Þjóðviljinn - 16.01.1979, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 16.01.1979, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 16. janúar 1979 — ÞJÓDVILJINN — SIÐA 5 75.700 útknding- ar komu til lands- ins áriö 1978 75.700 útlendingar komu til landsins á sl. ári meö skipum og flugvélum til lengri eöa skemmri dvalar og viröist tala útlendra gesta hingaö aukast jafnt og þétt aö þvi er fram kemur I yfirliti Ctiendingaeftirlitsins. Ariö 1977 komu ails 72.690 út- lendingar til iandsins og áriö 1976 70.180. Enn meiri aukning er á flandri Islendinga sjálfra aö þvi er tölur benda til. Þannig komu hingað frá útlöndum á árinu 80.273 Islendingar á liönu ári, en 1977 voru þeir 70. 992 talsins og 1976 59.879. Af útlendingum komu langsamlega flestir frá Bandarikjunum eöa 23.512 og næst frá Vestur-Þýskalandi 11.841. Frá Danmörku (Fær- eyjar meötaldar) komu 7210, Sviþjöö 5863, Noregi 5003, og Finnlandi 1118. Bretar sem komu hingaö voru 5529 tals- ins. Frakkar 3438, Svisslend- ingar 2413, Hollendingar 1994 og Belgar 1186. Færri komu frá öörum löndum, en alls voru þjööernin 73 frá öllum heimsálfum. vh SVR: Hálft gjald fyrir aldraða iillan daginn Stjórn Strætisvagna Reykjavikur hefur sam- þykkt aö felia úr gildi tima- takmarkanir þær, sem gilt hafa um feröír elliiaunþega 70 ára og eidri og öryrkja, • sem heimild hafa haft til aö feröast meö vögnunum á háifu gjaidi. Samstaða fœrir út kvíamar Aö undanförnu hafa staöiö yfir nokkrar umræöur um málefni tlniaritsins Sam- stööu, sem Baráttuhreyfing gegn heimsvaldastefnu (BGH) gefur út. A fundi sem haldinn var fyrir skömmu var ákveðiö aö gera timaritiö aö vettvangi fyrir viötækari þjóöfélags- umræöur en verið hefur hingaötil. Nú stendur til aö i ritinu birtist greinar um is- lensk málefni, svo og al- mennar vangaveltur um markmiö og leiöir sósialista. Nefnd sem kjörin var á fundinum hefur unniö aö gerö tillagna um þessi mál, og veröa þær lagöar fram á fundi, sem haldinn veröur i Félagsstofnun stúdenta n.k. fimmtudag kl. 20.30. Askrifendur og velunnarar Samstööu eru hvattir til aö mæta á fundinn. ih Unniö aö viögeröum I Siippstööinni Akureyri Undantekníng að smíðað sé erlendis segir forstjóri Slippstöövarinnar um vidskiptin vid Burmeister og Wain Þetta var undantekningartil- felli, sagöi Gunnar Ragnars for- stjóri Slippstöövarinnar á Akur- eyrium smiöi á skipshlutum sem stööin fékk keypta hjá Bur- meister og Wain i Danmörku. Hinsvegar sagöi hann slika sam- vinnu viö inniend fyrirtæki æski- lega og hefur Slippstööin td. feng- iö smlöi hjá Vélsmiöju Seyöis- fjaröar aö undanförnu. í dönsku málmsmiöablaöi er nýlega sagt frá smíöinni i Dan- mörku og látnar 1 ljós vonir um aö framhald veröi á þeirra sam- vinnu, en Gunnar sagöi, aö til þessa ráös heföi einungis veriö gripiö til aö geta staöiö viö samn- inga um smlöi á nótaskipi fyrir Hilmi á Fáskrúösfiröi. Voru botn- hlutar i skipiö smiöaöir I Dan- mörku þar sem svo mikiö var aö gera i viögeröum hjá Slippstöö- inni sl. ár aö ekki var hægt aö vinna meira i stáli. — Þetta er ekkert sem viö erum aö taka upp, sagöi hann, og viö viljum miklu heldur láta vinna svona verk fyrir okkur innan- landr ef hægt er. Vélsmiöjan á Seyöisfiröi er meö smiöi á tveim hlutum á Hilmi og sömuleiöis verk i sambandi við yfirbygg- inguna á Þóröi Jónassyni, sem nú er veriö aö byggja yfir þilfariö á I Slippstööinni. —vh Stjórn Félags ráögjafarverkfræöinga ásamt stjórnarmönnum og framkvæmdastjóra FIDIC á fundi meö blaðamönnum. (Mynd: Leifur) Verdur útflutníngur á yerkfræöiþjónustu vænleg atvinnugrein? Dagana 12.-14. jan. si. gistu Reykjavik þrir af stjórnarmönn- um FIDIC, Alþjóöafélags ráð- gjafarverkfræöinga, þeir H.C. Frijlink, forseti frá Hoilandi, J.P. Gourdeau, varaforseti frá Kanada og K. Grinde frá Noregi auk aöalframkvæmdastjóra FIDIC, H. Hillebrand frá Hol- iandi. Þeir komu hingað til aö undirbúa næsta stjórnarfund FIDIC og heimsækja I leiöinni Félag ráögjafarverkfræöinga, sem á aöild aö FIDIC. Félag ráögjafarverkfræöinga var stofnaö áriö 1961 fyrir for- göngu Siguröar Thoroddsens verkfræöings, en hann var jafn- framt formaöur félagsins fyrstu árin. Félagsmenn veröa aö reka eigin verkfræöistofu og veröa auk þess aö hafa öðlast 3-5 ára reynslu af slikum rekstri. Einnig veröa þeir aö vera fjárhagslega óbundnir af sölu- og / eöa verk- takastarfsemi á ráögjafarsviöi sinu. Núverandi formaöur Félags ráögjafarverkfræöinga er Svavar Jónatansson og framkvæmda- stjóri félagsins er Sigurbjörn Guðmundsson. Félagsmenn eru 71 talsins frá 23 verkfræöistofum. Starfsmenn þessara stofa eru um 260 talsins. FIDIC — alþjóöafélagiö — setur þær reglur um aöildarfélög sin, aö félagsréttindi séu bundin viö hliöstæö skilyröi og aö framan getur. Aöildarfélögin eru 32 frá jafnmörgum löndum. Saman- lagöur fjöldi félagsmanna var á árinu 1977 tæp 17 þúsund, og starfsmenn þeirra rösklega 180 þúsund. A fundi meö fréttamönnum, sem haldinn var i tilefni af komu hinna erlendu gesta, kom fram aö hafinn er visir aö útflutningi á verkfræöiþjónustu frá Islandi. Svavar Jónatansson, formaöur Félags ráðgjafarverkfræöinga, sagöi aö útflutningur ráögjafar- þjónustu gæti oröiö álitleg atvinnugrein, en til þess þyrfti stuöning stjórnvalda og skilning á þessari atvinnugrein. —eös Austfirðir á uppleið Er höfnin á Hornafiröi aö breytast? Er land aö rlsa á Aust- fjöröum? Er þar kennski aö leita skýringanna á strandi Ala- foss? Þaö geröist sem sé rétt fyrir jólin aö þeir komu samtimis til Hafnar I Hornafiröi skipiö Alafoss og jólasveinninn Gáttaþefur, annar af sjó, hinn af fjöllum ofan. Gáttaþefur karlinn stóö viö hjá Hornfiröingum þann tima sem fyrirhugaö var en áætlunin fór heldur betur út um þúfur hjá Ala- fossi. Hann steytti á skeri viö brottför og losnaöi ekki af þvi fyrr en sama daginn og Gáttaþefur hélt til sins heima. Velta sumir þvi nú fyrir sér hvort eitthvert samband geti verið þarna á milli. Fleiri munu þó hallast aö hinu. aö óhapp Alafoss stafi af breytingum, sem viröast vera á ósnum. Sitt hvoru megin Hafnar eru tvö lón, sem flæöir inn I og fjarar úr um ós. Taliö er aö lóniö vestan Hafnar sé óöum aö grynnast og fyllast vegna fram- buröar jökulvatna. Viö þaö rask- ast jafnvægiö I ósnum og eyrar, sem straumurinn myndar, breytast. Hér kemur svo enn til þaö, sem Austfirðingum a.m.k. dylst ekki, aö talsvert landris er á Aust- fjöröum og m.a. i Hornafiröi. Þvi til sannindamerkis má benda á, aö klappir koma nú upp um fjöru, sem aldrei sáust úr sjó I æsku þeirra, sem eldri eru orönir. —mhg Augiýsing um styrki til kvikmyndagerðar Kvikmyndasjóöur auglýsir eftir umsóknum um styrki til kvikmyndageröar áriö 1979. Umsóknir skulu vera frá Is- lenskum kvikmyndageröarmönnum og vegna verkefna, sem aö hluta eöa öllu leyti veröur unniö aö á þessu ári. Umsóknum fylgi kvikmyndahandrit og/eöa nákvæm greinargerö um verkefniö og lýsing á þvi, svo og ýtarleg kostnaöar- og fjármagnsáætlun. Til greina kemur aö veita styrk tii aö semja kvikmynda- handrit. Umsóknum um styrk til handritsgeröar skai fylgja efnislýsing og sýnishorn af handriti. Umsóknir sendist: Kvikmyndasjóði, Menntamálaráöu- neytinu, Hverfisgötu 4, Reykjavfk. Umsóknarfrestur er til 15. mars 1979. Reykjavik 12. janúar 1979. Stjórn Kvikmyndasjóös Rœstingafólk óskast til starfa í stóra verslun / í miðborginni. Tilboð merkt „Rœstingar 79” sendist auglýsingadeild Þjóðviljans strax USÚTBOЮ Tilboð óskast i að leggja dreifikerfi i Selás 1. áfanga fyrir Hitaveitu Reykjavikur. tJt- boðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri Fri- kirkjuvegi 3. Rvk. gegn 10.000.— kr. skila- tryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað miðvikudaginn 7. febr. n.k. kl. 11 f.h. ■iNNKAUPASTOFNUN REYKíAVÍKURBORGArI Frikirkjuvegi 3 — Sími 25800 r AUGLÝ SINGASÍMI ÞJÓÐVILJANS ER 81333 V,_____________________________________J

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.