Þjóðviljinn - 27.01.1980, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 27.01.1980, Blaðsíða 14
14 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 27. janúar 1980 Hinn landlausi maður í bæ og borg er að minni hyggju ekki svo aumkv- unarverður sem ýmsir vilja vera láta. Hann á einkar rýmilegan rétt til þess að njóta landsins frá f jöru til f jalls utan þeirra skika sem búin bændanna nýta og girða af. Á hitt skortír/ að fólk geri sér grein fyrir möguleik- unum, og væri hægt að tvinna lengi um þessi mál/ en hér verður aðeins einn þáttur rakinn. Verklýðsfélögin hafa eitt af ööru vaknað til vitundar um það á siðustu áratugum að ekki er nóg að tryggja fólki nokk- urra daga orlof, heldur beri að stuðla að þvi að það geti notað sitt fri á hollan og skemmtilegan hátt. Mör g félaganna eiga nú orðið jarðeignir á fögrum stöðum. Nokkuð skiptist i tvö horn hvernig félögin nýta þessa að- stöðu, hvort þau gera það félagslega eða ýta undir bygg- ingar einkasumarbústaða. Þau svæði sem eru i eigu félaga sem hafa lagt áherslu á félagslega nýtingu bera af og eru svo eftirsótt að miklu færri komast að en vilja samanber lönd B.S.R.B. i Munaðarnesi, A.S.N. að Illugastöðum og A.S.l. ölfusborgum. Þó mættu forráðamenn tveggja siðast- töldu svæðanna hafa það i huga á þessu ári trésins, hvernig umhorfs væri nú á þessum stöðum, ef strax i upphafi heföi verið hugað að skógrækt á milli húsanna og i nánasta umhverfi. öll hafa þó verklýðsfélögin, en I mismunandi mæli að visu, van- ræktsamskiptaþáttinn.eins og Hrafn Sæmundsson hefur oft rætt um i ágætum greinum sinum um verklýðshreyfing- una. Þótt verklýðsfélögin séu hornsteinn félagshyggju i landinu, eru þau a.m.k. á þessu Ábúðarlögin eru óþægileg Greinarhöfundi fannst sem það gæti orðið fróð- legt að heyra sjónarmið forustumanns í verka- lýðsfélagi um efnið og leitaði því til Ólafs Emilssonar form. Hins islenska prentarafélags með nokkrar spurningar. — Er það ekki rétt að HÍP hafi verið fyrst verkalýös- félaga til þess að kaupa jarð- eign sem skyldi nýtast félags- mönnum til útiveru og orlofs- dvalar ? — Það var árið 1941 sem félagið keypti jörðina Miðdal I Laugardalshreppi i þeim tilgangi fyrst og fremst, að koma þar upp orlofsaöstöðu fyrir félagsmenn. Strax i upphafi var stefnt að þvi að byggja hús sem félagið leigði til sinna félagsmanna, en þar sem fjárhagur félagsins leyfði ekki á þessum árum að sérstök or- lofshús væru reist, var horfið að þvi að leyfa félagsmönnum sjálfum að byggja eigin hús i landi félagsins. Tilgangur féiagsins með jarðarkaupun- um var samt tvimælalaust sá I upphafi að hafa þarna orlofs- búðir. — Þarna rls svo upp nokkuð stórt hverfi sumarbústaða, en það er fyrst árið 1959 sem félagið ræöst I þaö að reisa or- lofsheimili i Miðdal. Þá er hug- myndin orðin meira en tuttugu ára gömul, en þrátt fyrir það er félagiö brautryöjandi. A þeim tuttugu árum sem liöin eru frá þessum áfanga finnst sumum að litlu hafi verið áork- að. — Já, árið 1942 eða 3 leyfði félagið 14 félagsmönnum að byggja bústaöi á staönum. Siöan bættust nokkrir við, og það var ekki fyrr en 1959 sem félagið ræðst i það að reisa or- lofsheimilimeð fjórum ibúðum. Aðalástæðan fyrir þessum drætti var, eins og ég sagöi áðan, peningaleysi, sem m.a. stafaði af þvi, að reisa þurfti nýtt úbúðarhús fyrir ábúanda jarðarinnar. Það er rétt að gamla orlofsheimilið okkar er ekki lengur alveg eftir kröfu timans, það hefur fram tilþessa komið að góðum notum og reyndar höfum við keypt tvö hús, sem voru i einstaklings- eigú, til viðbótar. Þannig að viö höfum til umráöa sex ibúðir á svæðinu. Auk þessa eigum við eitt hús að Illugastöðum i Fnjóskadal. Öll eru húsin vel nýtt allt sumarið og jafnvel um páska og áramót. 1 vetur hafa komið upp hugmyndir og ákveðnar tillögur, sem eru til meðferðar inefndum félagsins, um að þeim fjórum ibúðum sem nú eru i orlofsheimilinu, sem er raðhús, veröi breytt þannig að tvær verði sameinaöar. Þá verða i húsinu ein stór ibúð á milli tveggja minni. Jafnframt eru uppi hugmyndir um aö reisatvönýhús.en selja i stað- inn tvo bústaði sem félagið keypti, og eru án rafmagns og óhentugir á ýmsa lund. Þessir möguleikar eru þó ekki út- ræddir enn hjá okkur. — Finnst þér rétt aö verka- lýösfélög nýti jaröeignir sinar á grundvelli einkaeignaréttar? — Mér finnst réttlætanlegt að félögin nýti báða mögu- leikana. Þeir félagsmenn sem hafa bolmagn og vilja til að reisa sin eigin hús eiga að minni hyggju að fá lóðir á þessarri sameign allra félags- manna. Hinsvegar finnst mér að félögin verði að eiga orlofs- hús sem svara nokkurn veginn eftirspurn, svo að þeir sem vilja vera þarna eina eða tvær vikur öðru hvoru geti gert það. Félögin mættu svo gjarnan gera tjaldsvæði með nauðsyn- legri aðstöðu á þessum svæð- um, sem þýðir það að langtum fleiri nýta þau til útiveru, en annars. Við höfum þegar gert svolítið átak i þá veru. — Dregur það ekki talsvert úr pressu innan félaganna, til félagslegrar nýtingar orlofs- svæöanna, ef þeir áhugasöm- ustu fá að byggja einka sumar- bústaði? — Ekkiþarf þaðað vera. Við getum tekið dæmi um HIP. Félagsmennirnir eru rúml. 400. Það eru um 60 bústaðir i einkaeigu,en aðrir félagsmenn hafa enga aðstöðu nema i or- lofshúsunum. Viö þurfum hins- vegar að gera orlofshúsin ný- tiskulegri, til að mæta þörfum nútimans. — Stundum hafa kvartanir heyrst um þaö að samskipta- þátturinn verðu útundan á þessum orlofssvæðum og "fátt sé til afþreyingar? — Þaðer rétt,ogt.d. I Miödal vantar okkur tilfinnanlega einhvern verustað sem fólk gæti komið saman i, fengið sér kaffi, gripið í tafl eða spil eða tekið sig saman um einhverja dagskrá. Prentarafélagið kom fljótlega auga á þessa þörf og þegar ibúðarhúsið á jörðinni var endurbyggt á sinum tima var það haft veglegt og stórt, vegna þess að meiningin var að gera það að félagslegri mið- stöð. Hinsvegar koma ábúðar- lögin i veg fyrir að við komum þeirri hugmynd i framkvæmd. Abúandinn hefur rétt til að nýta ibúðarhúsið að vild og við yrðum að fá hans leyfi til þess, t.d. ef við vildum nota kjallara hússins fyrir félagsstörf. Hinsvegar eru þessi mál á dagskrá i félaginu og við höfum verið að velta fyrir okkur hvernig þessi mál verði skyn- samlegast leyst. Við höfum einnig mjög rætt það i okkar hópi að skapa skemmtilegra umhverfi, t.d. með þvl að merkja gönguleiðir, leggja golfvelli og gera aðstöðu til iþrótta á svæöinu, svo eitthvað sé nefnt. Arið 1971 var svæöið skipulagt aö nokkru leyti og , fengnir til þess sérfróðir menn. 1 þeirra tillögum er gert I ráð fyrir ýmis konar aðstöðu i likingu við það sem ég gat um áðan. — Þú minntist á hús að Illugastööum. Hvernig Hkar ykkur samvinnan þar við ASN? — Reynslan er bara góð. Ég held að félagsmönnum HIP liki vel að eiga kost á þvi að dvelja þar. Ég tel að félagiö hafi gert rétt i þvi að kaupa húsið, þótt reksturskostnaður þar sé nokkuð hár. Annars hafa Akureyrarprentarar nokkuö annast hagsmuni okkar þarna og ég er litið kunnugur eins tök- um vandamálum sem þessa byggð varða. — Má ekki búast við aukinni sókn I lóðir á orlofssvæði félagsins ef af sameiningu •bókargerðarfélaganna verður?_ — Grafiska sveinafélagiö á land og hús i Brekkuskógi, litið eitt fyrir austan Miðdal,- Bók- bindarafélagið á hús i ölfus- borgum. t þeirri nefnd sem hafðimeðsameiningarmálin að gera og skilaði uppkasti að lög- um fyrir hið nýja félag var ákveðið að gera ekki tillögur um orlofssvæðamálin, heldur láta hið nýja félag, ef til kemur, um það að ákveða hvað gera skuli. Hinsvegar er ákveðið að engar lóðaúthlutanir eigi sér staöiMiðdalfyrr en nýja félag- iö hefur markað stefnu I mál- efnum orlofssvæðanna. — Þú talaðir um ábúðarlög-"1 in áðan. Þiö hafiö lagt til við ASt að samtökin vinni að þvi að þessum lögum, sem annars eiga aö vernda sveitarfélögin, veröi breytt. Er fullkomlega eðlilegt að þessum lögum sé breytt fyrir félög sem að stærstum hluta nýta jarðirnar undir einka-sumarbústaði? — Abúðarlöginskylda okkur til þess að hafa ábúanda á jörðinni, en það þýðir veruleg útgjöld fyrir félagið. Eins og sakir standa fara hærri fjár- hæöir I þennan búrekstur en við getum lagt i framkvæmdir við orlofssvæðiö á ári hverju. Abúandinn getur krafist þess að það sé byggt hús, fjós eða fjárhús, hann getur fariö fram

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.