Þjóðviljinn - 08.10.1977, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 08.10.1977, Blaðsíða 11
Laugardagur 8. október 1977 t>JÓÐVILJINN — StDA II Ché Guevara I Rómönsku Ameriku lifa frá- sagnir og minningar um hetjur og pislarvotta, um byltingar- leiötoga, sem risu gegn ofurefl- inu og féllu i baráttu sinni fyrir fegurra og réttlátara mannlifi. I þennan fjölmenna hóp hefur nú bæst nýtt nafn, ef til vill stærst þeirra allra, Enesto Ché Gue- vara. Raunar verður minningin um Guevara engin séreign róm anskra Amerikuþjóða: saga hans er nátengd þeirri baráttu sem skipta mun sköpum á næstu áratugum, baráttu snauðra og fátækra þjóða i Ameriku, Afriku og Asiu fyrir jafnrétti og frelsi. Ernesto Ché Guevara var ekki fulltrúi þeirrar vonlausu baráttu sem löngum hefur verið háð i Rómönsku Ameriku. Hann náði þvi marki að breyta vonun- um úr fjarlægum draumum i nærtæk viðfangsefni. Hann var einn af tólfmenningunum sem iágu i felum á Pico Turquino, hæsta tindi Kúbu, i ársbyrjun 1957, i riki Batista einræðis- herra sem hafði yfir að ráða 50.000 manna her, búnum full- komnustu morðtækjum banda- riskra hergagnaverksmiðja. Tveimur árum siðar voru þeir samherjarnir, Ernesto Ché Guevara, Fidel Castro og félag- ar þeirra, orðnir ráöamenn Kúbu: þeir höfðu hrundið vold- ugum einræðisherra úr sessi og boðiö mesta herveldi heims byrginn með fullum árangri. Ernesto Ché Guevara biðu þar mikil verkefni, hann varð þjóð- bankastjóri og siðar iðnaöar- málaráðherra: raunar. var hann árum saman hinn eiginlegi for- sætisráðherra Kúbu, sá sem öðrum fremur skipulagði end- urreisnarstarfið. En Ernesto Ché Guevara taldi öll rómönsk Amerikuriki föðurland sitt: hann var Argentinumaður að uppruna: hann hafði tekið þátt i baráttu Guatemala gegn banda- risku valdaráni: hann hafði ferðast um flest lönd Rómönsku Ameriku og þekkti öörum betur kjör þeirra 200 miljóna manna sem þar búa. Hann taldi bylt- inguna á Kúbu aðeins áfanga annarrar og stærri byltingar. Hann vann I sifellu að þeirri frelsisbaráttu, samdi bók um skæruhernaðinn á Kúbu og lagði á ráðin um það hvernig unnt væri að beita hliðstæðum að- ferðum i öðrum rikjum Ameriku. En hann lét sér ekki nægja að leggja á ráðin. Snemma árs 1965 hvarf hann frá völdum sinum og metorðum og tók upp baráttu með skærulið- um i Andesfjöllum, við hlið „hinna arðrændu og fyrirlitnu þegna Rómönsku Ameriku”. Eflaust hrósa bandariskir valdamenn og erindrekar þeirra sigri þegar Ché’ er fall- inn. En slikur maður verður ekki felldur: minning hans og fordæmi blikna ekki. Hann sannaði með lifi sinu að hinir vopnlausu og snauöu geta sigr- að ofurefnið: hann dó til þess að leggja áherslu á þau brýnu sannindi að þeir sem sigra mega ekki gleyma félögum sin- um. Magnús Kjartansson. Með skæruliðum i Bóliviu Che á fundi með verkamönnum úr sykuruppskerunni CHE Sorti hylur nú Ancohuma hulduljósið yfir Cordilleras slokknað. En Che! í frjórri öskunni er falinn eldur þar sem hún dreifist land úr landi með andardrætti hinna forsmáðu og fingurnir af höggnir til minja benda upp á við fram á við: eyðið hrægömmunum! laugið tré og tinda blóði sólarinnar í hjörtum yðar! Og Ché! frá Aruba til Tierra del Fuego er himinninn alþakinn fingraförum sem sanna hver þú varst. Jóhannes úr Kötlum. (Or Ijóðabók Ný og Nið: Mál og Menning 1971) Régis Debray fyrir utan fangelsið i Camiri, Bóliviu CHE Ég kom þar í gær sem nafn þitt ómaði/ Che, um sali og fólk þitt fagnaði sigri í regni af ilmandi rósum ég kom þar sem gular stjörnur spretta í þínum sporum og nálægð þín fer sem gustur um unga furuskóga. Ingibjörg Haraldsdóttir. Nú er ára- tugur liðinn.. Nú er áratugur liðinn frá þeim vonda haustdegi er byssukúla batt endi á eitt mesta lif sem lifað hefur verið: lif argentinska byltingarmannsiris, hugmynda- fræöingsins og læknisins Ernesto Che Guevara. Kúlan kom úr byssu auvirðilegs tindáta úr bóli- viska hernum og morðið var framið i skólastofu i þorpinu La Higuera i suðausturhluta Bóliviu. Daginn áður, 8. október 1967, hafði bóliviski herinn látið til skarar skríða gegn Che og mönnum hans og varð úr þvi mikill bardagi þar sem heitir Quebrada del Yuro. Che særðist i bardaganum og byssa hans var eyðilögð, sem þýddi að hann átti ekki annars úrkosta en láta hand- taka sig. Síðan var hann hafður i haldi i u.þ.b. sólarhring i skól- anum i La Higuera, þartil skipun barst frá æðri stöðum um að myröa fangann. Þar með var lokið þeim kafia i byltingarsögu Rómönsku Ameriku sem vakið haföi heitastar vonir. Margir litlir karlar hafa oröið til þess siðan aö gefa út spekingslegar yfirlýs- ingarum að „þetta hlaut að enda svona”, „þetta var vonlaust frá upphafi”, osfrv. Franski heim- spekingurinn Regis Debray, sem hafði náin samskipti við Che i Bóliviu og var siðar dæmdur i 30 ára fangelsi þar, en náðaður eftir 2 ár, hefur ritað manna mest og best um skæruhernað Che. í einni af bókum sinum (Che’s Guerille War) afgreiðir hann þessa sjálf- skipuðu „gagnrýnendur með til vitnun i Lenin, þar sem segir svo: „Marx skilur vel að sérhver til- raun til að segja nákvæmlega fyrir um árangur baráttunnar, væri skrum eða ófyrirgefanlegt sjálfsálit. Hann, fremur en nokkur annar, viðurkennir þá staðreynd aö verkalýðsstéttin með sinn hetjuskap, sjálfsaf- neitun og frumkvæði, er gerandi mannkynssögunnar. Marx leit á söguna frá sjónarhorni þeirra sem framkvæma hana, án þess aö geta með nokkru móti vitað upp á hár hverjir möguleikar þeirra til að ná árangri eru. Hann hegðar sér ekki einsog siða- predikari og menntamaður af smáborgarastétt sem getur sagt: „þetta var auðvelt að sjá fyrir”, „þetta eða hitt hefði betur verið látið ógert”. Che Guevara var einn af ger- endum mannkynssögunnar. Fáir menn hafa hrist jafnrækilega upp I samtið sinni og hann. Fáir hafa verið hataðir og elskaðir á jafnaf- dráttarlausan máta. Sjálfur likti hann sér við Don Quijote, riddar- ann grátbroslega. Alfan, sem hann hugðist frelsa, Rómanska Amerika, er nú hulin svartara myrkri en nokkru sinni fyrr i sinni blóðugu sögu. I þessu myrkri er Che stjarna sem skin og visar veginn hinum fordæmdu og smáðu inni bjartan morgun- daginn sem fyrr eða siðar hlýtur að renna yfir Andesfjöll. Ingibjörg Haraldsdóttir

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.