Þjóðviljinn - 21.01.1979, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 21.01.1979, Blaðsíða 7
Sunnudagur 21. janúar 1979. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 7' Eftir ERLU SIGURÐARÐÓTTUR Alþjóðaár barnsins 1979 er hafið. Einu sinni var kvennaár, en siðan hafa mörg vötn runnið til sjávar. Varla sést hræða á Lækjartorgi nema helst til að biða eftir strætisvagni. Nú er ár barnsins, okkar allra. Við erum nú einu sinni hluti af hinum sameinuðu þjóðum og látum þvi ekki okkar eftir liggja. Og hvað gerum við? Viö stofnum nefndir. Nefndirtil aö ræöa málin. Stofnaöar hafa verið sex nefndir sem ræöa eiga málin. Þær heita voöalega falleg- um nöfnum, meira aö segja heitir ein þeirra Barniö, fjölmiölar og listir. Um mann fer hrollur af spenningi. Fáum við nii loks aö sjá Stundina okkar i umsjón sjálfra barnanna? Munu börn spila tónlistfyrir sig og jafnaldra slna i staö þess aö syngja einungis fyrir fulloröna fólkiö? Er timi litlu feitu strákanna sem sungu maaamma liöinn? Eöa hnellnu litlu stúlkunnar sem syngur um hve dásamlegt barn hún er? Uss, svona má vist ekki hugsa. —0— Vöknum af draumnum og lítum aftur á nefndirnar. Þær ætla aö vinna að ýmsum verkefnum, halda ráöstefnur (dásamlegt), fræöslufundi (umm), skemmtan- ir (aah) og gefa út fræöslurit. Allt I einu er jarökúlan komin á hreyfingu. Verkefnin eru siöur en svo vit- laus. Barninu veröur velt fram og aftur, þaö sett i samhengi við um- feröina, skólann, dagheimiliö, já jafnvel foreldra sina. Siöast en ekki sist á aö endurmeta trúar- legt uppeldi barna, eöa er þaö ekki? Bandalag kvenna ætlar aö pæla i mataræöi krakka á næstunni,en eftir tvo mánuöi ætlar sama bandalag aö bera bækur sinar saman viö presta og skólastjóra. Ekki er þess getið hvort mata- ræöiö veröi þá enn á dagskrá. Endalaust mætti telja upp hvaö ræöa á um á ári barnsins. Nú,svo álika aö halda sýningar á árinu, okkur mun gefast kostur á að skoöabækurog leikföng oghaldin veröurlistahátlö barnanna. Þetta er svo spennandi allt saman. —o— I greinargerð frá fram- kvæmdanefnd barnaársins segir m.a.: „Hitt er jafnvist aö i krafti alþjóðaársins geta komið fram hugmyndir sem kunna aö valda straumhvörfum i lffi barna um viöa veröld. Þaö er þvi mikilvægt aö nota þetta tækifæri sem best”. Annars staðarstendur hvatning Sameinuðu þjóðanna um aö I öll- um aöildarrikjum þeirra veröi á alþjóöaaári barnsins 1979 unnið að varanlegum umbótum á kjör- um barna um heim allan. Jasso. Það á að ræða málin. Röfla og rugla, rugla og röfla, röfla og rausa, þú veist ér meö lausa, seg- ir I kvæðinu. Leggja á drög aö hinu og þessu, stinga upp á um- bótum. Ekki veröur sparaö viö sig. Hinar mörgu og margvislegu nefndir munu tala og tala, hraðar oghraðar, meira ogmeira, hærra og hærra. úff. Þá er helvftis krakkaárinu lokið og timi kominn til aö snúa sér að öðru. Nú, en I tilvitnununum að ofan má sjá aö ætlast er til aö tækifær- iö veröi notaö sem best til ab valda straumhvörfum i lifi barna. En hægara er pælt en kýlt og litur allt út fyrir að látiö veröi nægja aö pæla. Margt þarf aö laga Mörgu þarf aö bæta úr. Margt má færa til betri vegar. Það er svo margt ef aö er gáö. Væri þvi ekki nær aö kýla i hlut- ina? Hve mörg börn blöa eftir aö komast inn á dagheimili? Þegar þörf er á vinnukrafti hljómar raddaöur söngur i þingsölum sem annars staðar um að nú skuli barnaheimili byggö svo mamma komist út aö vinna. Svo þagnar þessi söngur skyndilega þegar ekki er lengur þörf fyrir konur á vinnumarkaönum. Þá á konan nefnilega aö nota tima sinn frá kl. 00.00-23.59.59 til aö sinna elsku litlu hjartans greyjunum sem aldrei öskra og grenja skrúfurnar lausur úr heilakúpu mömmu slnnar. Æösta hlutverk mömmu er að sjá um ungana sina, þjóð- félagiö þarfnast, pabba. Litið bara á blessuö dýrin,skyn- lausar skepnurnar. Þar situr mamman á eggjunum og sér siöan um afkvæmin. Þessi viðmiöun minnir á ráöstefnu sem haldin vari Róm á dögunum þar sem læknar og aörir sérfræðingar ræddu kynþörf konunnar. Þar kom fram sú kenning aö kynþörf konu næði hámarki sinu mitt á milli tlöa. Margir ráku upp stór augu og sperrtu eyrun. Hvernig komust menn aö þessari niður- stööu? Jú, rannsóknir á KVENAPA höfðu leitt þetta I ljós. Þegar talað er um straumhvörf I lifi barna má geta þess að börn vaxa úr grasi. Þvi væri nærtækt ahbyrja að takatil i þjóðfélaginu sem þau eiga aö erfa. Reyndar áttum viölfkaaöerfa það^en þó er eins og sumir veröi arflausir og aörir borgi erfðaskatt fyrir hönd þeirra sem virkilega hnepptu hnossið. Nema hvað, tlmi er kom- inn til (vonandi ekki farinn aftur) aö lyfta sinum þunga rassi og taka til hendi. Flesta rennir grun I hvérnig börnin verða til. Einnig finnst sá sannleikur aö börn slysist tD aö eiga börn og þykir fæstum þaö gott. Tlmabært hefur veriö siöan Adam beit í epliö aö fræða börn um getnaöarvarnir svo ekki sé minnst á aörar hliðar frumþarfar mannsins. ÖU fæðumst viö á sama hátt hvort sem okkur likar betur eða verr, og er þvi ónauösynlegt aö viöhalda ein- hverjum trúarbrögðum fá- fræðinnar um þessi mál. Margt margt fleira mætti minnast á. Ef allt yröi tekiö fyrir yrði sá verkefnalisti öilu lengri en sá sem settur var fram I greinar- gerð framkvæm danefnda r barnaársins, en hann hefst svo: „Endurskoðun laga er varða réttarstöðu barna og foreldra ungra barna”. Gaman verður að sjá hvort ein- hverjir utan nefndarinnar taki á sig rögg og geri eitthvaö i hlutun- um. Gód reynsla þeirra fjölmörgu sem auglýsa reglulega í þjónustuauglýsingum Vísis er til vitnis um ágæti þeirra og áhrifamátt. JLisftini síi °°j Sun *&***&* I c f\Cl^ tiirmlill pÉmiS , 4n\ ó" f\ jsSv ‘fliriSr igæsu nnsni^ Ef þú býður þjónustu af einhverju tagi er smáauglýsing í Vísi sterkasti vettvangurinn til viðskipta, þar eru þær lesnar af tugþúsundum og þjóna þúsundum. WJIͧ)JIWi ®86611 smáauglýsingar

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.