Þjóðviljinn - 22.07.1979, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 22.07.1979, Blaðsíða 8
8 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 22. júll 1979. • Viðtal við Hinrik biskup Frehen um 50 ára afmœli Kristskirkju í Landakoti Þá voru uppi vonir um kaþólskt ísland innan skamms Marteinn Meulenberg, sem var vígður fyrstur ka- þólskur biskup á tslandi eftir siðaskipti/ var um tíma svo bjartsýnn, að hann gerði fastlega ráð fyrir því að landið yrði orð- ið kaþólskt aftur eftir 20-30 ár. Svomælti Hinrik Frehen biskup i viðtali við Þjóðviljann á dögun- um, sem hann veitti i tilefni þess að nú um helgina er haldið upp á 50 ára vigsluafmæli Kristskirkju og vigslu Meulenbergs. Þá v^r mikið um dýrðir, sagði biskup, og merkir menn komu i heimsókn. Verður þá fyrst talinn van Rossum kardináli, sem þá var yfir þvi ráðuneyti i Vatikan- inu sem fór meö öll trúboösmál. Kardinálinn kom hingað með biskupum Norðurlanda til að blessa og vigja kirkjuna, sem var reyndar reist m.a. aö hans frum- kvæði. Hann hafði komið hingaö árið 1923 og gert Island að sjálf- stæðu umdæmi, en áöur hafði landið heyrt undir biskupinn i Kaupmannahöfn. Daginn eftir að kirkjan var vigð var svo Meulen- berg vigður biskup og við erum að halda upp á hvorutveggja nú um helgina. Andbyr — Þér hafið kynnt yður endur- Islendingar vilja heldur latínumessu L komu Kaþólsku kirkjunnar til Norðurlanda. Er það rétt, að hún hafi reynst sérstaklega erfiö hér á landi? — Hingað komu tveir franskir prestar á sjötta áratug siöustu aldar, og það er rétt, að sá timi var erfiður og fordómar sterkari gegn kaþólskum en t.d. i Dan- mörku. Þaö kom fram hörö and- staða frá lútherskum prestum sem þá voru og mjög fjölmennir á þingi og þar eftir valdamiklir. Ýmsar undantekningar voru þó á eins og Matthias Jochumsson. En 1874 fékk landið trúfrelsi með nýrri stjórnarskrá og þegar formlega var efnt til trúboös hér 1896 og St. Jósefssystur komu ári siöar tii að vinna að kennslu og hjúkrun, þá má heita að fjand- skapur væri horfinn. Þetta starf hlaut fljótt maklega viðurkenn- ingu fólksins og lúthersku prest- anna. Og nú um stundir er and- rúmsloftið eins og best verður á kosiö og hefur lengi verið. Aform Meulenbergs — Kirkjan i Landakoti var reist á þriðja áratugnum, og um svipað leyti var nokkuð um að islenskir menn snerust til kaþólsku. Voru kaþólskir menn ekki mjög bjart- sýnir um það leyti? — Jú, og þá ekki sist Meulen- berg biskup sjálfur, og hann viör- ar þá bjartsýni óspart i bréfum sem ég hefi séð frá honum, Kapp- semi hans er allt að þvi barnaleg. Jafnvel um 1935 er hann viss um að eftir svosem 20-30 ára verði landið orðið kaþólskt. Hann var óþreytandi i óformum. Til dæmis ætlaði hann að fá nunnur til Eyr- arbakka, þar átti að risa sjúkra- hús sem siðar varö fangelsið á Litla-Hrauni. En þaö tókst ekki — en þá þegar höfðu Karmelitasyst- ur komið til Hafnarfjaröar og Fransiskanasystur til Stykkis- hólms. Þaö voru lika uppi áform um að stofna spitala á Akureyri, teikningarnar að slikum spitala voru til, og kannski hefði hann risið ef ekki hefði striöið komið til. Meulenberg gerði lika samning um kaup á Bjarnarhöfn á Snæfellsnesi — sem var að sönnu ekki undirritað- ur. Þangað vildi hann fá Trapp- istamunka — það er afar ströng regla, t.a.m. tóku þeir enn á sig þá kvöð þegar ég var ungur að tala ekki nema á jólum, en Pius ellefti dró reyndar mjög úr þeirri þagnarskyldu. Meulenberg vildi einnig fá hingað munka af reglu heilags Benedikts, og ýmsir menn utan kirkjunnar tóku mjög undir slik áform, m.a. Jón Leifs tónskáld og ýmsir prestar. Þetta tókst Meuienberg ekki, né heldur eftir manni hans Jóhannesi Gunnars- syni, né heldur mér. En reyndar eru menn enn að láta i ljós áhuga á Benediktsmunkum, vilja hafa nálægt sér gregoríanskan tiða- söng og benedíska messugjörð. Rómantískur söknuður En semsagt — fyrir um fimm- tiu árum, þá eins og lá þetta I loft- inu að ganga ikaþólsku kirkjuna. Halldór Laxness og Stefán frá Hvítadal stigu þetta .skref, Jó- hannes Jörgensen i Danmörku, Sigrid Undset i Noregi og fleiri. Þetta hefur að minu viti verið tengt rómatiskum söknuöi eftir miðaldakirkjunni. Þá var kirkjan reyndar burðarás menningar og þannig sýnist mér hún hafa blas- að við þeim Stefáni og Halldóri — og stundum talar Halldór Lax- ness einmitt i þessa veru enn I dag. Þetta voru kappsamir menn og lif i kringum þá og það var ekki nema eðlilegt að Meulen- berg, sem sjálfur var duglegur og kappsamur, væri hrifinn og vongóður. Hann kom 1929 I heimsókn til Hollands, en ég var þá að ljúka prestaskólanámi i sama skóla og hann hafði gengið á. Ég man vel eftir bjartsýni hans og hrifningu af islenskri menningu og Islend- ingum, sem honum fannst að væru höfðingjar sannir. Það var auðheyrt að hann talaöi ekki svona vegna þess að hann vildi freista okkar til að starfa við trú- Þorlákur og Jón hafa ekki veriö teknir í í helgra manna tölu í Róm boðiö hér heldur var þetta hans einlæg sannfæring. Hann gerði alla sem hann hitti áhugamenn um tsland — og Pius páfa ellefta einnig. Hann sá allt i fögrum lit- um: Yfir tslandi er himinninn alltaf blár, sagði hann meðal ann- ars við okkur. islensk kaþólska? — Nú hefur mér stundum skilist að ýmsir islenskir menn kaþólsk- ir vilji að kirkjan leggi meiri áherslu á kaþólska fortið lands- ins. Hvaö segiö þér um það efni? — Jú, ég heyri þetta, ekki sist i upphafi starfs mins hér. Ég hefi reynt að skoða sem best hvaö menn eiga við meö islenskri sér- stöðu og er reiðubúinn til aö leggja áherslu á þá hluti, en mér finnst ég hafi ekki fengið nógu greinargóö svör. Ég vildi gjarna stuðla að þvi að vekja upp aftur helgi islenskra dýrlinga, Þorláks og Jóns. En nú er á það aö lita að þeir hafa aldrei verið teknir i helgra manna tölu i Róm. Til aö taka upp messuhald og annað þeim tengt þyrfti ég að leggja fram tvær lýsingar um hvorn þessara ágætu biskupa, aðra um feril þeirra, hina um dýrkun þeirra. Þetta þyrftu ekki að vera mikiar ritgerðir, en þvi miöur hefur til þessa ekki reynst mögulegt að koma þessu i verk. Latínan Á hinn bóginn gerðist það svo þegar messan breyttist eftir Vati- kanþingið, varö auðskildari og mál hvers lands upp tekið, þá urðu ýmsir kaþólskir menn hér til að andmæla þessum breyting- um. Þeir kusu heldur hina lat- nesku messu. Um tima fór allt fram á islensku, en ég hefi reynt að fara milliveg til að verða við nokkuð almennum óskum og látiö taka upp aftur latinusöng. Þetta hefur sina kosti t.d. þegar ferða- menn eru margir i borginni. — Sjálfsagt halda margir, aö þessi málamiðlun stafi einmitt af þvi að kaþólskir menn á Islandi séu úr mörgum löndum. — Það er nú rangt sem margir halda að útlendingar séu fleiri en Islenskir menn i söfnuðinum. Ég skil vel að kaþólskir menn hafa tilhneigingu til að halda i ýmis- legt þaö sem þeim finnst vera sérstætt og sérkennandi — hvort sem væri latinan i messunni eða þá ýmsar helgimyndir sem ég lét fjarlægja úr kirkjunni þegar hún var endurnýjuð. En menn mega þá ekki gleyma þvi, að þetta eru ekki þeir hlutir sem mestu skipta. Hlédrægni — Við minntumst þess áöan að Meulenberg biskup hafi veriö kappsamur um trúboö. En nú mun mörgum finnast að kirkjan hafi verið mjög hlédræg siðan. Er þar um meðvitaða stefnu að — Vatikanið hafði sin áhrif á þessa hlédrægni, en hér á Islandi rikti það andrúmsloft þá þegar. Sumpart hefur þar verið um að ræða viðbrögð við ýmsu sem gerðist i tið Meulenbergs, og sumpart tók lif kirkjunnar svip af hlédrægni eftirmanns hans, Jó- hannesar Gunnarssonar. Nú má segja sem svo aö sjálf nærvera kirkjunnar hafi mikið að segja — en boðskapur hennar er alltaf fluttur af mennskum ein- staklingum. Sjálfur er ég enginn áróðursmaður, en vitaskuld hlýt ég að viðurkenna viðeitni þeirra sem leita út fyrir kirkjuna, leita fólk uppi og tala við það, eins og irskur prestur gerir nú sem viö höfum hér og nýtur stuðnings nokkurra leikmanna. Stundum er kvartað við mig yfir starfi hans, en ég veit að hann er maður kur- teis og allur af vilja gerður til að skilja islenskt skapferli og siöu og taka mið af. Páfinn og heimsmálin — Og ef við að lokum færum út fyrir landsteinana: Feröir Jó- hannesar Páls páfa til Suður- Ameriku og Póllands hafa vakið Sjálfur er ég ekki áróðursmaður

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.