Þjóðviljinn - 20.01.1979, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 20.01.1979, Blaðsíða 6
6 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 20. Janúar 1979. Páll Bergþórsson: Af hverju er útvarpsdagskrá ekkí rofin vegna stormaðvarana? t Þjóöviljanum i gær bendir formaöur útvarpsráös, ólafur R. Einarsson, á aö Veöurstofan heföi getaö sent stormaövörun gegnum útvarpiö, þegar óveör- iö, sem mannskaöanum olli á Axarfiröi, var aö skella á. Þetta er eölileg ábending. Þaö var fyrir frumkvæði Teresíu Guðmundsson veður- stofustjóra, sem um þaö var samið við útvarpið fyrir mörg- um árum, að einmitt þessi hátt- ur yrði hafður á. Þegar veður- fræðingar fengu fregnir af yfir- vofandi stormi, gátu þeir ein- mitt beöiö um aö útvarpsdag- skrá yrði rofin, ef of langt þótti fram að næsta veðurfregna- tlma. Nokkuð var aö þessu gert, en þó of lítiö að minu áliti. Þeg- ar svo þessar stormfregnir fara að verða mjög sjaldgæfar, þykir hverjum og einum veðurfræð- ingi sem allmikla réttlætingu þurfi til þess að' hann taki sig fram um slikar aðvaranir, og þá kunna menn að hafa heldur vilj- aö láta það vera en vekja á sér athygli með vafasömum spám, þvi að allt orkar tvimælís þá gert er. Og nú er að segja frá þeirri slðustu aðvörun af þessu tagi, sem reynt var að senda i út- varpið. Það var undirritaður, sem það geröi fyrir nokkrum árum. Mér virtist af veöur- fregnum kl. 12 á hádegi sem veður væri aö ganga upp i storm, 9 vindstig, á Vestfjarða- miðum, en eins og vant er, var tlminn enginn til aö vinna sóma- samlega úr fregnunum fyrir veðurfregnatimann kl. 12.25. Ég tók þaö þvi til bragðs að leita mér nánari fregna frá skipum gegnum loftskeytastöðina á tsa- firði og teikna siðan frumdrög að aðalkorti og tslandskorti áður en ég gengi frá aðvörun- inni, en tilkynntihins vegar með veöurfregnum kl. 12.25, að kl. 13.15 (eða 13.20), yröi veður- fregnum breytt ef ástæða þætti til. Þulur I útvarpi tók þessu meðmestuljúfmennskusem við var að búast. En nú kom babb í bátinn. 1 veöurdeildinni var þá fyrir nokkru orðinn deildar- stjóriMarkús Á. Einarsson, fyr- ir sérstaka náð Halldórs E. Sig- urðssonar ráöherra, og þvert ofan I tillögu veðurstofustjór- ans. Sennilega vildi hann ekki láta misbjóða valdi sinu, þvi hann hringdi tafarlaust til min og bað mig vera ekki með slika afskiptasemi af hefðbundinni starfsemi Veðurstofúnnar, enda hefði hann þegar gert ráðstaf- anir til þess, að stormaðvörunin yrði ekki lesin, bæði með skip- unum til útvarps og aðstoðar- manna minna á vaktinni. Síðan veit ég ekki til, að veðurfræð- ingar hafigertsllka tílraun sem þessa. En i tilefni af þessu vil ég taka fram, að ég tel það æskilega við- leitni að veðurfregnatimum verðibreytt, svoað tryggt sé, að hægt verði að vinna sómasam- lega úr öllum reglulegum at- Páll Bergþórsson. hugunum og koma viöeigandi spá á framfæri innan hæfilegs tima. Tilefni til fleiri aðvaranda yrðu þá mjög fá. Um þetta hef ég skrifað greinar I mörg ár. Hinu er ekki að leyna, að skipu- lagsbreytingar, þótt góðar séu, ná skammt, ef ekki er metin meira en raun er á viðleitni manna að gegna skyldum sinum viö alþjóö. Páll Bergþórsson Reyklaus dagur á þriöjudag Umsjón: Helgi ólafsson. Skákþing Reykjavíkur: Sævar og B j ör n efstir 2. umferö Skákþings Reykja- vikur var tefld slöastliöiö miö- vikudagskvöld. 1 A-riöli uröu úr- slitþessi: Sævar Bjarnason vann Guðmund Agústsson, Björn Þor- steinsson vann Braga Halldórs- son. Jafntefli geröu Ómar Jóns- son og Jónas P. Erlingsson og Jó- hannes G. Jónsson og Júlfus Friö- jónsson. Tvær skákir fóru í bið, skák Elvars Guömundssonar og Jóhanns Hjartarsonar og svo skák Asgeirs Þ. Arnasonar og Haralds Haraldssonar. Eftir tvær umferöir er staöan þessi: 1.— 2. Sævar Bjarnason 2 v. 1. — 2. Björn Þorsteinsson 2 v. 3.— 4. Jóhann Hjartarson 1 v + biösk. 3.— 4. Haraldur Haraldsson 1 v -I- biðsk. 5. Ómar Jónsson 1 v. 6. Asgeir Þ. Arnason 1/2 v. + 1 biösk. 7. — 9. Jónas P. Erlingsson 1/2 v. 7.— 9. Júlíus Friöjónsson 1/2 v. 7.— 9. Jóhannes G. Jónsson 1/2 v. 10. Elvar Guömundsson 0 v + 2 biösk. 11. Guðmundur Ágústsson 0 v + 1 biösk. 12. Bragi Halldórsson 0 v. Vegna fjölda biöskáka er staö- an óljós,en þó mun sýnt að þeir Sævar Bjarnason og Björn Þor- steinsson, sem böröust um 1. sæt- iö á Haustmóti TR veröa I eldlin- unni. Þeir hafa báðir teflt af ör- yggi og eru vel að vinningum sin- um komnir. 2. umferö: Hvitt: Bragi Halldórsson Svart: Björn Þorsteinsson Drottningarbragö 1. d4 e6 2. c4 Rf6 3. Rc3 d5 4. Bg5 Be7 5. e3 Ö-Ö 6. cxd5 (Hvitur vonast eftir 6. — cxd5 en þá kemur upp staða sem reyndist Kortsnoj vel I 31. einvigisskákinni viö Karpov. Heppilegri tími til uppskipta á d5 var þó tvlmæla- laust i 4öa leik.) 6. ..Rxd5 (Nú fær svartur kost á aö létta á stööunni.) 7. Bxe7 Dxe7 8. Rxd5 (Mér sýnist ekki beinlinis bráð- liggja á þessum uppskiptum. 8. Rf3 heldur spennunni á miöborð- inu.) 8. ..exd5 9. Bd3Rd7 10.Re2 Rf6 11. 0-0 Bg4 12. Hcl (Hvitur áttar sig sýnilega ekki á eöli stöðunnar og hyggur þvl á ótfmabæra atlögu á drottningar- væng. Hann varö þó fyrst aö tryggja sig fyrir mótaðgerðum svarts á kóngsvæng með leikjum eins og t.d. 12. Dc2, Rg3, Hael og f3.Núfær svartur frjálsar hendur við uppbyggingu stöðu sinnar kóngsmegin.) 12. ..Had8 13. Da4 a6 14. b4 c6 15. Db3 Hd6 16. a4 Bxe2 17. Bxe2 Re4 18. Hc2 (Svartur hótaöi 18. — Rd2.) 18. ..Dh4 19. g3? (Fyrsti beini afleikur hvíts i skákinni. Hann gat haldiö fylli- lega I horfinu meö 19. f3 þvi 19. — Hh6 dugar ekki t.d. 20. fxe4 Dxh2+ 21. Kf2Dh4+ 22. g3 Dh2+ 23. Kel Dxg3+ 24. Kdl dxe4. Svartur hefur þrjú peð fyrir manninn.en þaö fer ekki á milli mála hver sten3ur betur eftir 25. Bc4! 1 stað mannsfórnarinnar varð svartur að reyna 19. — Rg5 en eftir 20. g3 Dh3 21. Hf2! ásamt 22. Bfl hefur hvltur gott tafl.) 19. ..Dh3 20. Bd3 (Það þarf ekki að fara mörgum orðum um 20. g3. 20. — Rxg3 er nánast sjálfkrafa fórn.) N.k. þriöjudagur veröur ,,reyk- laus dagur’’ á tslandi. Þá er ætl- ast til aö reykingamenn hafi taumhald á tóbaksfýsn sinni og láti vera aö menga andrúmsloftiö fyrir þeim sem ekki reykja. Þarna gefst llka hálfvolgum reykingamönnum kjöriö tækifæri til aö hætta. Það er samstarfsnefnd um reykingavarnir, sem gengst fyrir þessum „reyklausa degi”. Magnús H. Magnússon heil- brigðisráöherra hélt blaða- mannafund I gær til að kynna undirbúningsstarf nefndarinnar, en það er einmitt heilbriðisráð- herra sem skipar nefndina sam- kvæmt lögum um ráöstafanir til að draga úr tóbaksreykingum. A fundinum voru einnig mættir nefndarmennirnir þrlr, þeir Ólaf- ur Ragnarsson, Þorvarður örnólfsson og Asgeir Guðmunds- son, og framkvæmdastjóri nefndarinnár, Esther Guðmunds- dóttir. A fundinum kom m.a. fram að tsland er fimmta landið I heimin- um þar sem reyklaus dagur er haldinn, enfyrsta landið þarsem opinberir aðilar standa aö hon- um. 1 hinum löndunum fjórum, Dnamörku, Noregi, Kanada og Bandarlkjunum, voru krabba- meinsfélög og samtök áhuga- manna framkvæmdaaöilar. Ólafur Ragnarsson gat þess að mikill undirbúningur hefði verið unninn, m.a. á sviöi upplýsinga- starfsemi. Einkum hefur þessi Fjárveiting til tóbaksvarna á fjárlögum ársins 1979 nemur samtals 20 miljónum króna, en þaö er állka upphæö og islendingar verja til tóbakskaupa á einum degi, ef miöað er viö tóbakssöluna á nýliönu ári, segir I athugasemd frá Samstarfsnefnd um reykingavarnir vegna um- mæla Arna Gunnarssonar aiþm. um fjárráö nefndarinnar. Um þetta mál segir nefndin: „Þessi upphæö hrekkur skammt ef vinna á markvisst að tóbaksvarnastarfi I landinu, enda er hún helmingi lægri en niður- stöðutölur upphaflegrar fjár- hagsáætlunar Samstarfsnefndar um reykingavarnir fyrir árið 1979. Að sjálfsögðu veröur starf nefndarinnar á árinu miðað við starfsemi beinst að skólum lands- ins, og hefur þar náðst góður á- rangur, þvl einsog áður hefur komið fram I fréttum hefur mjög dregið úr reykingum barna á grunnskólaaldri hin siöari ár. Heilbrigðisráðherra lagði á- herslu á þann gifurlega kostnað sem reykingar hefðu I för með sér fyrir þjóöfélagið, og sagði m .a. að allur gróðinn af sölu tóbaks færi I að greiða þann kostnað — og væri þá aðeins hugsað um beinharða peninga, en mikið af þvl tjóni sem reykingar yllu væri þess eðl- is að ekki yrði mælt I peningum. Þorvarður örnólfsson skýröi frá þvi, að margir skólakrakkar hefðu ákveðið aö fara á vinnu- þær fjárhagslegu skoröur, sem fjárveitingavaldið hefur sett þvl, og er ljóst að ekki veröur hægt aö fjármagna ýmislegt af þvl, sem æskilegt hefði veriö að gera á sviöi tóbaksvarna á árinu. 1 ljósi þessara atriða vekur það furöu að sjá haft eftir Arna Gunnarssyni, alþingismanni, I einu dagblaðanna, að honum hafi skilist „að nefndin hefði svo rúm auraráð, aö hún vissi ekki til hvers hún ætti að verja fénu” og taldi hann það atriði vert athug- unar. Betur hefði farið á þvl aö þing- maðurinn heföi gert þá athugun áður en hann ræddi málefni nefndarinnar opinberlega með þeim hætti, sem til var vitnað hér aö framan. Þá hefði hann komist staöi 23. janúar og athuga hvernig liði framkvæmd reyklausa dags- ins. Esther Guðmundsdóttir sagði undirtektir almennings hafa verið mjög góðar, og margir hefðu haft samband við skrifstofu nefndarinnar til að fá upplýsinga- efni til dreifingar, og einnig heföu margir hópar á vinnustööum tek- ið sig saman um aö hætta alveg að reykja á þriðjudaginn. Ólafur sagði að erfitt yrði að mæla árangur reyklausa dagsins, en reynt yrði að fylgjast meö og kanna framkvæmd hans á hinum ýmsu vinnustö.ðum. —ih að þvi, að fjárveiting á þessu ári er lægri en sú upphæö, sem veitt var til tóbaksvarna 1978. 1 40% verðbólgu veröur eðlilega enn minna úr þessu fé en krónutalan segir til um og ljóst er þvi aö rekstur skrifstofu, margþætt upp- lýsingastarf og fræöslustarf I skólum tekur til sin verulegan hluta fjárveitingarinnar. Aftur á móti þykir Samstarfs- nefndinni rétt að taka fram, að aldrei kom til mála, að hún kost- aöi gerð fræöslu- eða skemmti- efnis sem fyrirhugað var I útvarpi og sjónvarpi I tengslum við reyk- lausa daginn. Þykir nefndar- mönnum nóg að þurfa að greiöa fullu veröi allar auglýsingar, sem nefndin birtir I rikisfjölmiðlunum með fé ríkisins.” Samstarfsnefnd um reykingavarnir: Fjárveitíngin álíka og reykt er fyrir daglega

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.