Þjóðviljinn - 13.08.1978, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 13.08.1978, Blaðsíða 12
12 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 13. ágúst 1978 A6 stama hefur jafnan þótt eitt af dæmiger&ustu einkennum sái- rænna truflana, en nýjar rann- sóknir á orsökum stams sýna aö sú skýring er alls ekki einhlit. 1 raun og veru er orsök stams ó- þekkt, en vitaö er um ýmsa þætti sem geta leitt til stams. Vitaö er aö sálrænir erfiöleikar framkalla oft raddtruflanir, hik og endur- tekningar I máli, en hvers vegna fólk kerfisbundiö hikar og endur- tekur tal sitt, þ.e. stamar, er I rauninni ekki vitaö. Meöal orsakanna sem valda þessari óþekktu truflun má nefna auk sálrænna erfiöleika, aö erföir eru taldar hafa hér einhver áhrif, svo og hafa sumir þóst sjá sam- band á milli örvhents fólks og stamandi. Sumirhalda þvi einnig fram aö kighósti geti valdiö stamí, eöa ákveönir atburöir i barnæsku sem hafa mikil áhrif á barniö. Oftast nær veröur stams vart fljótlega er barn fer aö tala. Reyndar erminniháttar stam tal- iöeöiilegt hjá börnum um 3ja ára þegar þau endurtaka þaö sem þau segja og eiga oft erfitt meö aö koma setningunum frá sér. A þessu viökvæma stigi hefst oft stamiö. Taliö er aö eitt af hverj- um 25 börnum á 3-5 ára aldri stami.en af fimm stamandi börn- um heldur aöeins eitt áfram aö stama til fulloröinsára. Stam er 3svar til 5 sinnum algengara hjá drengjum en telpum. Yfirleitt er stamiö aö nokkru timabundiö, þ.e. mismunandi mikiö eftir ýms- um aöstæöum, en taliö er aö um 1% af fullorönu fólki geti talist stama aö jafnaöi. Börn á 2ja til 4ra ára aldri stama oftast þegar þau eru aö ná valdi á talinu, en eftirtalin atriöi eru talin benda til þess aö stamiö sé ef til vill aökomast á alvarlegt stig: Ef barniö fer aö endurtaka á- kveöin hljóö og hluta af oröum, en ekki heil orö eöa setningar. Ef barniö viröist liöa fyrir þess- ar endurtekningar og þær þvinga þaö i samskiptum viö fólk. Ef erfiöleikar viöaö tala koma ekki aöeins I ljós þegar barniö er ákaft, heldur einnig þegar þaö er afslappaö og rólegt. Ef öndunin viröist ójöfn en ekki reglubundin. (Stamiö hefur áhrif á öndunina, en ekki öfugt.) Ef barniö viröist meövitaö um stamiö og reynir aö foröast aö stama. begar þaö tekst ekki, er hætta á aö barniö foröist erfiö orö og ákveönar umræöur. Hættan getur oröiö sU, aö barniö hætti aö þroskast málfarslega, noti óeöli- lega miklar hreyfingar til aö tjá sig, eöa loki sig einfaldlega frá samskiptum viö önnur börn. Þá þroskast barniö ekki frá hinu „eölilega” stami, sem tilheyrir á- kveönu stigi i málþroskanum, en stamiö situr eftir sem hömlun, jafnvel þaö sem eftir er ævinnar. Foreldrar sem leita til lækna vegna þess aö barn þeirra stam- ar, gera oft ráö fyrir fljótum og fyrirhafnarlitlum bata. Hans er þó sjaldnast aö vænta, þvi oftast tekur langan tima aö lækna stam. Til þess aögera sér grein fyrir or- sökunum, þarf aö kynnast fjöl- skyldu barnsins vel, svo og ölium uppeldisskilyröum. Þaö er auöveldara aö segja hvað ekki eigi aö gera en hvaö eigiaðgera, þegar lækna á stam. Meöal leiöbeininga sem læknar gefa eru t.d.: Þeir sem umgangast þann sem stamar eigaaðreynaaö takasem allra minnst eftir staminu. Allt, sem veröur til aö minna viökom- andiá aö hann stamar, eykur að- eins á erfiöleikana. Þaö á aldrei aö leiörétta þann sem stamar. Best er aö reyna aö finna eölilega samtalsaöferö þannig aö báöir skálji hvor annan, þótt annar stami. Þaö áaldreiaö taka fram i fyrir þeim sem stamar, heldur reyna að einbeita sér aö þvi' aö skilja hugsun þess sem hann seg- ir, enekki einstaka orö. Þaö sem sagt er, er þýöingarmeira en hvernig það er sagt. Ef um barn er aö ræöa, veröa foreldrarnir aö temja sér aö hlusta á barniö, þótt þaö kunni aö taka á þolinmæöina. Ef foreldrar veröa varir viö að stamið eykst viö ákveönar kringumstæöur, t.d. meöal ókunnugra, f f jölmenni eða þegar einhver ákveöinn einstak- lingur er viöstaddur, þá má gera ráö fyrir aö þær kringumstæöur ógni barninu á einhvern hátt, og þarf þá aö reyna aö vinna bug á þvi fyrst,ef lækna á stamið. Þaö er hins vegar ekki merki um neina sérstaka sálræna erfiö- leika, þótt barn, eöa fullorðinn stami meira, þegar hann er ákaf- ur eba mikið niöri fyrir. Þaö er á- kveöiö „tækniatriöi” en þarf ekki að vera sálrænt. Enda er þaö svo með fólk sem ekki stamar, aö þaö getur lika „staðið á öndinni” ef þvi er mikið niðri fyrir og ekki komið upp orði. .Hgengt er aö ekki sé byrjaö að reyna aö lækna stam fyrr en á unglingsárum, en taliö er betra aðbyrjalækninguna fyrr, þóttár- angurs sé ekki aö vænta fyrr en eftir nokkurn tima. Ef foreldrum finnst stamiö vera fariö aö há barninu og vera mjög áberandi, ætti aö láta talsérfræðing ræöa við barniö, og kanna hvort um eðlilegt stam sé aö ræöa, eöa hvort barniö þarfnist lækningar. Astæöan fyrir þvi aö stam er 3svar til 5 sinnum algengara hjá drengjum en stúlkum, er óþekkt, aö ööru leyti en þvi, aö drengir taka málþroskann yfirleitt út á lengri tima en stúlkur. Einnig gera fullorðnir enn i flestum til- vikum ýmsar aörar kröfur til drengja en stúlkna, I ákveðnum tilvikum eöa viö ákveönar aö- stæöur. Þótt læknar séu ekki sammála um orsakir stams, og jafnvel ekki um læknisaðferöir heldur, eru þó allir sammála um þaö, aö meö þvi aö gefa fólki, — börnum eöa fullorðnum, — mörg og flókin ráö til að lækna stam („t.d. dragöu andann áöur en þú talar”, „tal- aöu nú hægt og rólega”) sé lik- legra aö stamiö aukist en hitt. Þaö er sánlegt og erfitt aö læra að tala og börn veröa aö fá þann tima sem þau þurfa, til aö tryggja eðlilegan málþroska. Ef grunur leikur á aö málþroskinn hafi stöðvast á einhverju ákveönu stigi, er nauösynlegt aö takast á við vandann, áöur en þaö kann aö vera um seinan. (byggtá VF, Þs.) I>1Ö læsiö dyrunum ogleggíðafstað Framundan bíða: London Róm Karachi Bankok Manila Tokio Hong Kong Honolulu San Fransisco New York. Frænka passar blómin, amma börnin og lyklana. í Keflavík kemst fiðringurinn í hámark. Þið leggið fram farseðla og vegabréf... Svo eruð þið flogin. Umhverfis jörðina á 30 dögum á vegum ferðaskrifstofunnar Sunnu. - Verðlaun í áskrifendaleik Dagblaðsins. - Allir sem eru áskrifendur þann 20. ágúst eru með í leiknum. Sértu ekki áskrifandi nú þegar,þá hringdu strax ogpantaðu áskrift. Opið til kl. 10 öll kvöld nema laugardagskvöld. Áskrifendasími 27022 Lærðu númjerið utanað. Um það verður spurt þegar þú vitjar vinningsins.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.