Þjóðviljinn - 06.11.1977, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 06.11.1977, Blaðsíða 11
Sunnudagur 6. nóvember 1977 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 11 Verksmibjurábin sovésku þóttu heillandi fyrirmynd — en þvl mibur leiö ekki á löngu þar til verkiýössamtök höföu veriö gerö ómyndug. Cm þaö bil sem kreppan skall yfir auövaldsheiminn tóku Sovétmenn aö iönvsöast af mikilli bjartsýni. Myndin sýnir fyrstu heimasmföuöu dráttarvélina. AÐ SEXTÍU ÁRUM LIÐNUM: Októberbyltingin og áhrif hennar Á sextugsafmæli Októ- berbyltingarinnar rússn- esku verður haldið áfram deilum um málsaðila og verk þeirra. Að likindum verða menn ekki sammála um neitt annað en það, að þessi bylting hafi verið af- drifaríkust tíðinda í nýrri sögu. Og aðöllum komi það við sem gerðist og það sem síðar varð. Eldur í hjjörtum Viö vitum lika, aö byltingin i Riísslandi vakti upp fleiri og bjartari vonir um réttlátt þjóö- félag i öllum heimi en orö fá lýst. Seitdem hat die Welt ihre Hoffn- ung sagöi Brecht- siöan þá á ver- öldin sér von. Stephan G. orti kvæöisittum bolsévikann; spuröi hvort nii væriekkikominn til rikis loksins „karlssonur Ur garös- horninu”. Litilmagnans morgun- roöi? Jafnvel hinn aldni efa- semdarmaöur Anatole France sagði: A ný brennur eldur i hjört- um manna. Eölilegust spurning á byltingarafmæli er þessi: Hefur byltingin sjálf, þaöþjóöfélag sem hún skapaöi, staðiö viö fyrirheit sinog vonirgóöra manna? Fyrir- heit um frelsun alþýöu, um só- sialfska sköpun. Og hefur þar meö veriö gefiö fordæmi, sem hefur veriö alþýöustéttum I öör- um löndum örvun og hvatning? Viö vitum, aö fulltrúar Sovét- rikjanna eru ekki lengi aö af- greiöa slikar spurningar. Þeir segja sem svo: Byltingin örvar baráttu kUgaöra þjóöa nýlendu- heimsins. Hún var siðferðilegur og pólitiskur bakhjarl byltinga i Kina og á KUbu og I Vietnam. Sovéskt þjóðfélag tryggir þegn- um sinum atvinnu og menntun og framfarir i þeim mæli, aö þaö er lýsandi fordæmi verkalýö I auö- valdsheimi nU sem fyrr. 1 borgaralegum málgögnum veröur lika auövelt aö finna lýs- ingar á þvi, aö Sovétrikin séu stööugt aö breiöa út sinn komm- únisma. En þá ekki meö jákvæöu fordæmi, heldur meö herstyrk og samsærum. Þverstæður Spurningin um jákvæö og nei- kvæö áhrif sovésks samfélags á þjóöfrelsisbaráttu og sóslaliska þróun i heiminum er svo viö og breiö aö þaö er synd og skömm aö vera aö hripa saman um hana eina blaöagrein. Þessiáhrif eru ekki gefin stærö i eitt skipti fyrir öll. Þau sem reynt er aö gera heiöarlega mynd af, eru full meö þverstæöur. Þverstæður sem eiga sér rætur þegar i upphafi byltingarinnar. Rússneska byltingin átti sér staö i vanþróuðu og striöshrjáöu landi. Bylting sem geröi tilkall til aö vera upphaf heimsþróunar til æöra og fulikomnara samfélags byr jaöiekki á aö bæta kjör lýðsins heldur þurfti aö skipta niöur á fólkiö skorti. Bylting verkalýös iönþróaðra ianda lét á sér standa.hin rUssneska bylting ein- angraöist aö baki viggirtra landamæra. Af þessu eru, I stuttu máli sagt, sprottnar tvennskonar þverstæö- ur: A) Alþjóölegt inntak þeirrar só- sialisku byltingar sem tilvarboö- aö. lenti hvaö eftir annaö i and- stööu viö þarfir hins sovéska rlk- is, sem þegar fram i sótti fékk æ meiri svip rUssnesks þjóörikis. B) Innanlandsástandiö — eink- um eftir aö stalinskir stjórnar- hættir festustf sessivarð I mótsögn viö kröfur sósialiskrar hugsjónar um jafnrétti og frelsi. Meö öörum oröum : menn þurfa I ljósi þessa aö velta fyrir sér tveim hliöum alþjóölegra áhrifa byltingarinnar og hinnar sovésku þróunar. Annarsvegar fara áhrif sovéskrar utanrikisstefnu, fram- ganga Sovétrikjanna á alþjóðleg- um vettvangi. Hinsvegar áhrif þeirra tiöinda sem menn hafa fengið af þróun hins sovéska sam- félags sjálfs. Þetta eru aö sönnu tvær hliðar á einni mynt, en ólik- ar engu aö siöur. Þakkarskuld Ariö 1934 lagöi þýskur kommúnisti, Ernst Toller, fyrir sig þessa spumingu: Hvaö eigum viö Sovétrikjunum að þakka? Hann svaraöi: Tilveru þeirra. Og bætti þvl viö, aö þaö væri skylda allra þeirra „sem enn trúa á sögulegt hlutverk verklýösstétt- anna”, aö verja þau. Þetta var mjög almenn afstaða um þær mundir. En hún var ekki tekin Ut meö sældinni hvorki þá né slbar. Vitanlega er auövelt aö rekja dæmi um sovéska framgöngu i heimsátökum sem hafa tvímæla- laust veriö jákvæð og þakkar- verö. Fyrst og slöast munu menn nefna framlag þeirra til sigurs yf- irHitler og liöi hans I heimsstyrj- öldinni, framlag sem kostaöi Sovétrikin gifurlegt mannfall og eyöileggingu.Þær fórnir, sem all- ur heimur naut góös af, kostuðu sovéskt samfélag 10-15 ár i lifs- kjarabótum. Viö getum einnig bætt viö nýrri dæmum: án þess pólitisks og hemaöarlegs styrks sem Sovétrikin höföu komiö sér upp, án þess bakhjarls sem þau voru (stundum nauöug viljug), hefðu byltingar í Vietnam og á KUbu verið brotnar á bak aftur. Kínadæmið Dæmi Kina er aftur á móti fullt meö þverstæöur. Þaö er ljóst, aö þaö er fordæmi rússnesKu byltingarinnar sem hleypir lifi I byltingarþróun I hinni kinversku hálfnýlendu á árunum 1925-1927. En þaö er skilningur eöa mis- skilningur sovéskra ráöamanna á hagsmunum eigin rfkis, sem hvað eftir annaö veröur til aö draga Ur mætti þeirrar byltingar. Staiin vill bæöi á þriöja áratugin- um og á heimsstyrjaldarárunum fá kinverska kommUnista til aö sætta sig viö forystu KUom- intangs og Sjang Kæsjéks — hin Framhald á 14. siðu SaiiiaiibuYdiu' á ólíkum tegundum dnkkja. Prótín-innihald: 7,4 grömm í lítra. Hitaeiningar cru u.þ.b. 500, þær fást úr kol- vetnum. Annað næringargildi: Hreinn appelsínusafi er auðugur af C-vítamínum. Verð á lítra kr. 282.- (öll \vn> niiöuö vi<> l2.okt.1977) Prótín-innihald: 5 grömm í lítra. Hitaciningar eru u.þ.b. 235, þær fást úr kolvetn- um og alkóhóli. Annað næringargildi: Viss B-vítamín fást úr pilsner. Verð á lítra kr. 237.- Prótín-innihald: 34 grömm í lítra. Hitaeiningar eru u.þ.b. 630, þær fást úr prótíni, fitu og kolvetnum. Annað næringargildi: Mjólk er alhliða fæða. Hún er auðug af kalki, fosfór, A-vítamíni, Bi- og B.’-vítamínum, einnig er í henni nokkuð af D-víta- míni. Vcrð á lítra kr. 92.- Prótín-innihald: 0 grömm í lítra. Hitaciningar eru u.þ.b. 420, þær fást úr kol- vetnum. Annað næringargildi: Getur innihaldið koffin. Verð á lítra kr. 170.- Prótín-innihald: 0 grömm í lítra. Hitaciningar cru u.þ.b. 430, þær fást úr kol- vetnum. Annað næringargildi: Breytilegt sykurinnihald. Verð á lítra kr. 192.- Frá Mjolkimlagsnvínd. Eftir Arna Bergmann

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.