsingar veittar á mið- vikudaginn 20. júli kl. 4:00 til 7:00 e.h. i Norðurbrún 1. Allir þeir, sem hafa áhuga og þeir, sem nú þegar hafa haft samband við skrifstofu Félagsstarfs eldri borgara og hafa hug á þátttöku, eru vinsamlegast beðnir að koma þangað og staðfesta um- sókn sina þar. g’Bf Félagsmálastofnun eldri borgara Skálholtsskóli auglýsir Skálholtsskóli veitir almenna framhalds- menntun eftir frjálsu vali að hætti nor- rænna lýðháskóla. Nánari uppl. á skrifstofu skólans. Simi um Aratungu. Skálholtsskóli Tilkynning til launagreiðenda er hafa í þjónustu sinni starfsmenn búsetta í Keflavík, Njarðvík, Grindavík og Gullbringusýslu Samkvæmt heimild i 7. tölulið 103. gr. reglugerðar nr. 245/1963 er þess hér með krafist, af öllum þeim er greiða laun starfsmönnum búsettum i Keflavik, Njarðvik, Grindavik og Gullbringusýslu, að þeir skili nú þegar skýrslu um nöfn starfsmanna hér i umdæminu, sem taka laun hjá þeim, nafnnúmeri, heimilisfangi og gjalddaga launa. Jafnframt skal vakin athygli á skyldu kaupgreiðanda til að tilkynna, er laun- þegar hætta að taka laun hjá kaup- greiðanda, og þeirri ábyrgð, er kaupgreiðandi fellir á sig, ef hann van- rækir skyldur sinar samkvæmt ofansögðu eða vanrækir að halda eftir af launum upp i þinggjöld samkvæmt þvi, sem krafist er, en i þeim tilvikum er hægt að innheimta gjöldin hjá kaupgreiðanda, svo sem um eigin skuld væri að ræða. Bæjarfógetinn i Keflavik, Njarðvik og Grindavik. Sýslumaðurinn i Gullbringusýslu Vatnsnesvegi 33, Keflavik. Blikkiðjan Ásgaröi 7, Garðabæ önnumst þakrennusmiði og uppsetningu — ennfremur hverskonar biikksmíði. Gerum föst verðtilboð SiMI 53468 Frá einum bændafundinum á s.l. vetri. Ríkisstjórn, bændur og sexmannanefnd Eftirfarandi grein Agnars Guðnasonar, blaðaf ulltriía Stéttarsambands bænda, birtist i 11. tbl. Freys þ.á. og hefur höf- undur gefið Landpósti leyfi til þess að birta hana: Með þvi fyrirkomulagi, sem nú er varðandi verðlagsmálin, munu bændur aldrei fá kjör sin verulega bætt frá þvi sem nú er þvi aðstaða fulltrúa bænda til samninga er nánast grátleg, ekki erhún hlægileg.Það er veriC að semja við fulltrúa tveggja hagsmunahópa launþega og einn fulltrúa rikisstjórnarinnar. Það er siðan blásið út og reynt að telja bændum og neytendum trú umað þessi aðferð sé svo ó- skaplega æðisleg, að annað eins þekkist hvergi i heiminum. Þarna komi fulltrúar framleið- enda og neytenda saman nokkr- um sinnum á ári og i mesta bróðerni komist þeir að réttri niðurstöðu um, hvað neytendur eigi að borga og hvað framleið- endur eigi að fá fyrir afurðirn- ar. Það er eiginiega alveg furðulegt, að fleiri þjóðir skuli ekki hafa tekið upp þetta snjalla kerfi. Sennilega eru þeir ekki eins greindir i útlöndum og við hér á landi, eða það er a.m.k. á- litið i Austur-Húnavatnssýslu. Rökin á móti breytingu Þeir, sem vilja viðhalda nú- verandi kerfi, hafa helst fært þau rök fyrir ágæti þess, að bændur gætu lent i þeirri að- stöðu, að semja við rikisstjórn, sem væri óvinveitt landbúnaði, ef þeir ættu að semja beint við rikisstjórnina. 1 öðru lagi séu norskir bædur ekki betur á vegi staddir en islenskir bændur varðandi tekjur i samanburði við aðrar stéttir i þjóðfélaginu. Varðandi siðara atriðið, um tima. Ekki voru þá sett bráða- birgðalög um eignarnám alls lands, en það er nú álitið af æði mörgum, ab sá flokkur sé alló- vinveittur bændum. Þá rikis- stjórn er varla hægt að imynda sér hér á landi, sem vill leggja niður landbúnaö, nema ef þeir Dagblaðsmenn tækju að sér að stjórna landinu. Ætli þeir yrðu ekki fljótir að afnema sex- mannanefndarkerfið, ef það væri þeim á móti skapi? Ætli þaðveröiekki svo með allar rik- isstjórnir á Islandi, að þær sam- þykki ekki hvað sem er frá sex- mannanefndinni? Það hljóta flestir að gera sér þaðljóst, að sú sexmannanefnd verður a ldrei til hér á la ndi, sem kemur einhverju i framkvæmd, sem er i algerri andstöðu við vilja rikisstjórnarinnar. Um hvað á að semja? Eins og er, þá er eingöngu samið um, hvað bændur eiga að fá fyrir framleiðsluvörursinar. Eðlilega reyna fulltrúar neyt- enda að halda i við allar hækk- anir. Sexmannanefnd getur raunverulega ekki samið um neittannað en kaup bænda. Þeir geta að sjálfsögðu endalaust deildt um þau atriði, sem áhrif hafa á afurðaverðið. Þegar svo er komið, að kaupgjaldsliður inn i verðlagsgrundvellinum fer að nálgast um 40% af útgjalda- hlið grundvallarins, þá eru ýmsir aðrir þættir i búrekstrin- um, sem hafa meiri og varan- legri áhrif á afkomu bænda en beinar hækkanir á afurðaverð- ið. Það eru ýmis atriði, sem sex- mannanefnd getur engin áhrif haft á. Það má nefna m.a. lánamálin, jöfnun á aðstöðu bænda eftirbúsetu, skipulag bú- vöruframleiðslunnar, framlög til framkvæmda, afleysingar i landbúnaði, ættliðaskipti á jörð- um, tilfærslu á útflutningsbót- um til lækkunar á vöruverði innanlands, niðurgreiðslur og söluskatt og svo margt fleira, sem tina mætti til. Hverjir eiga að semja við rikisstjórnina? Nú færist það i vöxt, að ýmis hagsmunasamtök framleiðenda eru stofnuð, t.d. kartöflufram- leiðenda, hrossabænda, garð- yrkjubænda, eggjaframleið- enda o.fl. Eðlilegt er, að þessi samtök eigi fulltrúa i nefnd þeirri, sem semur um kjör bænda. Allir hagsmunahópar innan landbúnaðarins eiga að sjálfsögðu rétt á að hafa mót- andi áhrif á þær kröfur, sem gerðar eru fyrir hönd stétt arinnar. Það yrði leitast við að mynda samstarfs nefnd á sem breiðustum grund velli. Að sjálfsögðu gæti nefnd in síðan kosið tiltölulega fáa menn til að annast samn inga fyrir hönd landbúnaðarins við rikisstjórnina. En samning- ar væru siðan ekki undirritaðir nema að undangenginni sam- þykkt fulltrúa allra hagsmuna- hópa landbúnaðarins. Bændur hafa óskað eftir að semja beint við rikisstjórnina eða fulltrúa tilnefnda af henni um sin kjara- mál. Það er ekki lengur hægt fyrir rikisstjórnina eða þá flokka, er að henni standa, að sýna bændum þá litilsvirðingu að verða ekki við þessum rétt mætu kröfum þeirra. Agnar Guðnason norska bændur, þá eru þeir ekki einir á báti að semja beint við rikisstjórnina um sin kjaramál. Sennilega er svipað fyrirkomu- lag hjá flestum þjóðum og hjá norðmönnum. Þó er hugsanlegt, að þeir i Uganda hafi tekið upp islenska kerfið. Það má mikið vera, ef svo er ekki. í samning- um, sem norskir bændur gerðu við stjórnvöld á s.l. sumri, er stefnt að mjög verulegum kjarabótum til þeirra og að bændur nái sambærilegum tekj- um og viðmiðunarstéttir þeirra árið 1982. Ekki hef ég orðið var við slika stefnuyfirlýsingu frá islensku rikisstjórninni. „Bændur væru illa staddir ef þeir þyrftu að semja við óvin- veitta rikisstórn”. Þetta hefur einstaka sinnum heyrst frá al- þingismönnum, þegar þeir til- heyra flokkum, sem fara með stjórn. Hvernig er sú rikis- stjórn, sem frestar hækkunum á landbúnaðarafurðum æ ofan i æ og á þann hátt rýrir tekjur bænda um hundruð miljóna kr.? Er það rikisstjórn, sem tæki allt land eignarnámi af bændum,eða er það rikisstjórn, sem legði niður landbúnað á ís- landi? Núverandi rikisstjórn er ágætt dæmi um stjórn, sem frestar hækkunum á búvöru- verði en ekki telst hún vinveitt bændum. Einu sinni stjórnaði Alþýðuflokkurinn einn nokkurn Fjölbreytt Freyshefti Út er komið 11. hefti búnaðar- blaðsins Freys þessa árs, fjöl- breytt og friðlegt að venju. Er þar að finna m.a. eftirtaldar greinar: Ritstjórnargreinin er helguð minningu Klemensar heitins frá Sámsstöðum. Birt er viðtal við Gunnar Guðbjartsson, for- mann Stéttarsambands bænd,og nefnist það: Nú hallar meira á bændur en aðra. Agnar Guðn- ason, blaðafulltrúi Stéttarsam- bandsins, ritar greinina: Rikis- stjórn, bændur og sexmanna- nefnd. Jóhannes Sigvaldason skrifar Hugleiðingar um áburð artima. Þórólfur Sveinsson ger- ir athugasemdir við Verðlags- grundvöll landbúnaðarafurða frá 1. sept., 1976. ölafur Guð- mundsson skýrir frá prófun á súgþurrk unarblásurum. Asgeir Ó Einarsson, dýralæknir* ritar Hugleiðingar um sauðfjárbú skap. Sigurgeir Þorgeirsson skrifar grein um Háfætt fé og lágfætt. Bjarni Guðmundsson, | kerinari á Hvanneyri,ritar grein er hann nefnir I minningu sum- arsins 1976. Gisli Kristjánsson, fyrrverandi ritsjóri, þýðir úr Landsbladet greinina Mjólkur- tankarnir þurfa auðvitað við- hald. Guðbrandur Hliðar, dýra- læknir, skrifar um Júgurbólgu- rannsóknir 1976. Þá eru i ritinu bréf frá bændum og ýmislegt smálegt. — mhg Umsjón: Magnús H. Gíslason.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.