Þjóðviljinn - 11.01.1979, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 11.01.1979, Blaðsíða 3
Fimmtudagur n. Janúar 197» ÍÞJÓÐVILJINN — SiÐA 3 ERLENDAR FRÉTTIR fí Bandaríkjamenn senda herflugvélar til Saudi-Arabíu WASHINGTON, 10/1 (Reuter) — Bandarlkjamenn munu senda tólf stykki af F-15 flugvélum til Saudi-Arabiu siöar f þessum mánuðl til sýningar. Yfirvöld hafa þegar fest kaup á sextiu eintökum en hvert þeirra kostar 2,5 miljarði dollara. Stjórnvöld I Saudi-Arablu hafa lýst yfir miklum áhyggjum sinum vegna ástandsins i Iran en ekki er langt á milli landanna. Talsmaður bandarisku rikisstjórnarinnar neitaði þó aö viður- kenna að flugvélasendingarnar væru stjórnmálalegs eölis, held- ur ættu hinar tólf vélar aðeins aö sýna hvað þær gætu. Hernaöarleg stríðni VESTUR-BERLÍN, 10/1 (Reuter) — Yfirvöld i Vestur-Berlin voru ekki sérstaklega hress yfir nýárskortinu sem þau fengu frá frönsku hershöfðingjunum I borginni. Þar var nefnilega minnst á komu Naflajóns til borgarinnar eftir að herir hans sigruðu Prússa árið 1806. Hershöfðingjarnir segjast þó alls ekki hafa viljað móðga Þjóö- verjana, þetta hefði eingöngu veriö heiðarleg tilraun til að minna á tengsl þjóöanna. Berlinarmenn vilja samt ekki fyrirgefa þeim og hugsa þeir sér að senda kort til Frakkanna á Bastilludaginn þar sem getið veröur Vilhjálms Prússlandskonungs er hann var geröur aö keisara Versala eftir hernaöarsigur hans í Frakklandi 1871. Réttarhöld í Leteliermálinu eru hafin i Washington WASHINGTON, 10/1 (Reuter) — Réttarhöld hófust i gær vegna morösins á Orlando Letelier sendiherra Chile i Washington og fyrrum utanrikisráöherra i stjórn Allendes. Óttast lögreglan að hægri menn muni reyna að frufla gang réttarhaldanna. Þrfr Kúbanir sem flýðu byltingu Castros eru sakaðir um morðið sem framið var árið 1976. Dómari og saksóknari I málinu hafa báðir fengiö nafnlausar morðhótanir og i gær fann lögreglan miða I baðherbergi dóms- hússins sem merktur var Omesa-7, hryöjuverkaflokki and- stæðinga Castros. Þrátt fyrir morðhótanirnar neitaöi dómarinn I gær að flytja réttarhöldin á öruggari stað. Verjandi Kúbananna vill halda þvi fram að morðhótanirnar geti merkt óvild i garð skjólstæðinga sinna, en sú skýring virðjst vera nokkuö langsótt. Alls eru Kúbanirnir fimm sem grunaðir eru um aðild að morðinu, en tveir þeirra ganga enn lausir. Auk þeirra og ekki sist liggja þrir yfirmenn úr her Chile undir grun, en meðal þeirra er Manuel Contreras hershöfðingi fyrrum yfirmaður leyniþjónustunnar illræmdu DINA sem nú hefur fengið nýtt nafn. Taliö er aö hann hafi ákveöiö og skipulagt morðiö en látið Kubanina framkvæma þaö. Yfirvöld I Chile neitá allri aðild að moröinu á Orlando Letelier, fyrrum ráðherra úr stjórn Salvadors Allende. Herinn kœfir verkfall í Perú LIMA, Perú, 10/1 (Reuter) —Allt útlit er nú fyrir að hervöldum f Perú hafi tekist að kæfa allsherjar verkfall sem hefjast átti f höf- uðborginni Lima f gær. Verkfaliið átti að standa i þrjá daga til að mótmæla efnahagsstefnu stjórnarinnar. Flestar verksmiðjur i Lima voru lokaöar en öruggar heimildir eiga að vera fyrir þvi að vinna hafi verið meö eðlilegum hætti i námum landsins. Foringi námuverkamanna hafði lýst þvi yfir að verkföll yröu i námunum þrátt fyrir yfirlýsingar innanrikis- ráðherrans um hið gagnstæöa. Litið var um óeirðir, en yfirvöld höfðu hótað þvl að miskunnar- laust yrði skotið á hvern þann sem gerði sig liklegan til óláta. Hermenn voru á hverju strái I Lima I gær. Skriödrekar og her- vagnar tepptu aöalgötur borgarinnar. Strætisvagnar gengu með eðlilegum hætti að því undanskildu aö hver vagn var vaktaöur af öflugum herverði. Fjöldi verkalýösforingja var handtekinn um sl. helgi, 56 aö sögn innanrikisráðuneytisins en mörg hundruö aö sögn verka- manna sjálfra. Rafmagnslaust i kaldri Vin VIN, 10/1 (Reuter) — Rafmagn fór af i Vin og næsta nágrenni I gær I eina klukkustund. Var þá mjög kalt i veðri. Sporvagnar komust ekki úr sporunum og slokknaði á götuljós- um. Tvær ástralskar flugvélar urðu að hringsóla yfir Schwechat- flugvelli þar til rafmagn komst á á ný. Fimmburar í Frakklandi NANCY, Frakklandi, 10/1 (Reuter) — 1 gær fæddust tvitugri konu fimmburar, ein stúlka og fjórir drengir. Móðirin heitir Marie-Helene Guidon og býr hún með manni sinum I Neuves- Maison i nálægð Nancy I Norðaustur-Frakklandi. Börnin fæddust þremur mánuðum fyrir tlmann en munu vera hin hressustu. Tvö þeirra voru þó sett I súrefniskassa en munu ekki vera I hættu. Systkinin heita: Ludovic, Regis, Serge, Fabrice og Sonia. Poppað fyrir börn hjá S.Þ. SAMEINUÐU ÞJÓÐIRNAR, 10/1 (Reuter) — Popparar tróðu upp I húsakynnum Allsherjarþings S.Þ. f gær til styrktar barna- hjálp Sameinuðu þjóðanna. Þarna hófu raust sina Elton John, Rod Stewart, Bee Gees, Abba og Olivia Newton-John. öryggisráðstafanir voru öflugri en venja er til, en ekki vegna pólitlskra öfgamanna heldur ákafra aödáenda stjarnanna. David Frost og framleiðandi „Saturday Night Fever”, Robert Stigwoo^stóöu fyrir skemmtuninni. VERKFALLIÐ Á BRETLANDI: Hafnir lokaðar og iðnaður lamaður LONDON, 10/1 (Reuter) — óopinbert verkfaii bíi- stjóra er nú farið að iama iðnað í Englandi, en það hefur staðið frá því í síðustu viku. Lestarstjórar fóru í eins dags verkfall í dag til að leggja áherslu á kröfu sína um 10% bónus.' Verkfall þeirra hafði þær afleiðingar að þúsundir Breta komust ekki til vinnu sinnar heldur urðu aö sitja heima. Aðrir reyndu að brjótast á vinnustað sinn, en komu allt of seint. Olluskortur er þó ekki lengur, þar eð oliubifreiöastjórar hafa fallist á að he'fja vinnu á ný. Vöru- bilstjóraverkfallið stendur þó enn, og er jafnvel búist við að það verði lýst opinbert á morgun. Af þessum sökum eru flestar hafnir lokaðar og er farið að gæta hrá- efnaskorts hjá mörgum verk- smiöjum. Margar matvöruverslanir eru hálftómar og bændur hafa skorað á vörubllstjóra að færa sér fóöur handa skepnum sem lepja dauöann úr skel. James Callaghan forsætis- ráðherra hraðaöi sér heim frá Guadelope þar sem hann hefur verið I sex daga á fundum með Carter Bandarlkjaforseta, Schmidt kanslara V-Þýskalands og Giscard d’Estaing forseta Frakklands . Sagði hann við heimkomuna aö I fjarveru sinni heföi oft jaðrað við að lýst heföi verið yfir neyðarástandi á Bret- landi vegna verkfallanna. Margaret Thatcher ihalds- formaður tók I likan streng þar sem hún sagöi aö neyöarástand væri óumflýjanlegt ef vörubll- stjórar gerðu verkfall sitt opin- bert. Ennfremur skammaði hún verkalýðinn fyrir skort á ábyrgöartilfinningu. Enn barist í Kambodíu Utanrikisráðherra Tœlands fœr bréf frá Ieng Sary Baktiar tRAN: Andstaða gegn Baktiar eykst TEHERAN, 10/1 (Reuter) — Akvörðun keisarans i iran um að gefa auöæfi sin (innanlands) til Pahlavisjóösins virðist ekki hafa brætt hjörtu andstæöinga hans. Þrátt fyrir kuida og snjó i Te- heran fóru nokkrir hópar út á götur til að itreka stuöning sinn viö Khomeiny trúarleiötoga. Lög- reglan hleypti af skotum til aö dreifa hópnum. Otvarpið skýrði einnig frá mót- mælum I öörum borgum, en þau fóru friðsamlega fram. Mikil snjókoma olli rafmagns- leysi I Teheran I dag. A morgun kemur þingið saman og mun þá reyna á hvort rlkis- stjórn Baktiars nýtur stuönings þess. Neðri deild þingsins mun hlýöa á forsætisráðherra á morgun, en sú efri á laugardag. Talið er að hann muni mæta mikilli andstöðu. Ef rikisstjórnin fær aö lifa, eykst möguleikinn á að keisarinn bregðisér til útlanda. Hins vegar verða þær raddir æ háværari að herinn muni hrifsa til sin völdin ef keisarinn fer út fyrir land- steinana. Ritstjóra rænt í Buenos Aires BUENOS AIRES, 10/1 (Reuter) — Ritstjóri vikublaösins La Sem- ana i Argentinu hefur nú bæst i hóp hinna fjöldamörgu Argen- tinumanna sem horfiö hafa á valdatima Jorge Videla. ARANYAPRATHET, Tælandi, 10/1 (Reuter) — Yfirmaöur úr utanrikisráöuneyti Pol Pots sendi þær fréttir til Tælands i dag, aö hersveitir Pol Pots beröust nú viö innrásarherina einkum I austur- og suðausturhluta Tæiands þar á meöal I útjaöri Phnom Penh. Er þetta fyrsta fréttin sem berst frá stuöningsmönnum Pol Pots sföan þjóöfrelsishreyfing Kambodiu náöi höfuöborginni á sitt vald. Vestrænir diplómatar I Bang- kok telja þó að bardagarnir færist -vestar. 1 dag afhentu fimm hermenn Pol Pot-stjórnarinnar bréf á landamærunum frá Ieng Sary utanrikisráöherra til Upadit Pacharyangkun kollega slns I Tælandi. Ekki hefur verið gefið upp hvers efnis bréfiö var, en til- gátur hafa verið uppi um að fariö hafi verið á leit við yfirvöld Tælands að þau veittu mönnum úr Pol Pot-stjórninni pólitiskt hæli. Tælenskir landamæraveröir skutu I dag á hóp hermanna Pol Pots sem reyndu að komast yfir landamærin rétt fyrir sunnan borgina Aranyaprathet I Tælandi. I landinu eru nú þegar 140.000 flóttámenn frá Indóklna og hafa yfirvöld lýst þvl yfir að þau geti ekki tekið viö fleirum. Forsætisráðherra og utanrikis- ráðherra Tælands ræddu við Hoang Bao Son sendiherra Vlet- nams I Bangkok I dag, en ekki hefur verið greint frá innihaldi þeirra viöræðna hvað þá niöur- stööu. Byltingarráð Þjóðfrelsis- hreyfingar Kambodlu hefur nú hlotið viðurkenningu Vletnams, Laos og allra Austur-Evrópurlkja aö Rúmenlu undanskilinni. Segjast Rúmenar fordæma erlenda ihlutun hvar sem er I heiminum. Blaðberar óskast Vesturborg: Melhagi Sólvallagata Túngata Austurborg: Akurgerði Sunnuvegur MOÐVJUm Siðumúla 6, simi 8 13 33

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.