Þjóðviljinn - 11.01.1980, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 11.01.1980, Blaðsíða 5
Föstudagurinn 11. janúar 1980. 4»JÓÐVILJINN — StÐA 5 i ÁRÓÐURSSTRÍÐIÐ UM AFGANISTAN: jEins og manna af Ihimni fyrir Carter Það er langt síðan menn hafa átt kost á að kynnast áróðursstríði á borð við það, sem nú er háð um Afganistan. Cart- er forseti hefur aldrei verið jaf n stóryrtur í garð Sovétmanna og ótal aðil- ar, stórir og smáir, fylgja honum eftir með harð- orðum fordæmingum á Sovétmenn. Hver nýr dagur færir fréttir um refsiaðgerðir: í gær var Aeroflot bannað að fljúga, í dag lýsa hafnar- verkamenn á austur- strönd Bandarikjanna að þeir muni ekki afgreiða farma til Sovétríkjanna. Það kemur þvi allt að þvi eins og skollinn úr sauðarleggnum, þegar æðstu menn Frakklands og Vestur-Þyskalands, Giscard D’Estaing og Helmut Schmidt, hafi stungið saman nefjum um það með hvaða hætti þeir gætu reynt að bjarga slökunarstefnu i sambúð austurs og vesturs — þrátt fyrir allt. Sovétmenn sárir Sovétmenn eru bersýnilega mjög sárir yfir þvi hvernig Bandarikjamenn hafa brugðist við ekki sist á þetta við um rift- un kornsölusamningsins sem átti að tryggja þeim 17 miljónir lesta i fóðurbæti. Einn af frétta- skýrendum TASS sagði i dag á þá leið, að Sovétrikin værioflugt iðnaðarveldi sem ætti sér þró- aðan landbúnað og myndi það aldrei takast að beygja þau með þvingunum, sá sem það reyndi hefði verra af! Sem fyrr er það höfuðþema fleiri blöð hafa lagt á það tals- verða áherslu, að kinverskir liðsforingjar hafi þjálfað afganska uppreisnarmenn i in bað Sovétrikin um skjóta að- stoð, pólitiska, siðferðilega, efnahagslega og hernaðar- lega”. Í7ÍV j ,y-b TöCnpN M: b ’ y f í II f , / Persónulega held ég að hér sé um samsæri CIA að ræöa... sovéskra blaða, að Pakistanar, sem hafi hýst og hjálpað af- gönskum uppreisnarmönnum, séu höfuðsökudólganir — ásamt með Bandarikjamönnum, sem hafi notað óvisst ástand til að hressa við stöðu sina i þessum hluta heims. Einnig er Kinverj- um ekki gleymt, en Isvestia og Pakistan. Sama blað birtir frá- sagnir fréttaritara sinna i Kabúl af Afgönum, sem séu mjög þakklátir fyrir sovéska aðstoð, efnahagslega og hernaðarlega. Einnigsegir (4. janúar) ,,Þegar hætta vofði yfir landinu var það eðlilegt áframhald af allri vináttusögu þjóðanna að stjórn- USA bætir stöðu sína Enn sem fyrr eru fregnir af bardögum i Afganistan ekki ná- kvæmar. En þátttaka sovéska hersins i styrjöldinni þar virðist FRÉTTA- SKÝRING a.m.k. hafa komið þvi til leiðar, að foringjar margklofinna hreyfinga skæruliðahópa mú- hameðstrúarmanna hafa komiö á fót sameiginlegu ráði til að taka við og nýta aðstoð frá múhameðskum rikjum. Sú gremja sem áberandi er i sovéskum blöðum yfir fram- vindu mála verður ofur skiljan- leg þegar þess er gætt hve ræki- lega Bandarikjamenn hafa nýtt atburði sér til framdráttar. Varnarmálaráðherra þeirra, Harold Brown, hefur lagt grundvöll að hernaðarsamstarfi við Kina. Rætt er við Breta um eflingu flotastöðvar á eynni Diego Garcia á Indlandshafi. Þá hefur Bandarikjamönnum loks- ins tekist að fá Tyrki til að leyfa aftur afnot af herstöðvum og hlerunarstöðvum sem hafa ver- ið lokaðar fyrir Bandarikja- mönnum síðan i Kýpurdeildunni 1975. Segja má, að Bandarikja- mönnum berist fleiri tækifæri til að hressa upp á hernaðarstöðu sina en þeir geta nýtt. Þeir hafa m.a. hafnað tilboði Israela og Egypta um hernaðaraðstöðu á landi þessara rikja. Meira en svo: eftir að Carter tilkynnti um refsiaðgerðir gegn Sovétrikjunum hækkuðu verð- bréf á markaði i Wall Street um tæp tuttugu stig, og er það mesta stökk upp á við á heilu ári. Það er engu likara en að Cart- er hafi ekki i langan tima verið jafnheppinn og þegar Kremlar- bændur ákváðu að höggva á hnútinn i Afganistan með þvi að senda herlið þangað. Hvað kusu Indverjar? Ég mun aldrei grípa til herlaga ef ég kemst til valda. Það eruð þið sjálf sem kjósiö slík lög ef þið komiö mér til valda. (Onlooker, Bombay). Milli Um hundraö þús undir stálverka manna í Bretlandi eru i verk fallL — Senn bœiast kolanámumenn í Wales í hópinn Margaret Thatcher haföi það í veganesti frá þeirri borgarastétt sem kom henni til valda f kosningun- um í fyrra, aö hún ætti aö lækka rostann i verkalýðs- félögunum. Nú stendur hún andspænis sínum mesta vanda: 100 þúsundir stálverkamanna hjá hinni ríkisreknu samsteypu British Steel Corporation, BSC, eru i verkfalli, vilja 17% kauphækkun og hafa hafnað tilboði um 8%. Nú eru námamenn í Wales að bætast i hópinn — þeir ætla að gera verkfall, sem er beinlinis tengt áformum um að loka stáliðjuverum í Wales. Þetta er eitt af þeim verkföllum sem erfitt er að leiða til sigurs. Það fer saman við mikinn sam- steins og sleggju drátt i stálfremleiðslu, sem kem- störfuðu um 70 þúsundir manna i verða aðeins 30 þúsundir eftir. ur ekki sist niður á Wales. 1 Wales stáliðnaði fyrir tiu árum, i ár Enda þótt þeir sem upp er sagt fái allgóðar bætur eru þessar fjölda- uppsagnir stórslys fyrir ákveðin svæði. Til að mynda missa rúm- lega 8000 manns atvinnuna i kola- námum Wales i ár af 27.000 — vegna samdráttar i stáliðjuver- um, sem námurnar starfa fyrir. 1 verkföllunum blandast sanan baráttan fyrir betri kjörum og fyrir vinnu. Tvennar vígstöðvar En sem fyrr segir: það er erfitt að sigra á tvennum vigstöðvum. Breskur stáliðnaður hefur skroppið saman vegna þess að helstu kaupendur stáls hafa átt i miklum erfiðleikum (skipa- smiðastöðvum hefur verið lokað i stórum stil, bilaiðnaðurinn hefur dregist saman) — og þar að auki á breskur iðnaður kost á innfluttu stáli á betri kjörum. Stáliðjuverin hafa reynt að halda velli með þvi að halda launum niðri — og tapa samt um 450 miljónum punda á ári. Hinn kosturinner sá, að segja upp enn fleiri verkamönnum, þvi að miðað við samkeppnisaðila er- lendis eru bresk stáliðjufyrirtæki ofmönnuð. Við þær aðstæður sem rikja sýnist verkalýðshreyfingin ekki geta unnið sigur á launavig- stöðvunum nema tapa einhverju um leið i atvinnumálum. Og stjórnin, sem ætti að smiða sér framsýna iðnaðarstefnu, virðist eins og hennar nýfrjálshyggju er von og visa treysta á það, að láta hin frjálsu markaðsöfl leysa allan vanda. En það þarf vist stáltaug- ar til að biða eftir þvi að sú stund renni upp. .áþ Margaret Thatcher hefur enn ekki viljaö hafa bein afskipti af verkfallinu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.