Þjóðviljinn - 09.06.1979, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 09.06.1979, Blaðsíða 9
Laugardagur 9. Júni, 1979 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 9 Vésteinn Lúðvíksson: Það hefur væntaniega ekki farið framhjá neinum, að hægra megin við þetta sem ennþá er kallað vinstri er nú sprottin upp nokkuð fjölmennur flokkur hug- sjónamanna sem boða fullkomið frelsi markaðslögmálanna og takmörkun á afskiptum rikisins i þessa veru: það skal iáta sér nægja að vernda þetta sama frelsi fyrir þeim sem ekkert þrá nema höft og skömmtun. Mogg- inn er stundum undirlagður af þessum boðskap dag eftir dag og er hann þó ekki eini vettvangur- inn, borgarapressan er öll farin aö taka undir sönginn, aðeins af misjöfnum semingi. Boðskapurinn og veruleikinn Nú er þessi speki ekki ný. Hún átti sér kröftuga boðendur um öll Vesturlönd þegar kapftalisminn var endanlega að ganga af léns- valdinu dauðu og gat i raun státað af frjálsri samkeppni, það var á 18du og 19du öld. Siðan þá er reyndar ekki liðinn langur timi á mælikvarða eilifðarinnar, en samt: kapitalisminn er ekki sam- ur og jafn, frjáls samkeppni er fyrir löngu úr sögunni nema sem jaðarfyrirbæri og eftir stendur aðeins frelsi auðhringanna til að skipta með sér markaðnum; hvarvetna hafa lika veikleikar kerfisins leitt til siaukinna af- skipta hins borgaralega rikis og er ekkert lát á þeirri þróun. Þetta er engin uppgötvun ill- kvittinna marxista, þetta veit núorðið jafnvel slælega upplýstur borgari þvl hann lifir og hrærist I þessu ástandi og verður að taka tillit til þess. Um öll Vesturlönd hefur þvi gamla viðkvæðið um frelsi markaðslögmálanna verið bæði hjáróma og kraftlitið um áratugaskeiö og ekki ratað inni tóneyra annarra en stöku ein- feldninga sem dreymt hefur um að snúa þróuninni við. I Banda- rikjunum hafa þó endrum og sinnum komið frammá sjónar- sviðið miklir hugsjónasöngvarar af þessu tagi og rekið upp fáein boffs áðuren gleymskan hefur gleypt þá. En allt hefur það verið til útflutnings eingöngu. Hvergi i heiminum er frjáls samkeppni eins innantómur frasi og þarna i guðs eigin landi, hvergi er sam- vinna rikis og auðhringa jafnkær- leiksrik og náin, og ekki verður séð aö yfirstéttin hafi haft neina teljandi andúö á verndartollum og öðrum höftum þegar staða hennar hefur farið versnandi slð- ustu árin. Hinsvegar hefur kenningin um frelsi markaðslög- málanna fengið nokkurn hljóm- grunn hjá þeim fasistastjórnum sem Bandarikin styðja i þriðja heiminum svokallaða. Arangurinn hefur orðið hvað glæsilegastur i Chile, þar hrynur nú saman mest öll framleiðsla i eigu innfæddra og bandariskir auðhringir kaupa hræin fyrir litið. Vort islenska frelsi Hingaötil hefur þessi kenning aldrei átt sterka formælendur meðal islenskrar borgarastéttar. Kapitalisminn átti hér skiljan- lega I vök að verjast strax í upp- Hér er að finna hlutaskýringu á söngnum um óhófleg afskipti ríkisins, en enga á söngnum um frelsi markaðslögmálanna. Eignatilfærsla af þessu tagi gæti hæglega farið fram án þess að borgarastéttin hróflaði viö þvi kerfi sem hún hefur gert sér á löngum tíma til varnar erlendri samkeppni. Óðalið eða kotið 3) Hinn möguleikinn er öllu stærri i sniöum, semsé endanlegt afsal sjáfstæðrar efnahagslegrar tilveru fyrir von um gróövænlega þjónustu við erlent auðmagn. Þessa hugsun orðaði Gylfi Þ. Gislason fyrstur manna og mjög spaklega fyrir sautjár. árum og reyndist þá sem oft áöur næmari á þarfir borgarastéttarinnar en hún sjálf, I það minnsta tók hún ekki kröftuglega undir meö spá- manni sinum. Og þrátt fyrir „viö- reisn” voru engin meiriháttar skref stigin i þessa átt, jarð- vegurinn var aðeins undirbúinn með samningunum við EFTA, ál- verksmiðjunni, auknu olnboga- rými verlsunarinnar og nánari tengslum við alþjóðlegar lána- stofnanir en veriö höfðu. Ennþá var það engin nauðsyn fyrir islenska borgarastett að selja kotið til að komast i vinnu- mennsku á óðalinu. Hún eygði þrátt fyrir allt von um einhverja framtið i eigin nafni. Til að draumurinn rætist að fullu veröur að vinna bug á Islenska þjóörlkinu I þess núverandi mynd. Hugleiding í ólistrænni söngtíd Atökin I Sjálfstæðisflokknum eru ekki um hæfni einstakra manna held- ur er slegist um framtiöarhagsmuni stéttarinnar. Markmiðið er ástand þar sem hluti borgarastéttarinnar getur dafnað óáreittur I þjónustu og samvinnu við erlent,auömagn.. hafi og hefði aldrei lifað af sem slikur nema með þvi aö hlaða i kringum sig varnarveggi ýmis- konar og láta svo rikið annast þá þætti sem einkafyrirtækin réðu ekki við. Slaukin afskipti rlkisins hafa frammaö þessu ekki valdið forystu borgarastðttarinnar miklum áhyggjum, hún hefur þvertámóti litið á þau sem tryggingu fyrir áframhaldandi viðgangi stéttarinnar sem heildar. Sönglandinn um fullkom- ið frelsi markaðslögmálanna og bölvun rikisafskipta hefur ekki heyrst nema hjá einstaka manni og þá aðeins sem máttavana trúarjátningar viö hátiöleg tæki- færi, svona álika og þegar for- kólfar alþýðunnar finna á tylli- dögum hjá sér hvöt til að minnast nokkrum orðum á Socialismus. Nú er þetta semsé breytt, söngurinn er kyrjaður af heilum kór, og þó hvorki lag, texti né flutningur geti talist til hátinda listasögunnar og auðvelt sé að hæðast að öllu saman einsog stundum er verið að gera hér i Þjóðviljanum, þá verður ekki hjá þvi komist aö staldra við og spyrja: Hvað veldur? Ef hér væri aðeins um einn einstakling að ræöa væri freistandi að skýra þessa áráttu sem heimsku eða geðveiki, kannski sambland af hvorutveggja. En sú er ekki raun- in. Einstaklingarnir eru margir og hæpið að álykta að tilviljun ráði þvi að þessi ósköp hlaupi i þá alla samtlmis. Semsé er liklegt að málið sé örlitiö flóknara. Sem tilraun til skýringar set ég fram eftirfarandi tesur: Endalok hagvaxtarins 1) A síðustu árum hafa vaxtar- möguleikar islensks kapitalisma farið ört minnkandi miðað við það sem áöur var. Vegna rányrkju undanfarna áratugi er nú svo komið, að mikil fjárfesting i sjávarútvegi er óhugsandi. Stöðn- un i sjávarútvegi merkir stöðnun i efnahagskerfinu sem heild nema fundnar séu nýjar leiðir. Hverjar gætu þær verið? tslensk borgara- stétt hefur ekki fjárhagslegt bol- magn til aö ráðast I eigin stór- iðju. Vegna erlendrar samkeppni virðist hún ekki hafa trú á ýmis- konar smáiönaði sem hún gæti þó eftilvill komiö á laggirnar með tilstuðlan rikisins, hún virðist þvertámóti búa sig undir og jafn- vel sætta sig við hrun þess iðnaðar sem fyrir er i landinu. Auknum túrlsma eru greinilega takmörk sett. Og um landbúnað er óþarft að ræða. Framundan sér þvi borgarastéttin stöðnun og jafnvel samdrátt. A þessum vanda — sem vauðvitað hefur farið versnandi i þeirri kreppu sem hrjáð hefur auðvaldsheiminn allan undanfarin ár — sér borgarastéttin enga lausn sem gæti tryggt henni allri örugga framtið. En hún gælir við tvo möguleika (til einföldunar ræði ég hér um hana sem heild) 2) Fyrirtæki I rikis- og félags- eign eru tiltölulega fleiri hér en i nokkru nálægu landi. Þessum hlutföllum hefur borgarastéttin lengi haft hug á að breyta. Oft var þörf en nú er nauðsyn. Og vissu- lega gæti hún andaö léttar um sinn ef þetta tækist að einhverju marki. Þótt kaupahéðnar allskonar séu ævinlega að bölsótast úti SÍS eru engar likur til að borgarastéttin leggi til atlögu við samvinnu- hreyfinguna við núverandi að- stæður. Til þess hefur borgara- stéttin hvorki fjárhagslega né pólitiska getu. Auk þess er hún tengd samvinnuhreyfingunni ótal hagsmunaböndum og sker ekki á þau nema hún eigi sigurinn visan. Þarna eru þvi öll sund lokuö. öðru máli gegnir um þau rikis- fyrirtæki sem borgarastéttinni væri akkur i og hún gerir nú kröf- ur til. Undir rikisstjórn einsog þeirri sem nú situr verða engar breytingar gerðar I þessa átt. Að henni dauöri er afturámóti ekki óliklegt að það verði reynt, til dæmis undir nýrri „viöreisn”. En þó það tækist að einhverju leyti gæti það samt ekki skipt neinum sköpum. Um mjög arðbæran og umfram allt útþensluhæfan rikis- rekstur er ekki að ræöa. Borgara- stéttin fengi aðeins tækifæri um sinn til að fjárfesta i tiltölulega öruggum fyrirtækjum án þess að þaö hefði teljandi áhrif á stöðnun eða samdrátt efnahagskerfisins sem heildar. Þetta er nú liðin tíð. Sölu- ákefðin kom vel i ljós með aronskunni sem lognaðist ekki útaf vegna „þjóðlegrar reisnar” heldur af þvi Bandarikin sáu ekki ástæðu til aö borga fyrir þá mellu sem þau gátu fengiö gratis. Og ekki hefur örvæntingin minnkað siöan þá. Hér er mál að einföldunum linni: islensk borgarastétt er sundurleit þó sameiginlegir grundvallarhagsmunir hafi hingaðtil tengt hana sterkum böndum og foröað henni frá mikl- um innbyrðis átökum. Ahrifa- mesti hluti hennar er sá sem stundar verslun og þjónustu. Asamt þeim iðnrekendum sem ekkert sjá frammundan nema dauðann eða standa þegar meö annan fótinn i innflutningi og ann- arri verslun, er hann fylgjandi breytingum á rikjandi ástandi I átt til aukinnar þjónustu við er- lent auðmagn. Gegn honum standa útgerðarmenn og hluti iðnrekenda, aöilar sem að ein- hverju leyti sjá frammá stéttar- lega tortimingu sina færist efna- hagslegt ákvörðunarvald að fullu útúr landinu. Þó þetta séu grunn- andstæður er myndin langt frá þvi að vera svona skýr. Hér skipt- ir lika miklu hugmyndafræðileg afstaða sem ekki þarf alltaf að koma heim og saman við efna- hagslega stundarhagsmuni við- komandi hópa, ofurtrú á mildi er- lendra auðhringa, hollustu við islenska þjóðrikið og fleira. En aðalatriðið er þetta: borgara- stéttin er klofin i sinni framtiðar- sýn og ágreiningurinn þegar kominn uppá yfirborðið þó i nokkru dulargervi sé. Atökin i Sjálfstæðisflokknum eru ekki um hæfni einstakra forystumanna heldur er slegist um framtiðar- hagsmuni stéttarinnar. Þrándur í götu 4) Þótt þau öfl sem sjá hag sin- um best borgið i beinni þjónustu við erlent auðmagn séu likleg til að verða ótviræð forystuöfl borgarastéttarinnar áðuren langt um liður, þá er ekki þarmeð sagt að þau geti umbreytt draumórum sinum i veruleika á augabragði. Gegn sér hafa þau ekki aðeins aöra hluta borgarastéttarinnar, meirihluta verkalýðshreyfingar- innar og fjölmenna millistéttar- hópa, heldur lika sitt eigið riki. Þetta hljómar sem þversögn i eyrum þeirra sem trúa þvi að rik- ið sé einungis tæki sem forystuöfl borgarastéttarinnar geti beitt að vild sinni. Svo einfalt er málfö ekki. Það er eðli islenska ríkisins (einsog annarra borgaralegra Framhald á 14. siöu

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.