Þjóðviljinn - 21.11.1978, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 21.11.1978, Blaðsíða 12
12 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriöjudagur 21. nóvember 1978 Gamall sjómaður: Og þá er gott aö koma i land o.s.frv. Var til sjós um tíma Þannig er yfirskrift nokkuö hispurslausrar greinar, sem Landpósti hefur borist frá „Gömlum sjómanni”. Ekki' veröur sagt, aö yfirlætis kenni i fyrirsögninni. Þaö tognaöi nefnilega úr timanum, sem gamii sjómaöurinn „var til sjós”. Hann fyllti 30 ár. Og hefst þá greinin: Hvar er þaö viö landiö, sem dcki getur komiö hættulegt veö- ur yfir vetrarmánuöina? Ég spyr þessa vegna þeirra um- ræöna, sem oröiö hafa um loönuveiöar fyrir Noröurlandi nU i' vetur. Spyrja má auövitaö: Hvaö þolir loönustofninn? En þaöer annaö mál. Væri ég skip- stjóri á loönubát þá mundi ég vilja fá aö stunda veiöarnar i friöi fyrir þessari dularfullu umhyggju manna i landi. 1 sam- bandi viö þessar veiöar vil ég benda á, aö flugvélar geta gefiö upplýsingar um isinn og svo er þaö Veöurstofan, meö sina þjón- ustu. Væri ég skipstjóri þá mundi ég spyrja sjálfan mig: Hvaö er loönan langt undan landi? Hvernig er skip mitt, hvernig fer þaö i sjó? Þótt skip séu byggöeftir sömu teikningu, svo- kölluö systurskip, — geta þau veriö mjög ólik sjóskip. Ég verö aö þekk ja mitt skip; Vera bUinn aö kynnast þvi i misjöfnum veörum, kostum þess og göllum. Gengju noröan illviöri lægi ég i vari. Þá mættuö þiö, sem hafiö mestar áhyggjur af „stressinu” i sjómönnum, senda okkur einn farm af kvenfólki, þvi viö erum menn þótt viö séum sjómenn. En ekkert brennivin þvi viö drekkum ekki á sjó. Og I raun og veru erum viö hræddir viö höf- uöskepnurnar þótt viö veröum að takast á viö þær. Annars værum viö kærulausir. Já, flugvélin segir mér hvern- ig isinn hagar sér. Þegar Veöur- stofan spáöi norðangaröi héldi ég til lands sjálfs min vegna og ekki siöur vegna mannskapsins. En viö yröum fljótir út aftur þegar upp stytti. Viö megum heldur ekki gleyma þvi, aö suölæg átt getur lika veriö hættuleg á Islands- miöum, allt fram I maí. A þess- um árstima veröa menn aö sættasig viöaö vera meö minni farm en meiri kjölfestu. Og um- fram allt aö búa svo um hnúta, aö farmurinn geti ekki kastast til i lest. Mitt skip á aö þola aö leggjast á brúarvæng án nokk- urrar hættu. Mannskapurinn veit þaö og ekkert „stress” skapast. Þaö gekk nú stundum á ýmsu á Eldeyjarbanka eöa svo fannst mér, þegar ég var þar á gömlu togurunum. Maöur gat svo sem fariö heila túra án þess aö fá nema stinningskalda. En þó svaf maöur aldrei fastar en þaö aö maöur vissi af sér. Þaö mátti nefnilega alltaf eiga voná þvi aö hendast út úr kojunni. Þeir eru lúmskir sjóirnir þarna, — sem laumast upp með skipssiöunni, fylla dekkiö af sjó og henda okk- ur yfir flatningsboröið. Þaö fyrsta, sem maöur gerir þá er aö sleppa hnifnum. Þaö er litill timi til þess aö koma sér undan. Nú, eöa þá aö maöur blátt áframnennir þvi ekki. Þaö verö- ur aö ráöast hvaöa plankann maður fær I hausinn eöa fer fyrir borö. Þegar komiö er I land Ur slik- um túr þá er eins og maður hafi étiö berserkjasveppi. Og þá er gott, — (þiö fyrirgefiö hrein- skilnina), — aö fá brennivin og kvenfólkogslappa af. En þaö er bara ekki alltaf hlaupiö aö þvi aö ná i kvenfólk i hvelli. Maöur gleymir aö hugsa og heilir í sig brennivini. Og fer viö svo búiö á sjóinn aftur. Þaö skársta var aö láta einhvern hófsaman kvenn- mann útvega sér stelpu — og minnst peningaeyösla. En þaö nægöi ekki öllum. Þeir uröu að fá brennivi'n þvi taugarnar voru spenntar. En þá væri betra aö þeir fengju róandi pillu þvi brenniviniö stelur þreki úr mönnum. En til hvers er aö vera aö þessupuöi þegar tap er á hverju handtaki, sem sjómaðurinnger- ir? Einhver græöir nú samt, sýnist manni. Og þegar einhver græöir þá skilst mér aö einhver verlS aö tapa. Ráöamenn þjóö- arinnar, — og þeir eru margir, — skammta sér kaupiö sjálfir. En þaö nægir þeim ekki. Þeir þurfa lika aö láta aöra vinna fyrir sér aö ógleymdum þeim sem við borgum skattana fyrir. Svo standa þeir I allskonar braski og atkvæöaveiöum. Slö- an fara sumir á Freeport en aörirhalda áfram aö veraalko- holistar. Meira aö segja 16 ára unglingar eru farnir aö sjá I gegnum þetta. Ég þekki sjómenn. Ég veit hverja þeim er helst i nöp viö. Guö hjálpi þeim. Lögreglan meö sinum vopnabúnaöi gæti þaö ekki, ef til kæmi. Ef mennirnir á skipaflotanum, sem svo lengi sem ég man eftir hafa veriö aö setjalandiö á hausinn, reiddust fyrir alvöru og dytti i hug aö stima allir í land og hýöa þessa ómenntuöu braskara meö próf- in, þá gæti ekkert stöövaö þá. Þeir eiga marga vini i landi og svo eru þaö konurnar, þær eru grimmar ef i þaö fer. Og svo Hallærisplaniö meö sinn stóra hóp. Já, hún er mikil hringavit- leysan I þessu landi. Sjómenn eru undirstaða þjóöarbúskapar- ins. Ef engir sjómenn þá enginn fiskur, enginn gjaldeyrir, eng- inn innflutningur, engir kaup- menn og engir heföu heldur neitt til þess aö kaupa fyrir. Hvar væri þá glansinn á em- bættismannalýönum og brösk- urunum? Og svo eru sjómenn náttúru- lega skattlagðir ótæpilega þvi alltaf vantar peninga i ein- hverja sjóöi, sem svo er lánaö úr I allan tapreksturinn. Já, þaö er ekki ónýtt aö tilheyra þeirri stétt, sem stendur undir öllu hrófatildrinu, enda heyrist manni aö þjóöin eigi okkur mikiö aö þakka, — á sjómanna- daginn. Gamall sjómaöur. AÐALFUNDUR Bátaábyrgdar félags Vestmannaeyja Laugardaginn 28. okt. var haldinn aöalfundur Báta- ábyrgöarfélags Vestmannaeyja fyrir starfsáriö 1977. Fram kom aö rekstur félags- ins gekk vel sl. ár, tiltölulega fátt um stærrióhöpp. ADs voru 49 bátar I tryggingu 1977 og heildartryggingarupphæö 1,6 miljaröar. Fjöldi óhappa á ár- inu varö alls 57 og reyndust 47 bótaskyld. Hagnaöur ársins nam alls 26,7 miljónum og sam- þykkti fundurinn aö verja 1 mil- jón til ekknasjóös Vestmanna- eyja, aldraöra og þeirra, sem eiga um sárt aö binda. Þá var einnig samþykkt aö veita 200 þús. kr. til nemenda i stýrimanna- og vélskólanámi. Einn maöur átti aö ganga úr stjórn félagsins, Haraldur Hannesson, en hann var endur- ráöinn. mj/mhg ( Umsjón: Magnús H. Gíslason Sitt af hverju frá Ólafsfirði Tiöarfar hefur veriö fremur óstööugt f Ólafsfiröi i haust og gæftir eftir þvi stiröar. Bátar hafa þvi oft neyöst til þess aö liggja inni en afli lélegur þegar á sjó hefur gefiö. Tækifærið var notaö meöan togarar voru I veiöibanni aö senda þá I slipp. Þeir hafa nú byrjað veiöar á ný. Sigurbjörg var á trolli en fór svo á síld. Stálþil var sett viö bryggju- kantinn framundan frysti- húsunum. Er þar meö fengiö viölegupláss fyrir togarana. Fyllt veröur aö þilinu nú en þekjan steypt I vor. Vatnsskortur hefur angraö ólafsfiröinga allmikiö undan- farna vetur. Hefur sú vöntun ekki hvaö sist komiö illa viö fiskvinnsluna. Nú mun úr þessu bætt. Er veriö aö tengja nýja vatnsveitu viö kerfiö. Er vatniö leitt framan af Burstarbrekku- dal, um 4 km. vegalengd. Gamla vatnsveitan veröur áfram i notkun og er þvi um Benedikt frá Hofteigi telur riöu- veikina ættgenga og þvf sé árföandi aö foröast skyldleika- ræktun. Sauðfjárbændur: Forðist skyldleika ræktina Sú mikla kempa, Benedikt frá Hofteigi, dvelur nú f sjúkrahúsi, enda oröinn mjög viö aldur. Allt umþaö er athygli hans og áhugi á hinum óskyldustu málefnum aö fullu vakandi og hann fylgist eftir föngum meö öllu þvi, sem er aö gerast I islensku þjóölifi. Nú hafa margir áhyggjur af riöuveikinni og þeim búsifjum, sem hún veldur ýmsum. Bene- dikt hefur aö sjálfsögöu fylgst meö þeim umræöum öllum og nú hefur hann óskaö eftir aö koma þeirri skoöun sinni á framfæri, aö riöuveikin muni vera ættgeng og geti þvi lagst á einn fjárstofn fremur en annan. Þaö sé þvi mikilvægt i baráttunni viö þennan vágest, aö forðast eftir þvi sem unnt er alla skyldieikarækt sauöfjár. Hvetur Benedikt alla sauöfjár- bændur til ýtrustu varkárni i þessum efnum. —mhf hreina viöbót á vatnsmagninu að ræöa. Sjálfrennandi heitt vatn hefur ekki skort I ólafsfirði aö þessu. Allt um það er dæling hafin úr borholu á Ósbrekkuengi. Fást viÖ þaö 19 sekltr. af heitu vatni i stað 13 áöur, auk þess sem vatniö er 3 gr. heitara. Þessi . árangur vekur vonir um að fyrst um sinn hafi ólafsfiröingar nóg af heitu vatni án þess að til frek- ari borana þurfi aö koma. (Heim.: Noröurland). —mhg Verð fóður- blöndu Undanfarin þrjú ár hefur verö á fóðurblöndu, sem keypt hefur veriö frá Efnahagsbanda- lagslöndunum, veriö niöur- greitt. Veröiö hefur veriö mjög breytilegt og ráöist af þvf, hve miklar niöurgreiöslurnar hafa verið á hverjum tima. Taka má sem dæmi venjulega A-kúafóöurblöndu. 1 fyrra, 1. okt.,kostaöi tonniö i útflutningi frá Danmörku 835 kr. danskar. Þá greiddu danskir bændur fyr- ir samskonar fóöurblöndu 1170 danskar kr. 1 siöastliðnum mánuöi var út- flutningsverðiö 855 kr. danskar fyrir tonniö en verö viö verk- smiöju til bænda i Danmörku var kr. 1150 tonniö A-kúafóöurblanda er seld I Reykjavik, ósekkjuö, á kr. 75.500 hvert tonn. Umreiknað yfir i felenskar kr. greiða dansk- ir bændur aöeins um 300. kr. minna fýrir fóðurblönduna en hún kostar hér I Reykjavik. Nokkrum sinnum hefur þaö komiö fyrir aö fóöurblandan hefur kostaö meira I Danmörku en hér á landi. (Heim.: Uppl.þjón.landb.) -mhg. ----—------------1---- Viðtals- tímum lokið að sinni Fulltrúar Alþýöubandalags- ins I bæjarstjórn Vestmanna-) eyja hafa nú lokiö fyrsta viö- talsfundi sinum. Frekar fátt var um spyr jendur enda fólk I vinnu. Mér finnst persónulega koma fram I þessu fámenni á fundun- um aöfólk álitisig ekki þurfa aö gagnrýna Alþýöubandalagsfull- trúana. Hitt er svo annaö mál, aö hverjum flokki er hollt aö fá gagnrýni en hún verður aö vera réttmæt. Enginn vafi er á þvi, aö fulltrúar Alþýöubandalags- manna njóta trausts hjá hinu vinnandi fólki, enda völdum viö rétt I kosningunum. mj/mhg

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.