Þjóðviljinn - 24.12.1979, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 24.12.1979, Blaðsíða 11
Jólablað Þjóðviljans 1979 11 A þessum timum voru engin dýr i hafinu. Mennirnir kunnu ekki að brenna spiki i kolum sin- um. Þá logaði nýfallin mjöll — þessir mjúku, drifhvitu skaflar, sem safnast ofan á gamlar og harðar fannir.” „Hvað veist þú um sköpun heimsins?” „Ekkert. Enginn hefur sagt okkur, hvernig jörðin varð til. Hún var alveg eins og hún er, svo langt sem ættfólk okkar man. En sólin og máninn og stjörnurnar og þrumugnýrinn og eldingin eru fólk, sem einhvern tima hefur komist út I geiminn.” „Hvernig veistu það?” „Það get ég ekki skýrt. Sjálf spyrjum við aldrei um það. Eitt veit ég þó. Illvirki og helgispjöll hafa fyllt loftið af illum öndum. Sólin og máninn myrtu móöur sina, og þótt þau væri systkin, felldu þau hugi saman. Þess vegna hættu þau að vera mann- eskjur. Þrumugnýrinn og eldingin eru lika systkin, foreldralausir vesa- lingar, sem áttu engin skyld- menni. Þau áttu einu sinni heima i Netsilikalandinu. En þau voru skilin eftir, þegar fólkið fór yfir fljót nokkurt til hreindýraveiða. Þau voru öðrum aðeins byrði, og enginn maður vorkenndi þeim. Þarna beið þeirra aðeins hungur- dauði. Vesalings systkinunum varð reikað að sorphaug, til þess að vita hvort þau fyndu ekki eitt- hvað, sem týnst hefði. Og svo fann annað þeirra eldstein, en hitt skækil af hreindýraskinni, og meö eldsteininn og harðan, sam- anskroppinn skinnbleðilinn i höndunum hrópuðu þau hvort til annars: „Hvað eigum við að verða?” Þrumugnýr og elding.” Hvorugt þeirra vissi, hvað þetta var, en allt i einu svifu þau upp i loftiö og annað sló neista með eldsteininum, en hitt barði þurrt hreindýraskinnið, svo að buldi viö i himingeimnum. I fyrsta skipti komu þrumur og eld- ingar yfir jörðina, og þau fóru i bólstað fólksins, sem hafði hrakið þau frá sér. Það dó allt i tjöldum sinum og hundarnir lika. Það var hvergi sár á likunum, aðeins rauðar skellur á kinnunum. En þegar hreyft var við þeim, hrundu þau saman og urðu að öskuhrúgu. Svona urðu þrumugnýrinn og eldingin til. Siðar kom veðurhamurinn til sögunnar með regn, snjó og storm.” „Hvernig bar það til?” „Það er nú saga út af fyrir sig. Allir þekkja hinn fræga risa Inúgpasúgssúk, sem var svo stór, að lýsnar á höfði hans voru áþekkar læmingjum. Hann ferð- aðist manna á milli i gamla daga og tók þá dreng i fóstur. Einu sinni var risinn á ferð með fóstursyni sinum. Þá hitti hann þó sér meiri mann, Inúarúgdligasúgssúk — Risa- dverginn. Hann var enná stærri Framhald af 12 siðu „Fáðu mér vettlingana mina og öxina mina. Ég er að leggja af stað inn i Hnakkafjallið.” En húsfreyja svaraði: „Vertu heldur kyrr heima. Mennirnir éta þig” „Ef þeir gera ekki annað en éta mig, þá lamma ég bara út um rassinn aftur. En ég kem ekki aft- ur, ef ég verð undir skriðu i fjöll- unum.” Litla lúsin kallaði neglur mann- anna fjöll, og þegar lýsnar voru kramdar milli naglanna, voru það skriður, sem þær uröu undir. Litla lúsin kom aldrei framar heim til konunnar sinnar.” Þess má til gamans geta, að þessar sögur sagði Eskimói I Alaska, sem ekkert vissi um frændur sina i Grænlandi, en Knut Rasmussen hafði heyrt Eskimóa i Grænlandi segja allar þessar sögur. Svo að lokum skulum við lita á fallegt litið ljóð: En eigi að siður hvet ég hunda mina: Andar loftsins einir vita, hvað min biður bak við fjallið. Lengra áfram, lengra áfram! S.dór tók saman. Ljóð Ljóð og Ijóðasöngur er snar þáttur í lifi og menningu Eskimóa. Lltum á eftirfarandi ljóð: Særingar I. Kom, andi loftsins, kom fljótt! Særingamaðurinn kallar á þig. Kom, andi loftsins, kom fljótt! Bægðu frá oss öllum slysum. Ég ris á fætur, ég ris á fætur meðal andanna. Ég sé sálir hinna látnu. Barn, stóra barn, herra loftsins! Kom hingað fljótt, þú mikli, voldugi brjóstmylkingur! M. Máfurinn stóri svifur þöndum vængjum yfir oss, yfir oss. Hann hvimar. Ég garga. Höfuð hans er hvitt. Hann glennir sundur gogginn, og litil, kringlótt augun eru frán, eru hvöss Qútiúk, qútiúk. Kjóinn stóri svifur þöndum vængjum yfir oss, yfir oss. Hann hvimar. Ég væli. Höfuð hans er svart. Hann glennir sundur gogginn, og litil, kringlótt augun eru frán, eru hvöss. Ijóq, ijóq. Hrafninn stóri svifur þöndum vængjum yfir oss, yfir oss. Hann hvimar. Ég krúnka. Höfuö hans er blásvart. Höfuð er hvasst, beitt eins og spjót, og augun ranghvolfast.Qara, qara. MI. Andi! Hvar hefur þú falið þig! Leyfðu mér aö finna þig. Hefur þú ferðazt suður fyrir þá, sem búa fyrir sunnan okkur? Leyf mér að finna þig. Andi! Hvar hefur þú falið þig? Leyföu mér að finna þig. Hefur þú ferðazt austur fyrir þá, sem búa fyrir austan okkur? Leyf mér að finna þig. Andi! Hvar hefur þú falið þig? Leyfðu mér aö finna þig. Hefur þú ferðazt norður fyrir þá, sem búa fyrir norðan okkur? Leyf mér að finna þig. Andi! Hvar hefur þú falið þig? Leyföu mér að finna þig. Hefur þú feröazt vestur fyrir þá, sem búa fyrir vestan okkur? Leyf mér að finna þig. IV. Ég vil gista ókunna konu, frýnast i leynda hluti I blóra viö manninn. Láttu stigvélareimina dingla lausa. Þreifaðu fyrir þér hjá manninum og hjá konunni. Sléttaðu hrukkurnar á kinnunum, sléttaðu úr hrukkunum. Ég gekk yfir isi lagðan sjóinn. Selirnir blésu i vökunum. Seiðbundinn heyrði ég söng hafsins og þung andvörp nýíssins. Afram, áfram! Máttugur andi miðlar oss hreystiidanshúsinu. Æ! Ég skyggnist um og sé það, sem ég nú vil syngja um: Hreinana með hornin breiðu. Meö þeytitré sveiflaði ég skutlinum af öllu afli. Vopn mitt hæfði tarfinn mitt I auga mjaðmargrindarinnar, og hann titraði við lagiö, unz hann féll og bærðist eigi. Æ! En kynngi skyldi i kvæðum, og ég leita að orðum. Hér er ljóðið, hér er minnið, og það er aöeins ég, sem yrki. Konur Konur, konur, ungar konur! Æ, þær koma prúðbúnar i nýjum skinnbrókum. Konur, konur, ungar konur! Æ, þær halda á mávavængjum i hvitum lófum. Sjá! Þær veifa, sjá þær kalla, kinnrjóðar af gáska og ærslum. Konur, konur, ungar konur! Æ — æ, æ, — æ, æ! Löfin siðu dillast eftir tifi þeirra og göngulagi. Fagrar eru þessar konur, er þær skunda til karlmannanna, sem biða glaðir sigurlauna eftir hólmgönguna. Konur, konur, ungar konur! Lif Eskimóa var eilif barátta fyrir matbjörg, um hana snérist allt þeirra lif og þvi er við hæfi að birta hér nokkur ljóð um veiðar: Rostungaveiðar. Ég gat ekki blundað, þvi að hafið var skinandi bjart við bólstað minn. Svo reri ég á hafið, og rostungur kom upp fast við hliðina á húðkeipnum. Ég kom þvi ekki við að skutla hann, og keyrði þvi harpúninn i siðu hans, og flotbelgurinn skoppaði á sjónum. En hann kom aftur upp af sjónum og reisti bægslin eins og olnboga, barði hafflötinn heiftarlega og reyndi að rifa belginn sundur. örmagna varð hann sér til einskis gagns, þvi að skinn af ógotnum læmingja var til verndar saumað á belginn. Og sem hann blés og brauzt um, reri ég að honum og batt enda á umbrot hans. Hlýðið svo á, þið menn úr hinum f jarlægu fjörðum, sem ætið eru reiðubúnir til að miklast af sjálfum ykkur! Þenjið út brjóstin og hefjið upp söng um hugprýði ókunnungs manns. Söngur AajúkS/ draumvisa Ég fyllist feginleik, þegar bjarma dagsins slær á himinhvolfið, æ-já, æ-jaéja já. Ég fyllist feginleik, þegar sólin bjarta stigur á himinhvolfið, æ-já, æ-jæja já. En annars er ég lostinn ótta við veltandi maðkaveituna. Þeir éta sig inn I banakringlu mina og augu, æ-já, æ-já já. Óður um æskuna Mý og kuldi, þessar plágur fylgjast aldrei að. Hér ég leggst á hjarnið, leggst á is og fönn, og tennur minar nötra. Þetta er ég — o-já — o-já, já. Er það minning þeirra daga, þeirra daga, er mýið sveimar, þeirra daga, er kuldinn nýstir, sem á hugann þannig orkar, er ég teygi fætur frá mér út á isinn? Þetta er ég — o-já — o-já, já. Æ! En kynngi skyldi i kvæðum, og ég leita að orðum. Bjarndýraveiðar. Ég sá björn á rekisnum. Hann var eins og meinlaus hundur, sem kemur hlaupandi á móti mér og dillar skotti Svo gráðugur var hann, að hann snerist gramur i kring, er ég vatt mér i skyndi af vegi hans. Og nú háðum við eltingaleik frá morgni og fram á miðjan dag. En um siðir þreyttist hann, og orkuna þraut, og þá stakk ég spjótinu i siöu hans. Hreindýraveiðar. Ég skreið hljóðlega yfir mýrina með boga og ör i munni mér. Dragið var breitt og vatnið var jökulkalt, og hvergi eygði ég afdrep. Ofurhægt skreið ég áfram, rennvotur en óséður, unz ég komst i skotfæri. Hreinarnir bitu, kroppuðu andvaralausir safarik grösin, unz ör min sökk titrandi djúpt i bringu tarfsins. Þá sló ótta á ugglausa sléttubúana. Hjörðin sundraðist á svipstundu, og á harðastökki flýði hún til fjalla.”

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.