Þjóðviljinn - 23.01.1980, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 23.01.1980, Blaðsíða 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 23. janúar 1980 Greinaflokkur eftir Björn Arnórsson hagfræðing BSRB Hvað er vísitala? Neyslurannsóknir og framfærsluvísitala I siöasta pistli fjallaöi ég um hve mikilvægt þaö er aö taka til- lit til magns vörunnar, þegar framfærsluvisitalan er fundin og sýndi dæmi um þetta meö 4 vörutegundum. Ljóst er aö neysla hverrar fjölskyldu er töluvert flóknari en svo. Þvi þarf aö finna einhverja leiö til aö finna þaö magn hverrar vöru, sem endurspeglar á ein- hvern hátt neysluvenjur þess hóps, sem viö höfum ákveöiö aö miöa viö. Fyrsti útreikningur á fram- færsluvisitölu á Islandi var geröur af Hagstofu Islands áriö 1922, en út frá þeim grundvelli var siöan reiknaö til baka til ársins 1914, svo segja má aö til sé framfærsluvisitala á Islandi fyrir s.l. 66 ár. Slöan hafa veriö teknir upp nýir grundvellir á árunum 1939, 1959 og 1968. Breytingar þessar eru nauösynlegar þar sem neysla okkar breytist mjög mikiö eftir þvi sem timar liöa. Ekki þarf aö fjölyröa um hve innkaup okkar hafa breyst frá árinu 1914 og þö viö litum aöeins til baka til 1968-grundvallarins, sem reyndar byggöist á rannsókn, sem var gerö á árunum 1964-65, þá ætla ég aö samsetningin hafi breyst töluvert. Þannig má búast viö aö sólarlandaferöir hafi aukist aö miklum mun, lita- sjónvarpiö komiö til sögunnar, grænmetisneysla hefur aukist, svonokkurdæmi séu nefnd. Þvl er nú veriö aö rannsaka neyslu- venjur þannig aö setja megi framfærsluvisitölunni nýjan grundvöll, sem er meira i takt viö neyslu landsmanna, en sá sem nú er i notkun. Fyrir utan fyrsta grundvöll- inn, sem var áætlaöur af Hag- stofu íslands, hefur visitölu- grundvöllurinn veriö miöaöur viö rannsóknir, sem yfirleittl 3. GREIN voru geröar nokkrum árum áöuren viökomandi grundvöllur var lögfestur. Þá er ’39 grundvöllurinn var geröur, voru 50 fjölskyldur i Reykjavik beönar um aö halda búreikninga, 40 af þeim skiluöu nothæfum niöurstööum. Meöal- stærö fjölskyldu (þ.e. visitölu- fjölskyldan svonefnda) var 4,8 eöa hjón meö 2,8 börn innan 16 ára aldurs. Fyrir 1959-grundvöllinn skiluöu 80 barnafjölskyldur I Reykjavik nothæfum búreikn- ingum og var vlsitöluf jöl- skyldan 4,2 eöa hjón meö 2,2 börn. Þessi grundvöllur var slöan notaöur fram til ársins 1968. 1968-grundvöllurinn, sá sem nú er í notkun, byggist á rann- sókn, sem var gerö á neyslu launafólks I Reykjavik á árunum 1964-1965 . 300 fjöl- skyldur launafólks voru beönar um aö færa búreikninga og skiluöu 100 nothæfum reikn- ingum. Þessar fjölskyldur skiptust þannig milli stétta Björn Arnórsson (innan sviga hef ég sett hlutfall stéttarinnar af þjóöarheild skv. skattskrá). Verkamenn 26 (26,7%) Sjómenn 3 ( 4,4%) Iönaöarmenn 23 (21,5%) Opinb. starfsm. 30 ( 30,9%) Versl.- og skrif.st.m. hjá einkaaöilum 18 (16,5%) Þannig aö sjá má aö úrtakiö (sá hópur, sem skilaöi not- hæfum búreikningum) endur- speglar vel samsetningu þess- ara stétta I þjóöfélaginu. Meöalstærö fjölskyldnanna var 3,96 eöa hjón meö 1,96 barn og skal þá tekiö fram, aö nú voru einnig I úrtakinu barnlaus hjón, sem ekki var áöur. Þaö er þessi fjölskylda, sem hefur gengiö undir nafninu visitölufjöl- skyldan. Þaö skal skýrt tekiö fram, aö neysla hennar er meöaltal af neyslu ofannefndra 100 fjöl- skyldna, en neysla þeirra var mjög mismunandi. Mun neysla þeirra tekjuhæstu veriö um þaö bil þreföld miöaö viö þá tekju- lægstu. En hvernig var svo grund- völlurinn, sem kom út úr þessari rannsókn? Um þaö mun ég fjalla I næsta pistli. Næsta grein: Visitölugrund- völlurinn. Aöur birt i Þjóövilj- anum 1. grein 15. jan., 2. grein 17. jan. sl. % Áhættuþættir hjartasjúkdóma Annar fræöslufundur Hjarta- og æöaver ndarfélags Reykjavik- ur veröur haldinn nk. fimmtu- dag, 24. þ.m. kl. 17.15 á Hóte! Borg (Gyllta sal). Fundarefniö að þessu sinni veröur: áhættu- þættir hjartasjúkdóma. Fræöslufundastarf félagsins á þessum vetri hófst 8. nóv. sl. meö almennum fundi um heila- áföll og hjartas júkdóma. Prófessor dr. med. Gunnar Guð- mundsson yfirlæknir flutti þá erindium heilablæöingar og æöa- stiflu i heila en dr. Arni Kristins- son flutti erindi um hjarta- sjúkdóma. Fundur þessi var mjög vel sóttur og sýndu fundar- menn mikinn áhuga á fundarefn- inu. Á fundinum annaö kvöld veröa pallborösumræöur um fundar- efniö. Umræöustjóri veröur Snorri Páll Snorrason yfirlækn- ir, en aörir þátttakendur dr. Laufey Steingrimsdóttir nær- ingarfræöingur og læknarnir Ingólfur S. Sveinsson og Margnús Karl Pétursson. Þátttakendur flytja fyrst 5-7 minútna inngangserindi en siöan ræöast þeir viö, svara fyrir- spurnum fundarmanna og ræöa viö þá eftir þvi sem tilefni gefst til. Sérstök athygli skal vakin á þvi aö þetta er almennur fræöslufundur og er öllum heim- I ill aðgangur. * 1 Lögfræðiskriistofa okkar er flutt að Lágmúla 5, 4. hæð, simi 81211. Vilhjálmur Árnason hrl. ólafur Axelsson hdl. Erikur Tómasson hdl. Púntila fær sér baö (Theódór Júlfusson). Fyrir utan sauna- kiefann sitja Sá eymdarlegi (Viöar Eggertsson) og Matti vinnu- maöur (Þráinn Karlsson), en vinnukonan Finna (Sólveig Halldórs- dóttir) hlustar á. Leikfélag Akureyrar: PÚNTILA og MATTI Þriöja verkefni Leikfélags Akureyrar á þessum vetri veröur leikrit Bertolts Brechts, Púntila bóndi og Matti vinnumaður, sem margir telja eitthvert alskemmtiiegasta verk leikskálds ins. Leikrit þetta samdi Bertolt Brecht áriö 1940 er hann var landflótta staddur i Finnlandi. Þar dvaldist hann m.a. á búgaröi skáldkonunnar Hella Wuolijoki og er leikritiö samiö uppúr sögum er skáldkonan sagöi honum og hálfgeröu leikriti, sem hún haföi veriö aö glima við. Til gamans má geta þess, aö ráögert haföi veriö aö veita Brecht landvist á tslandi, þegar honum var ekki lengur vært á meginlandinu vegna ofsókna nasista. Haföi Halldór Laxness forgöngu um þaö mál aö áeggjan danskra rithöfunda og höföu tiiskilin leyfi fengistfyrir þessu. En þegar til kastanna kom var Brecht stunginn af vestur á bóginn á leið til Bandarikjanna. Laxness kynntist Brecht er hann var endanlega sestur aö i Austur-Berlin ( þar sem hann fékk til umráöa eigið leikhús, Theater am Schiffsbaner- damm). „Hann minnti á Truck - driver”, er haft eftir skáldinu á Gljúfrasteini þegar hann var inntur eftir þvi hvernig kollega hans heföi komiö honum fyrir sjónir. Leikritiö Púntila og Matti var sýnt i Þjóöleikhúsinu 1969 og varö ákaflega vinsælt. Einnig var leikurinn sýndur á Húsavik fyrir um þaö bil tiu árum og mun mörgum enn i fersku minni. Að þessu sinni leikstýrir Hallmar Sigurðsson Púntila bónda og Matta vinnumanni og gerir jafnframt leikmyndina, en Hallmar hefur veriö viö leik- listarnám I Sviþjóö siöastliðin fimm ár, og er þetta fyrsta verk- efni hans sem leikstjóra á islensku leiksvibi. Púntila bónda leikur Theodór Júliusson, en Þráinn Karlsson leikur Matta. Fjöldi persóna koma viö sögu og farasumir leikaranna ( sem eru 14), með fleiri en eitt hlutverk. Söngvar i leikritinu eru eftir Paul Dessau og hefur Karl Jónatansson æft þá og annast undirleik á harmóniku á sýningum. Aö lokinni frumsýningu á Púntila og Matta hefjast æfingar á tveim siöustu verkefnum leikfélagsins á þessu leikári, Herbergi 213 eftir Jökul Jakobsson og Beðiö eftir Godot. Starfsemi Leikfélags Akureyrar hefur verið með miklum blóma að undanförnu, 7.500 manns sóttu sýningar leikfélagsins á Galdra- karlinum i Oz og Fyrsta öngstræti til hægri (4.200 manns), sem lætur nærri að vera metaðsókn. Theódór Júliusson sem Púntila

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.