Þjóðviljinn - 25.07.1978, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 25.07.1978, Blaðsíða 13
Þriöjudagur 25. júli 1978 ÞJÖÐVILJINN — SIÐA 13 íslandsmótið 1. deild Vikingur Þróttur 1:0 Víkingur vann naumt 1:0 eftir að staðan hafði verið 0:0 i leikhléi Karl Heimir Karlsson skoraðl sigur- markið á síðustu mínútu leiksins Víkingar unnu nauman sigur á Þrótti í gærkvöld er liðin léku í íslandsmótinu. Staðan i leikhléi var 0:0 og það ver ekki fyrr en á 99. minútu leiksins að Karl Heimir Karlsson skoraði sigurmarkið. Leikurinn var slappur. Mikið um mistök á báöa bóga og litil knattspyrna leikin Róbert Jónsson dæmdi leikinn og má segja að hann hafi veriö i- sama gæða flokki og leikmenn liðanna, sem sagt lélegur. SK. íslandsmótið 1. deild: KA — ÍA 0:5 Pétur á skotskónum Hinn ungi og bráðefni- legi framlinumaður Skagamanna, marka- kóngur siðasta islands- móts, ætlar greinilega ekki að gefa marka- kóngstitil sinn eftir bar- áttulaust. Lengi vel hef- ur litið út fyrir að þeir Ingi Björn Albertsson og Matthias Hallgrimsson, félagi Péturs i ÍA yrðu einir um hituna en öllum á óvart skaust Pétur upp fyrir þá báða með þvi að skora hvorki fleiri né færri mörk en fjögur i leik, geri aðrir betur! Hann hefur nú skorað 12 mörk i deildinni, en Matthias og Ingi eru með 11 mörk. Skagamenn voru I banastuði i fyrrihálfleik gagn KA og staðan i hléi, 4:0 segir sina sögu. Pétur skoraöi fyrsta markið.er skammt var liðið leiksj með gullfallegu markioghannbætti öðru við áöur langt var um Höið. 1 kjölfarið fylgdimark fpáMatthiasiog til að kórana allt saman bætti Pétur við fjórða markinu fyrir hlé, 4:0. 1 seinni hálfleik var mesti eld- móðurinn úr Skagamönnum og heimamenn léku eins og lömb sem leiða var verið til slátrunar. Pétur var þó greinilega ekki al- veg búinn að fá nóg þvi hann skoraði 5ta markið um miöjan seinni hálfleikinn eftir heilmikið klúður KA — manna — —hól. FH — ÍBV 0:2 Eyjamenn hirtu tvö stig á Kaplakrika IBV vann auðveldan sigur á Kaplakrika á laugardaginn er lið- ið vann FH 2:0. Þar með eiga Eyjaskeggjar enn góða mögu- leika á 3ja sætinu i ár og þar með Evrópukeppni. Eins og kunnugt er hrepptu þeir 3ja sætið 1 fyrra og ekki er óliklegt að svo fari einnig nú. Eins og sakir standa virðast Valur og Skaginn vera i sérflokki. Leikurinn i Hafnarfirði var mjög vel leikinn á köflum af hálfu IBV. Liðsmenn byggja mjög mik- ið á stuttu samspili sem litið sést til annarra liða og snörpum sókn- arlotum. ómar Jóhannesson, ungur nýliði, skoraði fyrsta markið i fyrri hálfleik og er vist óhætt aö fullyröa að Sigurlás Þorleifsson hafi átt allan heiður- inn af þvi marki. Hann tætti vörn FH i sig gaf siðan fallega á ómar sem sendi boltann i netið. 1 seinni hálfleik bætti'svo Orn óskarsson um betur meö marki úr sinum sérstæðu aukaspyrnum. Hann negldi boltann i netiö af u.þ.b. 30 metra færi, glæsilegt mark. Þrátt fyrir markið drógu Eyjamenn engan veginn i land og sóttutii muna meira en fleiri uröu mörkin ekki. Þessi ósigur FH er mjög alvarlegt áfall þvi enn á ný blasir við þeim fallhætta. Leik- menn voru hálfáhugalausir, hverju sem veldur. Eyjamenn standa yfirieitt fyrir sinu og liðið er samansett af m jög sterkum leikmönnum. Er reynd- ar furða að enginn þeirra skuli fá náð fyrir augum landsliðsnefndar og einvalds. —hól. Landskeppni íslands og Luvemborgar 1 golfi Island sigraði islendingar unnu sætan sigur yfir Luxemburg- urum i goifi i landskeppni um heigina. Eftir því sem Þjv. kemst næst mun þetta vera i fyrsta sinn sem viö vinnum lands- keppni af þessu tagi. Sig- urinn var reyndar mjög naumur þvi island fékk 5 stig gegn 4 stigum Lux- emburgara. Keppni hófst á laugardegi og þegar skilað hafði verið inn leikskýrslum kom i Ijós að landinn var undir, með 1 stig gegn 2. Seinni dag- inn gekk allt i haginn, og hlutum við þá 4 stig gegn 2 stigum Luxemburgara. Reyndar leit lengi vel út að Luxemburg myndi vinna því er tveir leikir voru eftir var staðan 4:3 Luxemburg i hag. En gamla kempan Þorbjörn Kjærbo sýndi að sú reynsla sem hann hefur safnað gegnum árin er ekki lítils virði. Hann sigraði sinn andstæðing mjög örugglega og rúsin- an í pylsuendanum kom svo er óskar Sæmunds- son bætti um betur og vann sinn leik. Þar með hafði Island unnið 5:4. Að þessari keppni lok- inni fóru svo fram úrslit- in i opna islenska meist- aramótinu. Óskar Sæ- mundsson sigraði mjög örugglega en í keppninni tóku þátt m.a. allir þátt- takendur i liði Luxem- burgar. Báðar keppnirn ar fóru fram á Akureyri. hól. BJÖrgvin Pétur Pétursson var í miklu stuði gegn KA og skoraði 4 mörk Staðan i 1. deildinni eftir leikina um helgina: KA — Akranes 0 : 5 FH — Vestm. 0 :2 Vaiur 11 11 0 0 32: 5 22 Akranes 12 10 1 1 36: 10 21 Fram 11 6 1 4 14: 13 13 Vestm. 11 5 2 4 16: 15 12 Þróttur 11 2 5 4 15: 17 9 Vfkingur 11 4 1 6 18: : 22 9 FH 12 2 4 6 17: 25 8 KA 12 2 4 6 9: 25 8 Keflavik 10 2 3 5 11 : 16 7 Breiðablik 11 1 1 9 9 :29 3 Markhæstu inenn: Pétur Pétursson, Akranes 12 IngiBjörn Alberts. Val 11 Matthias Haligrims. Akran. 11

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.