Þjóðviljinn - 29.09.1978, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 29.09.1978, Blaðsíða 4
4 SIDA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 29. september 1978 DJOÐVIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýös- hreyfingar og þjóöfrelsis Útgefandi: útgáfufélag Þjóöviljans. Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann. Ritstjóri: Kjartan Ölafsson. Fréttastjóri: Einar Karl Haraldsson. Umsjón meö sunnudagsblaöi: Arni Bergmann. Aug- lýsingastjóri: Gunnar Steinn Pálsson. Ritstjórn, afgreiösla, aug- lýsingar: Síöumúla 6, Simi 81333 Prentun: Blaöaprent hf. Urtölumenn og nafnlaus áróöur í samstarfsyfirlýsingu stjórnarflokkanna er fallist á það sjónarmið Alþýðubandalagsins að það sé sanngirn- iskrafa af hálfu íslenskra iðnrekenda að fresta tolla- lækkunum samkvæmt fnverslunarsamningum við EFTA og EBE um skeið. Orðrétt segir þar: „Sam- keppnisstaða islensks iðnaðar verði tekin til endurskoð- unar og spornað með opinberum aðgerðum gegn óeðli- legri samkeppni erlends iðnaðar m.a. með frestun tolla- lækkana." Einsog íslenskir iðnrekendur hafa bent á er langt þvi frá að lögmál hinnar frjálsu samkeppni ríki ein innan ramma fríverslunarinnar í Evrópuríkjum. Fyrir utan víðtækar opinberar stuðningsaðgerðir í mörgum ríkjum Vestur-Evrópu við markaðsleit, vöruþróun og tækniþró- un tíðkast margvíslegar niðurgreiðslur á vinnulaunum, f járfestingarkostnaði og ýmsum öðrum rekstrarliðum. Á sama tíma hefur islenskum iðnaði ekki verið búin þaustarfsskilyrði sem heitið var við gerð fríverslunar- samninganna og sem miðuðu að því að bæta sam- keppnishæfni hans. Því stefnir i algjört óefni ef ekki er gripið til verndunaraðgerða samhliða uppbygg- ingarátaki i iðnaðarmálum. I stað þess að sameinast um að hef ja áróðursherferð fyrir réttmæti þess að fresta tollalækkunum ganga úr- tölumenn nú fram fyrir skjöldu og túlka sjónarmið em- bættismanna í Brussel og í Genf. I samræmi við það að Sjálfstæðisflokkurinn tekur hugmyndafræði „frjálsrar samkeppni" og hag innflytjenda fram yfir sjálfstæði innlends iðnaðar tekur Morgunblaðið að sér að birta úr- tölur ónafngreindra embættismanna hjá EFTAog EBE. Þeirsegjast aðvisu ekki viljasegja neittákveðið um við- brögð þessara samtaka ef íslensk stjórnvöld fresti tolla- lækkunum en Morgunblaðið telur brýna nauðsyn til þess bera að koma dulbúnum hótunum um efnahagslegar refsiaðgerðir á framfæri. Það er ekkert nýtt að íhaldsmenn hérlendis taki meira mark á fyrirmælum frá erlendum valdastofnunum en réttmætum kröfum innlendra aðila. En nafnlaus áróður frá höf uðstöðvum EFTA og EBE á síðum íslenskra dag- blaða á ekkert erindi inn í umræðu um tollaf restun hér. Fyrir slíkri frestun liggja mikilvæg efnisrök og á það þarf að reyna til hins ýtrasta hvort þau bíta ekki á stjórnvöld í viðskiptalöndum okkar. Takist það ekki er vert að minna á að þegar nauðsyn krefst hafa flest ef ekki öll riki brotið meira eða minna qeqn anda friversl- unarsamninganna. íslendingar hefðu því bæði fordæmi og félagsskap ef þeir gripu til einhliða ákvörðunar um frestun tollalækkunar. Varöstaöa um kaupmáttinn Vísitölunefndin svokallaða hefur nú hafið störf undir forystu Jóns Sigurðssonar forstöðumanns Þjóð- hagsstof nunnar. Henni er ætlað að skila fyrsta áliti fyrir 20. nóvember, það er áður en næsta verðbótatímabil hefst 1. desember. Væntanlega koma frá henni ýmsar tæknilegar ábendingar um hvernig haga eigi viðmiðun launa við vísitölu. Innan hennar mun þó koma til átaka milli þeirra sem telja íslensk efnahagsmál óviðráðanleg án almennrar kaupmáttarskerðingar og hinna sem telja að núverandi kaupmáttur launa sé síst of mikill, oq alls- ekki frumrót óðaverðbólgunnar. Þar munu takast á kröfur um kauplækkunarstef nu annarsvegar og breytta tekjuskiptingu hinsvegar. Meðal embættismanna og jafnvel í samstarfsf lokkum Alþýðubandalagsins eru margir kauplækkunarpostular. Þeim verður ekki kápan úr því klæðinu að ætla vísitölu- nefndinni að færa kauplækkunarstefnu í viðfeldinn tæknilegan búnað. Málsvarar verkalýðshreyf ingarinnar munu standa þar vel á verði. Alþýðublaðið horfið af dagblaðamarkaðin- um Eins og kunnugt er hefur Alþýöublaöiö lognast út af sem eiginlegt dagblaö fyrir almenn- an markaö. Stærö þess Alþýöu- blaös sem enn kemur þó út aö nafninu til er aöeins 4 siöur á dag, 5 daga vikunnar, eöa 20 siöur á viku. Útbreiösla Alþýöu- blaösins mun vera oröin mjög litil, og má lita svo á aö blaöiö sé ekki lengur nema innanflokks fréttabréf. Þaö er vist fjarska erfitt aö ná i þaö i lausasölu. Af þessum sökum og öörum höfum viö hér i klippinu veriö fremur iöin viö aö endurprenta upp úr Alþýöublaöinu. Þaö er gustuk aö hjálpa vesalingi, einkum ef hann er góörar náttúru. Allir muna hvernig niöurlæg- ing Alþýöublaösins bar aö hönd- um. Fýrst fylgir blaöiö flokki sinum i herleiöingu hjá Ihaldinu og missir mjög tiltrú allrar alþýöu. Siöan taka viö ár upplausnar og vonleysis hjá þvi fáa Alþýöublaösfólki sem eftir var og er þá tekiö þaö ráö aö ofurselja Alþýöublaöiö fésýslu duttlungum ýmissa siödegis- blaðsútgefenda. SU ráöstöfun fór algerlega með þá velvild sem blaöiö naut i hópi alþýöu- fólks. Þá var eftir þaö fangaráö Arni: Rikisstjórnin stefnir I áttina frá efnahagslausnum Alþýöuflokksins. flokksklafa þagnarinnar, enda enginn áhugi á þvi af hálfu forystumannaflokksins.” Reynir á vilja okkar sjálfra Það kveður viö allt annan tón hjá unga þingmanninum Gunnlaugi Stefánssyni i grein i Alþýðublaöinu i gær. Hann ætl- ar greinilega ekki aöfylla flokk þeirra ungu manna sem Árni ætlar að hafa forystu fyrir (enda liklega lOárum yngri en Arni). Gunnla ugur skrifar: „Baráttumál Alþýðuflokksins i siöustu kosningum snerust fyrst og fremst um gjörbreytta efnahagsstefnu og framgang bráðnauösynlegra umbótamála á fjöimörgum sviðum þjóö- félagsins. En þaö er nú svo aö kosningaloforöin ein sér leysa engan vanda, heldur sá vilji sem málafylgjumenn bera i brjósti til þess aö koma málun- um raunverulega fram. Nú reynir á það hver okkar úrræöi eru til lausnar efnahagsvandan- um og nú reynir á þaö hvort viö höfum viljann til þess að koma fram kosningamálum okkar eða ekki. Ég tel aö núverandi rikis- stjórngeti oröiö góö og afkasta- mikil rikisstjórn. Þaö er þó undir þvi komiö, hvort þeir flokkar sem að henni standa styöja hana meö ráöum og dáö. Slagoröog köll um þaö.aö hlut- skipti Alþýðuflokksins sé súrt af Þing- menn- irnir skrifa: Þing- menn- irnir skrifa: Gunnlaugur Stefánsson: Togstreita um að axla ábyrgð eða ekki Efnahagsbata fórnað á altari stjórnmálalegrar togstreitu Arni Gunnarsson skrif aö fá fjárstuöning erlendis frá til aö geta haldiö blaöinu úti, en slikt athæfi var bannaö meö lög- um sem sett voru í vor leið. AB bragöi kom vikuhlé i útgáfu blaösins en siöan hóf fjór- blööungurinn göngu sina, sá san nú kallast Alþýöublaö. „Alþýðublaðið mætti stækka örlitið” Einhver velunnari Alþýöu- blaösins varþó þaöhress aöláta blaðiö hafa eftirfarandi eftir sér núum daginn: „Alþýöublaðiö mætti stækka örh'tiö, þó ekki væri nema I 8 siöur. Þaö yröi strax skárra en þyrfti aö sjálfsögöu stærri áskrifendahóp. Ég tel aö hér þyrfti aö vinna mikiö verk. Skipuleggja blaða- útgáfuna betur. Alþýöuflokkur- inn getur ekki án málgagns ver- iö er túlkar stefnu flokksins. Þaö hefur sýnt sig aö hart veröur aö mæta höröu i þeirri baráttu sem fer fram um skoðanamyndun fólksins i landinu. Þvi ætti flokksstjórnin aðtaka sig samanog láta máliö til sín taka. Flokksstjórn gæti siöan skipaö ritnefnd eöa ein- hvern hóp manna sem hefur áhuga á aö efla blaöiö til þess aö sjá um útgáfu blaösins. Þetta þarf aö rifa upp og þaö fyrr en seinni, þvi svona lagaö gerist ekki af sjálfu sér.” Efnahagsstefna Alþýðuflokksins fékk ekki hljómgrunn Tveir af þingmönnum Alþýöuflokksins hafa nýlega talaö til flokksmanna sinna af siöum Alþýðublaösins. A miövikudag er þaö Arni Gunnarsson sem lýsir þvi yfir aö hann sé óskaplega óánægöur meö rikisstjórnina þar sem Gunnlaugur : Rikisstjórnin leitast viö aö fylgja fram efnahagsstefnu Alþýöuflokks- ins. Alþýðuflokkurinn hafi ekki fengiö framgengt þeirri stefnu sem hann hlaut atkvæði út á við siöustu kosningar. Arni segir ma.: „Alþýöuflokkurinn varö aö bita i þaö súra epli aö gerast aöili að stjórnarsamstarfi, án þess aö koma nema hluta af umbótamálum sinum á blaö og án þess aö gjörbreytt efnahags- stefna hans fengi hljómgrunn. Þessu hafa kjósendur flokksins, og fleiri reiöst, og ýmsir telja, aö Alþýðuflokkurinn hafi brugð- ist vonum þeirra. En menn skyldu hafa hugfast, aö Alþingi á eftir aö koma sam- an og þar veröur vettvangur ungumannanna i Alþýðuflokkn- um til aö berjast fyrir umbóta- málunum. Þeir veröa ekki bundnir á þvl aö gjörbreytt efnahags- stefna flokksins hafi ekki fengiö hljómgrunn og aö umbótamálin hafi ekki náö á blaö samstarfe- yfirlýsingar rikisstjórnarinnar, eru fyrst og fremst órökstudd slagorð sem ætlast er til aö almenningur trúi aö lokum sem sjálfsögöum sannleik. En ef samstarfsyfirlýsing rikisstjórnarinnar er athuguö nánar kemur allt annað i ljós. Þar má t.d. finna átta af tíu atriðum gj örbrey tt rar efnahagsstefnu Alþýöuflokksins frá þvi í vor. Hvort sem okkur Alþýöuf lokksmönnum likar betur eöa verr þá eru þaö einmitt úrræöi gjörbreyttrar efnahagsstefnu Alþýöuflokksins sem móta stefnu ríkisstjórnar- innar eins og hún birtist f samstarfsyfirlýsingunni.” ,,Það er litilmannlegt af þér Árni” Eftirfarandi klausu ur grein Gunnlaugs Stefánssonar er ekki hægt aö skilja öðru visi en sem sneið til Arna Gunnarssonar, og má segja aö Gunnlaugur snupri Árna all hressilega: „En það er nú svo aö leysa þarf vanda og tii þess hefur þjóðin kosiö sér alþingismenn. Þaö er því litilmannlegt fyrir nýja þingmenn aö hlaupast af hólmi þegar möguleikar eru í sjónmáli á aö koma megi fram mörgum mikilvægum baráttu- málum I rikisstjórn sem hefur lýst sig viljuga verksins. Arangur af starfi rikisstjórnar er ekki einvörðungu háður vilja og getu þeirra ráöherra sem i rikisstjórninni sitja, heldur er árangurinn fyrst og fremst háöur vilja og áhuga þingmanna þeirra flokka sem aö rikisstjórninni standa'”. h

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.