Þjóðviljinn - 03.01.1980, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 03.01.1980, Blaðsíða 4
4 StÐA —• ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 3. janúar 1980 MOWIUINN Málgagn sósialisma, verkalýðs- hreyfingar og þjóðfrelsis Clgefandt: Útgáfufélag Þjóöviljans Framkvæmdastjórl: Eiöur Bergmann RiUtjórar: Ami Bergmann, Einar Karl Haraldsson. Fréttaatjórl: Vilborg Haröardóttir Umijónarmaftur Sunnudagsblaóa: Ingólfur Margeirsson Rekstrarstjóri: (Jlfar Þormóösson • Auglýsingastjóri: Rúnar Skarphéöinsson AfgreiÖsiustjóri: Valþór Hlööversson Blaöamenn: Alfheiöur Ingadóttir, Einar Orn Stefánsson, Guöjón Friöriks- son, Ingibjörg Haraldsdóttir, Magnús H. Glslason, Sigurdór Sigurdórsson. Erlendar fréttir: Jón Asgeir Sigurösson iþróttafréttamaöur: Ingólfur Hannesson. Ljósmyndir: Einar Karlsson, Jón Ólafsson Ctlit og hönnun: Guöjón Sveinbjörnsson, Sœvar Guöbjörnsson Handiita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Ellas Mar. Safnvöröur: Eyjólfur Arnason Auglýsingar: Sigriöur Hanna Sigurbjörnsdóttir, Þorgeir ólafsson. Skrifstofa: Guörún Guövaröardóttir. Afgreiösla: Einar Guöjónsson, GuÖmundur Steinsson, Kristín Péturs- dóttir. Slmavarsla: Ólöf Halldórsdóttir, Sigrlöur Kristjánsdóttir. Bflstjóri: Sigrún Báröardóttir Húsmóöir: Jóna Siguröardóttir Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pólsdóttir, Karen Jónsdóttif'. titkeyrsia: Sölvi Magnússon, Rafn Guömundsson. Ritstjórn, afgreiösla og auglýsingar: Slöumúla 6, Reykjavík.slmi 8 13 33. J^rentun: Blaöaprent hf. Forseti kveður • Forseti íslands, Kristján Eldjárn, hefur flutt siðasta nýársávarp sitt til islensku þjóðarinnar. Hann minntist meðal annars islenskra afreks- manna sem áttu afmæli eða ártið á siðastliðnu ári og gerði fordæmi þeirra að hvatningu til lands- manna um að þeir slái aldrei undan i sókn sinni til frelsis og menningar. Forseta fórust svo orð: • „Lifið má aldrei verða brauðstritið eintómt og orðaskak um það, og landið er ekki einungis auðs- uppspretta til þess að fæða og klæða þjóðina svo sem best má verða. Það er einnig ættjörð, móður- mold, föðurland, það eina sem vér munum nokkru sinni eignast. Landið og erfðirnar hafa mótað oss og eru samgrónar tilfinningalifi voru og eiga að vera það. Og þjóðfélagið sem vér höfum komið upp er ekki sambærilegt við fyrirtæki, vel eða illa rekið eftir atvikum. Það er samfélag um islenska menn- ingu, gamlan arf og nýja sköpun, ætlunarverk is- lensku þjóðarinnar. Þetta má aldrei úr minni liða, hvort sem árar betur eða verr á sviði hinna daglegu veraldlegu þarfa.” • Avarp forsetans var skýrt og eftirminnilegt dæmi um allan hans feril I æðsta embætti þjóðar- innar, feril sem hefur verið mjög farsæll og giftu- drjúgur. Það sýnist i fljótu bragði ekki skipta mjög miklu máli hver fer með embætti forseta I einu smæsta riki heims, ekki sist ef að stjómarskrár- ákvæðum er svo háttað að þessi forseti er valdalit- ill. En dr. Kristján Eldjárn hefur borið gæfu til þess að ljá þessu starfi þá merkingu, gefa þvi það inntak sem best verðurá kosið.Hann hefur tengt þaðprýði- legum málflutningi i þágu islensks menningararfs, skynsamlegri og vel rökstuddri hvatningu til ís- lendinga um að þeir vinni eins og menn að þvi ætlunarverki sem liðnar kynslóðir hafa skilað þeim — án þess að fyllast ofmetnaði yfir velgengnisævin- týrum seinni áratuga sem og án þess að gefa sig á vald ráðleysi og vanmetakenndum. Þetta hefur verið boðskapur forsetans til þjóðarinnar bæði i opinberum raeðum, i framgöngu allri og starfsstil. Fyrir allt þetta standa íslendingar i þakkarskuld við dr. Kristján Eldjárn og munu margir án efa lita með söknuði siðar meir til þeirra tima er þau Hall- dóra sátu Bessastaði. • Eins og kunnugt er höfðu blöð haft nokkurt veður af ákvörðun forsetans fyrir nokkrum mánuðum og byrjuðu þá strax vangaveltur og spádómar og fyrir- spurnum hefur verið beint til áhugamanna um þetta embætti eða hugsanlegra frambjóðenda. Allt er það svo skammt á veg komið, að engu verður spáð um framvindu þeirrar kosningabaráttu sem við hljót- um nú að verða vitni að. Aðeins eitt er ljóst og það er að sæti Kristjáns Eldjárns er mjög vandskipað. Og það er kannski ekki úr vegi að minna á það nú, að þegar hann var kosinn fyrir tólf árum, þá voru það I sjálfu sér merkileg tiðindi og komu mörgum nokkuð á óvænt. Svo hafði litið út um tima sem forsetaembættið yrði hlutskipti stjórnmálaforingja sem hefðu sæmilega stöðu til þess að nýta fjölmiðla- frægð sina og pólitisk sambönd til að ljúka ferli sin- um i opinberum málum i hátignarbúningi. Forseta- kosningarnar 1968 voru eftirminnilegt frávik frá slikri þróun, og höfðu þær um leið veruleg áhrif til breytinga á nokkrum hefðbundnum pólitiskum viðhorfum I landinu. Vonandi bera íslendingar gæfu til þess að láta forsetakosningar á árinu 1980 einnig fá svip farsællar nýbreytni. — áb. pciíppr ! Flugið er j sjálfstœðismál Þaö hefur komiB á daginn aö m áhættuflug Flugleiða ætlar aö ■ reynast félaginu, starfsfólki ■ þess og þjóöinni dýrt. ólafur ■ Ragnar Grimsson alþingismaö- I ur kraföist þess á Alþingi á sfn- ■ um tíma aö rekstur Flugleiöa I yrði tekinn til opinberrar rann- ■ sóknar vegna þeirra þjóöar- I hagsmuna sem i veöi væru. 5 Benti Ólafur Ragnar meöal ■ annars á aö greina yröi skýrt á ■ milli þess flugs sem teljast í mætti nauösynlegur hlekkur i | samgönguneti tslendinga og ■ þesssem fyrst og fremst væri á- I hættuflug. Aföll i þvi sföar- " nefnda mættu ekkikoma niöur á ■ lifsnauösynlegum flugsam- J göngum innanlands og eölilegri I feröatiöni á Noröurlanda- og I Evrópuleiöum, og sambandinu ■ viö New York. | NU er Dagblaöiö þegar fariö ■ aö spá þvi aö skattborgarar | þessa lands muni þurfa aö bera ■ skell Flugieiöa á árinu sem nú a er hafið. Ástæðan eru ýmis I skakkaföll I rekstrinum og ! „skefjalaus samkeppni” sem | þeir einkaframtaksmenn i flug- ■ inu kvarta nú hástöfum undan. ■ Hákarlarnir eru aö gleypa sar- " dinurnar á leiöinni yfir Noröur- ■ Atlantshaf og veröur ekki séö í ■ fljótu bragöi hvernig sporna má i gegn þeirri þróun. Hitter alveg I ljóst aöislenska rikiö geturekki ■ látiö þaö viögangast aö tapiö á I Amerikufluginu veröi þess I valdandi aö Flugleiöir dragi ■ stórlega úr þjónustu sinnii ferö- J um til meginlands Evrópu og til ■ hinna Noröurlandanna. Þaö er I sjálfstæöismál þjóöarinnar aö ! flugsamgöngur verði áfram i | höndum Islendinga en ekki aö- ■ eins spurning um gróöa eöa tap I hluthafa Flugleiöa og atvinnu- * öryggi flugliöa. Gautaborgar-Pósturinn er ekki hrifinn af Evrópupólitik „Ame- rfkuforstjóra” Flugleiöa. einsog þruma úr heiösklrulofti. Gautaborgarskrifstofan var aö sögn greinarhöfundar sú skrif- stofa innan félagsins sem borg- aöi sig best, og áhuginn á ís- landi og Bandarikjunum veriö mikill I Vestur-Svíþjóö. Nú hafi hinsvegar veriö ákveöiö aö leggja skrifstofuna niöur og láta sér nægja Stokkhólmsskrifstof- una, semekki hefur veriö eins aröbær. Forstjóri I Stokkhólmi hafi veriö valinn úr vinahópi Siguröar M. Helgasonar, en gengiö framhjá ágætu starfi Steenstrups. Valdabaráttan Hann sjálfur hafi veriö kall- aöur f skyndingu til Lundúna ..........- — -1 og Finnlandi óx verulega. Til þess aö auka sætaf ramboð hafi þvi veriö keypt DC-10 sem átti aömala félaginu gull. Meö 60 til 70% sætanýtingu átti fyrirtækiö aö ná endum saman og þaö var ekki taliö sérstakt áhyggjuefni þótt Flugleiöir hæfu reksturinn 1979 meö 6-7 miljón dollara tap á bakinu. Versnandi þjónusta Þá hófst óvænt stlmabrakiö meö DC-10, sem var bannaö flug vegna óskýranlegra óhappa. Flugleiöir neyddust til þess aö leigja vélar til aö standa viö á- ætlanir og á sex vikum haföi tap fyrirtækisinsvaxiöum 11 miljón doilara. Orvænting greip um sig innan félagsins Þjónustan versnaöi i sifellu. Farþegar frá Evrópu til Ame- ríku uröu aö láta sér þaö lynda aö vera strandaglópar á Kefla- vikurflugvelli háflu og heilu sól- arhringana, oft á tlöum án vitn- eskju um þaö hvort yfirleitt væru möguleikar á áframhald- andi flugi. Slík þjónusta hefur skaöaö mjög álit félagsins. Þegar hér var komiö sögu tók forstjórinn ákvaröanir sem hafa oröiö mörgum utan innsta hrings félagsins undrunarefni. Til dæmis hafa skrifstofur I Evrópu veriö lagöar niöur aö þvi er viröist af handahófi. 1 greininni er þaö rakiö aö starfsmannapólitikin sem rekin hafi veriö innan Flugleiöa á þessum erfiöleikatimum hafi veriö mjög tillitslaus, og eru uppsagnir fólksins I Gautaborg teknar sem dæmi. Jafnframt er þess getið aö starfsemin I Gautaborg hafi byrjaö fyrir 27 árum og gengiö svo vel aö 1970 hafi þótt ástæöa til þess aö gera Gautaborgarskrifstofuna aö miöstöö Flugleiöa fyrir Sviþjóö og Finnland. Farþegaaukning siöustu ára hafi verið stööug og jákvæö og hafi sannaö aö á- kvöröunin var rétt á sinum Islándska Eoftleidir 'frí }slitmlfk« }}y%bolas<>t lA>}tfMíi /lri-!<uii}if. t»»t ::»r *itt fnnndatniior for Srrripe nrU ’ilofíii i Oiiirimrft, Hijif'vr nrr hrJn t!fi i:i-ii,f;:itt(u t i frííirttórg. /'wwneMi iir ttpptnfítl orh fiit ininlligott kummtrr lnl.olcrr.n p-i Airnyrn uit : «r>, utrytsiiln i )>ó nötht >ir. « pi Wowt, ■■■£#■■>*'.. >>V<: >;:t. *!>:( ií f4 <■» Mta M:t<* t oy:-. ■>■■;•.■■■. ' ' *'* ■’< Z, '■■ , " Umdeild ákvörðun Þess verður því aö krefjast aö hiö opinbera gæti hagsmuna þjóöarinnar I sambandi viö rekstur Flugleiöa og gripi ekki inn i of seint. Þvi miöur er ekki ástæöa til aö ætla aö á liönu erf- iöleikaári Flugleiöa hafi veriö teknar réttar ákvaröanir innan fyrirtækisins. 1 þessu samhengi skal hér rakiö efni greinar eftir Ake Lundh I Göteborgs-Posten frá þvi I iok nóvember á'liönu ári. Þar koma fram viöhorf sem eölilegast er aö rekja til Björns Steenstrups, forstjóra Gauta- borgarskrifstofuFlugleiöa, sem nú hefur veriö lögö niöur, og gætir þar töluveröra sárinda. Engu aö siöur veröa viöhorfin aö teljast fróöleg og umhugsun- arverö. lfyrsta lagi er þaö rakiö aö á- kvöröunin um aö leggja aöal- skrifstofu Flugleiöa fyrir Svi- þjóö og Finnlaund i Gautaborg niöur um áramótin hafi komiö þar sem Siguröur Helgason til- kynnti honuip ákvöröunina yfir glasi af (3i. Ake Lundh fullyrðir aö ákvöröunin um aö leggja níö'- ur Gautaborgarskrifstofuna og aörar skrifstofur Flugleiöa I Evrópu, tam. I Vin jog Nizza, eigi rætur sinar að rekja tii valdabaráttu innan Flugíeiöa. Bandaríkjaforstjóri FlugleiÖa Siguröur M. Helgason hafi á hluthafafundi tekist aö ná naumum meirihiuta, og setja Alfreö Eliasson, einn af stofn- endum Loftleiöa út I kuldann. Þrieykiö sem tók viö hafi ekki áttsérlanga framtiö þvi Sigurö- ur Helgason hafi veriö meö sóp- inn á loftí og tryggt sér einræöi i fyrirtækinu. Þar meö hafi hann haldiö og ýmsir meö honum aö nýir stór- veldistimar rynnu upp i sögu fyrirtækisins. Farþegaaukning tii Evrópu, ekki sist frá Sviþjóö tima. Hin nýja samgöngustefna Flugleiöa muni hinsvegar þvi miöur leiöa til minnkandi áhuga á lslandsferöum, þar sem þrándur sé I götu fljótra og þægilegra feröa þangaö. Margar spurningar Hvaö sem segja má um þau sjónarmiö sem hér hafa veriö rakin vekja þau óneitanlega upp margar spurningar. Þaö er til að mynda dálitiö erfitt aö átta sig á þvi hversvegna dregiö erúr þjónustu og feröum á þvi svæöi þar sem veriö hefur farþega- aukning og góð útkoma úr rekstri. Og þaö er lika hægt aö setja spurningamerki viö þaö hvort réttlætanlegt sé aö láta Amerikuflugiö bitna á Evrópu- þjónustu Flugleiöa. Höfum viö efni á þvi lslendingar sem þjóö? — ekh. o| skorrid

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.